Tíminn - 22.03.1962, Side 2
Þakkarávarp ásamt örfáum varnar-
orðum til Málfríðar Einarsdóttur
Hversu hlýt ég ekki að vera
fullur iðrunar og sjálfsmeðaumkv
unar. Ætti ég ekki ag biðja op-
inberlega afsökunar á tilveru
minni, þegar um mig hefur vcrið
uppkveðinn sá dómur á prenti af
skáldkonu (?) cinni, að ég sé að
eyðiléggja menninguna?
Eg tel sjálfsagða kurteisi að
þakka, því að mig hefur aldrei
órað fyrir, að ég yrði svo áhrifa-
mikifl maður.
Sunnudaginn 18. þ.m. birtist
heilsíðugrein í Þjóðviljanum und
ir fyrirsögni.nni: „Guð varðveiti
okkur nú fyrir menningunni't og
er tilefni þennar þýðing mín á
söngvum í söngleiknum ,My fair
Lady“. Á höfundur greinarinnar
ekki nógu sterk orð til að lýsa
því, hve þýðingin sé mikill leir-
burður, illa stuðluð og rímuð og
segir, að hver sem hefði farið
með slíkan s'káldskap í gamla
daga „hefði ilmsvifalaust verið
rekinn út, en fyrst spurður, hvort
hann vœri orðinn alveg vitlaus.“
Þetta er þungur dómur, og frú
sú sem hann hefur kveðið upp,
og getur sjálfsagt staðið við
hann, ætti að hafa margt til
brunns að bera. í fyrsta lagi hlýt
ur hún að vera sæmilega hagorð.
f öðru lagi hafa nokkra málakunn
áttu og í þriðja lagi einhverja
þekkingu á tónlist.
Auk þessa má vænta, að grein-
arhöfundur hafi kynnt sér söng-
leikinn gaumgæfilega, borið ís-
lenzku þýðinguna saman við frum
textann, og jafnvcl þýfðingar á
öðrum Norðurlandamiálum. Rétt
látur dómari kynni.r sér jafnan
málin frá sem flestum hliðum.
Aumur sakborningur reynir að
sjálfsögðu að verja sig frammi
fyrir hinum réttláta og stranga
dómara. Ákæruatriði eru mörg,
og verða hér varla öll upp talin.
Fyrsta ákæruatriði:
Höfundur hefur þýtt þennan
texta þannig:
Loksins ákvað ég að láta hana
kynnast allri hetjugetu hans.
Eg brá mér frá og þá bað hann
hana um dans.
Hann með brögðum hugði snar,
sig hljóta að fiska, hver hún var.
Frúnni, sem settist í dómara-
sætið hefur hér örlítið yfirsézt,
sem sagt sleppt tveim línum þarna
á milli, og samkvæmt handriti
Þjóðleikhússins og þýðanda hljóð
ar þetta svo, tekið innan úr miðj
um söng:
Loksins ákvað ég að láta hana
kynnast hetjugetu hans.
■ Eg brá mér frá og þá bað hann
hana um dans.
Ásýnd hans var æst og rjóð
eftir gólfi svitaslóð.
Hann með brögðum hugði snar
sig hljóta’ að fiska hver hún var.
Það er ekki mitt að finna að
því, þótt greinarhöfundur gerist
nú háyfirdómari, og geri lítið úr
því, sem ritdómarar blaðanna
sögðu um þýðingu mína. Telur
hún sig sjálfsagt þess umkomna,
og hafa meiri þekkingu á þessu
efni en þeir allir til samans.
Annað ákæruatriði:
„Söngtextipn, sem .prentaður
var í Sunnudagsblaði Mbl. fyrir
rúmri viku (?) er allmjög frá-
brugðinn því, sem hann er í sér-
prentun, sem leikhúsgestum var
úthlutað." Síðan er látið að því
liggja, að þýðandinn hafi farið
„með textann í smiðju á síðustu
stundu.“
Sakborningur játar: í fyrsta
lagi: Síðan ég hóf þýðinguna á
söngleik þessum, hef ég gert ótal
breytingar og meira að segja brot
ið svo mikið af mér að gera mörg
uppköst að sumum söngvunum,
þótt ekki hafi tekizt betur til.
Svona er mannskepnan ófullkom-
in.
Sakborningur játar: í öðru lagi.
Að hafa brcytt orðum og jafn-
vel heilum setningum, á stöku
stað frá því slitur úr þýðingunni
birtist í Sunnudagsblaði Mbl., og
jafnvel eftir að æfingar voru
hafnar. Hvílíkt afbrot.
Eg vil alls ekki efast um, að
greinarhöfundur sé það betur af
guði gerð en ég, að hún þurfi
aldrei að breyta stafkrók í þeim
þýðingum scm hún hefur gert,
frá fyrsta uppkasti.
