Tíminn - 22.03.1962, Blaðsíða 6
MNGFRÉTTIR
Leitað samvinnu
við Kanada og USA
um rannsóknir á landafundum íslendinga í Yesturheimi
Þórarinn Þórarinsson mælti í
gær fyrir þingsályktunartillögu,
er hann flytur ásamt þeim Sig-
urvin Einarssyni, Ágúst Þorvalds
syni og Gísla Guðmundssyni um
landafundi íslendinga í Vestur-
heimi. Tillagan kveður á uiþ að
ríkisstjórnin leiti samvinnu við
ríkisstjórnir Kanada og Banda-
ríkjanna um rannsóknir varð-
andi landafundi íslendinga í
Vesturheimi á 10. og 11. öld.
Þórarinn sagði, að í Græn-
landssögu, þeirri heimild. sem
talin væri merkust um landa-
fundi íslenzkra manna í Vestur-
heimi, segði eins og kunnugt
væri, að Bjarni Herjólfsson hefði
fyrstur norrænna manna séð
meginland Norður-Ameríku. Leif
ur Eiríksson hefði farið í slóð
hans og fengið hjá honum upp-
lýsingar. Leifur hefði svo fundið
Helluland, Markland og Vínland
um 1000. Þorfinnur karlsefni
gerði tilraun til íandnáms þar
vestra en varð frá að hverfa.
Að undanförnu hefur verið
allmikið rætt erlendis og hér-
lendis um landafundi íslendinga
í Vesturheimi á öldum fyrr.
Menn eru ekki á eitt sáttir, þótt
einróma álit fræðimanna sé að
íslendingar hafi komizt norður
fyrir 50. breiddarbaug. Nú eru ís-
lendingar orðin siglingaþjóð að
nýju, en hér er um einn glæsi-
legasta þáttinn í siglingasögu
þjóðarinnar að ræða, og er eðli-
legt að íslendingar láti sig þetta
mál miklu varða og láti ekki út-
lendinga eina um rannsóknir á
þessu sviði. Mikill áhugl ríkir
fyrir málinu hérlendis og t.d.
hefur Farmanna- og fiskimanna
samband Islands kosið sérstaka
nefnd til að vinna að málinu.
Norðmaðurinn Helge Ingstað
var hér á ferð fyrir skömmu, en
hann hefur unnið að fomleifa-
68 millj. í rík-
isábyrgðir 1961
Gunnar Thoroddsen svaraði í
gær fyrirspurn frá Þórami Þór-
arinssyni um greiðslur ríkissjóðs
vegna ríkisábyrgða á árinu 1961.
Fyrirspum Þórarins var svo-
hljóðandi: Vegna hvaða fyrir-
tækja eða stofnana varð ríkis-
Þíngstörf í gær
Fundur var í sameinuðu
Alþingi í gær. Fjármálaráð-
herra og viðskiptamálaráð-
herra svöruðu fyrirspurnum
frá Þórarni Þórarinssyni um
gjald af gj aldeyrisleyfum og
greiðslur vegna ríkisábyrgða
á siðasta ári. Getið er um
þessar fyrirspurnir hér á síð-
unni. Bjartmar/ Guðmunds-
son hafði framsögu fyrir til-
lögu er hann flytur ásamt
nokkrum öðrum þingmönn-
um um verndun ísl. arnarins.
Auk þess tók til máls við það
dagskrármál Friðjón Þórðar-
son. Benedikt Gröndal hafði
framsögu fyrir þingsályktun-
artillögu um löggjöf um út-
flutningssamtök og urðu
nokkur /orðaskipti milli hans
og Skúla Guðmundssonar um
málið. Alfreð Gíslason, bæj-
arstjóri hafði framsögu fyrir
þingsályktunartillögu um
aukið geymsluþol síldar. Þór-
arinn Þórarinsson mælti fyr-
ir tillögu um að leitað verði
samvinnu við stjóm Banda-
ríkjanna og Kanada um rann
sóknir á landafundum Islend-
inga í Vesturheimi á 10. og
11. öld og menntamálaráð-
herra ræddi málið einnig.
sjóður að greiða áfallnar ábyrgð-
ir á árinu 1961, og hve mikil
varð greiðslan vegna hvers ein-
staks þeirra á því ári? Hve mik-
ið hefur verið greitt fyrir hvert
þeirra samtals áður?
Gunnar Thoroddsen sagði það
of langa upptalningu að fara að
geta um hvem einstakan aðila,
sem greidd hefði verið ríkis-
ábyrgð fyrir, en taldi að þing-
menn myndu geta fengið upplýs-
ingar um það hjá ríkisbókhald-
inu. Gaf hann lieildaryfirlit um
greiðslurnar og taldi þær hefðu
numið um 68 milljónum á árinu
1961. Greiðslurnar voru sem hér
segir: Til hafnargerða 8.9 millj.
áður fallnar greiðslum fyrir árs-
lok 1960, 27.1 eða samtals 36
millj. Vegna frystihúsa 14 millj.
áður 10.8 eða samtals 24.9 millj.
Vegna síldarverksmiðja 1.6 millj.
