Tíminn - 17.02.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FramKvæmdast.ióri. l’ómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason Frétta-
ritstjóri Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas
Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstof-
ur i Edduhúsinu; áfgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstofur
Bankastræti 7 Símar: 18300 - 18305 Auglýsingasími 19523 —
Afgreiðslusími 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Askriftargjald kr 55 á mán innan lands. f lausasölu kr. 3 eint.
Lærdómsríkur árangur
Bráðabirgöalögin um breytingu á lausaskuldum
bænda í föst lán, voru loks tekin til 2. umræðu á Alþingi
í fyrradag, því að þá loks taldi Ingólfur landbúnaðarráð-
herra sig við því búinn að standa fyrir máli sínu. Hafði
hann þá tilkynningu að færa, að búið væri að semja við
Seðlabankann og nokkra viðskiptabanka um, að þeir
tækju bankavaxtabréfin sem greiðsiumiðil af sparisjóðum
og viðskiptaaðilum bænda. Hefur þannig nokkur leiðrétt-
ing fengizt á þessum málum.
Gangur þessa máls er lærdómsrikur. Landbúnaðarráð-
herra lofaði 16. marz í fyrra, að veita bændum sams kon-
ar úrlausn og sjávarútveginum. Þetta loforð var „efnt“
með bráðabirgðalögunum s.l. sumar, þar sem mjög var
hallað á bændur og engar ráðstafanir gerðar til þess að
gera vaxtabréfin að gjaldmiðli. Auk þess voru vextir
miklu hærri en á bréfum útvegsins og engin lán ætluð
vegna vélakaupa eða til vinnslustöðva landbúnaðarins
Ríkisstjórnin ocj málgögn hennar sögðu þá, að þetta
vasri fullkomin lausn, að minnsta kosti nógu góð, og
landbúnaðarráðherra lýsti yfir, að bændur ættu að
semja sjálfir um sölu bréfanna, og vextir væru hafðir
svo háir til að greiða fyrir henni. Það er því yfirlýst,
að þetta átti að vera fullnaðarlausn af hendi stjórnar-
innar.
Síðan hefur stáðið yfir í marga mánuði linnulaus
sókn Framsóknarmanna með stuðningi bændafunda
um allt land til þess að fá einhverja leiðréttingu á
þessu ranglæti. Ríkisstjórnin lét undan síga, lagði mál-
ið í salt og leitaði síðan úrbóta með samningum við
banka.
Þetta er skýrt dæmi um það, hvernig skelegg og
jákvæð stjórnarandstaða getur sveigt ríkisstjórn til að
bæta um afglöp sín og þokað réttlætis- og nauðsynja-
málum fram.
) Eigi að síður vantar mikið á, að fullt réttlæti ríki i
málinu. Vaxtaranglætið varir enn, og vinnslustöðvum
landbúnaðarins er ekki ætluð nein aðstoð. Þá hefur það
ranglæti og verið framið, að auglýsa eftir umsóknum á
röngum forsendum, meðan ekki var vitað rétt skilyrði
fyrir lánunum, eins og þau hafa nú verið fram sett. Þess
vegna hafa miklu færri sótt um en ella. pað verður að
krefjast þess, að umsóknarfrestur verði framlengdur, svo
að allir bændur sitji hér við sama borð, en láta umsóknar-
fresti ekki lokið, eins og landbúnaðarráðherra lýsir nú
yfir.
Hitaveitulánið
Það er vel, að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík
skuli nú loksins hafa farið inn á þá braut, að taka lán til
hitaveituframkvæmda. Andstæðingar hans í borgarstjórn-
inni hafa árum saman bent á nauðsyn þess, að slíkt væri
gert. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hins vegar alltaf
hafnað því, þar til nú, að kosningar standa fyrir dyrum.
Það tap, sem hlýst af því, að ekki skuli hafa verið far-
ið inn á þessa braut fyrr, skiptir tvímælalaust orðið tug-
u m og jafnvel hundruðum milljóna króna, þegar ekki er
aðeins tekið tillit til þess, hve allar framkvæmdir eru nú
orðnar dýrari en áður, heldur einnig þess, að stór hluti
borgarbúa hefur þurft árum saman að greiða miklu meira
í hitunarkostnað en ella hefði þurft.
