Tíminn - 27.02.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 27.02.1962, Qupperneq 6
50 þúsund eru kappnág Ernil Jónsson, félagsmálaráðb. fylgdi í gær úr hlaði í efri deild stjómarfrv. um hreytingar á lögum um húsnæðismálastjórn. Efni frv. er að fjölga um einn mann í stjórninni og lengja kjörtima- bil og hækka hámarkslán út á hverja fbúð úr 100 þús. í 150 þús. kr. Emil sagði að hér væri að- eins um bráðabirgðabreytingar að ræða. Nauðsynlegt væri að hækka hámarkslán vegna hinna miklu verðhækkana, sem orðið hafa, en 'því aðeins kæmi þetta ákvæði að notum, að takast mætti að útvega hús- næðismálastjóm aukið fjár- magn til ráðstöfunar. Lögin um húsnæðismálin væru nú öll í endurskoðun og myndu heild- artillögur verða lagðar fram síðar, en að áli.ti nefndarinn- ar, sem þessa endurskoðun hefði með höndum mætti ekki bíða með að gera þær breyt- ingar, sem frumvarpið kvæði á um, m. a. að bæta við einum manni í úthlutunarstjórnina og lengja kjörtímabilið um eitt ár. Ræðu Ólafs Jóhannessonar svaraði ráðherrann svo, að hann teldi enga hættu á þvi, að það ástand væri að skapast, að gróðamenn fengju aðstöðu til að hagnast á því að byggja íbúðir og leigja. Ennfremur sagði hann, að hækkun bygg- ingarkostnaðarins væri orðum aukin hjá Framsóknarmönn- um. Verð á meðalíbúð hefði í hæsta lagi hækkað um 80 þús. krónur síðan 1958 og ekkert hefði að ráði dregið úr fbúða- byggingum enn þá. Þá mót- mælti ráðherrann, að ríkis- stjórnin væri á undanhaldi. Þær ráðstafanir, sem hún væri að gera, væru ekki vegna af- leiðinga viðreisnarinnar heldur af öðrum ástæðum. byggt en umsóknir aldreí fleiri en nú Magnús Eggert Sigurvin Við umr. um húsnæðismálin í gær sagði Maign ús Jónsson frá Mel, að fráleit samsetning væri á húsnæðismstj. nú og þvl þyrfti að breyta stjórn- inni og fjölga um einn mann þeg ar í stað og lengja kjörtíma stjórnarinnar um eitt ár, en heildarendurskoðun laganna stend ur yfir. Sagði hann, að Framsókn armenn væru að reyna að blása upp moldviðri til að gera „við- reisnina" tortryggilega með því að segja, að hækkun byggingar- kostnaðarins væri vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnar. Sagði Magnús, að það sannaði einmitt ágæti „viðreisnarinnar“, að nú Þingstörf í gær Fundir voru í báðum deild- um í gær. í efri deild voru tekin til umræðu með afbrigð- um tvö stjórnarfrumvörp, frv. um verkamannabústaði og frv. um húsnæðismálastofnun. Um- ræðna um þau mál er getið hér á síðunni. Emil Jónsson mælti fyrir báðum þessum frv. Auk hans talaði Ólafur Jóhann esson við hið fyrra, en Ólafur Jóhannesson, Magnús Jónsson, Eggert G. Þorsteinsson og Sig- urvin Einarsson við hið síðara auk ráðherrans. Báðum frum- vörpuTium var vísað til 2. umr. og heilbr.- og félagsmálan. í neðri deild hafði Bjarni Benediktsson framsögu fyrir frumvarpi frá efri deild um breytingu laga og stjómvalda- erinda. Benedikt Gröndal mælti fyrir nefndaráliti við frumv. um heyrnarleysingja- skóla og tóku auk hans til máls Skúli Guðmundsson og Framhalri a 15 síðu teldi stjómin fært að hækka lán in um 50 þúsund. Eggert G. Þorsteinsson sagði, að æskilegt væri að geta hækkað lánin enn meira því að þörfin væri brýn, en hitt væri miklu meira virði, að geta staðið við það þegar á hófminn væri komið Sagði hann ekki skipta máli fyrst og fremst, hvað mikið mætti lána út á hverja íbúð heldur hvað menn þyrftu lengi að bíða eftir lánunum, en hinn langi bygging- artími hér á landi á mikinn þátt í hinum óeðlilega háa byggingar- kostnaði. Sagði Eggert, að tölu- vert hefði dregið úr byggingum upp á síðkastið, en hins vegar lægju samt óafgreiddar hjá hús- næðismálastjórn fleiri umsóknir en nokkru sinni fyrr. Sigurvin Einarsson spurði Egg- ert, hvorí hann vildi