Tíminn - 22.03.1962, Síða 1
Ritstjórnarskrif-
stofur Tímans eru
í Edduhúsinu við
LindargÖfu
Afgreiðsla, auglýs-
ingar og gjaldkeri
Tímans er í
Bankastræti 7
INGÓLFU R JÓNSSON,
landbúnaSar. og raforkumálaráð-
herra, maðurinn, sem sagði í Vísl,
þann 9. marz síðasMiðinn: „Hóla-
skóla verður ekki lokað". — Nú
ríkir þar hálfgert neyðarástand,
Rafmagnslaust síðan á föstudag — starfsfólk segir upp vistinni — ráðherra sagður hafa
óskað eftir lausnarbeiðni Gunnars — Dísilrafstöð fæst ekkigreidd!
DIMMIR OG DAUFLEGIR
DAGAR í HÓLASKÓLA
Þau tíðindi gerðust á Hólum
í Hjaitadal síðast liðinn föstu-
dag, að staðurinn varð raf-
magnslaus. Hefur hann verið
það síðan, en blaðið frétti í
gærkveldi að þá hefði fyrir
skömmu tekizt að koma vara-
rafstöð í gang, sem nægir til
að hita upp húsin, svo ekki eru
skemmdir á þeim yfirvofandi
þótt frysti. Á Hólum eru 25—
30 manns, sá yngsti 5—6 mán-
Hólar í Hjaltadal — kaldur og djmmur staður.
ÞINGNEFND FÆR EKKIAD
SJA REIKNINGA BRIMNESS
Tíminn hafði spurnir af því
í gær, að fjármálaráðherra
Gunnar Thoroddsen myndi
hafa neitað þíngnefnd þeirri,
sem hefur ríkisreikninginn
fyrir 1960 til athugunar, um
aðgang að gögnum og athuga-
semdum ríkisendurskoðanda
(E.B.) við endurskoðun á
skiptum fjármálaráðuneytis-
ins og Axels Kristjánssonar í
Rafha, og bókhald togarans
Brimness. Er hér um algert
einsdæmi að ræða í þingsög-
unni.
Tíminn sneri sér til Karls
.Kristjánssonar alþingismanns,
ifúlltrúa Framsóknarflokkslns í
fjárhagsnefnd efri deildar, en
nefndin hefur haft ríkisreikn-
inginn til athugunar að undan-
förnu. og spurðist fyrir um sann-
leiksgildi þessarar lausafregnar.
Karl Kristjánsson sagði, að þetta
væri alveg1 rétt. Minnihluta fjár
hagsnefndar hefði verið neitað
um aðgang að þessum gögnum,
endurskoðunargjörðum ríkisbók-
ara (E.B.) við fjárreiður og rekst
ur togarans Brimness. Hins veg-
ar kveðst Karl hafa fengið að
sjá fyrri skýrslur um þetta mál,
þ.e. gögn þau, sem yfirskoðunar-
menn byggðu athugasemdir sín-
ar á, en þeir höfðu talið þser
skýrslur með öllu ófullnægjandi
og höfðu krafizt frekari skýr-
inga.
Karl Kristjánsson sagði, að
þetta væri algert einsdæmi í
þingsögunni, kvaðst ekki vita
um neitt dærhi slíks.
Það má teljast furðulegt. að
fjármálaráðherra skuli svo mik-
ið sem láta sér detta í hug, að
Alþingi samþykki ríkisreikning,
sem yfirskoðunarmenn hafa gert
svo róttækar athugasemdir við.
Neita svo að gefa þingnefnd kost
á að kanna málið til botns og
athuga endurskoðunargerðir rík
isbókara á þeim atriðum, sem
yfirskoðunarmenn hafa athuga-
semdir við. Eins og sakir standa
er fráleitt að Alþingi geti sam-
þykkt ríkisreikninginn. og því
ber skylda til að kanna til hlít-
ar og fá fullnægjandi skýringar
við athugasemdum yfirskoðun-
armanna, en yfirskoðunarmenn
eru sérstakir trúnaðarmenn Al-
þingis. ^ , „,
aða gamall, og hefur fólkið
hafzf við í skólahúsinu, sem
hægt er að hita upp frá
kyntri miðstöð. Allt annað á
staðnum byggist á notkun raf-
magns, og hefur t. d. ekki ver-
ið hægt að nota mjaltavélar í
fjósi.