Sakborningur ncilar, að hafa
farið með texta í aðra en sína eig
in „smiðju.“
Þriðja ákæruatriði:
Bragarhættinum er ekki haldið.
Sakborningur játar: f fyrsta
lagi. Að hann sé ekki svo vel að
sér í bragfræði, að hann geti gert
sér grein fyrir, undir hvaða brag
arhætti ýmsir söngvanna í „My
fair Lady“ eru ortir á frummál*
inu, en vill til upplýsingar grein-
arhöfundi, sem sé dómaranum,
benda á. að nótur eru mismun-
andi stór merki, sem gefa til
kynna lengd tóna, áherzlur, hraða
o. fl. og afmarka því algjörlega,
að hægt sé að nota annan bragar
hátt á íslenzku en á frummálinu.
Sakborningur játar: í öðru lagi.
Að sér hafi láðst að leita sér
fræðslu um bragarhættina í „My
fair Lady“ t.d. hjá greinarhöf-
undi, sem sýnilega veit lengra
en nef hennar nær, þar sem
hún meira að segja getur upplýst,
að Vala Kristjánsson eigi eftir
að muna þessa texta í þau 60 ár,
„sem hún kann að eiga ólifuð.“
Þrátt fyrir mikía aðdáun á hin-
um frábæra dugnaði og hæfileik-
um Völu Kristjánsson, get ég
alls ekki vænzt þess, að hún
muni syngja þessa texta mína fram
til 82. ára aldurs.
Fjórða ákæruatriði:
„En textinn er ekki aðeins óná-
kvæmur, heldur varla þekkjanleg-
ur. Hér er sýnishorn úr fimmta at-
riði, fyrsta þætti:
Eliza: The rain in Spain stays
mainly in the plain.
Þýð.: Á Spáni hundur lá við lund
á grund.
Higgins: Now once again, where
does it rain?
Þýð.: Og hvar lá hundur þar á
grund?
Eliza: On thc plain! On the
plain!
Þýð.: Lá við lund. Lá við lund.
Til skilningsauka fyrir greinar-
höfund og lesendur blaðsins læt ég
nægja að sýna, að sænski þýðand-
inn, Gösta Rybrant, leysir þennan
vanda á mjög líkan hátt og undir-
ritaður.
Eliza: (Talar hægt en rétt).
En spansk rav klev bland sav och
rev en annan ra.
Higgins: Vad nu?
Eliza: (Syngur), Den spanska rav
en rev en annan rav.
Higgins: Var var det raven gick
och klev?
Eliza: Ibland sav, ibland sav.
Higgins: Och denna spanska ráv
I
Eliza: Han rev en ráv.
Sakborningur játar: Hér er
ekki um þýðingu að ræða, heldur
er textinn umsaminn, til þess að
hann geti gegnt sínu hlutverki í
söngleiknum. Hér er um orðaleik
eða rímleik að ræða, sem verður
að fela í sér möguleika á hvaða
máli sem er, til kennslu á röng-
um framburði í réttan.
Eg tel mig engan sérfræðing í
að þýða söngleiki. Það er eins með
þá sem anr.að, andlegt og verklegt,
að það er alltaf hægt að laga og
bæta. Góð ráð vil ég gjarna þiggja,
þótt ekki 'Sé í „smiðju" farið. Sér-
staklega væri ég greinarhöfundi
þakklátur, ef hún lumaði á/ein-
hverri „nákvæmari“ þýðingu á
„The rain in Spain, stays mainly in
the plain“. Pósthólf mitt er 196.
Síminn er í símaskránni.
Greinarhöfundur segir: „Látum
þetta nú vera. Þetta má kallast
skáldaleyfi, Það er lakara, sem ég
tilfæri hér næst.
GUTTORMUR SIGURBJÚRNSSON, skattstjóri
Er rétt að leggja yfir-
skattanefndirnar niður?
Fyrir Alþingi því, sern nú sit-
ur lig.gur frumvarp til laga um
tekjuskatt og eignarskatt.
Veigamesta breytingin sem
þetta frumvarp gerir ráð fyrir
frá gildandi skattalögum, er á
skipulagi skattkerfisins.
Þannig er ætlunin að skipta
öllu landinu í átta skattumdæmi
með einum skattstjóra í hverju
og leggja jafnframt niður allar
undirskattanefndir. Um rétt-
mæti þessa má vitanlega deila,
og þá sérstaklega um það atriði
hvort rétt sé að láta þessi skatt-
umdæmi miðast við kjördæmin,
eins og frumvarpið gerir ráð
fyrir — og einnig um það hvort
þau eigi að vera fleiri eða færri.