Þessi stórfelldi og dýri dráttur borgarstjórnarmeiri-
hlutans hefur stafað af því, hve allsráður hann hefur ver
ið og lítið tillit þurft að taka til annarra. Af því ber kjós-
endum að draga rétta ályktun.
Sænsku samvinnufélögin ætla
að verða óháð lánsfé frá öðrum
Nokkrir fróðleiksmolar um starfsemi sænsku kaupfélaganna
ÞEIR, sem koma til Stokk-
hólms, hafa ekki verið lengi
þar, áður en þeir hafa veitt
því athygli, að orðið konsum
blasir víða við á verzlunum og
smærri veitingastöðum. Kons-
um er einkennisheitið, er kaup
félagið í Stokkhólmi hefur val
ið sér, en það er annað stærsta
kaupfélag veraldar og rekur
hátt á níunda hundrað verzlan-
ir, stórt vöruhús, um 30 veit-
ingastaði, og ýmis konar iðnað-
arfyrirtæki. Félagsmenn þess
eru um 200 þús., en það nær
til Stokkhólms og 'nágranna-
héraða, sem hafa samtals um
eina milljón íbúa. Fimmti hver
íbúi á þessu svæði er því félags
maður í Konsum. Árið 1960 var
heildarvelta Konsum 707 millj.
sænskra króna.
Orðið konsum vekur ekki að-
eins athygli vegna þess, hve
víða það blasir við augum. —
Konsum-búðirnar skera sig
nefnilega víða úr vegna þess,
hve smekklega og haganlega er
H þar gengið frá flestu. Sænsku
a kaupfélögin hafa ekki aðeins
9 lagt kapp á að tryggja félags-
® mönnum sínum hagstætt verð-
H lag, heldur' einnig hina beztu
þjónustu að öðru leyti, eins og
góða afgreiðslu, tryggingu fyr
ir vörugæðum o.s.frv. í fjöl-
mörgum efnum hafa þau haft
forustu um ýmiskonar nýjung-
ar á sviði verzlunarinnar. Mark
mið þeirra hefur verið og er
að vera stöðugur brautryðj-
andi í þágu neytendanna.
í hinum mikla samkeppnis-
heimi nútímans, stenzt lika það
eitt, sem er árvakurt og sístarf
andi, er reynir ekki aðeins að
standa í stað, heldur keppir að
því að finna og brjóta nýjar
leiðir. Þetta hafa sænsku sam-
vinnufélögin líka kappkostað.
Það er að miklu leyti þeim að
þakka, að sænskir verzlunar-
hættir þykja til fyrirmyndar
um heim allan.
SEINASTA áratugin liafa
sænsku kaupfélögin búið við
harðnandi samkeppni, því að
keppinautarnir hafa m.a. lært
af þeim og hagað rekstri sínum
mjög með tilliti til keppninn-
ar við þau. Samt hefur kaup-
félögunum tekizt að halda vel
hlut sínum. Á áratugnum 1950
i —1959 jókst hlutdeild þeirra
í allri smásöluverzluninni úr
12,6% í 14,2% . Tvö seinustu
árin hafa þau svo náð hlut-
fallslega enn betri árangri. Ár-
ið 1960 bættu þau við sig 0,3%
af heildarsmásölunni og hafa
sennilega gert enn betur á sein
asta ári, en fullnaðar’niðurstöðu
tölur liggja þó enn ekki fyrir
um það.
Bráðabirgðatölur þær, sem
liggja fyrir um verzlun sænsku
kaupfélaganna á árinu 1961,
eru m.a. annars á þann veg,
að heildarumsetningin hafi orð
ið 3.642 millj. sænskra króna,
en það er 277 millj. kr. eða
8,2% meira en árið 1960. Um
þriðjungur þessarar aukningar
er talinn stafa af hækkuðu
verðlagi. Hit-t er hrein aukning.
í árslokin 1961 var tala félags-
manna í kaupfélögunum 1.205
þús. og hafði þeim fjölgað um
25 þús. á árinu.
Þess ber að gæta, að hér er
aðeins átt við neytendafélögin,
en aðrar greinar samvinnunn-
ar eru yeinnig mjög öflugar í
Svíþjóð, eins og samvinna
bænda um vinnslu og sölu á af
urðum þeirra, innkaup á rekstr
arvörum o.s.frv. Þá eru sam-
vinnutryggingar mjög öflugar
i Svíþjóð.
