Tíminn - 09.03.1962, Page 3

Tíminn - 09.03.1962, Page 3
35 far- ast i Atlants- éveðri NTB-Portsmouth, Virginia, 8. marz. Að minnsta kosti 35 manns hafa farizt og 6000 manns misst heimili sín í einu mesta Fárviðri 40 ára, sem nú geng- ur yfir Atlantshafið, Á austur- strönd Bandaríkjanna hefur skaðinn orðið mestur og er metinn á 100 milljónir dollara. Fjöldi skipa lenti í erfiðleikum undan strönd Bandaríkjanna. Olíu skipið Gam frá Liberíu brotnaði í tvennt og var búizt við, að það sykki á hverri stundu undan Norð- ur-Carolina. Mestum hluta áhafn- arinnar hafði þá verið bjargað um borð í nærstödd skip, sem komu til hjálpar. Skrokkur amerísks vitaskips beyglaðist allur, er skip- ið fékk á sig 10 metra háa sjói. Fleiri skip höfðu beðið um aðstoð. í Englandi á strönd Cornwall braut veðrið varnargarða, svo að sjórinn streymdi inn í þorpin Penzance og Newlyn. Hundruð manna urðu að flýja úr húsum sínum, en sjórinn velti um götu- Ijósunum og fyllti kjallarana af sandi. Járnbrautarstöð Penzance lá undir vatni. Á Frakklandsströnd náðu flóð- bylgjurnar 15 metra hæð. Þær brutu vatnsleiðslur og rafleiðslur og eyðilögðu vegi sums staðar. Þetta er ítalski blaðamaður- inn Nicola Caracciolo, sem einn allra ítölsku starfs- bræðra sinna í Alsír hunds aði hótanir leynihersins OAS, og fór ekki úr landi, þrátt fyrir skipanir OAS, sem fannst blaðaskrif ítal- anna vera sér neikvæð. Hin- ir ítalamir 11 höfðu sig á brott, en Carcciolo sat sem fastast í Algeirsborg, unz blað hans þorði ekki öðru en að skipa honum að koma beim. Fylgzt er af samningu Þótt minna sé rætt um Efna hagsbandalag Evrópu nú en fyrir nokkrum vikum, er víða um Evrópu þingað um það af kappi. Ýmis lönd eiga viðræð- ur við bondalagið um mögu- leika á fullri aðild eða ein- hvers konar aukaaðild. Einnig þinga sömu lönd sín á milli um samræmdar aðgerðir til þess að standa traustari fótum gagnvart bandalaginu. Loks eru stöðugir fundir innan EBE sjálfs um áframhaldandi þró- un þess, en þar ber víða margt í milli, einkum um stefnpna í landbúnaðarmálum. ■ A miðvikudaginn undirrituðu Bandaríkin og EBE mjög víðtækan samning um gagnkvæma frjálsari verzlun, sem meðal annars þýðir talsverðar tollalækkanir á ýmsum vörum. Verðmæti þeirra vara, sem tollar verða lækkaðir á, verður um 2800 milljónir dollara á ári. Stærsti liðurinn eru bílar og vara- hlutir í þá. Hlutlausu ríkin þinga Sérfræðingar frá hinum hlut- lausu ríkjum Fríverzlunarsvæðis- ins, Svíþjóð, Austuiríki og Sviss, eru nú á fundum í Rötvik í Dal- arna i Svíþjóð til þess að ræða samningana við EBE. Þessi þrjú ríki hafa fyrir nokkuð löngu ákveð ið að samræma allar aðgerðir sín- ar í sambandi við EBE. Reikna þau með því, að sem heild nái þau hagstæðari samningum, en öll hafa þau farið fram á samninga um aukaaðild en ekki fulla aðild. Þau hafa m. a. litinn áhuga á stjórn- málalegu einingunni, sem EBE- ríkin eru fylgjandi. Sumir telja einnig, að frumvarp sérfræðinganefndar Norðurlanda- ráðsins, sem birtist 16. febniar s. 1. um miklu nánari samvinnu Norður landa á sem flestum sviðum, sé meðal annars til að treysta bönd þessara ríkja, áður en þau fara að semja hvert í sínu lagi við EBE. Þótt norræn samvinna hafi áram saman verið ofarlega á baugi, er þetta í fyrsta sinn, sem formlegt uppkast að heildarsamningi er gert. Erfiðar viðræSur Breta Þing Friverzlunarsvæðisins sat á fundum í Geneve um síðustu helgi. Þar lagði Heath, aðstoðaratanríkis