Tíminn - 09.03.1962, Qupperneq 4

Tíminn - 09.03.1962, Qupperneq 4
Skymflhjálp í sveitunum Canaveralhöfði, 7. marz. Héðan var í dag skotið gervi- tungli, sem á að taka betri mynd ir af sólinni en hingað til hafa fengizt. Það mun einnig veita ýms ar þarfar upplýsingar um sólina, bæði um sólbletti og einnig um á- hrif sólar á geimför og geimfara. Læknaskipti Blönduósi, 2. anarz. Læknisskipti fara nú fram á Blönduiósi, og mun Hannes Finn- bogason, sem hefur verið þar lækn ir að undanförnu, hætta, og í hans stað kemur Ólafur Guðmundsson. ' Hannes Finnbogason hefur verið læknir á Blönduósi undanfarin 2 ár og notið þar mikilla vinsælda. Þykir mönnum ill't að sjá hann hverfa á brott, enda er hann talinn mjög góður skurðlæknir. Hannes mun nú taka við störfum á Lands- spítalanum. í stað Hannesar kemur nú Ólaf- ur Guðmundsson, sem hefur stund að nám í Svíþóð undanfarin 6 ár. T í MIN N, föstudagiim 9. marz 1962 r Búnaðarþing hefur samþykkt j ályktun varðandi skyndihjálp við heimilisstörf í sveitum, þar sem stjórn Búnaðarfélags íslands er falið að láta gera til raun 1 þessa átt. Mál þetta var tekið til umræðu samkvæmt erindi Hafsteins Snæ- lands, en í erindi hans er þessari skyndihjálp lýst þannig, að hana eigi að veita vegna veikinda eða annarra forfalla fyrirvinnu á heim ili, og að sú hjálp eigi að standa í allt að tíu daga. Að þekn tíma liðnum, þurfi heimilið aðstoðar við lengur, á annars konar hjálp að leysa hina af hólmi, enda tíu dag ar taldir nægja til að útvega frek ari aðstoð. Ályktun Búnaðaiþings hljóðar svö: „Búnaðarþing viðurkennir nauð syn og mikilvægi þess, að unnt verði að tryggja atvinnurekstur Krakkar kveikja í Klukkan rétt fyrir tvö í gær var slökkviliðið kvatt að Sogabletti 7 í Reykjavík. Þar höfðu krakkar kveikt í spýtnarusli, sem stóð uppi við hús. Mönnum þar á staðnum tókst að kæfa eldinn, en síðar kom í ljós, að hann hafði náð að læs- ast í milligólf í húsinu, sem er járnvarið timburhús. Milligólfið var einangrað með spónum, og varð slökkviliðið að rifa upp tals- verðan hluta gólfsins, til þess að ráða niðurlögum eldsins og urðu af því talsverðar skemmdir á hús- inu. Klukkan rúmlega hálffimm var slökkviliðið síðan kvatt að Hlíð- arvegi 5 í Kópavogi, mannlausu timburhúsi. Krakkar höfðu kveikt í sinu þar skammt frá, og barst eldurinn að húsinu, töluvert magn aður. Mátti vart tæpara standa, að hann yrði slökktur, áður en hann kæmizt í húsið. Washington, 7. marz. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag, að NATO-ríkin hefðu yfirleitt tekið vel í að taka þátt í banninu á útflutningi mikil- vægra vara til Kúbu. New York, 7. marz. Mesti stormur vetrarins herjaði í dag á austurströnd Bandaríkj- anna. Þúsundir hafa orðið að yfir- i gefa heimili sín vegna flóða. 20 | hafa farizt og fleiri er saknað. 35 hús á Long Island skoluðust út í sjó. bænda og heimilisafkomu með því að skipuleggja vinnulijálp i forföllum húsbænda e®a vinnu- fólks. — Fyrir því felur Búnaðar þing stjóm Bunaðarfélags ís- lands að stuðla að því, að eitt- hvert búnaðarsambandanna geri á þessu ári tilraun í þessa átt, sem síðar gæti orðið, ef vel tæk- izt til, fyrirmynd að frekari að- gerðum í þessu efni.“ NEMENÐUR SKEMMTU FQRELDRUM Á foreldramóti, sem fjórði bekkur Gagnfræðaskóla verk- náms hélt föstudaginn 2. marz, sýndu nemendur úr þriðja og fjórða bekk nokkra leikþætti og þjóðdansa. Var þessu prýði- Iega tekið hjá foreldrunum, og virtust þeir skemmta sér prýðis vel. Upphaflega voru þessi skemmtiatriði flutt á árshátíð skólans, en voru svo endurtekin fyrir foreldrana. Guðmundur Jónsson, nemandi í þriðja bekk Gagnfræðaskóla verknáms, tók þessar skemmtilegu myndir á föstudaginn. — Myndln efst til hægri sýnir atriði úr Manni og konu. Lengst til vinstri er Sigurður bóndi í Hlíð, leikinn af Magnúsi Axels- syni úr 4. bekk, þá sést Ástríð- ur vinnukona, Magnea Tómas- dóttir úr 3. bekk og lengst til hægri er smalinn, leikiun af Sigurði Runólfssyni úr 3. bekk. — Myndin neðst til hægri er úr sænskuin Ieikþætti, sem kallast Feluleikur ástarinnar, eftir Eskaen. Til vinstri er skáldið Hrímfoss, Ieikið af Sigurði Karlssyni úr 3. bekk, en til hægri frú Blorn, en hana lék dama úr fjórða bekk, Margrét Oddsdóttir. Myndin neðst til vinstri sýnir stúlkur úr 4. bekk dansa þjóðdansa á foreldramót- inu. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.