Pólkið hefur orðið að notast
við litla kósangasvél við matseld,
og hefur verið erfitt að matbúa
handa svo mörgum á svo fátæk-
legu tæki. Stöku kennarar hafa
búið svo 'vel að geta eldað mat
handa sér og sínum á prímusum.
Dagsbirtan notuð
Ellefu námssveinar eru enn í
skólanum og hefur rafmagnsleys-
ið valdið truflunum á kennslu. Til
þess að nota birtutímann sem
bezt, hefst kennsla nú tæpum
klukkutíma fyrr en áður, eða
klukkan sjö að morgni. Vólar, sem
notaðar eru við verklega kennslu,
svo sem spiíðar, hafa eðlilega ver
ið óvirkar sökum rafmagnsskorts-
ins, og hefur því sú kennsla verið
i molum. Lestur nemenda utan
kennslu hefur einnig verið erfið-
leikum háður, þar sem þeir hafa
orðið að lesa við kertaljós.
Segja upp vistinni
Þá er svo korriið, að ráðskona
og tveir fjósameistarar staðarins
hafa sagt upp vistinni. Þótti fjósa
meisturunum nóg að kveðið, þegar
þeir þurftu að hirða sextíu og
fjðgurra gripa fjós án mjaltavéla,
og ekki útlit fyrir bót á ástand-
inu í bráðina. Tímanum er ekki
kunnugt um ástæðuna fyrir upp-
sögn ráðskonunnar, en það liggur
í augum uppi, að það þarf ekkert
smáræðis sálarjafnvægi til að ann
ast matseld handa svo mörgum
á lítilli kósangasvél.
Gunnarsendur suður
Gunnar Bjarnason, skólastjóri,
kom hingað til Reykjavíkur í fyrra
dag, sendur af kennurum staðar-
ins til að tala máli fólksins við
landbúnaðarráðuneytið, sem hefur
til þessa daufheyrzt við öllum
beiðnum um fé til lagfæringar á
rafmagninu. Gunnari mun ekki
hafa orðið neitt ágengt enn, og það
eina sem hefur breytzt síðan myrk
ur seig yfir Hólastað á föstudag,
er, að rafvirkja frá Hofsósi tókst
að koma vararafstöðinni af stað
fyrst í gærkveldi, svo húsum þeim
sem hituð voru upp með rafmagni
yrði forðað frá skemmdum ef
frysti. Svo lánlega vildi til að frost
hefur ekkert verið síðan á föstu-
dag. •
Dísilstöð í húsi
Gunnar skólastjóri mun sjálfur
hafa gengið i það í.Áaa§La% fá
díselrafstöð til Hóla, til að nota
hana þar í vetur. Gömul vatnsraf-
stöð er á Hólum og orðin ótrygg,
eins og dæmin sanna. Nú gerist
það í málinu, að landbúnaðarráðu
neytið synjar um greiðslu fyrir
díselmótorinn, svo hann hefur ver-
ið geymdur í húsi þar á staðnum
til þessa dags, ónotaður. Ekki hef-
ur- fengizt neitt loforð fyrir
greiðslu enn, og horfur á að reynt
verði að láta þetta slarka svona'
til vorsins. í stað þess að sinna
beiðni Gunnars um greiðslu fyrir
mótorinn, svo hægt hefði verið að
tryggja staðnum rafmagn, hefur
Tíminn fyrir satt að Ingólfur Jóns
spn, landbúnaðarráðherra, liafi í
næst siðustu ferð Gunnars til
Reykjavíkyr bent honum á, að
hann skyldi segja af sér skóla-
stjórastöðunni, hvað Gunnar mun
hafa gert að orðum ráðherrans
töluðum.
Sendimaður kennara
Það er því ekki hinn fyrri valda
maður staðarins, sem nú gengur
fyrir Hólamálaráðherra, og biður
um varanlegt rafmagn til vors
handa sínu fólki, heldur sendimað-
ur seinþreyttra kennara, sem vilja
ekki una fásinni landbúnaðarráð-
herra í garð skólans. Þessi mæni-
ás skólans, kennaraliðið, hefur
ekki farið að dæmi ráðskónunnar
og fjósameistaranna, og gefizt
upp, heldur þrauka þeir nú í
myrkrinu norður þar, og bíða ár-
angursins af ferð Gunnars, sem
allt eins getur orðið erindisleysa.
Neitað um greiðslu
Tíminn hringdi í Ævar Hjartar
son, kennara á Hólum í gær, og
(Framhald á 3. síðu).
Cunnaf- Ejz-rr-cn, skólastjóri I
— hefur ssgi af sér starfi ■>/
i
i