ráðherra Breta,. fram skýrslu um viðræður lands síns við EBE. A þessum fundum var saruþykkt að halda áfram að vinna að tollalækk unum innan Fríverzlunarsvæðisins, þótt þessi lönd séu nú að semja við EBE. Viðræður Breta við EBE hafa nú staðið yfir mjög lengi. Eins og búizt var við í upphafi, hafa þær dregizt talsvert á langinn, enda ber sums staðar talsvert á milli. Bretar hafa líka átöðugt samband við Samveldisríkin, þar sem þau eiga mikilla hagsmuna að gæta í Öryggi flugvalla (Framhald at t síðu). ófulinægjandi og óviðunandi að- staða til að slökkva eld, ef með þarf, og er það í sannleika sagt há prósentutala. Þó að tækninni fleygi fram og öryggið aukist ár frá ári jafnt í sambandi við flug samgöngur og annað, er hættan á slysförum og mistökum alltaf fyrir henjji, og þess vegna hnykkir mönnum við, þegar þeir uppgötva að öryggisútbúnaður er ýmist eng inn eða ófullnægjandi á 92 af þeim 96 stöðutr, bir' sem þeir eiga kost á að lenda. Þetta er svo alvar- legt ástand, að meðan það er ó- breytt eru flugvellir þessir næst- um lokaðir, hvað örygginu viðvík- ur. sambandi við mögulega inngöngu Breta í EBE. — sem beðið er me3 eftirvæntingu Flest rikin, sem sótt hafa um viðræður við EBE, fylgjast af áhuga með viðræðum Breta við bandalagið. Á árangri þeirra við- ræðna veltur t. d. mjög afstaða Danmerkur og Noregs, sem einnig hafa sótt um viðræður, sem miði að fullri aðild. Einnig Svíar fylgjast vel með þessum viðræðum. Telja þeir, að heppilegur árangur af samningum Breta og ekki síður Bandaríkja- manna við EBE geti ef til vill leitt til alþjóðlegra og siðar bindandi forms á bandalaginu. Ósamkomulag innan EBE Viðræðurnar við EBE eru erfið- ari fyrir þá sök, að ekki hefur náðst fullt samkomulag innan bandalagsins um mörg grundvall- aratriði. Stendur deilan venjulega milli Frakklands og Vestur-Þýzka- lands, bæði í landbúnaðarmálum og öðrum málum. A þriðjudaginn var haldinn fundur í ráðherraþingi bandalagsins um frekari tollalækk anir, en samkomulag náðist ekki, svo að málinu var frestað til 21. marz. Spánn í EBE? Spánn hefur nýlega sótt um við- ræður við EBE um aðild. Sú um- sókn hefur vakið talsverða athygli á Vesturlöndum, þar sem Spánn er oftast talinn einræðisríki. Jafn- aðarflokkar og aðrir vinstri flokk- ar í EBE-löndunum hafa mótmælt því, að Spánn verði tekinn inn, en vestur-þýzka stjórnin er hins vegar talin því fylgjandi. Ráðherraþing EBE veitti á þriðjudaginn umsókn Spánar viðtöku, en nokkuð kulda legar en umsóknum annarra ríkja. NIÐU RLAGNINGAR-VERK- SMIDJA Á SIGLUFIRDI í gær tók til starfa á Siglu* firSi ný verksmiðja, niðurlagn- ingarverksmiðja Síldarverk- smiðja ríkisins, verksmiðju- stjórinn hefur verið ráðinn ÓJafur G. Jónsson. Verksmiðjan, sem nú tók til starfa, er aðeins hluti af enn stærri verksmiðju, og er bygging- in einn fjórði af því, sem siðar mun verða. Teikningar gerði Sig- valdi Thordarson arkitekt, en Páll Jónsson sá um byggingarfram- kvæmdir, og var byggingin reist á 5 mánuðum. í þessari nýju niðurlagningar- verksmiðju er ætlunin að fram- leiða gaffalbita í 5 mismunandi kryddsósum: vínsósu, lauksósu, tómatsósu, dillsósu og ávaxtasósu. Notaðar verða 2 dósastærðir, 40 gr og 90 gr. Einnig verða lögð niður heil flök í vinsósu í 2 og 18 flaka dósum. Dósiraar eru framleiddar I Stavangri, miðar litprentaðir í 4 litum, en teikningu og áletrun gerði Atli Már. Vörumerkið er Sigló, og var það valið með það