ekki skýra frá því, hvemig ríkisstjórnin ætl- aði að tryggja það að 50 þúsund króna hækkunin yrði meira en nafnið tómt, þar sem hann gagn rýndi tillögur um 100 þús. króna hækkun og kallaði óraunhæfar? Sigurvin kvaðst furða sig á um- mælum ráðherrans um hækkun byggingarkostnaðarins, en Emil hafði sagt að byggingarkostnaður- inn hefði ekki hækkag um nærri því 100 þús. krónur á meðalíbúð. Sigurvin sagðist hafa haldið. að ráðherrann væri betur inni í þess um málum. Hagstofan reiknaði fjórum sir.num á ári út vísitölu byggingarkostnaðarins og það væri viðkunnanlegra að félagsmálaráð- herrann fylgdist með breytingum á henni eftir opinberam heimild- um í stað þess ag vera með dylgj ur. Samkvæmt útreikningum hág- stofunnar hefur hækkun á bygg ingarkostnaði meðalíbúðar frá október 1958 til október 1961 ver- ið frá 94 þús. til 113 þús. 300 rúmmetra íbúð hefur hækkað um 94,_þús. 320 rúmmetra íbúg um rúm hundrag þúsund, 340 rúmm íbúð um tæplega 107 þús. og 360 rúmmetra íbúð um 113 þús., og er það þó engin lúxusíbúð. því að húsnæðismálastjóm lánar út á 36Ó rúmmetra íbúð Þetta væru tölur, sem ekki væri unnt að rengja. — Sigurvin sagði, að aldrei yrði nægilega undirstrik- að, hve brýn nauðsyn væri að leysa þetta vandamál. Þetta er mál, sem, skiptir svo miklu fyrir fólkið, og þá sérstaklega unga fólkið, að það skiptir jafn miklu ef ekki meiru en því, hvaða kaun gjald er grei.tt í landinu. Við umræðuna um stjómarfrumvarpið um verkamannabústaði sagði Ólafur Jóhannesson, að byggingarsjóður verkamannabú- staða hefði sfðustu ár ekki getað valdið verkefni sínu, sem væri að hjálpa þeim efnaminnstu í þjóðfélaginu tU að eignast þak yfir höfuðíð. Sagði Ólafur, að frumvarpið fæli í sér virðingar- verða viðleitni, en hæpið, að nægilega væri að gert og nauðsyn- legt myndi að binda í lögum um lánskjörin og vaxtahæðina. Þrátt fyrir þessar lagfæringar væri hæpið, að þeir menn, sem fyrst og fremst væri ætlað að njóta fyrirgreiðslu sjóðsins, gætu notið hennar. Taldi Ólafur óhjákvæmilegt að setja fastar al- mennar úthlutunarreglur í lögin. Emil Jónsson sagði í gær, að 90 fermetra íbúð hefði ekki hækk- að nema um 70—80 þús. í byggingu síðan 1958. Sagði ráð- herrann, sem jafnframt er verkfræðingur, þetta þvert ofan í upplýsingar, sem Sigurvin Einarsson hafði getið úr Hagtíð- indum um byggingarvísitöluna og verð á rúmmetra í byggingu. — Þótt Emil sé nú ekki hár vexti og Lítillátur maður, þá er nú ekki víst, að hann myndi kunna alls kostar við sig í nýju íbúðinni, sem hann ætlar að byggja fyrir lítið, þegar hannn flyt- ur í bæinn. 90 fermetrar eru eflaust nægilegt olnbogarými fyr- ir ekki umsvifameiri mann, en ekki yrði nú hátt til lofts eða vítt til veggja. Emil mætti stórlega vara sig á því að reka sig ekki á Ijósakrónuna í stofunni sinni. Ljósakrónu verður hann þó að hafa i öllu þessu voðalega myrkri. Svo væri nú óþægi- legt að hafa ekkert stigahús, heldur bara járnstiga utan á hús- inu. Vafasamt er, að Emil geti komizt af með svona litla geymslu í kjallara. Það sankast ýmislegt að\ svona mönnum á langri ævi, a. m. k. verður að varðveita svo merkar heimildir og gömlu stefnu Alþýðuflokksins og söguna um baráttuna við íhaldið. — En þrátt fyrir allt yrði nú kannske gestkvæmt hjá Emil, þótt lágt verði til loftsins hjá honum. Það skríða svo margir nxí orðið. All skemmtilegar umræður urðu í gær um málfræði og eignar- fallsendingu I neðri deild við 2. umr. um frumv. um heymar- Ieysingjaskóla. Menntamálanefnd lagði eindregið til, að nafn skólans yrði stutt og hann kallaður HEYRNleysingjaskóIi. — Skúli Guðmundsson taldi þessa breytingu ástæðulausa með öllu. Enn væri talað um heymarsljóa menn,-heyrnardaufa og heym- arlausa. f frumvarpinu er kveðið á um heymarleysingja og nefndin leggur ekki til að því verðí breytt. Sagðist Skúli líka fremur vilja eiga erindi í stjómarráðið en stjórnráðið. — Brcyt- ingartillögur nefndarinnar vora samþykktar og málinu vísað til 3. umræðu. 