Tíminn - 27.02.1962, Side 1

Tíminn - 27.02.1962, Side 1
Fólk er heðið aS athuga, a® kvöldsimi hlaöðmanna er 1 8 303 48. tbl. — ÞriSjudagur 27. febrúar 1962 — 46. árg, Munið að tilkynna vanskil á blaðinu isima 12323 fyrir kl. 6. EYSTEINN JÓNSSON HERMANN JÓNASSON núverandi formaSur fráfarandi formaður „Miðstjórn Framsóknarílokksins lítur svo á, að sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, sem telja má að staðið hafi síðustu þrjú ár, hafi með stefnu sinni og ráðstöfunum ýmisskonar, raskað grund- velli þeirrar sigursælu framfarabaráttu. sem þjóðin hafði skipað sér til og háð á síðustu áratugum” Framfarastefna leysi aftur- hald og samdrátt af hólmi Hin nýkjörna stjórn, talið frá vinstri: Sigurjón Guðmundss., gjaldk., Eysteinn Jónsson form., Helgi Bergs ritari EYSTEINN JÓNSSON KJÖRINN FORMADUR FRAMSÓKNARFLOKKSm Aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins lauk síðdegis á sunnudaginn með samþykkt stjórnmálaályktunar og kosn- ingum í starfsnefndir mið- stjórnarinnar. — Var Eysteinn Jónsson þá kjörinn formaður Framsóknarflokksins í stað Hermanns Jónassonar, sem hafði mælit undan endurkosningu, eins og áður hefur verið frá greint. Hefur Hermann Jónasson gegnt flokksforystu um tvo áratugi með farsæld og miklum ágæt- um. Ritari flokksins var kjörinn Helgi Bergs, verkfræð- ingur, en gjaldkeri Sigurjón' Guðmundsson, skrifstofustjóri. Síðdegis-á--taugardaginn flutti | Eysteinn Jónsson skýrslu ritara flokksins og Sigurjón Guðmunds- son skýrslu gjaldkera, og voru þau mál rædd. Síðan hófust umræður um nefndarálit og stóðu þær fram eftir degi og tóku margir til máls. Fundur hófst síðan að nýju klukkan 9,30 á sunnudagsmorgun og var þá afgreidd ályktun fundar- ins um afstöðu íslendinga til Efnahagsbandalags Evrópu, og (Framhald á 15 síðui ! í stjórnmálayfirlýsingu mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem samþykkt var á aðalfund- inum á sunnudaginn, og hefst á orðunum, sem tilfærð eru hér að ofan, er gerð glögg grein fyrir afstöðu Framsókn- arflokksins til stefnu og at- hafna núverandi ríkisstjórnar ; og lögð megináherzla á þá höf- i uðnauðsyn, sem þjóðinni er á 1 því, að sem fyrst verði horfið jfrá þeirri afturhalds og sam- ! dráttarstefnu, sem nú ríkir, |og tekin upp aftur framfara- stefna, sem sé um leið stefna jafnréttis og réttlætis í skipt- ingu þjóðartekna. f ályktuninni, sem birt er í heild á 9. síðu blaðsins í dag, er glögglega 'lýst ástandi og horfum eins og það v^r, er þessi ríkis- stjórn tók við, og síðan hvemig þessi stjórn hefur snúið þróun- inni vig til samdráttar, kjaraskerð ingar, g'jaldahækkana á almenn- ingi og dýrtíðar, sem rýrt hefur stórlega kaupmátt launa og lagt framfarir í dróma. Síðan segir svo í 4. kafla ályktunarinnar: „Eigi íslenzka þjóðin að geta orðið Ianglíf í landi sínu og dafn- að, neytt krafta sinna og unað hag sínum, verður hún hið fyrsta að brjóta af sér fjötra þeirrar afturhalds- og samdráttarstefnu, sem nú er fylgt af stjórnarvöldum landsins. Þjóðin þarf með festu og djörf- ung að gæta hagsmuna sinna og sjálfstæðis gagnvart ásælnu er- lendu valdi hvaðan sem það kem ur og hvers konar gerfi, sem það j 1 býr sig. Þjóðin á hins vegar að vera hleypidómalaus gagnvart öllum þjóðum og ástunda vinsamleg skipti við hvaða þjóð sem er, en hafa þó — eins og eðlilegt er — sérstakt og nánast samstarf við þær þjóðir, sem eru lienni skyld- astar og næstar, og þess vegna á hún heils hugar að taka þátt í vestrænu samstarfi með því móti sem samrýmist smæð hennar og sérstöðu. Þjóðin verður að taka aftur upp í stjórnarfari sínu framfarastefnu, sem sé um leið stefna jafnréttis og réttlætis í skiptingu þjóðar- tekna, og veiti bæði einstaklings- framtaki og félagssamtökum heil brigðan og öflugan stuðning rík- isvalds og þjóðarheildar til þess að hagnýta gæði þau, sem Iandið hefur að bjóða. Sú stefna ein á þann töfrasprota, sem getur leyst úr læðingu fulla orku þjóðarinn- ar og afkastagetu." (Framhald á 15. sfðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.