Hins vegar blandast mér ekki
hugur um að hér er um að ræða
þróun, sem hófst fyrir allmörg-
um árum eða um 1952 þegar
landinu var skipt í eftirlitsum-
dæmi, sem hverjum starfandi
skattstjóra var falin umsjón
með, en þau umdæmi fylgja
nokkurn veginn þeim skattum-
dæmum, sem nú er lagt til að
upp verði tekin.
Eins og áður segir, þá er lagt
til í frumvarpinu að allar undir-
skattanefndir verði lagðar niður
og störf þeirra að mestu falin
skattstjórum. En frumvarpið
gerir einnig ráð fyrir að yfir-
skattanefndirnar verði lagðar
niður og þar á ekkert að koma
í staðinn, nema hvað skattstjór-
um eru falin sum af störfum
þeirra, önnur falla algjörlega
niður. Það niá eflaust deila um
gagnsemi af störfum hinna ein-
stöku yfirskattanefnda — en
hvað ég þekkl til þá er hún ótví-
ræð — og gæti ég fært nánari
rök að því.
Áttundi kafli frumvarpsins
hefst á 58. gr. svohljóðandi:
„Heimilt er skattstjóra að taka
til greina umsókn skattþegns
um, lækkun tekjuskatts, þegar
svö stendur á sem hér segir:
1. Ef veikindi, slys eða manns-
lát hefur skert gjaldþol skatt-
þegns verulega.
2. Ef skattþegn hefur veruleg út-
gjöld haft vegna menntunar
barna sinna, eldri en 16 ára.
2. Ef á framfæri skattþegns eru
börn, sem haldin eru lang-
vinnum sjúkdómum eða eru
fötluð eða vangefin og valda
framfærendum útgjöldpm
umfram venjulegan fram-
færslukostnað. Nú fellst skatt
stjóri á umsókn framfær-
anda, og skal hann þá eiga
rétt á tvöföldum barnafrá-
drætti vegna barna þessara,
sbr. 16. gr.
4.*Ef skattþegn hefur foreldra
eða vandamenn sannanlega á
framfæri sínu, má veita sama
frádrátt og fyrir börn.
Áður en beitt er heimildum
þessarar greinar, skal skattstjóri
athuga sérstaklega, hvort um ó-
venjumikla eyðslu sé að ræða
hjá umsækjanda. Skattstjóri
getur af eigin hvötum veitt lækk
un sþmkvæmt þessari grein.
Ríkisskattstjóri skal fylgjast sér-
staklega með lækkunum sam-
kvæmt þessari grein og sjá til
þess, að samræmis sé gætt.“
Ég tek þessa grein frumvarps-
ins sem dæmi vegna þess að í
henni eru flest ákvæði gildandi
skattalaga, sem heyra undir úr-
skurð yfirskattanefnda.
Nú hef ég ekki ástæðu til að
ætla annað en að skattstjórar
felli sína úrskurði samvizkusam-
lega og eftir beztu vitund, þó er
þeim með þessu ákvæði falinn
meiri trúnaður en þekkist ann-
ég hygg, þótt víðar væri leitað.
ars staðar á Norðurlöndum og,
Hliðstæðu mun vera að finna
í bandarískri skattalöggjöf, en
þess ber vel að gæta að þar er,
meðal milljónanna, kunnings-
skapurinn minni og refsiákvæð-
in við að gefa skattyfirvöldum
rangar upplýsingar, mjög ströng.
Það vill nú svo til, að í öllum
hinum ráðgerðu skattumdæm-
um eru þrír sýslumenn og bæjar-
fógetar, að einu undanteknu —
Vesturlandsumdæmi — en þar
eru fjórir (Vestmannaeyjar
munu eiga að verða sjálfstætt
skattumdænri) samkv. gildandi
skattalögum, þá eru bæjarfóget-
ar og sýslumenn formann yfir-
skattanefndanna og flestir
þeirra hafa unnið þessi störf ár-
um saman.
Eins og sést við lestur kvæða
53. gr. frumvarpsins sést, að ekki
verður alltaf úrskurðað eftir
köldum lagabókstafnum einum
saman, þar þarf líka að koma
til nokkur staðarleg þekking á
högum skattborgaranna. Þessi
þekking hlýtur að verða mun
minni hjá skattstjórum og und-
ir- og yfirskattanefndiim áður.
Þetta bil álít ég að mætti brúa
með því að halda ákvæðinu um
yfirskattanefndir, sem yrðu jafn
margar og skattumdæmin og
skipaðar sýslumönnum og bæj-
arfógetum umdæmanna, sem
eins og áður segir, hafa reynslu
og þekkingu á þessum störfum.
ú ’ "n'ustig í stað tveggja
hljótr :.dta að vera skattborgur-
unum nokkurs virði.
Laun þessara skattanefnda
geta varla orðið það’ há. að um
verulegt kostnaðaratriði verði að
ræða.
