Tíminn - 21.03.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1962, Blaðsíða 5
Samvinnumenn mikílli sókn s USA Starfsemi samvinnufélaga í Bandaríkjunum færist stöðugf í aukana með hverju árinu, sem líður. Og á árinu 1959— '60 fengu bændur þar í landi samvinnufélögunum meira af afurðum sínum til sölu og dreifingar en nokkru sinni fyrr. Jafnframt keyptu þeir meira af nauðsynjavörum sín- um hjá samvinnufélögunum en nokkru sinni fyrr. Á árinu jókst einnig sala sam- vinnufélaganna á landbúnaðar- vörum um 2V2% og nam hún 9,294 millj. dollara, á sama tíma jókst sala félaganna til bænda um 1 y2% og komst upp í 2,408 millj. dollara. Samvinnufélög Bandaríkjanna eru stöðugt að færa út kvíarnar og taka rekstur nýrra fyrirtækja í sínar hendur. Þess má geta, að 77% félaganna sjá um sölu nauð synjavara til handa bændum, 71% hafa með höndum sölu og dreifingu og 60% félaganna hafa yfir að ráða flutningabíl- um og geymsluhúsnæði og sjá auk þess um þurrkun og mölun korns og um úðun akra og ann- ars. Auk alls þessa sjá félögin um lánastarfsemi og tryggingar fyrir bændur. Mjólkurvörur eru stærsti lið- urinn í s'öiu samvinnufélaganna Sviptur mál- flutningsrétti Fyrir nokkru var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í opin- beru máli, sem ákæruvaldið höfðaði gegn Einari Gunnari Einarssyni hdl. og Andrési Val berg, sölumanni, vegna brota á almennum hegningarlögum. Voru þeir báðir dæmdir í 4 mánaða fangelsi, og ennfrem- ur var Einar Gunnar sviptur rétti til málflutnings fyrir hér- aðsdómi, en þeim einnig gert að greiða sakarkostnað í hér- aði og áfrýjunarkostnað fyrir Hæstarétti. Andrés Valberg var starfsmað- ur á fasteignasöluskrifstofu héraðs dómslögmannanna Einars Gunn- ars Einarssonar og Guðlaugs Ein- arssonar. Hlutverk hans var m. a. að afla umboða frá aðilum, sem vildu selja fasteignir, og leita síð- an tilboða í þær, en lögfræðistörf og samningsgerðir í sambandi við fasteignasöluna hafði Einar Gunn- ar Einarsson sjálfur á hendi. I máli því, sem hér er um að ræða, var ákærði Andrés Valberg, sakað ur um misferli við milligöngu um sölu húseignanna Þrastargötu 7 og Njálsgötu 58B í Reykjavík. í júlí 1958 fól Gunnar Jónsson fasteignasölunni að selja húseign sína, Þrastargötu 7. Andrési barst síðan vitneskja um, að Jóhannes Helgason, útvarpsvirki, vildi kaupa eignina fyrir 160.000,00 kr., en I vissi einnig, að Gunnar mundi sam þykkja að selja húseignina lægra verði. Sá hann sér þá leik á borði að koma á bráðabirgðakaupum og hagnast sjálfur á sölunni. Fékk hann nú kunningja sinn, Guðvarð Skagfjörð Sigurðsson, til að gera Gunnari Jónssyni tilboð í eignina. Samþykkti Gunnar að lckum að selja Guðvarði hana fyrir 110,000, 100 kr„ enda var honum þá (10. sept. ’58) ókunnugt um 160.000 00 kr. tilboð Jóhannesar Helgasonar. Síðan seldi fasteignasöluskrifstof- an Jóhannesi húseignina fyrir 160.000,00 kr„ en mismuninn, kr. 50.000,00, kvaðst Andrés Valberg hafa ætlað að hirða handa sjálfum sér. Ekki þóttu nægilegar sannan- ir vera fyrir hendi til að dæma Andrés Valberg fyrir misferli í sambandi við milligöngu um sölu húseignarinnar Njálsgötu 58B. Einari Gunnari Einarssyni var kunnugt um bæði tilboðin, Jóhann esar og Guðvarðs. Gerði hann upp kast að tilboði, þar sem Gunnar býðst til að selja Guðvarði húseign ina fyrir 110.000,00 kr. með tiltekn- um greiðsluskilmálum. Segir Ein- ar, að Gunnar hafi síðan undirrit- að tilboðið sem tilboðsgjafi, en (Frambaia a 15 síðu Samningur um dreif- ingu félagsbókanna Stjórn Hins íslenzka bók- menntafélags boöaði til blaða- mannafundar í síðustu viku. Félagið hefur nú gert samning við Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar um, að hún ann- ist dreifingu og sölu félags- bókanna. Bækur ársins 1961 urðu síðbúnar, þar sem félag- ið hefur að undanförnu unnið að ýmsum breytingum á starf- seminni, en mörg verkefni eru framundan. Forseti félagsins, Matthías Þórð