Tíminn - 14.02.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.02.1962, Blaðsíða 15
(Framhald af-1. síðu). áhöfnínni að fara í björgunarbelti og hafa gúmmíbát til taks. Strax, þegar skipstjóri varð þess' var, að etoki var aiít s-em skyldi, sendi hann út hjálparbeiðni. Fljótlega sló óhug á menn um borð, og settu þéir út tvo 12 manna gúmmibáta, og í annan þeirra fóru strax tveir menn. Bátamir voru báðir settir út í leyfisleysi skipstjóra, og vissi hann eltoki um það strax. Útilokað var að koma trébjörgunarbátun- um við vegna slagsíðu skipsins. Tveir hugðust bjarga sér á kork- fleka í leyfisleysd, en þ'á rak aft.ur að súðar. Skipstjóri brýndi þá fyrir mönnum sínum að bíða ró- legir átekta, skipið gæti legið svona lengi, og ennfremur hefði hann frétt, að Júpíter væri ekki mjög langt undan. Færðist þá ró yfir sjómennina, og var skotið um 20 blysum frá Elliða. Loftskeyta- maðurinn notaði neyðarsendi. Þeg ar skipstjóri ætlaði niður í káetu siína að ná í skipsskjölin, var kom inn þar svo mikill sjór, að það tókst ekki, og var því skýrs'la hans fyrir rétti gerð eftir minni. Um kl. 20.55 bar Júpíter að, bátur Ell iða bdés sig ekki út, og skutu þeir þá línu til Júpíters, fengu þaðan bát með aukalmu, fóru allir 26 um borð í hann, en 5—10 mínút- um s'íðar sökk Efliði. Þeir urðu að skera á línuna tvisvar sinnum, því að 4 seinna skiptið festist hún í skrúfublaði Elliða. Þeir yfirgáfu stoip sitt um kl. 22.20 og komu um borð í Júpíter um 40 mínút- um seinna. Þetta gerðist ca. 22'A mílu NV af Öndverðarnesi. Aðspurður kvaðst Kristján ekki geta gert sér grein fyrir því, hvað hefði valdið því, að sjór kóm svo ört inn í lest, þó að hnoð hefði losnað. Ekki hefur borið á göllum á siðunni og því ekki verið gert þar við, en í átta ára klössun var gert við detokið á kafla. Hvort bil- un þessi hefur verið eðlileg vegna veðurhæðar einnar, kvaðst sikip- stjóri ekki geta fullyrt. Einskis leka varð vart í vélarrúmi eða há- setaklefa, og útilokað er, að sjór hafi getað komizt í lest, þó að bil að hefði loftrör, sem liggur af detoki niður í lest. Dælur stönzuðu stuttu efti.r að skipið lagðist á hlið ina. Einn bátinn, 12 manna RFD- gúmmíbát, gafst ekiki tími til að skoða, -áður en skipið lagði úr höfn, einhverra orsaka vegna. Ekki taldi Kristján eðlilegt, að bát arnir tveir, sem settir voru út, hefðu átt að slitna strax frá. Faðm spotti fangalínunnar var fastur við tóma bátinn, sem Óðinn fann fyrst, að sögn skipherrans á Óðni. Trébáturinn bak'borðsmegin brotn aði fljótt, en útilokað var að koma þeim bátum við, eins og á stóð. Festingar stjórnborðsbátsins voru losaðar, svo að hann flyti, þeg ar skipið sykki, en það gerði hann etoki, a;m.k. ekki strax, en seinna fann Óðinn /lálfan trébjörgunar- bát á reki, og gæti hann því hafa losmað seinna. Á meðan á þessu gekk, var hellt úr tveimur smur olíutunnum til að reyna að drajja úr sjógangi. — 150 m milli skipa Skýrsla 1. vélstjóra, Jens Páls- sonar, var í öllum meginatriðum samhljóða skýrslu skipstjórans. Þegar verið var að rétta Elliða við eftir ólag kl. 16.20, var tekin upp austursía frá lestum, er hafði stíflazt, og var þá kominn mikili sjór í lest. Var þá tekið til að dæla með öllum dælum og því haldið áfram, meðan hægt var. Jens hringdi síðan upp í brú og bað um að senda niður mann að ath-uga málið. Var þá kominn mik ill sjór í afturlest. Þegar allár vél- ar stöðvuðust og hallinn jókst sí- fellt, var