Tíminn - 14.02.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.02.1962, Blaðsíða 4
Bsswss Eins og kunnugt er hafa fiugfélögin námskeiS fyrir verdandi flugfreyjur. Fulltrúar flugfélaganna fiytja fyrirlestra á þessum námskeiSum, og hafa margt eftirtektarvert og aigild sannindi aö segjs Timinn vissi, að Sigurður Magnússon, fulltrúi hjá' Loftleiðum, var að kenna á fiugfreyjunám- skeiði þessa daga, og þar sem blaðið veit að fjöldi ungra stúlkna hefur áhuga á flugfreyjustarfi Hðum vi» Sigurð að segja okkur frá ýmsu þvi, sem skiptir máli fyrir Kæri Indriði. Eins og ég sagði þcr í slm- taii okkar í morgun, er hreint ekki svo auðvelt fyrir mig að skýra fjórðu síðu þinni frá því hvað það ,er, sem ég spjalla einkum um við stúikumar, sem sótt hafa um flugfreyju- námskeiðin okkar undanfarin ár. Til þess liggur fyrst og fremst sú ástæða, að sá eini klukkutími, sem þú spurðir um af kennsilustuindum míriuim á þessum námskeiðum er mjög laus í reipunum, ef svo mætti segja. Ég kem oftast nær með nokkur minnisatriði á blaði. Ef vel liggur á mér rabba ég um þau í rúman klukkutíma. Atm- ars endast þau skemur. Á námsskránni nefnum við þessa stund „Public Relations“. Það er slæmt. Auðvitað ættum við að finna henni eitthvert ís- lenzkt heiti, en einhvern veg- ino hefur mér aldrei fallið við neitt þeirra, s-em mér hafa komið í hug, og þess vegria erum við enn áð draslast með þessi útlendu orð, sem eru í þessu saimbandi, þegar betur er að gáð, mjög villandi, emda lætur það að líkum, að klukku- tíma spjall um fræðiigrein, sem menn ljúka nú prófi í, að loknu löngu hásfeólanámi, tendra ekki skær skilningsljós, þó að sá sem eldinn á að kynda kynni vel með að fara. Tilgangurinn með þessu rabbi mínu við stúlkurnar á að vera sá, að vekja þeim aukna virðirigu fyrir því starfi, seim þær ætla að fara að stunda, skýra mikilvægi þess, bæði fyrir félagið, sem þær ætla að vinna fyrir, og síðast e-n ekki sízt fyrir þær sjálfar. Ég byrja venjulega með því að bregða upp fyrir þær nokkrum dæmum um það, hve mjög heimsmynd okkar er mörkuð þeim rúnum, sem rist- ar hafa verið í vitund okkar af utanaðkomandi öflurn, skýra fyrir þeim hversu andúðin myndast, hvernig samúðin verð ur til, að hugtökin „gott“ og „vont“ séu til orðin fremur fyrir vissa mótun, en að þau séu eirihvers staðar í tilver- u*nni, algild í sjálfum sér. Ég bendi þeim á, að enda þótt unnt sé vegna hinna mannlegu takmarkana, að fá okkur til að trúa því, a.m.k. um stundar- sakir, með linnulausum áróðri, að eitthvað, Sem aldrei getur orðið nema vont, sé sæmilega gott, þá sé þar venjulega um stundarfyrirbæri ei.tt að ræða ejnkum að því er varðar vörur og þjónustu. Það er unnt með auglýsingaskrumi, að fá ofckur til að kaupa vonda vöru og slæma þjónústu nokkrum sinn- um, en það á sér sín vissu tak- mörk, sem sé þau, að það, sem við fullyrðum að sé gott, reyn- ist a.m.k. s'ambærilegt við eitt- hvað annað, sem við höfum spurnir af. Áróðurinn einn eða kynningin, nægir því ekki eitt saman. Honum verður að fylgja sú sannprófun staðreynda, sem gerir hann að góðkymnuim. Ann ars er hann markleysa tóm. Vakin er á því at'hygli, að flugfélagi er vonlaust að verja milljónum til auglýsingastarf- semi, ef viðskiþtavinir þess sannreyna efckert annað en durgshátt, slóðaskap og hortug- heit í samski.ptum sínum við það. Takist á hinn bóginin að láta hvort tveggja baldast í hendur, hóflega kynningu og góða þjónustu, þá pé trygging fengin fyrir öruggri framtíðar- atvinnu, góðri afkomu vegna góðkynna. Öllum fyrirtækjum, og ekki sízt þeiim, sem eiga afkomu sína bundna við alimennings- hylli, er það lífsnauðsyn, að hvenær sem nöfn þeirra eru uppi höfð, hvort sem er í aug- lýsingu eðá viðræðum manna í milli, þá veki þau í vitund fólks vissar kenndir, er móti í hugum þess mynd, sem laði til viðskipta. Viss vörumerki eru okkur stundum af tveim ástæðum tákn þess, sem við girnumst. í fyrsta lagi vegna þess, að okkur hefur