Tíminn - 27.02.1962, Page 7
Uígefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN
FramkvæmdaEtjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fullt-rúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Egill Bjarnason. RitstjómarsJkrifstofur í Edduhúsinu;
afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7.
Símar: 18300—18305. Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími
12323. Áskriftargj. lcr. 55 á mán. innanl. í lausasölu kr, 3 eint,
— Prentsimiðjan Edda h.f. —
Formannsskiptin
Þau tíðindi gerðust á nýloknum aðalfundi miðstjórn-
ar Framsóknarflokksins, að Hermann Jónasson baðst
undan endurkosningu sem formaður Framsóknarflokks-
ins og Eysteinn Jónsson var kjörinn formaður flokksins
Þeim flokksbræðrum Hermanns Jónassonar, sem
lengst hafa unnið með honum, kom það ekki á óvart, að
hann myndi bráðlega hætta flokksstjórninni. Hermann
Jónasson hefur jafnan sagt, að hann myndi leggja niður
flokksformennsku áður en hann teldi sig of gamlan til
að gegna henni. Þeir, sem þekktu Hermann, vissu að þetta
myndi þýða, að hann myndi heldur láta af formennsku
fyrr en síðar, því að engum manni er óljúfara að láta
vera hægt að segja, að hann efni ekki orð sín. Af því
vissu samherjar hans einnig, að eftir að hann hafði tek-
ið þá ákvörðun að hætta formennskunni, yrði því ekki
breytt.
Hermann Jónasson hefur hins vegar ekki með þessu
dregið sig f1 hlé af vettvangi stjórnmálanna. Hann á á-
fram sæti í framkvæmdastjórn og blaðstjórn flokksins.
Flokkurinn mun því áfram njóta ráða hans og leiðsagn-
ar. Áhrif hans munu sízt minnka, ef hann kýs að beita
þeim. Hermann Jónasson hefur sýnt, að hann þarf ekki
formannstitil til þess að vera áhrifamaður. Hann var t. d.
búinn að vera forsætisráðherra í átta ár. áður en hann
varð formaður Framsóknarflokksins.
Ásamt því, sem hér hefur verið greint, hefur það svo
átt þátt sinn í umræddri ákvörðun Hermanns, að honum
var auðvelt að láta af formennsku flokksins með tilliti til
þess, að hann gat látið hana í öruggar hendur. Ákvörð-
unin hefði verið erfiðari fyrir Hermann, ef óvissa hefði
ríkt um eftirmann hans eða ágreiningur geta skapazt um
hann. Hér var hins vegar ekki sliku til að dreifa. Fram-
sóknarflokkurinn hefur verið svo lánsamur að eiga um
langt skeið tvo hina mikilhæfustu foringja, sem hafa haft
betra samstarf en dæmi er til í íslenzkri stjórnpiálasögu.
Þegar Hermann Jónasson ákvað að leggja niður flokksfor-
ustuna, gat hann lagt hana í hendur manns, sem sakir
reynslu og hæfileika var ekki aðeins sjálfkjörinn eftir-
maður hans, heldur einnig sá maður, sem Hermann bar
1il mesta tiltrú og hlýhug allra þeirra manna, sem hann
hefur unnið með.
Þegar Hermann Jónasson lýsti þeirri ákvörðun sinni á
miðstjórnarfundinum, að leggja niður flokksformennsk-
una, komst hann m. a. svo að orði, að hann þyrfti enga
tillögu að gera um eftirmann sinn. Svo augljóst var það,
að Eysteinn Jónsson átti óskipt fylgi allra flokksmanna
sinna sem formaður flokksins, þegar Hermann Jónasson
léti af því starfi.
Það er hverjum flokki ómetanleg gæfa, þegar for-
mannsskipti geta orðið með slíkum hætti.
Af hálfu andstæðinga Framsóknarflokksins verður
vafalaust sitthvað skrifað og skrafað næstu vikurnar um
formannaskiptin í Framsóknarflokknum. Það verður jafn-
vel reynt að túlka þau sem einhverja breytingu á stefnu
og störfum flokksins. Slíkum getgátum og spádómum er
bezt svarað með því að benda á þá staðreynd, að slíkar
breytingar á störfum öflugs stjórnmálaflokks gerast ekki
með formannaskiptum, sem alger einhugur ríkir um, eða
þegar sá maður, sem tekur við, hefur um lengra skeið
verið nánasti samstarfsmaður þess manns, sem af störf-
um lætur.