vélstjóra stoipað að koma til stjórnpalls. Jens taldi eins og! Kristján, líklegt, að rifa hefði komið á siðuna framan við hádekk. Dró hann þá ályktun m. a. af því, að sjór seytlaði um rör, sem ligg- ur ofan frá dekki og fram 1 lest ofarlega og er utan um rafl'eiðsl- ur, en sá sjór hlýtur að hafa kom ið ofan frá. Jens tovað 20 rnanna gúmmíbátinn ekki- hafa blásizt út necna tæplega að hálfu leyti. Telur hann, að önnur flaskan hafi verið biluð. Meðan Elliðamenn voru í gúmmíbátnum, toöstuðu þeir á Júpíter til þeirra línu, en Jens á- leit, að um 150 metrar hefðu verið á milli stoipanna. Kl. 16.20 var sjóprófum frestað þar til í d-ag, og áttu þau að hefj- ast aftur kl. 10 í rnorgun, en þá verða 1. stýrimaður bátsmaður og loftskeytamaður kallaðir fyrir. Vií jaríarförína Framhaid af 3. síðu. kommúnistisku verkalýðsfélaga, og einnig fulltrúi kennarasamtak- anna. Þeir sögðu mennina átta hafa fórnað lífi sínu fyi'ir frið í Alsír, og þeir hörmuðu rudda- skap lögreglunnar og ríkisstjórn- arinnar. Lítil sem engin átök í allri borginni kom aðeins til smáátaka við lögregluvörð fyrir framan háskólann. í borginni la Rochelle í vesturhluta landsins beitti lögreglan táragasi til þess að dreifa mannfjölda. Þetta voru einu átökin í öllu landinu. í Alsír var hins vegar í dag mikið um ó- eirðir og verkföll, og þar féll margt manna. Toppfundur. (Framhald aí 1. síðu). náð nokkrum árangri. Vestur- veldin hafa áður stungið upp á slíkum utanríkisráðherra- fundi. .. f Moskvu telja vestrænir sendi- herrar, að Krústjoff muni fara á afvopnunarráðstefnuna, hvort sem þeir Macmillan og Kennedy vilji koma þangað eða ekki. Hann muni samt ekki taka neina ákvörðun þar að lútandi, fyrr en honum hefur borizt svar Vesturveldanna við toppfundartil- lögu sinni. Sendiherrarnir telja, að Krústjoff muni serinilega geta fallizt á, að utanríkisráðherrarnir taki þátt í Geneve-ráðstefnunni, en hitt er óvíst, hvort hann fellir sig við utanríkisráðherrafund á undan ráðstefnunni eins og þeir Maemillan og Kenpedy vilja. Talsmaður' brezka utanríkisráðu neytisins sagði í dag, að brezka stjórnin muni ráðfæra sig við stjórnir hinna Vesturveldanna, sem taka þátt í afvopnunarráð- stefnunni, Bandaríkin, Kanada, Frakkland og Ítalíu, og ef til vill einhverjar hlutlausu ríkisstjórnirn ar, en frá þeirra hálfu taka þátt Indland, Buima, Egyptaiand, Eþiópía, Nigería, Mexikó, Brazi- lía og Sviþjóð. Macmillan sagðí í neðri deild brezka þingsins í dag, að það gæti orðið mikilvægt, að ríkisleiðtogar ríkjanna 18 mundu mæta sjálfir á afvopnunarráðstefnurini. Hann sagði einnig, að tillaga Sovétríkj- anna og tillaga Breta og Bandaríkj anna væru á margan hátt líkar. Á 18-velda ráðstefnunni taka þátt af hálfu kommúnistaríkjanna Sovétríkin, Pólland, Rúmenía, Búlgaría og Tékkóslóvakía. BSRB tuttugu ára (Framhald al 1B siðu) leiðréttingar, ef ástæða þykir. Hef ur fjöldi kvenna, sem starfar hjá ríkinu, fengið leiðréttingu á kjör- um sínum vegna starfsemi þess- arar nefndar. Sem stendur leggja samtökin mesta áiherzlu á það1 að fá viður- kenndan full-ari samnin-gsrétt til handa opinberum s-tarfsmönnum um kaup og kjör og að gagngerð ar breyti-ngar verði- gerðar á launa kerfi ríkisins og bæjarfélaganna. Jafnframt telja- samtökin, að heildarendurskoðun á kjörum op- inberra starfsmanna þoli- enga bið. Samtökin hafa gefið út sitt eig ið málgagn, sem nefnist „Ásgarð- ur“, siðan 1944, og er ætluniin, að