fyrir augum, að minna fólk á þann stað, sem um áratugi hefur verið miðstöð síldariðnaðár. Sildarvei'ksmiðjur rikisins fengu norskan sérfræðing, Bent T. Björn sen frá Stavangri til þess að kynna fólki handbrögð við flökun og skurð síldarinnar,- en sérfræðing- ur þessi hefur um margra ára skeið unnið við niðurlagningar- vei'ksmiðjur i Noregi. Síldin til Síðastliðið sumar var sild sér- staklega valin til þessarar fram- leiðslu, sem nú er að hefjast, en ætlunin er að leggja niður um 400 tunnur. Fyrst \j stað mun aðal lega vera um framleiðslusýnishorn að ræða, og verða þau send til út- landa, én einnig mun eitthvert magn verða boðið til sölu á inn- lendum markaði. Sá maður, sem mest hefur séð um framkvæmdir við undirbúning og byggingu verksmiðjunnar, er Viihjálmur Guðmundsson, tækni- legur framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðja ríkisins. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun vera orð inn 2 og hálf milljón króna. Vilhjálmur bauð fréttamönnum að koma og líta á verksmiðjuna í gær, og skýrði þeim frá öllum gangi mála í því sambandi. Síðan tók Sigurjón Sæmundsson, bæjar stjóri, til máls og árnaði verk- smiðjunni allra heilla í framtíð- inni, og að máli hans loknu tók Jóhann Þorvaldsson, ritstjóri Ein- herja á Siglufirði, til máls, þakk- aði hann fyrir liönd fréttamann- anna boðið í verksmiðjuna og flutti síðan árnaðaróskir frá fréttamönn um. — B.J. f gær voru sett nokkur met á sundmótinu. Úrslit í 200 m. skriðsundi, Christer Bjarne 2.11.0, II. Guðm. Gíslason 2.13.4. 200 m. bringusund karla Hörður B. ÍR. 2.39.0, sem er íslands- met. Guðan Gíslason setti íslandsmet í 200 m. fjór- sundi karla, 3.25.7. Hann setti einnig íslandsmet í 50 m. flugsundi á 29.5 sek. Bjarne vann hann á 29.2 sek. Drengjamet í 50 m. flugsundi setti Davíð Val- garðsson frá Keflavík á 30.8 sek. Sekt og strand Réttarhöld í máli skipstjórans á enska togaranum Ross. Archer héldu áfram í fyrrakvöld þar til kl. að ganga 1, og viðurkenndi skipstjórinn sekt sína. Albert Frederich Hilldrith skip stjói’i viðurkenndi öll ákæruatriði, og kvaðst hann harma framkomu sína og biðjast afsökunar. Málsbæt ur voru þær, að hann hafði drukk ið lítið eitt af áfengi eftir komuna til Siglufjarðar, án þess þó að hafa talið sig vera ölvaðan. Einnig kvaðst hann hafa verið illa fyrir- kallaður eftir að hafa staðið í brúnni 12 tíma vegna óveðurs og vélarbilunar, en togaiinn kom inn til Siglufjarðar til þess að láta gera við vélina. Réttarhöldunum lauk síðan seint í gær, með því, að skipstjórinn var dæmdur í 10.000 kr. sekt, og látinn laus mcð þvi að hann greiddi hana. Geoffrey Roberts, sá sem veitti Siglfirðingnum áverk- ann með flösku var dæmdur í 3000 kr. sekt og 6 þús. króna skaðabæt- ur fyrir rúðubrot og áverkann, sem hann veitti piltinum. En öðr- um skipsmönnum fjórum að tölu, sem einnig tóku þátt í áflogunum fyrir utan Diddabar, var veitt á- minning. Togarinn Ross Aroher sigldi svo frá Siglufirði um kl. 20 í gær- kvöldi og hélt út á fjörðinn, en þegar fréttaritari blaðsins á Siglu firði hafði tal af blaðamanni um klukkan 21, sagði hann að togar- inn væri strandaður fyrir austan fjörðinn. Hafði hann tekið niðri stuttu eftir að hann fór frá Siglufirði. en tveir bátar, Hringur og Hrefna voru komnir á strandstað, og hugð ust reyna að draga hann á flot. B.J. T í MIN N, föstudaginn 9. marz 1962 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.