Tíminn - 20.02.1962, Page 6

Tíminn - 20.02.1962, Page 6
Knud W. Jensen, forstjórl Louisiana og Julius Bomholt, menntamálaráðherra Dana vlð opnun íslenzku sýningar. innar I Kaupmannahöfn. Samnini ísl. náttúru og íslenskrar listar Kaupmannahöfn 19. febr. — Einkaskeyti. Stefán Jóhann Stefánsson, ambassador íslands í Kaup- mannahöfn, og frú Helga tóku á móti gestum á heimili sínu í Kaupmannahöfn í tilefni af íslenzku listsýningunni. Meðal gestanna voru mennta- málaráðherrar íslendinga og Dana, Bomholt og Gylfi Þ. Gísla- son, forstöðumenn sýningarinnar, próf. Meulengracht og forstöðu- maður Louisiana-safnsins, Knud W. Jensen, stjómarmeðlimir Dansk-íslandsk samfund, nokkrir' þekktir listgag’nrýnendur Dana og áhugamenn um listir, þ.á.m. Poul Reumert eftir vel heppnaða af- mælishátáð og Halldór K. Lax- ness, sem þessa dagana er í heim- sókn í Kaupmannahöfn, en hann hefur annars aðsetur í Vinarborg í vetur ásamt konu sinni og dætr- unum tveim. — Dönsku blöðin hafa sérstaklega mikinn áhuga á íslenzku listsýningunni. Mikils- metnir gagnrýnendur skrifa lang- ar og ítarlegar heiisíðugreinar með mörgum myndum. Á laugar- daginn birtu Berlingske aftenavis Þingstörf í gær Fundir voru í báðum deild- um Atþingis í gær. Fundur í efri deild stóð að- eins í 10 mínútur. Tekið var fyrir eitt mál, frumvarp um svl ití.rstjórnarkosningar. Var það afgreitt til neðri deildar með breytingum. f neðri deild fór fram at- kvæðagreiðsla um frumvarpið um lausaskuldir bænda eftir 2. umr. Allar breytingatillögur við frumvarpið voru felldar með 18 atkv. gegn 15 og frum- varpið afgreitt til 3. umr. Fruimvarp um framsal saka- manna var afgreitt til efri deildar. Geir Gunnarsson talaði fyrir tillögu sinni til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að athuga viðskipti Axels Kristjánssonar í Rafha og fjár- málaráðuneytisins. og Kristeligt dagblad athyglisverð ar greinar, skrifaðar af mikils- metnum gagnrýnendum, Leo Est- vad og Erik Cleanmesen. Hér er ekki rúm til að rekja þau mörgu hrósyrði og lofsamlegu ummæli, sem þar mátti sjá, en óhætt mun að segja, að þau eru skrifuð af skilningi og ást á íslenzkri list. Leo Estvad byrjar grein sina í Berlingske aftenavis á orðunum: „Landið rís að baki hinni íslenzku málaralist með fjöll og hraun. Norður-Atílantsihafsbrimið skellur með þruimugný inn yfir skerin. Litir landsins og auðnir eru grund völlur listarinnar og endurspegl- ast í myndunum. Lífið hefur sér- stakan fortón á þessari breiddar- gráðu“. Því næst ræðir Estvad um sýninguna á hinum elztu listaverkum, útskornum og ofn- um, sem hann segir m.a. um,_að séu vel gerð, eins og öll sönn, þjóð leg list. Verksnilld og ferskur smekkur haldist þar í hendur. Hann lýsir hrifningu sinni af hin- um þekktu, eldri málurum, og um Kjarval segir hann m.a., að i hann máli sem snillingur af guðs náð. Hann hrósar ungu málurun- um líka og nýjustu abstraktmál- verkin fá hlýlega dóma. Estvad lýkur grein sinni með orðunum: „Enginn vafi leikur á því, að sýn- ingin vekur áhuga margra. Hún segir mikið um hið gamla, nor- ræna land úti í hafinu“. — Ummælin í Kristeligt dagblad eru ekki síður lofsaimleg. Erik Clemmesen segir m. a. að sýn- ingin sé „ógleymanleg mynd af því, sem er mikilvægt, fagurt, hlýtt og glóandi. Náttúra fsland^ mótar mjög þessa úrvalssýningu. Við sjá um Sögueyna, .sg^last í opnum sálum listainahna, senm neð ó- venjulegum kraftíIJ 'og!' einlasgu auga hafa umskapað og gefið okk ur hlutdeild í þessari náttúru ,svo að jafnvel þótt við höfum aldrei heimsótt fsland, fáum við ógleym anlega mynd af því, sem er gott og fagurt og litríkt". Clemmesen ræðir uim hvert