50 þúsuml ekki helm- inttur hækkunarinnar ÓLAFUR JÓHANNESSON sagðist nú ekki sjá, að það væri svo mjög aðkallandi að fjölga um einn mann í hús- næðismálastjórn og lengja kjör tímabil stjórnarinnar. Brýnni þörf væri að útvega húsnæðis málastjórn starfsfé og veita hcimild til að lána út miklu meira fé út á hverja íbúð en nú er gert. Væri þó ánægju- Iegt, að sjá, að aðstandendur þessa frumvarps væru nú farn ir að gera sér þessa þörf Ijósa að nokkru. — Hækkun á há- markslánum um 50 þús. væri hvergi nærri fullnægjandi, því að byggingarkostnaður meðal fbúðar hefur hækkað um meira en 100 þús. frá 1958 og nemur hækkunin á byggingar kostnaðinum því meira en allri lánsfjárupphæðinni, sem veitt er. Þetta er sú sorglega og alvarlega staðreynd, sem menn verða að horfast i augu við og ef veita ætti almenningi svipaða aðstöðu tii íbúðabygg inga og var 1958, yrði að hækka íánin a. m. k. um 100 þús. Viðreisnin hefur komið víða við og valdið almenningi tjóni á flestum sviðum', en hvergi eins og í byggingarmálum. Ein alvarlegasta meinsemd „við reisnarinnar" er, að hún eyku á aðstöðiimun manna, eykur bilið milli þeirra sem eru bún ir að koma sér fyrir, hafa lokið við að bygigja sér þak yfir höf uðið, og hina, sem eiga það eftir. Þetta bitnar harðast á unga fólkinu. Viðreisnin leggst eins og lamandi farg á lífsvon fjölda ungs fólks og girðir fyrir getu þess til að eignast heim ili undir eigin þaki, jafnt i sveitum og við sjó. Þessu verð ur ekki mótmælt og hægt að færa ótal dæmi þessu til sönn unar. Undanfarna áratugi hefur það verið stefna ríkisvaldsins og löggjafa, að reyna að greiða fyrir því, að sem allra flestir gætu búið í eigin húsnæði og hefur þetta tekizt svo vel, að hér búa fleiri fjölskyldur til- tölulega í eigin húsnæði en í nágrannalöndum. Nú er hins vegar svo komið eftir „viðreisn arþróunina", að það er ókleift fyrir efnalitla fjölskyldu að eignast þak yfir höfuðið. — Það verður því tekið eftir af- greiðslu þessa máls — ekki sízt af unga fólkinu. Ef ekki verður ráðin fullnægjandi bót á þessu ófremdarástandi og svo heldur áfram, að færri ein staklingar leggja nú f bygg- ingu eigin íbúðar en 1958, hlýt ur brátt að því að draga, að mikill húsnæðisskortur skapast og afleiðimg hans verð ur hækkun húsaleigunnar. Þá hefur skapazt athafnasvið fyrir þá, sem fjármagn eiga til að byggja íbúðir til að leigja út til almennings fyrir hátt verð. En er slíkt æskilegt frá sjón- armiði þjóðfélagsins? Eg á bágt með að trúa því að það geti samrýmzt stefnu Alþýðu- flokksins að stefna að slíku, hvað sem segja má uin Sjálf- stæðisflokkinn. — Til að koma í veg fyrir að svo fari sem horf ir við ríkjandi ástand í þess- um málum, verður að hækka lán til almennings vegna ibúða bygginga stórlega og úrlausn bessa framvarps er því með öllu ófullnægjandi. Hér duga engar bráðabirgða- eða sýndar ráðstafanir, því það tekur svo langan tíma að vinna upp stöðnun á þessu sviði, en fá mál eru nauðsynlegri og meira aðkallandi fyrir almenning en betta. Ólafur svaraði félagsmála- ráðherra því til um byggingar- kostnaðinn, að hann hefði miðað við verð á meðalíbúð, en sú íbúð. sem ráðherrann hefði nefnt, væri víst töluvert fyrir neðan meðallag. — En ef rík isstjórnin vildi af heilum hug reyna að leysa vanda húsbyggj enda, þá væri eitt nærtækasta úrræðið að lækka vextina, þvi að vaxtakostnaðurinn væri einn stærsti þáttur byggingar- kostnaðarins. TÍMINN, briðjudaginn 27. febrúar 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.