Tíminn - 17.02.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 17.02.1962, Qupperneq 6
Nauðsynlegt að gefa bændum kost á að sækja um að nýju! 2. umræðu um fruonvarpið um staðfestingu á bráðabirgðalögun- um um lausaskuldir bænda var haldið áfram í gær. Voru umræð- urnar mjög fjörugar og varð um- ræðunni eldci lokið kl. 4 og haldið áfram eftir fundarhlé kl. 5. Fyrstur tók til rnáls Eysteinn Jónsson. Eystewm sagði, að vegna þrýstings frá Frams'óknarflokkn- um og bændafundum hefðu þær breytingar verið gerðar á málinu, að vaxtabréfin eru að verulegu leyti gerð gjaldgeng í bönkuim, og gætu fleiri notið þessarar aðstoðar en þeir einir, sem ættu beinar skuldir í bönkum. — Ráðherrann vildi ekki fallast á þetta, en það er engin r/nnkun fyrir ráðherr- ann að viðurkenna það, að hann hafi tekið til greina réttmæta gagnrýni og lagfært það, sem auð- sjáanlega hafði aflaga farið. Ráð- herrann segir hins vegar að ekk- ert hafi verið gert, sem ekki var ákveðið þegar í upphafi málsins. Vitnaði Eysteinn til ræðu, er ráð- herrann hélt 23. okt. sl, við 1. umr. málsins, en þá var umsóknar- frestur um Íánin útrunninn. Þá sagði hann að aðeins væri mein- ingin að semja við viðskiptabank- ana um að taka við þessum bréf- um upp í skuldir, sem bændur ættu þar beint, en hins vegar myndi ekki vera samið við verzlanir og kaupfélög eða sparisjóði um að taka við þessum bréfum — það ætti að vera samkomulagsatriði milli bænda og skuldareigendur þeirra hvort þeir ekki gætu tekið við bréfunum á einhvern máta og Þingstörf í gær Fundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær. Fundur í efri deild stóð að- eins í sjö mínútur. Þar var tekið til 3. umr. frv. um Iðnaðarmálastofnun íslands og var það afgreitt til nd. Frum varp um sveitarstjómarkosning ar var tekið út af dagskrá að ósk allsherjarnefndar. í neðri deild talaði Bjarni Benediktsson fyrir frumvörp- um, sem afgreidd höfðu verið í efri deild um eftirlit með skip um, prentrétt, og almenn hegn ingarlög. Þeim var öllum vísað til 2. umr. og nefndar. Birgir Finnsson hafði framsögu fyrir nefndaráliti um frumvarp um staðfestingu á bráðabirgðalög- um um vátryggingarfélög fyrir fiskibáta. Auk hans töluðu þeir Björn Pálsson og Emil Jónssor Frumvarpinu var vísað til 3. um ræðu. Emil Jónsson hafði fram sögu fyrir frumvarpi um breyt ing á lögum um almannatrygg ingar í samræmi við bráða- birgðasamkomulag Sjúkrasaml Reykjavíkur og Læknafélags Reykjavíkur. Frumv. var vísað til heilbr. og félagsm.nefndar, O'g 2. umr. Þá var tekið fyrir frumvarp um lausaskuldir bænda og er greint frá umræð um uan það mál hér á síðunni vextir væru hafðir svo háir á bréf unum til að auðvelda bændum samninga við síkuldareigendur. Það var þess vegna ætlunin í upphafi að bændur sjálfir stæðu í þjarki við einstaka lánardrottna um að taka við brófunum. — Ráðherr- ann komst siðan að raun um það, að ekki væri stætt á málinu eins og fyrirhugað hafði verið og þá grípur hann dauðans angist ög semur við Seðlabankann — og reynir svo að segja nú, að alltaf hafi verið meiningin að bréfin yrðu gjaldgeng. Þá benti Eysteinn Jónsson á, að með hinum furðulega málflutningi að bændum gerði ekkert til, hvað vextir væru háir, því að neytend- ur borguðu þá alla í vöruve ðinu, væri eins hægt að halda því fram, að það væri nákvæmlega sama, hvað allar rekstursvörur landbún aðarins kostuðu, neytendur greiddu þær í vöruverðinu Hugs- unarháttur landbúnaðarráðherrans er með fleiru en einu móti furðu legur. Með þessum hugsunarhætti vorkennir hann líklega ekki bænd um að kaupa dráttarvélamar á viðreisnarverðinu, þar sem hann telur, að það komi allt inn í verð- lagsgrundvöllinn. Sannleikurinn er hins vegar sá, að bændur hafa átt