verk einstakra listamanna og finnur hjá þeim öllum eitthvað hreint, upphafið og fallegt, og endar með því að segja, að það sé merkilegt og furðulegt að hugsa til þess, að svo fámenn þjóð skuli geta sýnt svo hreina og blómlega list, að hún hljóti að hrífa alla þá mörgu, sem á næstu vikum muni standa frammi fyrir íslenzkri náttúru og íslenzkri list, sem ekki sé tvennt, heldur eitt. Að lokum birtisf í sunnudagshlaði Aktuelt. heilsíðugrein eftir gagn-1 rýnandann Preben Willmann, sem árum saman hefur fylgzt af áhuga og skilningi með íslenzkri list. Hann skrifar m.a. á þessa leið: „Louisiana-sýningin gefur sterkt hugboð uim viljann og sjálfstæðið í sköpun íslenzkrar myndlistar. Af sýningunni sjáum við mun betur en áður, að íslenzk um málurum og myndhöggvurum þessarar aldar hefur tekizt að gera málaralistina og höggmynda- listina að ríkum þætti í andlegu lífi við hlið bókmenntanna án erfða og hefðar. Þeim hefur tek- izt að skapa grundvöll og þroska með sér ímyndunarafl og form, sem líkja má við það bezta í úr- valslist annarra Norðurlanda nú í dag. Að lokum má nefna síðustu skrifin, sem Berlingske aftenavis birtir í dag, en þau eru eftir Jan Zibrandtsen. Þau eru ákaflega lofsamleg og óþarft að endurtaka sömu hrósyrðin og áður. Hann segir m.a., að þetta sé bezta ís- lenzka sýningin, sem lengi hafi sézt í Danmörku, og í lokaorðum greinarinnar segir, að það sé eins og finna megi hvað eftir annað í verkum íslenzkra listamanna, hvernig ímyndunaraflið og með- vitund listamannsins sæki þrótt í umhugsunina um furðulega fjöl- breytta og auðuga náttúrufegurð, sum jarðeldurinn, sem aldrei d|ýr, býr bak við. — Aðils. Staðhverfinga- félag stofnað Á þorrablóti, sem þeir, er átt hafa búsetu í Staðarhverfi í Grinda vík, héldu iaugardaginn 10. febrú- ar s.l. í Aðalveri í Keflavík, var stofnað Staðhverfingafélag. Hófið sátu um 90 manns, víðs vegar af Suðurnesjum svo og úr Hafnarfirði og Reykjavík. Veizlustjóri var Einar frá Merki, sem jafnframt mælti ávarps- og lokaorð í bundnu sem óbundnu máli. Kristinn Reyr flutti frumsamið efni, er hanr nefndi Atthaga- punkta. Þórunn Magnúsdóttir, Vilmund- arsonar frá Löndum, 16 ára, las frumort Ijóö. Dans var stiginn af ungum sem gömlum til kl. 2. Verkefni hins nýstofnaða félags eru m. a. að viðhalda kynnum Stað hverfinga með samkomum sem þessari eigi sjaldnar en einu sinni á ári og safna heimildum til sögu hverfisins í myndum og máli. Félagsmenn geta allir orðið, er búsetu hafa átt í Staðarhverfi lang an eða skamman tíma. í stjóru félagsins yoru kosin: Kristinn Reyr, form., Einar Einars son og Anna Vilmundardóttir. Dynskógajárnið (FramhaJd al t síðu). að koma með björgunarbelti handa öllum. Hélt ég í fyrstu, að við þyrftum að nota gúmmíbátinn, þar sem báturinn stóð mjög utarlega. En hann losnaði brátt, og keyrði ég þá vélina á fullt til þess að kom ast innar', því að algjörlega útilok að var að komast út. Gúmmíbátur inn slitnaði síðan frá og hvarf í austur. Rak 5—6 kílómetra — Rak ekki bátinn mikið til eftir að hann tók niðri fyrst? — Jú, ég held, að ýkjulaust sé, að bátinn hafi rekið um 5—6 km. austur, og um leið færðist hann alltaf nær og nær landi með að- fallinu. — Höfðuð þið ekki samband við nærstadda báta gegnum talstöð- ina? — Vestmannaeyjabátarnir And- vari og Gammurinn voru þarna út af, því að við höfðum verið sam ferða á heimleið, og þeir ætluðu að vera til aðstoðar með ljóskast- ara, ef með þyrfti. Mun Gammur- inn hafa tekið niðri, en losnað aftur, og færðu þeir sig þá utar og héldu síðan vestur á bóginn um kl. 23,30, þar sem ekkert sást til, cg kominn var haugasjór. — Hvernig höfðuð þið