Tíminn - 22.03.1962, Qupperneq 12

Tíminn - 22.03.1962, Qupperneq 12
Miíljónatjón í frystihúsbruría í Kópavogi í gærmorgun kom upp eldur í frystihúsinu vi<S Fífuhvammsveg í Kópa- vogi, og eyíSiIag<Sist lang- mestur hluti hússins og vélakosts, sem í því var. NokkucS af frystum fiski, sem geymt var í húsinu, skemmdist ekki og var hann fluttur í frystihús í Hafnarfirði. Eldsins varð vart rétt fyrir Ormabæli á Eyrar- bakka Á fundi Búnaðarþingsmanna og blaðamanna með starfsmönn- um landbúnaðardeilda atvinnu- deildarinnar í fyrrakvöld, skýrði Ingólfur Davíðsson, grasafræð- ingur, frá því, að verstu jurta- sjúkdómarnir, sem íslendingar ættu í höggi við,.væru kartöflu- sjúkdómarnir, hnúðormasýki, stöngulsýki og kartöflumygla. Þó að markvisst sé unnið að því, að sýktir garðar verði lagðir niður og nokkuð hafi þannig áunnizt í baráttunni gegn sjúkdómun- um, eru þessi dæmi; að nýsýktir garðar hafa fundizt, m.a. í sum- ar, sem leið. Ingólfur ferðaðist um landið og rannsakaði mat- jurtagarða sl. sumar. Á Eyrar- bakka er mesta og hættulegasta hnúðormasvæði ‘ landsins, og virðast ékki önnur ráð tiltæki- leg til að eyða þar hnúðormin- um en leggja garðana rfiður og svelta ormana. klukkan sjö, og hafðist ekki að ráða niðurlögum hans fyrr en milli klukkan 9 og 9,30. Var þá þakið fallið, vélar að mestu ónýtar og mestur hluti hússins. Er verðmæta tjón talið í milljónum. Þetta er í annað sinn í vetur, sem eldur kemur upp á þessum stað. í nóvember s.l. kviknaði í þurrkhúsi þar, og brann það mjög mikið ásamt því, sem í því var. Myndu langflest brenna! Fyrir réttum 10 árum fór Bárð ur Daníelsson, verkfræðingur, á vegum Brunabótafélags íslands milli flestra eða allra fiskvinnslu- stöðva og frystihúsa við Faxaflóa og kynnti sér ástand þeirra með tilliti til eldhættu og brunavarna. Að þeirri ferð lokinni lét hann svo um mælt, að ef ekki yrði veru- lega og varanlega um bætt, myndu langflest þessi hús brenna á næstu 15—20 árum. VantaSi eldvarnarveggi Blaðið hafði í gær tal af Bárði og spurði hann, hvort þetta væri rétt, og kvað hann svo vera. Sagði hann, að allflest húsin hefðu átt það sameiginlegt, að í þeim væru ekki eldvarnarveggir eða eldvarn arhöft, til þess að koma í veg fyrir að eldur færi eins og í sinu um alla bygginguna, þótt hann kæmi upp. Erlendis, sagði Bárð- ur, er það í lögum að ekki megi Vera nemá ákveðið flatarmál milli eldvarnar-hafta í slíkum bygging- um. Gott hjá HB og Co. Þá sagði hann, að raflagnakerf ið hefði víðast hvar verið langt fyrir neðan allar hellur, og frá- gangur við kyndingatæki og önn- ur veigamikil tæki langt fyrir neð an það, sem bruna-málalöggjöfin segir fyrir um. Hann benti frysti- húsaeigendum á það, sem aflaga fór, og -hafði umboð til þess að bjóða þeim lægri iðgjöld, ef því yrði kippt í lag, sem hann bað um. Flestir tóku vel í það, en færri framkvæmdu, nema Harald- ur Böðvarsson og Co á Akranesi, og sagði Bárður, að umgengni og frágangur á húsum HB og Co (Framhald á 5. síðu). Bruninn í Kópavogi í gaermorgun. 1 verðlaun Geysileg aðsókn liefur verið að Málaraglugganum, þar sem tíma- ritið Samvinnan kynnir verðlauna- samkeppnina: Hvað heita þessar -konur. Vei'ðlaunasamkeppni þessi felst í því að þekkja 7 þjóðkunnar konur og segja.fyrir hvað þær eru þekktar. Mjög nýstárlegum verð- launum er heitið, eða 50 brúðum á ýmsum tegundum íslenzkra þjóð- Ös vlS Málaragluggann I gær. búninga. Annað nýmæli í sambandi við verðlaun þessi er að Samvinn- an tekur að sér að senda brúðurn- ar í nafni vinnanda til hvers sem hann óskar. Þannig geta t.d. for- eldrar látið senda börnum sínum verðlaunin, sem þannig mundu koma að óvöJum í sumargjöf. Get- raunaseðill til útfyllingar er - í fréttabréfinu sem er fylgirit Sam- vinnunnar. I Málaraglugganum er líka smá sýnishorn af hinu fjölbreytta efni sem Samvinnan hefur flutt lesend um sínum það sem af er þessu ári. í marzhefti Samvinnunnar kenn- ir margra giasa og má þar nefna greinina, Að leysa verkföll er þjónusta við „erindreka heims- kommúnismans“, eftir ritstjórann Guðmund Sveinsson. Þurfa um- bótamenn að svelta, nefnist grein sem Páll H. Jónsson skrifar, kvæð- ið Benedikt á Auðnum, eftir Einar H. Guðjónsson. Þá var Sölvhóll ... Örlygur Hálfdánarson ræðir við Harry Frederiksen. Annar hluti greinarinnar - Fyrir minni kvenna, eftir Guðmund Sveinsson! I Sam- vinnunni birtast að jafnaði mjög vandaðir og fræðar.di Húsmæðra- þættir, og í þetta sinn er sagt frá og kennd ný tegund handavinnii er nefnist Rya-saumur. Jóhann Hjálm- arsson ritar um mexikanska skáld- ið Octavio Paz, og einnig er þar kvæði eftir hann í þýðingu þeirra Ara Jósefssonar og Jóhanns Hjálm- arssonar. Til samanburðar á hinum nýrri skáldskap og hinu hefð- bundna formi skáldskapar birtist Ríma eftir Sveinbjörn Beinteins- son. Hendrik Ottósson skrifar á sérkennilegan og skemmtilegan hátt um smá atvik í Reykjavík og er það þriðji þáttur. í tómstundum heitir fastur þáttur í blaðinu, og í tveim síðustu blöðum hefur Tor- ben Frederiksen skrifað um smá- fiskarækt, skýrt frá helztu atrið- um í sambandi við eldi fiskanna, gróður í fiskabúrunum og lýst al- gengustu fiskategundunum. Síðast en ekki sízt skal minnast á lit- mýndir, sem fylgja grein Torbens og gefa glöggt til kynna stærð, lög- un og íit fiskanna. Torben starf- rækir á vegum blaðsins sérstakan bréfaskóla, þar sem hann veitir bréfriturunum hvers konar um- beðnar upplýsingar um smáfiska- ræktun. í blaðinu er að jafnaði framhaldssagan og verðlaunakross- gáta. Forsíðumyndin er í fjórum lit- um, tekin aí Örlygi Hálfdánarsyni. Forsíðan þetta árið er tileinkuð 60 ára afmæli Sambandsins og 80 ára afmæli Kf. Þingcyinga. ÞEIR SEM FENGIÐ HAFA MIÐA í HAPPDRÆTTI F.U.F. FRU BEÐNIR AÐ GERA SKIL SEM FYRST í TJARNARGÖTU 26

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.