áður greitt 28.9 eða samtals 30.6
millj. Vegna togaraútgerðarfé-
laga 15.4 millj., áður 34.1, sam-
tals 49.5 milljónir,. Vegna 10 tog
ara 10.4 millj., áður 33.6 eða sam
tals 43.9 milljónir. Vegna aust-
ur-þýzkra skipa 17.9 milljónir,
áður 2.8 eða samtals 15.7 milljón
ir. Vegna ræktunarsjóðs 2.8 miilj
ónir í heild. Vegna samgangna á
sjó 0.1 milljón, áður 6.1, samtals
6.2 millj. Vegna samgangna í
lofti 0.2, áður 5 5 millj., samtals
5.7 milljónir. Vegna Marshali-
lána 1.9 milljónir, áður 5.2 eða
samtals 7.1 miljón.'
Á árinu 1961 voru því greidd-
ar 68 milljónir. en í heild nema
rikisábyrgðagreiðslurnar samtals
um 223 milljónum.
Þórarinn Þórarinsson sagði, að
þessi hækkun á ríkisábyrgða-
greiðslunum stafaði af efnahags
aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
rannsóknum á Nýfundnalandi.
Nú mun í ráði að ísl. fræðimenn
sláist í för með leiðangri hans
á þær slóðir á sumri komanda.
Helge Ingstað bindur rannsókn-
ir sínar við einn stað, og eru
þær því mjög takmarkaðar.
Nauðsynlegt væri hins vegar að
taka málið upp á breiðum grund
velli og eðlilegt og æskilegt að
leita samvinnu við stjórnvöld
þeirra landa, sem hér eiga hlut
að máli, þ.e. Bandaríkjanna og
Kanada.
Gylfi Þ. Gíslason sagði, að
þegar Helge Ingstað var hér fyr
ir nokkrum vikum, hefði verið
afráðið að þrír ísl. fræðimenn
slægjust í för með honum og
ríkissjóður bæri kostnaðinn.
Sagðist ráðherlrann ekki telja
timabært að samþykkja þessa
tillögu. Ráðlegra væri að bíða
og sjá hverju fram yndi hjá
Ingstað áður en frekar væri að-
hafzt.
Þórarinn Þórarinsson sagði, að
það væri án efa rétt ráðið að
taka þátt í leiðangri Helge Ing-
stað, en það þarf ekki að koma
í veg fyrir samþykkt þessarar
tillögu. Rannsóknir Ingstað eru
mjög, takmarkaðar og geta t.d.
ekkert skorið úr um það. hvort
islenzkir landafundamenn hefðu
komið til austurríkja Bandaríkj-
anna. Engin ástæða er því að
bíða eftir niðurstöðum Ingstað,
því að nauðsynlegt er að hefja
rannsóknir og athuganir á breið-
um grundvelli, ef nUuðsynlegur
árangur á að nást, og því eðli-
legt og sjálfsagt að leita eftir
samvinnu við Kanada og Bánda-
ríkin, enda ekki að efa, að slíkri
málaleitan verður tekið vel af
stjórnvöldum þessara landa.
Á Þ
Viðskiptamálaráðherra svaraði í gær fyrirspurn frá Þórarni
Þórarinssyni um innheimtu gjalds af gjaldeyris- og innflutnings-
leyfum, hve bankarnir hafi haft miklar tekjur og hvemig þeim
hefði verið varið. Þórarinn sagði, að í lögunum frá 1960 væri
kveðið á um að þetta gjald mætti vera allt að 1%, en hann og
fleiri hefðu talið það of hátt, en ekki verið þá á það fallizt.
Gylfi Þ. Gíslason upplýsti, að aðeins hefði verið innheimt 14%
gjald, þótt heimild væri fyrir 1%. Tekjur af gjaldinu hefðu
numið 4,2 milljónum. 2 milljónir af því rann í ríkissjóð til að
standa straum af verðlagseftirliti, en rekstur gjaldeyrisdeildar
bankanna kostaði 2,1 milljón. Kostnaður við rekstur innflutn-
ingsskrifstofunnar kostaði 1959 4,3 milljónir og taldi ráðherr-
ann að sparazt Iiefðu rúmar tvær milljónir við að leggja skrif-
stofuna niður, jafnframt sem það hefði orðið neytendum í hag.
— Þórarinn sagði, að þessi samanburður væri ekki einhlítur
þar sem innflutningsskrifstofan hefði haft með höndum gagna-
söfnun og skýrslugerð um innflutningsmál, sem gjaldeyris-
deild bankanna hefði hins vegar ekki. Mergurinn málsins væri
hins vegar sá, að þeir, sem sögðu, að 1% væri allt of hátt gjald,
hefðu haft rétt fyrir sér, það væri helmingi lægra og bæri að
fagna því að svo væri.
Mótmælum rignir yfir Alþingi frá togarasjómönnum vegna
kröfu togaraeigenda um að vökulögin verði afnumin.