Framsóknarmenn um land allt þakka Hermanni Jón-
assyni fyrir farsæla formennsku flokksins og hyggja enn
gott til að mega njóta hæfileika hans og ráða, þótt með
öðrum hætti verði en áður. Þeir bjóða Eystein Jónsson
velkominn til starfs, sem formann flokksins og telja sig
af langri reynslu geta treyst á farsæla forustu hans.
ET í M I N N, þriðjudaginn 27. febrúar 1962.
FM STAHFI SAMVINNUFÉLAGANNA í BANDARÍKJUNUM II:
óraukin þátttaka samvin
félaganna í afurðasölu
Reynt a® hafa samvinnufélögin sem stærst, til bess a® þau séu öf!ugri>
Samvinnufélög bænda i
Bandarlkjunum þurfa ekki að
greiða tekjuskatt, hvort sem
þau úthluta öllum arði til með-
lima sinna eða verja nokkru af
honum til þess að færa út kví-
arnar. Þau njóta Öruggs stuðn-
ings rikisstjórnar Bandaríkj-
anna og landbúnaðarráðherra
hefur á prjónunum ýmsar áætl-
anir um eflingu þeirra og að-
stoð við þau, m. a. með lánum
og óafturkræfum framlögum.
Frá þessu var sagt í grein,
scm birtist hér í blaðinu s. 1.
laugardag. Þar var enn fremur
skýrt nokkuð frá auknu starfi
samvinnufélaganna í Banda-
ríkjunum á undanförnum árum.
Beinist það einkum að meiri
þátttöku í vinnslu og dreifingu
landbúnaðarvara.
í greininni, sem hér er birt,
er nánar skýrt frá þcssum
málum.
S.S. Angelo Petri leggur frá
bryggju í San Fransiskó og tek
ur stefnuna út á Kyrrahafið. f
skipinu eru 22 geymar úr rið-
fríu stáli, allir fullir af víni,
alls um 9 þús. tonn. Skipið á
að sigla til Newark í New
Yersey.
A leiðinni verður nokkrum
hluta farmsins skipað um borð
í tvo fljótabáta, sem síðan
leggja af stað upp Missisippi,
áleiðis til Chicago. Vínið verð-
ur síðan sett á flöskur í New-
ark og Chicago og sent þaðan
umsvifalaust til þcirr'a, sern
seija það i smásölu.
„Frá mo'ld að munni“
Það eftirtektarverðasta við
skipið og för þess er þetta:
Skipið sjálft, fljótabátarnir,
vínið og átöppunarverksmiðj-
urnar, er allt eigrl samvinnu-
félaga 1500 vínræktenda í Kali-
forníu, Allied Grape Growers.
Þarna hefur auðnazt að ná lang
þráðu marki margra samvinnu-
félaga landbúnaðárins, þ.e. að
annast framleiðsluna alla leið
frá akrinum til neytendans. —
Samvinnufélagið heldur því
fram, að með þessu mqti fái
meðliimirnir að meðaltali
28,5% hærri tekjur en þeir
hefðu fengið með því að selja
vínberin óunnin til iðnfyrir-
tækja.
Allied Grape Growers er að-
eins eitt af sívaxandi fjölda
samvinnufélaga landbúnaðar-
ins, sem reynir að færa út starf
semi sína með því að annast
vinnslu og dreifingu afurðanna
og ná á þann hátt í sinn hlut
fleiri sentum úr hverjum doll-
ar, sem neytandinn ver til fæðu
kaupa. Þessi viðleitni þýðir vax
andi samkeppni við iðnaðar- og
dreifingarfyrirtæki í eigu ein-
staklinga, sem annast vinnslu
og dreifingu landbúnaðaraf-
urða. A.G.G. er einmitt ágætt
dæmi um það, hvaða árangur
getur nðst, ef ötullega er að
unnið.
Mikill árangur á stuttum
tíma.
Allied Grape Growers var
stofnað fyrir 12 árum. Fyrir
rúmum tveimur árum keypti
það bruggunarfyrirtækið Uni-
ted Vintners, Inc., og hóf að
brligga. í s.l. september hafði
það aukið afköst sín upp í það
að geta tekið til vinnslu 50 þús.
tonn af vínberjum á viku í
þeim sjö bruggunarfyrirtækj-
uin, sem það nú á í Kaliforníu..
A.G.G. telur sig vera stærsta
vínframleiðandann í landinu.
Aukinn áhugi bænda á
vinnslu og dreifingu.