Á þetta vildi ég benda með
þessum fáu orðum, en í stuttri
blaðagrein er ekki hægt að
beita öllum þeim rökum, sem
liggja til þess að ég tel. mikið
óráð að fella niður ákvæðið um
yfirskattanefndir — hér er því
aðeins vakin athygli á þessu atr-
iði til umhugsunar þeim, sem
um mál þessi fjalla.
TÍ MI
Higgins: Look at her, a prisner
of the gutters.
Condemned by evry sylable she
utters.
By right she taken out and hung
for the cold-blooded murder of
the English tongue“.
Síðan er birt svohljóðandi þýð-
ing á þessari vísu, sem á að vera
eftir mig:
Því málfarið má spegilmynd af
manngerðinni kalla
og maðurinn dæmist eftit því,
hvort tal er laust við galla.
Hin r'étta enska óttast ég, að lær-
ist seint
og einnig, að Bretar tali hreint
og beint.
(tal) Svo talsmátinn sé ekki1 ei-
lifðarplága heyrn og sál.
Sakborningur játar: Það er satt.
Þetta er nú laþara. En sér til varn-
ar vill hann gela þess, að hér er
um tvær vísur að ræða, ólíkar að
anda, efni og „bragarhætti“.
í handriti þýðanda og í hinum
fjölrituðu eintökum leikhússins,
hljóðar þýðingin á þessa leið:
Higgins:
Sjáið þessa. Gatan hennar hæli.
Hlustið á. Slíkt mæli líkist væli.
Að réttu lagi hengja hana ber.
Hún hreinræktaður tungumorð-
ingi’ er.
Og nú spyr sakborningur:
Hvernig er hægt að skýra það,
að hinum umvöndunarsama grein-
arhöfundi og stranga dómara, skuli
hafa yfirsézt þama? Að vísu er áð-
ur búið að fullyrða, að textinn sé
„ekki 'aðeins ónákvæmur, heldur
varla þekkjanlegur". Og þótt ég
sé ekki góður þýðandi, vænti ég
þess, að enginn haldi mig svo af--
leitan, að hvorki meiningin, né eitt
einasta orð, sé líkt frumtextanum.
Þetta er engin krossgáta. Skýr-
ingin er afar einföld, en mjög ó-
heppileg fyrir ákæranda minn,
greinarhöfund, en gæti orðið til
þess, að þýðandinn yrði ekki dæmd
ur í lífstíðarútlegð frá „menning-
unni“.
Enski textinn er 1. erindi í söng
prófessors Higgins í 1. þætti, en ís-
lenzki textinn, sem greinarhöfund-
ur birtir sem þýðingu vísunnar,
kemur ekki fyrr en í miðjum söngn
um. Þar á milli hefur verið talað
og sungið. Aftur á móti er textinn
„Því málíarið má spegilmynd af
manngerðinni kalla o. s. frv.“ það
fyrsta úr þessum söng, sem prent-
að er í prógrammi Þjóðleikhússins.
Þar eru sumir söngvarnir prentað-
ir í heilu lagi, en aðcins kaflar úr
öðrum.
Þetta hlýtur að vekja leiðinlegan
grun um það, að höfundur greinar-
innar í Þjóðviljanum, hafi ekki,
um leið og hún tók dómvaldið sér
í hendur, kynnt sér nægilega vel
öll málsskjöl, eins og þó mætfi
æría af hinum stranga tón í ákæru-
skjali hennar, „Guð varðveiti o. s.
frv.“.
Þótt greinarhöfundi hafi skrikað
fótur á ritvellinum, skulum við,
sem grein hennar höfum lesið, enn
standa í þeirri trú, að hún geti
ekki aðeins rifið niður þýðingu
söngleikja, heldur einnig fram-
kvæmt 'uppbyggingarstarf á því
sviði.
Undirritaður hefur þýtt nokkra
söngleiki og óperur fyrir Þjóðleik-
húsið o. fl. undanfarin ár. Fyrir
tveim árum var ég ákveðinn í að
hætta þessu, en illa gekk að fá
nokkurn til að taka að sér þctta
erfiða og sýnilega vanþakkláta
starf. Þá lét ég tilleiðast að þýða
tvo sönglciki, siðast „My Fair
Lady“. En nú sé ég, að hægt er
að létta af mér þungum krossi.
Eg er greinar'höfundi innilega
þakklátur fyrir að fela ekki leng-
ur ljós sitt undir mælikeri, hvað
þekkingu varðar um söngleiki,
bragarhætti, rím, nákvæma þýð-
ingu o. fl. Hef ég því hringt til
Þjóðleikhússtjóra og bent honum
á frú Málfríði Einarsdóttur til að
þýða næsta söngleik, sem Þjóðleik
húsið sýnir, í þeirri einlægu von,
að henni megi takast betur en mér.
Egill Bjarnason.
N, fimmtudaginn 22. marz 1962
/