Tíminn - 20.02.1962, Side 9
Samband ísi. samvinnufélaga
Jakob Frímannsson
Hinn 20. febrúar 1902 var Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga stofnaS á Yztafelli í Köldukinn. Á þeim 60
árum, sem síðan eru liðin, hefur Sambandið eflzt og
vaxið í hlutfalli við vöxt og viðgang þjóðarinnar og í
krafti þeirrar hugsjónar, sem að stofnun þess stóð.
Kaupfélagsfólkið í landinu hefur með samstöðu sinni
og samvinnu verið því sú máttarstoð, sem aldrei hefur
brugðizt.
Á þessum merku tímamótum sendi ég kaupfélags-
stjórunum og konum þeirra, stjórnum kaupfélaganna,
starfsfólki félaganna og hinum mikla fjölda kaupfélags-
fólks um land allt hugheilar kveðjur og þökk og óska
samvinnufélögunum á íslandi áframhaldandi gengis og
9*fu- Jakob Frímannsson.
Samband ísl. samvinnufélaga
var stofnaS að Yztafelli í S.-Þing-
eyjarsýslu 20. febrúar 1902 — á
20 ára afmæli Kaupfélags Þingey-
inga. Þann dag komu þar saman
fiijltrúar þriggja kaupfélaga í
Þingeyjarsýslu —Kaupfélags Þing
eyinga í Húsavík, Kaupfélags Norð
ur-Þingeyinga á Kópaskeri og
Kaupfélags Svalbarðseyrar. Þessir
fulltrúar stofnuðu Sambandskaup-
félag Þingeyinga. Undirbúnings-
fundur hafði verið haldinn að
gei ð fjárhagsáætlun, er nam 1250
kr. Þar af skyldi verja þúsund
krónum til utanferðar Péturs
Jénssonar í verzlunarerindum.
Þetta var mjór en mikils vísir
eins og sextíu ára saga hefur
glögglega sýnt, og verður hún
ekki rakin hér. Fyrstu árin stóðu
þingeysku félögin ein að Sam-
bandinu, en 1907 komu Kaupfélag
Eyfirðinga, Kaupfélag Skagfirð-
inga og Kaupfélag Fljótdalshér-
e.ðs í hópinn og síðan hvert af
ara
Erlendur Einarsson
Draflastöðum í Fnjóskadal haust-
ið áður.
Fulltrúar á þessum fyrsta „sam
bandsfundi" að Yztafelli voru Pét-
ur Jónsson á Gautlöndum, Stein-
gn'mur Jónsson, sýslumaður, Sig-
urður Jónsson í Yztafelli, Árni
Kristjánsson í Lóni, Friðbjörn
Bjarnason á Grýtubakka og Helgi
Laxdal í Tungu. Fleiri voru þar
og komnir, þótt ekki væru fulltrú
ar, meðal annarra Benedikt Jóns-
son á Auðnum.
Samþykkt voru lög fyrir sam-
bandskaupfélagið og 'rætt um sam
ciginleg innkaup. Pétur Jónsson
var kjörinn framkvæmdastjóri og
i.ðru og 1910 eru samtökin orðin
Samband íslenzkra samvinnufélaga
ug skipuðu þá í fyrsta sinn þrír
menn stjórn þess, Pétur Jónsson,
Sigurður Jónsson í Yztafelli og
Hallgrímur Kristinsson.
Starfsemin óx hröðum skrefum,
félagið kom upp bækistöðvum í
Reykjavík og setti á stofn skrif-
stofur erlendis, og sambandið
varð með vissum hætti hyrningar-
steinn samvinnustarfsins í land-
inu og kaupfélögin gengu i það
eitt af öðru. Hallgrímur Kristins-
;on var forstjóri þess og driffjöð-
ur.
Brátt var sambandinu skipt í
ýmsar deildir. Pétur Jónsson var
formaður sambandsstjórnar til
1922 er hann lézt. Þá tók við Ól-
afur Briem, en að honum látnum,
1925, Ingólfur Bjarnason í Fjósa-
tur.gu og Einar Árnason eftir
hans. Þá tók Hallgrímur Kristins-
insson, er lét af formennsku fyrir
fáum árum, en núverandi formað-
ur er Jakob Frímannsson, kaupfé-
lagsstjóri.
Fyrstu árin fór formennska og
framkvæmdastjórn saman og
gegndi því Pétur Jónsson og stund
iim Stein,grímur Jónsson._ bróðir
hans. Þá tók Hallgrímur Áristins-
son við forstjórastarfi en að hon-
um látnum Sigurður Kristinsson
og þá Vilhjálmur Þór, en núver-
andi forstjóri er Erlendur Einars-
son.
Starfsemi Sambands ísl. sam-
vinnufélaga er nú svo mikil og
margþætt, að engin tök eru á að
gera hér neina viðhlítandi grein
fyrir þeim þáttum öllum. Síðasta
áratuginn hefur starfsemin mjög
færzt í aukana, eldri deildir vax-
ið mjög og margvísleg ný starf-
semi bætzt við.
Aðalstöðvar Sambandsins og
deilda þess í Reykjavík eru að
sjálfsögðu orðnar mjög viðamiklar
í samræmi við hina miklu starf-
semi. Útflutningsdeildin hefur
, mjög færzt í aukana síðasta ára-
tuginn og aukið þýðingarmiklar
í áðstafanir erlendis til vörusölu.
A siðustu árum hefur sölumeðferð
, sambandsins á sjávarafurðum
i margfaldazt og er það í samræmi |
við stóraukna hlutdeild samvinnu-
féiaga um allt land í sjávarútvegi
og vinnslu sjávarafla. í innanlands
sölu landbúnaðarvara hafa orðið
stórstígar framfarir hin síðustu ár. i
Svipað má raunar segja um aðrar;
deildir, svo sem innflutningsdeild, í
véladeild, iðnaðardeild o. fl. Iðnað
ur samvinnumanna, einkum á Ak-
ureyri hefur tekið risaskref, og i
j þar fara nú enn fram miklar bygg
jn^ar til stækkunar og nýrekstrar.
Skrifstofur S. í. S. erlendis hafa
aukið starfsemi sína mjög, en það
starf er i'aunar háð nokkrum sveifl
um eins og erlend viðskipti.
Skipadeild S. í. S. hefur farið
sístækkandi og skipastóll sam-
vinnumanna mikill og góður — 7
skip. Tryggingastarfsemi á vegum
Sambandsins hefur verið í örum
vexti og átt sívaxandi vinsældum
að fagna, enda hafa þar komið
fram þýðingarmikil nýmæli til
hagsbóta fyrir tryggjendur. Sam-
vinnuskólinn starfar nú með mikl
um ágætum í Bifr'öst í Borgar-
firði, þar sem einnig er rekiff
inyndarlegt gistihús á sumrin og Telkningln er af húsinu í Yztafelll, þar sem SÍS var stofnaS.
(Framhald á 15 síðul | ingarsúla um stofnun sambandslns var reist þegar SÍS var
— Minn-
fimmtugt.
eymga, Sambandi islenzkra sam»
í landmii, bngheilar árnaðaróskir
AðalstöSvar Sambands ísl. samvlnnufélaga í Reykjavik, Sambandshúslð.
TÍMINN, þriffjudaginn 20. febrúar 1962
d