í miklum örðugleikum með að fá kostnaðarliði viðurkennda og standa höllum fæti þess vegna. Jónas Pétursson sagði að lögin væru gallalaus og mætti ekkert að þeim finna, en allir ættu að þakka Ingólfi Jónssyni landbún- aðarráðherra sérstaklega fyrir al- veg einstaka framgöngu í málinu, Gunnar Gíslason sagðist vilja þakka landbúnaðarráðherra fyrir vasklega framgöngu í málinu og taldi alla bænd-ur landsins standa í sérstakri þakkarskuld við hann. Það væri illa gert af Framsóknar- mönnum að í stað þess að þakka, réðust þeir að ráðherranum með gömlum ófrægingarsögum úr Tim anum. — Óþarfi væri að skylda Seðlabankann til að kaupa bréfin — og væri það hrein móðgun við þá stofnun, ef breytingatillaga um það kemur til atkvæða ög skoraði á Framsóknarmenn að draga hana til baka. Firra væri að fara fram á, að umsóknarfrestur yrði fram- lengdur, yrði aðeins til að tefja málið Bændur höfðu nægan tíma til að sækja og áreiðanlega hafa allir s'ótt, se.m þörf höfðu fyrir aðstoð Eysteinn hefði átt að gefa sér tíma tii þess frá verkfallabrölt inu í sumar að aðstoða bændur við S að sækja nm,- i Björn Pálsson sagði að frumvarp ið hefði verið ófullkomið. þar sem ekkert var tekið fram, hvernig bændum yrði tryggt að losna við i bréfin, enn fremur ekkert sagt um vexti Verzlanir. kaupfélög og sparisjóðir hefðu ekki treyst sér til að taka við bréfunum ef ekki væri tryggt að þau yrðu gjaldgeng : í bönkum og hefðu bændur ma>-g i ir ekki getað sótt þess vegna. Væri því mikið ranglæti að gefa ekki þeim bændum. sem ekki gátu sótt í sumar vegna þess, hve allt var Töluðu um luususkuldirnur þá í óvissu um framkvæmd máls- ins, kost á að sækja nú. Þetta ætti Ingólfur Jónsgon að vita og enn fremur að það væru sannkallaðar „viðreisnar“skuldir, sem hér væri um að ræða. Þá sagði Björn og, að rétt væri að flokkar og menn nytu sannmælis og ætti að þakka þeim það, sem þeir gerðu vel, en hitt ekki. Ingólfur Jónsson sagði enga á- stæðu til að ætla annað en að all- ir bændur hefðu sótt um lán, þótt ekki hefði verið fyllilega öruggt i.fyrirfram, að fyrirgreiðslan yrði látin af hendi. Ekki væri því rétt- mætt nú að tefja framgang máls- ins með því að opna umsóknar- tíma að nýju. Það væri haldlaust fyrir Eystein Jónsson að lesa upp ræður eftir sig, Ingólf. um málið, því að í þeim ræðum, sem hann hefði haldið, væri hvergi minnzt á það, að ríkisstjórnin hefði ekki haft í hyggju að gera að'stoðina fullkomna. Þá sagði Ingólfur, að það væri ekki núverandi stjórn, sem hefði fellt gengið, það hefði vinstri stjórnin gert, en núverandi stjórn aðeins skráð krónuna Halldór E. Sigurðsson vitnaði til ræðu Ingólfs um málið, þar sem hann sagði, að ekki yrði tryggt, að vaxtabréfin yrðu gerð gjald- geng í bönkum og bændur yrðu sjálfir að semja við verzlanir og sparisjóði að taka við bréfunum. Bændur margspurðu um þetta atr-. iði og alltaf komu sömu svörin Bændur spurðu meira að segja ekki ómerkari mann en Ingólf Jónsson landbúnaðarráðherra að þessu á aðalfundi Stéttarsambands bænda. og hann gaf sömu svörin og við 1. umr að aðeins væri tryggt að viðskiptabankarnir, þar sem bændur ættú beinar skuldir, myndu taka við þessum bréfum. — Svo kemur ráðherrann nú og segist aldrei hafa einu sinni hugs að í þessa átt hvað þá meira. — Það var hin þunga mótmælaalda, sem yfir reið. sem stefnuhvörfum hefur valdið og stöðug barátta Framsóknarma-nna. enda varð ráð- herranum ekki um sel og tók að hugsa ráð sitt betur og fór svo, að það tók hann þrjá mánuði að undirbúa þetta mál undir aðra um | ræðu, og er þó þessi ráðherra ekki almennt álitinn feiminn hér á j Alþingi Þá deildi Halldór hart á láns- kjörin og benti á að nauðsynlegt væri að setja ákvæði á bréfin um að vextir skyldu