verið kennt að þekkja þau, og í öðru lagi sökum þess, að við vitum af eigin reynd eða umsögn þeirra, sem við treystum, að þau eru trygging fyrir góðri vöru eða þjónustu. Hlutverk ofckar, starfsmanna Loftleiða, er að hafa samstarf um að nafn félags okkar verði öllum tákn — ímynd—góðs flug félags. Frumskilyrði þess er vitanlega það, að við lærum að vinna saman, sannfærumst um, að eins og það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, fær ekki staðizt, þannig muni einnig því félagi fara, þar sem hver höndin er uppi lá móti annarri. Öllum fyrirtækjum er þessi samstaða starfsmanna þeirra hin mesta nauðsyn. Það er þýð- ingarlaust að skrifa skynsam- leg bréf, ef svifcuil sendisveinn- inn þeytir þeim í rennustein- ana, í stað þess að fara með þau í posthósið, og magasár, fúllyndur framámaður getur á skömmum tfma eitrað hugi ailra sinna undinmanna, að ógleymdri þeirri almennu reglu, að ekki þarf nema einn gikkinn í veiðistöðina. Enda þótt reglan um sam- starfið sé aigild, þá er hún hvergi eins undantekningalaus og í f'lugimu. Þar getur einn sviksamur viðgerðaimaður eyði- lagt árangurinn af samstarfi ótal annarra, og örugglega bú- in flugvél getur farið út í hafs- auga, ef einhver aulinn eða ábyrgðarleysmginn er þar við stýrið. í þessu efni höfum við Loft- leiðamenn verið mjög heppnir, og eigum margs góðs að minn- ast. Vera má að það eigi sér náttúrlegar orsakir. Félagið naut þess, einkum fyrstu árin, og nýtur enn, að aðaieigend- urnir voru starfsmenn þess, sem alltaf litu fyrst á hag heild arinnar, áður en skoðað var í eigin barm. Við eruim enn svo fáir og fátækir ,að öll skakfca- föll yrðu okkur mjög þungbær. Þess vegna höfurni við hvorki ráð á að eiga neitt á hættu með öryggi, né að dragnast með vandræðagemiinga. yið höfum sannfærzt um, að það er félaginu og okkur fyrir beztu að snúa saman bökum, og það höfum við sannarlega gert. Enda þótt hver hlekkur keðjunnar hið innra sé ekki öðrum ómerkari, til þess að það, seim veit að hiniu ytra, geti verið misfellulaust, þá eru þó störf okkar misjafnlega þýðingarmikil félaginu út á við. Það er t.d. afar bölvað að sitja uppi með ills'kiptinn bók- haldara, Sem alltaf m.á ætla að öllu öfugsnúi, en það er þó bærilegra farþegunum, en að fyrirhitta afgreiðslumiann, sem hefur allt á hornum sér, og af tvennu illu, vondum afgreiðslu- manni og fúllyndri flugfreyju, þá er hinn fyrmefndi starfs- maður skárri, einfaldlega vegna þess, að tíminn sem hann get- ur notað félaginu til bölvunar, er styttri en flugfreyjunnar, og þegar til þess er litið, tímans, sem starfsmennirnir hafa yfir að ráða í samskiptum við far- þegana, félaginu til góðs, eða ills, þá er auðsætt, að þar er hluti flugfreyjunnar langmest- ur. Af öðrum starfsmönnum fé- lagsins er hún því, að þessu l'eyti, þýðingarmest. Næst greini ég stundum frá niðurstöðum athugana, sem viö höfuim gert með því að biðja farþegana að fylla út þar til gerð eyðublöð, þar sem við leit um upplýsinga þeirra um ýmis- legt, er félagið varðar. Við spyrjum þá t.d._ hvað fyrst hafi vaikið athygli þeirra á Loftleið- SIGURÐUR MAGNUSSON, fulltrúi um, og hvað einkum hafi vald- ið því að þeir tóku fullnaöar- ákvörðun um að ferðast með félaginu. Margra grasa kennir, og stendur laukur auglýsinga þar með nokkrum blóma, en hæst ber þó meðmæli þeirra, sem áður hafa ferðazt með fé- laginu. Fiskisagan hefui; flog- ið: Hér er félag, sem býður hagstæð fluggjöld og veitir góða þjónustu. Þetta berst frá einum til annars. Og þannig fjölgar þeim stöðuglega, sem ferðast með Loftleiðum. Hvað er það nú einfcum í fyrirgreiðslu okkar, sem við getum gert svo miklu betur en aðrir, að af þeim sökum s'é ástæða til að velja Loftleiðir framar öðrum félögum, til ferðalags? Fátt eitt það, sem önnur félög eiga ekki líka upp á að bjóða. Ferðamenn lofts- VerSandi flugfreyjur í kennslusfund T f MIN N, miðvikudagur 14. febrúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.