Tíminn - 20.02.1962, Page 7

Tíminn - 20.02.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Fíristjánsson, Jón Helgason Frétta- ritstjóri: Indriði G Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjamason. Ritstjórnarskrifstof- ur i Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Símar: 18300 - 18305 Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. - Askriftargjald kr 55 á mán innan lands. I lausasölu kr 3 eint. * Afangar samvinnustarfs íslenzkir samvinnumenn minnast i dag tveggja merkis- afmæla — og þó verða þau varla sundur skilin. í dag eru liðin áttatíu ár síðan elzta kaupfélag landsins, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað í lágreistu baðstofunni á Þverá í Laxárdal, og 60 ár síðan fulltrúar þriggja kaupfélaga komu saman að Yztafelli og stofnuðu „Sambandskaupfé- lag Þingeyinga“, er von bráðar varð Samband íslenzkra samvinnufélaga og sameiginlegar sóknarstöðvar allra samvinnumanna 1 landinu. Á þessum tímamótum verður samvinnumönnum ekki aoeins hugsað með þökk og virðingu til þeirra djörfu og framsýnu forgöngumanna, er brutust úr helsi fátæktar, erlendrar áþjánar og harðæris til þess fyrirheitna lands, er þeir eygðu í hugsjónum. Hugurinn beinist einnig til þeirra mörgu, jafnt forvíg- ismanna sem samvinnufólksins alls, sem lögðu hönd á plóginn, tóku hver við af öðrum í áföngum hinnar löngu og torsóttu leiðar, skiluðu verkefnum í höfn og hófu merki nýrra athafna, svo að meiður samvinnustarfsins varð æ limmeiri og skilaði æ meiri ávöxtum til hagsæld- ar, betra lífs og menningar í landinu. Samvinnumenn líta einnig til framtíðarinnar á þessum tímamótum í öruggri von um framhald starfsins, um nýja sigra á vegum samvinnunnar í krafti nýrrar samvinnu- kynslóðar, sem erfir landið. Þótt margra áfanga sé að minnast, eru hinir þó ef til vill stærri og meiri, sem hillir undir í framtíðarsýnum. Þótt mikið hafi áunnizt, þá vita samvinnumenn það vel, að baráttunni er ekki lokið. Hún bíður enn hvers einasta samvinnumanns, ný og heit. En þeir standa ekki lengur með tvær hendur tómar á sjáv- arsandi, eins og fyrstu kaupfélagsmennirnir í Húsavík, heldur á traustum grunni með góðan búnað til farar í næsta áfanga. , Mundu ekki forystumennirnir, sem köfuðu snjóinn heim að Þverá 1882 eða héldu til Yztafells 1902, vænta þess, að hin unga samvinnukynslóð, sem býr í dag í sjálf- stæðu framfaralandi, neytti þess búnaðar til stærri og meiri sigra á samvinnuvettvangi? Svo mun og verða. Lífsmáttur samvinnusamtakanna blasir víða við, og áfangar síðustu ára sýna hann glögg- lega. En margt bendir til, að samtakavilja og hugsjóna- elds verði ekki síður þörf á þeim árum, sem fram undan eru en á liðnum tímum, og þótt samvinnuhreyfingin sé stórbrotin og áhrifarík í dag, geti hún enn átt undir högg að sækja og sé þörf á liði hvers einasta manns, sem trúir á samvinnuhugsjónina. í yfirlitsgrein, sepi Erlendur Einarsson, forstjóri S.Í.S., ritar í janúarhefti Samvinnunnar, segir hann m. a. í lokaorðum: „Á árinu 1962 verður Sambandið 60 ára og samvinnu- hreyfingin 80 ára. Á þessu afmælisári þarf samvinnu- hreyfingin að vera í áframhaldandi sókn. Til þess hefur hún öll skilyrði. Hreyfingin hefur aldrei verið þróttmeiri en nú. Hún hefur aldrei skilað eins miklu í þjóðarbú ís- lendinga eins og á árinu 1961. Fram undan biða mörg verkefni. Samtakamáttur dugmikilia íslendinga getur hrint þessum verkefnum í framkvæmd .... Samvinnuhreyfingin þarf að halda uppbyggingunni á- fram á hinu nýbyrjaða ári og næstu árum. Bjartsýnir á framtíðina þurfum við að skila sem stærstum arfi til nýrrar kynslóðar, þannig, að á íslandi megi verða grc- andi þjóðlíf á komandi árum." Undir þessi orð munu samvinnumenn um allt land taka af heilum hug á þessum tímamótum. Joseph Alsop: Verulegar breytingar geta verið í aðsigi í Sovétríkjunum Margt bendir til, að yngri kynsló'ðin hyggi á nýjar Ieiðir SBGJA MÁ, að nokkurrar óá- kveðni og undrunar hafi undan farið gætt í frásögnum vest- rænna sendiráðsstar'fsmanna i Moskvu, þegar þeir hafa verið að lýsa furðulegum ýiðbrögð- um í höfuðborg Sovétríkjanna og víðar í Rússlandi. Stalín sálugi var harkaiega á- kærður á 22. flokksþinginu og á eftir var reynt að skýra þetta stórkostlega og uggvekjandi fyrii'bæri fyrir almenningi. Að sovézkri venju lauk skýringar- erindunum venjulega á spum- ingarmerkjum og spurningam ar voru, margar hverjar, dálít- ið óþægilegar, eins og t. d.: „Úr því að allir þessir glæp- ir voru framdir, hvers vegna var okkur þá ekki sagt frá þeim fyrir löngu?