arson, fyrrv. þjóðminjavörður, lézt milli jóla og nýárs, en dr. Einar Ólafur Sveinsson hefur gegnt störf- um hans síðan og mun gera, unz kosningar fara fram í vor. Matthí- as Þórðarson var um árabil bóka- vörður félagsins og sá um dreif- ingu félagsbókanna og hafði unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. þegar hann lézt. Dr Einar Ólafur sagði, að stjórnin hefði lengi haft hug á því að kynna bet- ur starfs.emi félagsins, þar sem mikið hefði verið sþurt, hverjar á vörum frá bændum, og nemur sala þeirra 3,056 millj. dollara, síðan kemur korn og sojabaunir, sem selt er fyrir 1,929 millj., bú- peningur fyrir 1,471 millj. og baðmull fyrir 607 millj. Bændur keyptu fóðurbæti fyrir 886 millj. dollara frá samvinnufélögunum á árinu 1959—60, og á sama tíma keyptu þeir oliu fyrir 596 millj. og tilbúinn áburð fyrir 334 millj. Flest eru samvinnufélögin í Minnesota, þar næst í Wiscons- in og síðan í Iowa, en sala sam- vinnufélaganna í Kaliforníu varð hæst aö krónutölu, síðan komu félögin í Minnesota, og í þriðja sæti voru félögin í Iowa. Meðlimatala samvinnufélaga í Kaliforníu jókst um 13% á síð- asta ári, og á sama tíma jókst sala þeirra um 25%. Á síðasta ári komust þrjú lána fyrirtæki samvinnufélaganna í viðbót í eign bænda, og eru þá aðeins eftir 12 félög af þeim 487 lánastofnunum samvinnufélag- anna, sem í landinu eru, er ekki hafa enn endurgreitt lán frá Bandaríkjastjórn. Skuld þessara 12 félaga nemur nú aðeins 475 þúsund dollurum, og er hún hef- ur verið greidd, munu þau einn- ig komast í eigu bænda. Það var fyrst árið 1933, að hópur manna kom á fót með styrk frá ríkinu lánastofnun fyrir bænd- ur, og var ætlunin, að þessi stofnun lánaði bændum fé til skamms tíma með hæfilegum vöxtum. Þessar lánastofnanir samvinnufélaganna komu fram með raunhæfa áætlun um end- urgrélðslu lánanna, og nú lána þau bændum allt að 2,7 milljón- um dollara á ári. Meðlimatala þessara lá.nastofnana samvinnu- félaganna' er nú orðin 520 þús- und. 1 félagsbækurnar væru og hvar þær væru fáanlegar. Nú hefur stjórn- in gert samning þann við Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, sem að ofan getur, og munu bæk- urnar verð'a þar á boðstólum. Auk þess mun verzlunin annast dreif- ingu þeirra til félagsmanna. Verða þær bornar út í Reykjavík og ná- grenni, en sendar í póstkröfu út á land. — Frá fyrstu tíð hefur fé- lagið haft bókageymslu á dóm- kirkjuloftinu ,en hefur nú verið sagt upp geymslunni, þar sem hún verður tekin til annarra nota. Gerð hefur verið úttekt á öllum bókum, sem þar voru og hefur farið mik ill tími í það og ýmis störf í sam- bandi við hið breytta skipulag, sem getið hefur verið, og af þessum sökum urðu ársbækurnar 1961 síð búnari en skyldi, 135. árg. Skímis er þó kominn út. Skírnir er elzta tímarit á Norðurlöndum og helzta vísindarit í húmanistískum fræð- um hérlendis. Ritstjóri er nú Dr. Halldór Halldórsson. Önnur árs- bókin verður um Baldvin Einars son eftir Nönnu Ólafsdóttur Þess skal getið, að félagið hefur nú fengið aðra bókageyinslu í stað kirkjuloftsins. • TIMINN, miðvikudaginn 21. marz 1962 Þessar óvenjulegu myndir tók Runólfur Elentínusson á sunnudaglnn var niSur við Hafnarhúsið í Reykjavík. Þar hafðí smyrill sleglð nlður dúfu og var að gæða sér á henni, þegar Runólf bar að með myndavélina. — Smyrillinn var svo spakur, að hann hreyfði sig ekki, fyrr en Ijósmyndar- inn var kominn fast að honum, þá ætlaði hann að fljúga burt, en hafðt þá fest klærnar svo fast í dúfuna, að hann gat ekkl losað sig við hana. Um svipað leytj bar þar að ungan mann með þykka og góða vetlinga, og handsamaði hann fuglinn og hétt honum, meðan slðasta myndin var tekln. Síðan var smyrlinum sleppt og þá var hann fljótur að fljúga úr augsýn. — Á efstu myndinni er hann að gæða sér á krásinni, en á mið- myndlnni er athygljn tekin að beinast meira að Runóífi en dúfunni. — \ D

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.