út komi afmælisblað í tilefni af tuttugu ára afmæli sámtatoanna síðar í þessum mánuði. í stjórn bandalagsins eiga nú sæti þrettán menn. Núverandi for maður þess er Kristján Thorlaci- us, deildiarstjóri. Eri fyrsti formað ur féla-gsins var Sigurður Thorla ciu-s, stoólastjóri. Rík félög skattfrjáls (Framhaid at 6 síðui lætokunarheimildir. Tók Sigurvin dæmi um fyrirtæki, sem hefði haft 625 þús. króna nettóhagnað og við núverandi skipula-g orðið að greiða 125 þús. í tekjuskatt. Ef þetta fyrirtætoi notfærði sér á- kvæði frumvarpsin-s um, endurmat eigna, fymingarafskriftir og út- gáfu fríhlutabréfa á móti bók- færðri eignaaukningu, þá yrði þetta fyrirtæki skattfrjálst með öllu, þótt það hefði hálfu fjórðu milljón í hreipan hagnað. Gæti- haft 3'/z milj. nettótekjur án þess að greiða skatt, í stað þess að nú þarf að greiða 125 þús. kr. í skatt af 625 þús. króna nettótekj- uim. Sagðis-t Sigurvin ekki sjá ann að -en fjöldi stórefnaðra fyrirtækja í landinu yrði með öllu skattfrjáls eftir samþykkt frumvarpsins. Ósk aði hann skýringa ráðherra á þess um atriðum. Káðherrann hafði sagt, að rík- issjóður yrði ekki fyrir tekju- missi við þessa skattalækkun, því að fyrirtæki’ji myndu taka upp á því að telja heiðarlegar fram en áður. Þetta væri þó hæpin sál- fræði-kenning hjá ráðherranum og stæðist etoki gagnrýni, því að ef fyrirtæki á að greiða jafn háa skatta eftir samþykkt þessa frum varps, þarf það að telja fram 6— 7^ sinnum meiri nettótekjur en nú. Ötrúlégt'' væri að fyrirtæki gerði það, því að þá upplýsti það um leið að logið hefði verið framtali i hjá því áður og hinir hámennt- uðu og réyndu skattstjórar fjár- má-láráðherrans myndu þá hafa sannanir í hön-dum í skattsvika- máli og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins lenda í fangelsi, ef fylgt væri stefnu Jóns Þorsteinssonar. — En hví sikyldu fyrirtækin vera þakklát fyrir þetta frumvarp, ef þau þurfa að greiða jafn mikinn skatt sem áður og hvar fær þetta fyri-rtæki fjármagn til cðlilegrar endurnýjunar, þar sem þetta frv. um skattalætokanir á félögum, er sagt flutt fyrst og fremst til þess að svo geti orðið? Gunriar Thoroddsen, fjármálaráð herra, sagði það of langt mál að svara Sigurvin og bað nefndina að taka aðfinnslur hans og ábend ingar til athugunar. Sáu ekki ljós ■'Fr.imh ; ;:i : farinn í land til að snæða kvöld- verð með reiðaranum. Sjálfir höfðu þeir náð í íslenzkan pilsner og virtust þyrstir. Einn kvað upp úr með það, að við ættum að kveikja ljós á baujunum; það væri ófært að hafa ekki Ijós á þeim. Sá hinn sami hafði verið á vakt til sex um morguninn og sagðist engin ljós hafa séð. RáÖstefna Varftbergs (Framhald aí lfl síðu) un-ga menn úr lýðræðisflokkun- um til að standa vörð um sterka Iflðræðias-innacía utanriikisstefnu íslands. Til ráðstefnu þessarar var boði/5 12 mönnum frá hverjum hinna þriggja lýðræðisflokka, sem eiga fulltrúa innan Varðbergs, svo og nokkrum öðru-m gestum, m. a. formönnum SUF, SUS og SUJ. R,áðstefna þessi þótti takast mcð ágætum, og gert er ráð fyrir að önnur ráðstefna verði haldin á næsta sumri. Fjórar nýjar eftirprentanir Bókaútgáfan Helgafell hef- ur á nokkrum undanförnum árum gefiS út eftirprentanir af málverkum ýmissa ís- lenzkra málara. Hafa þær vak- iS almenna athygli, sökum þess hversu góSar þær eru. í gær komu svo út hjá Helga- felli fjórar nýjar eftirprent- anir. annað ár, enda vandasamar í prentun og óþekkjanlegar frá það