það svo, meðan þið biðuð eftir björgun? — Við voium vitanlega hold- votir og héldum okkur tveir í einu á dekki til þess að senda út neyðarblysin, þegar sæist til björg unarsveitíaxinnar, en hinir voru niðri á meðan. Kl. 2,15 sáum við l.iósin, og sendum við þá blysin upp, og sáu leitarmenn þau vel. — Hefur þú áður lent í sjávar- háska, Pálmi? — Nei, aldrei. Og er þó búinn að vera lengi á sjó, stýrimaður og skipstjóri á togurum og bátum. — Hvað helduiðu, að hafi vald ið þessu óhappi? — Ég get alls ekki gert mér það ljóst, þar sem ég var í koju, en eina skýringin, sem ég get gef- ið er, að járnið á Dynskógafjöru hafi valdið skekkju á kompásnum, því að sögn báts, sem var á eftir okkur, tókum við að beygja smátt og smátt að landi, einmitt þar út af. — Hvað hyggst þú nú fyrir? — Mig langar mjög að komast aftur á strandstaðinn og athuga möguleika á björgun, því að bát- urinn var áreiðanlega ekkert brot inn, þegar við fórum frá borði, en annað er allt óráðið. — Er eitthvað sérstakt, sem þú vildir segja að lokum? — Ég vil biðja fyrir sérstakar v þakkir til allra þeirra, er að björg uninni stóðu fyrir hönd okkar fé- laga fyrir fórnfúst og vel unnið starf við erfiðar aðstæður. Einn- ig vildi ég óska, að björgunarsveit- in gæti eignazt góða talstöð til að liafa með sér í slíkar ferðir. mmm ad vextir skyldu ekk; hæxkadir m lánstím; ræktunarsjóðslána EKKI STYTTUR MIKLU FYRR EN GERT VAR ^EIMTAR ÁFRAMHALDANDI VAXTAOKUR Jónas Pétursson Þau tíð/ndi gerðust á föstudags- kvöld við lok umræðna við 2. umr. í neðri deild um Iausaskuldamál bænda, að Jónas Pétursson á Skriðuklaustri lýsti því yfir, að hann harmaði það, að vextir hefðu ekki verið hækkaðir og styttur lánstími á lánum úr rækt- unarsjóð'i miklu fyrr en gert var og enn fremur lýsti Jónas því yfir, að hann áliti, að vcxtir á lánum til bænda yrðu að vera háir um næstu framtíð. Þessar furðulegu yfirlýsingar Sjálfstæðisbóndans komu sem svar við ræðu Halldórs E. Sigurðs- sonar. Orðrétt sagð'i Jónas Péturs- son þetta: „Þá var hann (þ.e. Halldór E. Sigurðsson) að minnast á það, að það hefði verið til bóta ef ég hefði reynt að þvælast fyrir í mínum flokki, þegar var verið að breyta ákvæðunum um vaxtakjör og láns tíma hjá ræktunarsjóði. sem var gert með hinni svokölluðu við- reisnarlöggjöf 1960. — Ég er nú nokkuð á öðru máli. en hv þm. kannske heldur, eftir því. sem ætla mætti eins og hann setti þetta fram. Ég held nefnilega, að það haf; verið ein ,af stóru yfir- sjónunum, sem var búið að gera eða hún va.r of lengi búin að vara, að hafa ekki hækkað vext- ina af ræktunarsjóðslánunum löngu fyrr.‘ Og enn fremur sagði Jónas Pét- ursson um kröfur þær, sem fram hafa komið um vaxtalækkun: „ . . . Og ég satt að segja hef verið mjög undrandi á því, að ég hef séð frá mörgum fundum bændasamþykktir um það, að þeir krefjast þess að þessu sé tafar- laust breytt í sama horf. . . . Það er aðeins fjármagnss'kortur í landinu, sem við eigum við að glíma, og við verðum að beygja okkur fyrir þeirri stað- reynd, a.m.k. eins og í dag og [ sennilega um nokkra framtíð." I Jæja, þarna hafa menn það þá, I svo að ekki verður um villzt, hver ; er afstaða Sjálfstæðisflokksins til bændastéttarinnar og uppbygging- ar í land.búnaði. — Þegar sá mað- ur í flokknum, er helzt ætti að bera hag bændastéttarinnar fyrir brjósti, getur látið slíkt sem þetta út úr sér. hvernig hugsa þá hinir? — Er nema von að hagur bænda- stéttarinnar sé bágur, þegar þeir, sem helzt hafa aðstöðu til að gæta hagsmuna hennar eru ekki skel- eggari en þetta? T í MIN N, þriðjudaginn 20. febrúar 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.