Á liðnum árum hafa sum
samvinnufélögin aðeins fengizt
við sölu til vinnslufyrirtækja.
Önnur hafa einkum lagt sig
eftir innkaupum á nauðsynjum
bænda, svo sem áburði og ojíu.
Meðal hinna síðartöldu eru
flest stóru samvinnufélögin á
austurströndinni og í Miðfylkj-
unum. Báðar þessar tegundir
samvinnufélaga eru nú í sívax-
andi mæli að athuga möguleik
ana á því að annast sem mest
af meðferð afurðanna, líkt og
A.G.G. gerir.
„Bændur krefjast í vaxandi
mæli aúkinnar þátttöku sam-
vinnufélaga sinna í vinnslu og
dreifingu", segir Harold Hamil,
en hann er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Consumers Coop
erative Association í Kansas
Citý. Það er stórt samvinnufé-
lag bænda, sem til skamims
tíma fékkst aðeins við útvegun
á nauðsynjum til búanna.
Cooperative Grange League
Federation Exchange, Inc. í
Ithaca í New York er innkaupa
samvinnufélag bænda og velta
þess hefur numið yfir 380 millj.
dollara á ári. Það hóf vinnslu
ávaxta og sölu þeirra seint á
árinu 1960, þegar það keypti
tvær niðursuðuverksmiðjur. Fé
lagið hyggst nú hefja sölu ým-
issa annarra afurða. „Það er
mikil þörf fyrir öfluga söluþjón
ustu fyrir bændur, og vér þykj
umst hafa aðstöðu til að láta
þessa þjónustu í té“, segir Ed-
mund H. Fallon forstjóri.
Consumers Cooperative Ass-
ociation í Kansas City keypti
svínasláturhús og kjötverkunar
stöð í Denison og Iowa fyrir
þremur árum. Þetta var upphaf
ið á afskiptum félagsins af
vinnslu og dreifingu búsafurða.
Nú er félagið að auka til muna
kjötvinnsluna og er að athuga
Humphrey öldungadeildarmaöur, sem er eirin helzti áhrifamaður í
þingflokki demokrata, er öflugur stuðningsmaður samvinnufélaga.
Myndin sýnir hann vera að hetlsa japönsku forsætisráðherrahjón.
unum fyrir utan þinghúsið í Washingion.
I
möguleika á því að taka einnig
að sér eggjadreifingu, segir
Homer Young forstjóri.
Stærri félög veita betri
þjónustu.
Töluvert er um það, að sam-
vinnufélög sameinist til þess að
efla söluþjónustu sína. Produc-
ers Export Co. í New York var
stofnað fyrir tveimur árum.
Stofnendurnir voru 22 ,sam-
vinnufélög. Tilgangurinn með
stofnun félagsins var að auka
kornsölu út úr landinu.
„Aður skiptum við við sölu-
fyrirtæki í eigu einstaklinga,
en við þykjumst ýissir um, að
við munum ná betri árangri
sjálfir með sameiginlegu átaki"
segir H.C. Fledderjohn aðstoð-
arforstjóri Indiana Farm Bure-
au Cooperative Association,
Inc., í Indianapolis. Þetta félag
hefur einnig, ásamt fjórum öðr
um samvinnufélögum, stofnað
Mid-States Terminals, Inc., í
Toledo, til þess að annast út-
flutning þess korns, sem flutt
verður með skipum eftir St.
Lawrens-fljótinu.
í s.l. ágústmánuði stofnuðu
fimm samvinnufélög mjólkur-
framleiðenda í mið-fylkjunum
samvinnufélagið American
Dairy Foods, Inc., í St. Paul,
til þess að ná betri „söluár-
angri“. Samvinnufélögin halda
áfram að selja framleiðsluvöru
sína hvert fyrir sig á sínu
svæði. En þau gera ráð fyrir,
að A.D.F. geri þeim kleift „að
bjóða aukna þjónustu og betri“
segir George B. Pfeifer fram-
kvæmdastjóx’i.
i
Félögum fækkar, en meðlim- ■
unum fjölgar stórlega.
Slík sölusamtök sem þessi
bera vott um almenna hreyf-
ingu í sameiningu samvinnufé-
Iaga. Raunin hefur og orðið
sú, að á áratugnum milli 1950
og 1960 fækkaði samvinnufélög
dnum vegna sameiningar um
7%, en velta samvinnufélag
anna óx um rúm 30% á sama
tíma og meðlimatalan hækkaði
um 700 þúsund.
7