eftir sér, að myndin sé full- komin í prentuninni. Myndirnar tvær, Hekla og A stöðli, eru stærstu myndirnar, sem Helgafell hefur látið prenta. Um 40 myndir eru nú til í eftir- prentun, og hefur forlagið látið gera myndaskrá á ensku, með stuttri grein um hvern listamann og liverja einstaka mynd og mynd- Málverk Jóns Stefánssonar, Hekla, máluð 1930 fl í; Eftirprentanirnar, sem nú koma á markaðinn eru Hekla, máluð 1930 af Jóni Stefánssyni, Ur Borg- arfirði máluð um 1940 af Ásgrími Jónssyni, Á stöðli máluð um 1958 af Gunnlaug: Scheving og mynd Muggs, Jesús læknar blinda, sem hann málaði skömmu áður en hann dó, og er nú fyrir altarinu í Bessastaðakirkju. Me8 beztu myndum listamannanna Mynd Ásgríms Ur Borgarfirði, er ein af sérkennilegustu og sterk- ustu vatnslitamyndum málarans frá siðari árum, og hafði hann sjálfur valið hana til prentunar með útgefanda. Heklumynd Jóns Stefánssonar, sem er ein af allra mestu myndum listamannsins fyrr og síðar, á borð við Lómana og Stóðhestana, sem einnig hafa verið prentaðar, er valin í sam- ráði við hann. Hið sama er einnig að segja um mynd Schevings, A stöðli, sem er eitt af allra snjöll- ustu listaverkum málarans, og er nú á sýningunni á Luisianasafninu í Danmörku. Bæði þessi mynd og mynd Ásgríms eru í eigu listasafns Alþýðusambandsins. Jesús læknar blinda eftir Mugg er talið mesta listaverk málarans. í prentun á annað ár Myndirnar, sem eru prentaðar í Hollandi, hafa verið í prentun á Biftröft (Framhald af 1. siðu). þeir fyrsfu þegar komið sér fyrlr framan viS leikhúsið meS teppi, kjaftastóla og heitt kaffi á brúsum, en kl. 10 f morgun var miðasalan opn- uS. Hálftíma síðar var upp- selt. Sem kunnugt er, verð- ur Poul Reumert heiðraður í ræðu og riti og f leikhúsinu vegna hins stórmerka fram- lags sfns í þágu leiklistarinn- ar í því tilefni af því, að 60 ár eru liðin frá því, að hann kom fyrst fram á fjölunum. — Aðils. frummyndunum. Gunnlaugur Scheving hefur t. d. leyft að hafa ir af öllum listamönnunum og myndum þeirra. Myndirnar, sem nú eru komnar á markaðinn, verða til sýnis í sýn- ingarglugga Morgunblaðsins í nokkra daga. Listaverkabækur Helgafells He^gafell gaf nýlega út bók með myndum af listaverkum Ásmunds Jónssonar, og var þetta fyrsta bók- in í flokki Listaveikabóka Helga- fells. Nú er hafinn undirbúningur að útgáfu bóka um þá Ásgrím, Sigurjón, Gunnlaug Scheving og Gunnlaug Blöndal. Ætlunin er, að þessar bækur komi út á árinu, en þó er ekki víst, að bækurnar um þá Gunnlaug Scheving og Gunn- laug Blöndal verði fullgerðar á þessu ári.. Helgafell hefur í hyggju að halda áfram útgáfu listaverka- bóka sem þessara með eftirprent- unum eftir íslenzka listamenn og greinum um þá. Að þessu sinni skrifar Tómas Guðmundsson um Ásgrím Jónsson, Hörður Agústs- son um Gunnlaug Scheving og Eggert Stefánsson skrifar um Gunnlaug Blöndal. Framsóknarvist í Keflavík Framsóknarvist verður spiluð í Ungmennafélagshúsinu I Itefla- vík föstudaginn 16. febrúar n.k. Enginn aðgangseyrir. Góð verð- Iaun. Hádeigisklúbburinn kemur saman í dag á venju- legum stað og tírna. Fundur Framsóknar* kvenna Félag Framsókuarkvenna held- ur fund fimmtudaginn 15. þ. m. að Hverfisgötu 21, og liefst hann kl. 8,30. Rætt verðúr uin félags- mál. Fundur í Keflavík Fundur verður í Framsóknarfé- lagi Keflavíkur í kvöld kl. 21,00 í Aðalveri. T f M IN N, miðvikudagur 14. febráar 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.