I greinargerð með frv. Daníels Ágústínussonar um breyting á
lögum um söluskatt segir m.a., að skv. 7. gr. laganna sé útfarar-
þjónusta undanþegin söluskatti, en hins vegar segja leiðbeining-
ar ráðherra til innheimtumanna, að „sala á líkkistum og lík-
klæðum sé söluskattsskyld“. Er þá spurningin: Hvað er undan-
þegið söluskatti við hinztu ferð skattþegnanna úr þessum heimi?
Einhvern tíma hefði þessi skattheimta þótt ganga nokkuð langt.
En það virðist ekki ofsögum sagt af skattaæði núverandi ríkis-
stjórnar. Af þessu dæmi má þó sjá, að fjármálaráðherra hefur
nokkra ástæðu til að leggja áherzlu á, að söluskattsfarganið
verði kallað „slðasta-stigs-söluskattur"!
Stjórnarliðið neitar algerlega um að framlengja umsóknarfrest
fyrir bændur um breyting á lausaskuldum í löng lán. Bera þeir
stjórnarliðar því við í fyrsta lagi, að enginn vafi sé á því, að
allir þeir, sem þörf hafa haft fyrir þessa aðstoð, hafi sótt um,
þóR ekki væri víst hvort þeir hefðu nokkuð upp úr því. f öðru
lagi segja þeir, að ef umsóknarfresturinn yrði framlengdur nú,
mypdi það tefja málið og draga það á langinn, því að þá yrði
að taka upp samninga við bankana að nýju og semja um nýja
upphæð. Ekki er nú lógikkin orðin mikil lijá þeim blessuð’um.
Fyrst segja þeir, að það geti ekki verið annað en allir hafi sótt
sem þörf hafa fyrir og síðan í næstu andrá, pð ef leyft verði
að sækja aftur, þá muni berast innsóknir um slíkar fúlgur, að
taka verðl upp samninga við alla bankana að nýju og slíkir
samningar muni jafnvel geta tekið marga mánuði. Ekki eru
þeir nú alveg vissir um, að allir hafi sótt sem þörf hafa fyrir
— eða hvað eru mennimir að fara?
Skattheimta
um skör fram
Daníel Ágústínusson mælti
í fyrrad fyrir frumv. um breyt-
ing á Iögum um söluskatt. —
Frumvarp þetta flutti hann
einnig á síðasta þingi og var þá
greinargerð þess birt í heild
hér í blaðinu. Frumvarpið fjall
a' um að undanþiggja sölu-
skatti: Vinnu með skurðgröf-
um, jarðvinnsluvélum og hvers
konar vegagerðarvélum, vinnu-
við viðgerðir á landbúnaðarvél
um og vegagerðarvélum, rekst-
ur þvottahúsa, sjúkrahúsa, bæj
ar- og sveitarfélaga og sam-
vinnuþvottahúsa og samkomur
ungmennafélaga, íþróttafélaga,
kvenfélaga, skátafélaga, bind-
indisfélaga og annarra menn-
ingarfélaga. Enn fremur allar
samkomur annarra aðila, scm
haldnar eru til ágóða fyrir líkn-
ar- og menningarstarfsemi.
Furðulegt má teljast, að starf
semi búnaðarfélaga og ræktun
arsambanda skuli vera sölu-
skattskyld. Ræktunarframkv.
búnaðarsambandanna eru sam-
vinnustarf margra bænda og
gerðar á kostnaðarverði. Með
jarðræktarstyrkjum greiðir svo
ríkissjóður hluta af kostnaðin-
um. Það er þvi óhugsandi, að
ræktunarframkvæmdir bænda
geti nokkura tlma orðið tekju-
stofn fyrir ríkið, eins og ætlazt
er til með lögunum um sölu-
skatt. Sama er að’ segja um
söluskatt á vegagerðarvélar.
Hann er ekkert annað en skerð-
ing á fjárveitingum til vega-
mála. Viðgerð á skipum og flug
vélum er undanþegin sölu-
skatti. Með öllu er óeðlilegt að
hið sama gildi ekki um land-
búnað'arvélar, því að annars er
atvinnuvegum mismunað.
Rekstur sjúkrahúsa er nú
undanþeginn söluskatti, en hins
vegar eru þvottahús sjúkra-
húsa, bæjar- og sveitarfélaga
og annarra opinberra aðila sölu
skattsskyld. Þvottur er svo
mikilsverður þáttur í rekstri
sjúkrahúsa, að þrð mætti eins
leggja skatt á matinn í sjúkra
húsunum, skurðaðgerðir, mynda
tökur og fl. Sama gildir um
þvottahús annarra heilbrigðis-
stofnanna og elliheimila. Þetta
er því fráleitara, þegar þess er
gætt að flest eða öll sjúkrahús
Iandsins eru rekin með halla
og njóta þar að auki daggjalda
frá ríkissjóði. — Víðar er pott
ur brotinn i lögunum. Útfarar
þjónusta er t.d. undanþegin
söluskatti, en hins vegar ekki
sala á Iíkkistum og likklæðum.
— Þá má segja, að einnig taki
út yfir, að þegar fólk kemur
saman til gleðskapar og skiptir
sameiginlegum kostnaði niður
á þátttakendur, þá skuli samt
vera skylt að greiða söluskatt
af mannfagnaðinum.
TÍMINN, fimmtudaginn 22. marz 1962