Tíminn - 09.03.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.03.1962, Blaðsíða 9
\ Þótt hávaði og skarkali sé í fiskidokkinni í Grimsby, eru úthverfin ótrúlega kyrrlát, sér í lagi á kvöldin. Öll hljóð eru undarlega dempuð og það er eins og þú sért farinn að tapa heyrn. Ein af þessum kyrrlátu götum er Heneage Road og þetta kvöld komum við í eitt bxikkhúsanna þar, sem virðast í fljótu bragði öll vera eins. Fyrir framan glóðkynt- an arininn sitja öldruð hjón, og sherryið glóir kynlega í glösunum í glæðunum frá eldinum, en íyrir framan arininn liggur svartur tandur'. — Ekta ensk stemming, segjum við, arinn og allt það, stendur heima! Jú, því er ekki að neita, að þetta er enskt heimili, en það undarlega er, að hér situr ísland í fyrirrúmi. Hér býr Mr. Woodcocke, fiskveiði- ráðunautur sendiráðsins í London, en Mr. Woodcocke hefur aðsetur í Grimsby og vinnur þar að íslcnzk- um áhugamálum einvörðungu,' en alls hefur hann haft þetta starf með höndum í 12 ár, og á þeim tíma hefur eitt og annað drifið á dagana. Mr. Woodcocke er mjög fyrir- mannlegur, stór og þrekvaxinn og silfurhvítt hárið er snyrtilega greitt. Andlitið er vel formað og góðleg augun geta gneistað af á- huga og kr'afti, þegar honum er niðri fyrir, og þá er það oftast nær ísland, sem borið hefur á góma. ||S|ÍÍi:||Í|!í| . s * llgli • • • . . ......., ■ ^ ' ; . . . . 'j : ' / j í • : ■ : '■ ' -,v ■ Gengið um í Grimsby III Þormóður Goðl í höfn í Grimsby Hverfum ögn aftur í tímann, til ársins 1958, þegar þorskastríðið var að hefjast, og til þess tíma, er það stendur í algleymingi, og við biðjum Mr. Woodcocke að segja okkur frá starfi sínu þann tíma. — Var ekki erfitt að vinna fyr- ir ísland í Grimsby á „styrjaldai- árunurn?" Hann lítur snöggt upp, og segir svo með hægð: — Jú, það má auð- vitað orða það svo. Það var að minnsta kosti ekki auðvelt að vinna fyrir ísland á dögum þorska- stríðsins. Þag má í rauninni segja, að aðstæður okkar hjónanna hafi gjörbreytzt. Vinirnir sneru við oi k ur baki — kunningjarnir, ja hvað? Þú skilur þetta kannske betur ef ég segi þér svolítið nánar írá þessu. Við — ég og konan mín — erum Lundúnafólk. Meðan heims- styrjöldin síðari var í algleymingi, fól brezka stjórnin mér að skipu- leggja fiskflutninga til Bretlands og varð ég upp úr því hafnarstjóri í Grimsby og hélt því starfi unz Magni Guðmundsson, hagfræðingur: Húsabyggingar í höf- uðborginni (Vegna þess að nokkur blaða- skrif hafa orðið um erindi Magna Guðmundssonar, hagfræðings „nm daginn og veginn“ í útvarp- inu fyrir skömmu (grein í Vísi) þótti blaðinu rétt að fá þann hluta erindisins, sem tilefnið gaf, til birtingar, og fer það hér á eftir). Flestir, bæði innlendir menn og erlendir, munu sammála um það, að Reykjavík er frá náttúrunnar hendi í tölu fegurstu borga. A það ekki aðeins við-um bæjarstæðið sjálft, með hinum sérkennilegu ásum og hlíðum, nesjum og vog- um, heldur einnig umhverfið, fló- ann og fjallahringinn, með litríkri Esju og jökli í átt til sólseturs, sem vart eiga sína líka í víðri ver- ’öld. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um mannanna verk í borginni. Byggingar skortir formfestu, er hæfir landslaginu. Við augum blasa á víðáttumiklu sr-æði þyrp- ingar ósamræmdra húsa með ó- skipulögðum eyðiflákum á milli. Magni Guðmundsson bænum svonefnda, sem yar byggð- ur af hagleiksmönnum út frá hinu nytsama sjónarmiði þarfarinnar, gætir langtum meiri reglu og rým- is en í nýju hverfunum. Eldri menniiuir skiluðu okkur snoturri Sérstaka athygli vekur, að í gamlahöfuðborg geðþekkra bygginga, eins og t. d. umhverfi Tjarnar, og göturnar, sem margar uxu upp úr gangstígum og hestaslóðum, fylgdu línum landslags. Með bæjarhlutum, er risu eftir tilkomu fjölda verk- fræðinga og byggingafræðinga, sem leituðu lærdóms í mörgum löndum heims, hófst tímabil hnign unar og afturfarar slíkt, að kunn- asti listfræðingur okkar telur þessi hverfi blett á byggingasögu N or ðurálfurinar. Ætlunin er raunar ekki að ræða skipulag, — fremur einstaka þætti húsnæðismála. Þó skal bent á tvennt, sem hefði mátt betur fara í samskiptum borgaryfirvalda og almennings, því að bæði atriði hafa að sínu leyti aukið á misræmi og glundroða i húsagerð allri: Annað er það. að húsbyggjend- um er ekki gefinn nægur tími til þess að vanda teikningar og annan undirbúning, enda skyldaðir til þess að byrjt framkvæmdir nær þegar að fenginni lóð. Hitt er. að aga skortir varð- andi fyrirmæli um hæð húsa og annað útlit, enda virðist á margra færi að fá undanþágur eða fara sínu fram. Tekst ýmsum þannig t. d. að hækka kjallara undir húsum í smíðum eða bæta ofan á þau .risi — í blóra við upphaflegar skipu- lagssamþykktir. (Framh á 13 síðu.) ég fyrir 12 árum gerðist fiskveiði- ráðunautur. Það fór því ekki hjá því, að það fólk, sem ég átti helzt samskipti við, var á einhvern hátt tengt útgerð og fiskveiðum. Það var þetta fólk, sem sneri við okk- ur baki, þegar þorskastríðið stóð sem hæst. Við stóðum eftir félags- lega einangruð. — Og Woodcocke heldur áfram: — Þórarinn Olgeirsson, ræðis- Woodcocke og frú maður fslands, átti heldur ekki góða daga, og það kom í okkar hlut að standa fyrir málstað ís- lands. — Landar þínir hafa þá með öðr um orðum litið á þig sem hálfgerð an landráðamann? — Jú, maður heyrði nú eitt og annað af því tagi Að ég væri á launum hjá óvinum Bretlands, og sitthvað þess háttar, en það var frá óábyrgum aðilum. í rauninni var starf mitt mest fólgið í upp- lýsingastarfsemi — að leiðrétta misskilning. Blaðamennirnir vönd ust á að koma hingað, þegar eitt- hvað sérstakt bar á góma og mað- ur leiðrétti missagnir og uppspuna. Líka ritaði ég eitthvag um 40 greinar um málið í ensk blöð og allar voru þær greinar til að leið- rétta misskilning og rangtúlkan- ir. — Hvernig er andrúmsloftið núna? — Það eru að vísu margir, sem telja sig ekki mjög hamingjusama eftir lausn landhelgisdeilunnar, en ástandið er hreint ekki sem verst, og íslenzk fiskiskip eru aftur far- in að landa ísfiski í brezkum höfn- um. Allt er því eins og það var áður. Það verður hlé á samtalinu, því að nú kemur frúin með kaffið, — talið berst inn á nýjar brautir, sól bjartar nætur og stúlkur, sem vinna i síld á Raufarhöfn. Á veggn um gegnt arninum er stórt kort af íslandi og þar er mörkuð leið þeirra hjóna, er þau dvöldust þar fáeina sumardaga fyrir nokkrum árum. Þau ferðuðust til Norður- lands í fylgd með Andrési Bjönis- syni. Þessi ferð var þeim ógleyman leg, og þau kysu að koma aftur. En það er dýrt að ferðast til íslands, svo að það verður að bíða. Kvöldgolan er óvenju hlý og ilmur af brunnum kolum barst að vitum okkar með blænum, þegar við gengum niður að hliðinu. Hene age Road var kyrrlát gata, næstum eins og þögul kvikmynd, og park- ljósin á bílunum viitust undarlega skær í rökkrinu. Tíminn hafði lið- ið fljótt í kvöld. og það var senn komið miðnætti. Um leið og bíll- inn rann úr hlaði, bar bjarmann af eldinum á rúðurnar í stofunni, en það var naumast nokkuð enskt við rauða brikkhúsið lengur. jg. T í MIN N, föstudaginn 9. marz 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.