“ • „Hafi Stalín og margir af nánustu samverkamönnum hans framið svona hræðilega glæpi, hvað þá um aðra embætt ismenn, sem áttu náið samstarf við Stalín?“ Á nýafstöðnum fundum hef- ur eftirfarandi spurning verið borin fram: „Hví hefur Molo- toff ekki verið ákærður sem glæpamaður í Ijósi þess, sem nú er vitað um hann?“ ÞAÐ EITT út af fyrir sig er furðulegt, að slík spurning skulj, koma fram opinskátt í Sovétríkjunum. Það sýnir, að mjög öflugri og enn óráðinni hreyfingu hefur verið hrundið af stað með uppljóstrunum þeim, sem gerðar voru á 22. flokksþinginu. En-þetta ætti ekki að koma á óvart neinum þeim, sem minnist ólgunnar, sem hin ó- birta ræða Krústjoffs á 20. flokksþinginu olli 1956, og enn síður þegar það er jafnframt tekið með í reikninginn, að uppljóstranir 22. flokksþings- ins voru birtar um allt Rúss- land. Ólgan er staðreynd, en til hvers hún leiðir er ekki vitað. Vera má, að Molotoff verði lát- inn taka á sig sökina á morði Sergei M. Kiroff, þeim glæpn- um, sem var upphafið á blóð- baði Stalíns. Þetta er cini glæp urinn, sem nefndur var á 22. flokksþinginu, án þess að hins seka væri getið um leið. Enn er þetta þó talið ólíklegt svar við spurningunni um, hvað verði um Molotoff. Verið getur, að hin yngri kynslóð í flokksstjórn og meðal framámanna ýti allfast á eftir því við Krústjoff, að hann haldi áfram að hreinsa til eftir Stalín. Þegar hinir yngri menn ræddu glæpina á 22. flokksþing inu notuðu þeir miklu sterkari orð en hinir eldri, að Krústjoff ekki undanskildum. En sé þessi þrýstingur fyrir hendi, þá virð- ist vega þar á móti þybbni í- haldssamari afla innan hersins og í fleiri greinum þjóðlífsins. SANNLEIKURINN er, að sov- ézka þjóðlífið er ekki lengur stokkfrosið i glæru móti, sem auðvelt er að lesa í gegnum áhrif og framvindu hvers nýs Kiustjoff getur ekki síður leiklð á als oddi en bariö skónum i borðið. fyrirbæris. Hér má til dæmis minna á eitt fyrirbæri, sem veldur mikilli undrun og efa- semdum þeirra, sem vilja fylgj- ast með og sjá fyrir framvindu rússneskra mála. Það gæti bent til stórvægilegrar breytingar, sem hæfist í landbúnaði, en enginn veit enn, hve mikið má upp úr því leggja eða hvert það leiðir. (rómúlka, einn af nánustu samherjum Krústjoffs meðal leiðtoga leppríkjanna, skýrði löndum sínum, Pólverjum, í stutlu máli frá því, sem gerðist á 22. flokksþinginu. í ræðu sinni kom hann fram með kenn ingu, sem hefði eitt sinn nægt hvaða kommúnistaleiðtoga sem var, til fúllrar útskúfunar. Gó- múlka sagði, að undirrótina að glæpum Stalíns væri að finna í hinni framþvinguðu samyrkju í rússneskum landbúnaði. Sam- yrkjan er alltof blóðfrek í fram kvæmd, sagði Gómúlka, og upp frá því leiddi hverja blóðfórn- ina af annarri. Þetta er stórfurðulegt út af fyrir sig. En skömmu eftir að Gómúlka hélt þessa ræðu fór einn af hinum nýju, skæru stjörnum í stjórn kommúnista- flokks Sovétríkjanna, Pyotr Demicheíf, í heimsókn til Pól- lands. Hann skoðaði m.a. einu bóndabæi í einkaeign í þeim heimshluta. sem lýtur stjórn kommúnista. Álit hans kom fram í viðtali við pólska blað- ið Tribuna Ludu. „Vér höfum séð“, sagði Demincheff, „að stefna lands yðar í landbúnaðarmálum hef- ur gefið góða raun“. í GAMLA daga hefði þetta ver- ið einna líkast því, að Ge- orge M. Humphrey hefði lof- sungið ríkisrekstur iðnaðar í viðtali við Pravda. Athugasemd Demicheff um pólskan landbún að er eitt af því, sem vekur furðu meðal áhugamanna um sovézk mál, og um hana- láta þeir gjarnan falla orð eitthvað á þessa leið. „Ef lil vill hefur þetta mikla þýðingu, en líklegra er þó, að hún sé næsta lítil. Að því mun- um við komast á aðalfundi mið stjórnar kommúnistaflokksins, sem hefst’ í Moskvu 5. marz. Sagt er, að landbúnaðurinn verði þar aðalmálið". HÉR VIÐ má ýmsu bæta. Sér- fræðirtgar halda því einnig fram, að aðalfundurinn muni á- kvarða um baráttuna gegn kin versku kommúnistunum og muni þá skammt í fullan að- skilnað Moskvu og Peking. Enn telja aðrir sérfræðingar, að að- alfundurinn muni að vísu eink um fjalla um landbúnaðarmál- in, en þar verði ekki samþykkt ar róttækar breytingar, aðeins löng skrá þýðingarlítilla lag- færinga. Niðurstaðan verður í heild sú ein, að verulegt útlit sé fyr- ir ókyrrð og umbreytingar í Sovétríkjunum og ríkjasamtök- um kommúnista. En hinum gömlu táknum verður varla treyst lengur til hlítar, þar sem allt er orðið á huldu. Þetta kemur hart niður á spá- mönnunum okkar, en þar með er ekki sagt, að það reynist til hins verra, þegar á allt er litið. ' (Þýtt úr New York Herald Tribune). TÍMINN, þriðjudaginn 20. fcbrúar 1962 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.