lækka jafnmikið og almennir vextir ef til almennr ar vaxtalækkunar kæmi. Fyrir 2 árum rúmum voru hér á landi 7'A% víxilvextir, en bændum er ætlað að greiða 8% vexti af þess- um aðstoðarlánum, VA% hærri vexti en sjávarútvegurinn. Ef vext ir verða lækkað'ir, getur svo farið, að bændur sitja uppi með lán til 20 ára með hærri vöxtucn en víxil- vextir eru í landinu. Deildi Halldór á Jónas Pétursson á Skriðuklaustri fyrir að telja vextina harla góða og bað hann svara þvi, hvort hann áliti þetta hagkvæmt fyrir bænd- urna eins og frá því væri gengið. Enn fremur hafði Jónas sgat, að ýmsir þi.ngmenn væru að flækjast fyrir í þessu máli og taldi Jónas, að betra hefði verið fyrir Jónas að reyna að flækjast svolítið meira fyrir, þegar verið væri að stytta lánstíma og hækka vexti fjárfest- ingarsjóða landbúnaðarins og reyna að flækjast fyrir því nú, að bændum yrði gert að greiða 8% vexti af sínum lánum. Björn Pálsson kvaðst vilja lýsa því yfir að gefnu tilefni, að hann áliti, að óhugsandi væri að málum hefði verið unnt að koma í þetta horf, þ.e. leiðrétt, ef Framsóknar flokkurinn hefði ekki verið til. Framsóknarflokkurinn er engan veginn áhrifalaus, þótt hann sé ekki í stjórn og það er af ótta við fylgistap og vaxandi áhrif Fram- sóknarmanna. sem tekizt hefur að koma fram breytingum á frum- varpinu. Skúli Guðmundsson minnti ráð- herra á, að hann hefði ekki fengið nein svör við fyrirspurn sinni til landbúnaðarráðherra um það, hvers bændur ættu að gjalda, og hvers vegna krafizt væri hærri vaxta af bændum en útvegsmönn- um. Þá benti Skúli á, að sparisjóð- ir hefðu spurzt fyrir um það hjá bönkunum, hvort þeir myndu geta losnað við bréfin, ef þeir tækju þau upp í lausaskuldir bænda og þeir fengu þau svör, að ekki væri hægt að treysta á neitt slíkt og þess vegna hefðu sparisjóðir ekki treyst sér til að taka við bréfun- um. Þannig var ástandið í sumar, er umsóknarfrestur rann út. Því er nauðsynlegt að framlengja um- sóknartíma, þegar viðhorfin hafa breytzt og þess fastlega að vænta, að sparisjóðir og fleiri aðilar kunni að verða við beiðnum, sem þeir ekki töldu sig geta orðið við í surnar. Það er fjarstæða að halda þyí fracn, að það muni tefja málið, þótt umsóknarfrestur verði fram- lengdur. Það er mjög auðvelt að afgreiða þær umsóknir, sem fyrir liggja nú og aðrar nýjar síðar, ef þær berast. Að ræðu Skúla Guðmundssonar lokinni, kl. 4 | gær, var fundi frest að til kl. 5. Fundi var þá fram haldið og töluðu þeir Jónas Péturs son, Ágúst Þorvaldsson og Halldór E. Sigurðsson. Ekki eru tök á að greina frá ræðum þeirra. Landbrh. telur að áramótagrein Erlendar Einarssonar hafi verið ósannindaþvæla. Einkum þó fullyrðingar um að afurða- lán væru nú lægri út á landbúnaðarafurðir en sjávarafurðir og að ríkissjóð’ur stæði ekki í skilum pieð útflutningsupp- bætur. Ingólfur sagði að landbúnaðurinn fengi sömu kjör og sjávarútvegurinn, hvað varðar afurðalán, en að útflutnings- uppbæturnar verði ekki gjaldskyldar fyrr en eftir marga mán- uð'i. þar sem ekki hefði verið ákveðið í fjárlögum um greiðslu á þeim. — Eysteinn Jónsson rak þetta allt ofan í Ingólf aftur. Landbúnaðurinn fær ekki nema um 50—55% afurðalán, en sjávarútvegurinn samtals hjá Seðlahankanum og viðskipta- bönkum ekki undir 75% en þó fremur allt að 90%. Varðandi hitt atriðið vitnaði Evsteinn í stjórnlagafræð'i Bjarna Bene- diktssonar. þar sem segir m. a. að meginregla sé að lögboðn- ar greiðslur sé ríkissjóði skylt að ynna af hendi, þótt ekki hafi um greiðsluna verið getið í fjárlögum. — Ingólfur svar- aði því til. að það væru nú fleiri Iögfræðingar til en Bjarni og þeir segðu nú bara allt annað um þetta atriði. 6

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.