Samvinna sænska Sambands-
ins, KF, efldist mjög á árinu
sem leið, en um starfsemi þess
mun síðar fjallað.
ÝMSIR athyglisverðar breyt-
ingar hafa ofðið á starfsemi
sænsku samvinnufélaganna
seinasta áratuginn.
Á fyrstu starfsárum sínum
fengust sænsku félögin fyrst og
fremst við sölu á brýnustu lífs
nauðsynjum, aðallega matvör-
um. Eftir því, sem starfsemi
félaganna hefur eflzt og vel-
megun almennings vaxið, hafa
þau fært sig í vaxandi mæli
yfir á fleiri svið og verzlun
þeirra með fatnað, húsgögn,
búsáhöld og annað hliðstætt,
farið mjög vaxandi. Félögin
hafa ekki sízt lagt sig fram um
að fullnægja ýmsum hinum
nýju þör'fum heimilanna, t.d.
með því að tryggja hagstætt
verð á ísskápum, þvottavélum,
sjónvairpstækjum o.s.frv. Til
þess að fullnægja þessu hlut-
verki sínu sem bezt, hafa hin
stærri félög komið upp mynd-
arlegum vöruhúsum, en mest
þeirra og stærst er hið þekkta
PUB í Stokkhólmi.
Sú breyting hefur jafnframt
orðið, að verzlun félaga utan fl
stóru kaupstaðanna og borg- 1
anna hefur heldur dregist sam U
an. Því veldur bæði að fólki B
í sveitunum hefur fækkað og að
sveitafólk verzlar í vaxandi
mæli i stærri bæjunum síðan
samgöngur bötnuðu. Af þessum
ástæðum hefur verið unnið að
því að sameina félög í dreifbýl
inu og beina aðalsókn kaup-
félaganna að bæjunum. Þar hef
ur verzlun þeirra líka farið vax
andi jafnt og þétt, eins og vöxt
ur Konsum í Stokkhólmi er gott i
dæmi um. M
SÆNSKA sambandið, KF, ffl
rekur stórfelldan iðnað, eins og n
'síðar mun rakið. Það mun nú 0
markmið forustumannanna að S
ráðast ekki í mikla útfærslu á j|
því sviði í bili, heldur efla það, /a
sem fyrir er, og einbeita sér S
að verzluninni. Þar er lika M
meginvettvangur kaupfélag- H
anna. Til þess að halda verzl- §
uninni vel í horfinu, þarf allt- i
af verulega fjár'festingu og mik »
ið veltufé. Þess vegna hafa 1
sænskir samvinnumenn ákveð- B
ið að láta það vera eitt aðal- S
verkefni sitt í náinni framtíð g
að byggja starfsemi sína þann H
i.g upp, að samvinnuhreyfingin W
verði sem rnest óháð öðrum, J|
hvað snertir lánsfé. Seinasti
aðalfundur sænska sambands-
ins fjallaði fyrst og fremst um
þetta mál. Sérstök nefnd hafði
undirbúið ítarlegar tillögur,
þar sem bent var á ýmsar leið-
ir til að tryggja það, að sam-
vinnufélögin öfluðu sér sjálf
þess lánsfjár, sem þau þarfnast
umfram eigið fjármagn, og þá
fyrst og fremst með auknum
spariinnlögum frá félagsmönn-
um sínum. Þetta mál var ítar-
lega rætt á fundinum og síðan
samþykktar þær tillögur, sem
nefndin hafði undirbúið. Það
þarf ekki að efa, að þeim veið
ur fylgt eftir, og með því lagð-
ur enn traustari grundvöllur
undir starfsemi kaupfélaganna
í framtíðinni. Það mun að sjálf
sögðu styrkja aðstöðu félag-
anna og hreyfingarinnar i
heild, ef hún þarf lítið eða ekk
ert að leita til annarra í þess-
um efnum.
ÞAÐ er lærdómsríkt, að jafn
an hefur verið gott samstarf
milli samvinnuhreyfingarinnar
fFramhalr! a 13 nðn
ÍTIMINN, laugardagur 17. febrúar 1962.
J
%