Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 6
CENGISLÆKKUNIN VAR VITLEYSA Við 2. umræðu í neðri deild í gær um frv. til staðfesting- ar á bráðabirgðalögum um ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi, flutti Björn Pálsson ræðu og er hér á eft- ir stuttur útdráttur úr ræðu hans: Bjöm Pálsson sagði, að eng in ríkisstjórn gæti ráðið við tíðarfar og aflabrögð, en árið 1961 hefði verið mjög gott, hvað tíðarfar og afla snerti. — Heildarverðmæti útflutningsaf urða hefði aukizt verulega frá árinu áð'ur, vegna hins aukna afla og útflutningsibirgðir á 2. hundrað milljónir söfnuðust fyrir. f hinai auknu fram- leiðslu verur hin mikla síld- veiði 8.1. sumar mest. — Menn~ skyldu ætla, að þegar árferði er svona gott, væri ekki ástæða til að fella gengi krónunnar. Svo er þó ekki og sýnir það, að eitthvað sé bogið' við stjórn efnahagsmála. Hér á landi hafa menn eilíflega fundið það sem eina úrræðið að fella gengið, en þegar búið er að taka vísitöluskrúfuna úr sam- bandi ætti að vera auðvelt að halda stöðugu gengi, einkum í góðu árferði. Margar þjóðir Vestur-Evrópu eins og t.d. Þjóðverjar og Frakkar hafa lagt á það höfuðáherzlu, að halda stöðugu gengi og vax- andi en ekki minnkandi verð- gildi gjaldmiðilsins. f greinargerð þeirri, sem rík isstjómin lét fylgja gengis- lækkuninni í sumar taldi hún, að kauphækkanirnar í heild myndu nema 800—900 millj. króna. Þar var nokkuð rúmt reiknað, enda kom í ljós, að 300 miHjónir af þessu voru vegna fólksfjölgunarinnar í landinu og vegna þess að fólk flyttist milli launaflokka. Flutn ingar milli launaflokka eiga sér auðvitað stöðugt og í sí- fellu stað og fráleitt er að fella gengið i hlutfalli við fólksfjölg unina í landinu. — Að 12% kauphækkun valdi 300 millj. króna aukinni eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri er einnig fráleit firra, enda hefur sú rök semd ríkisstjórnarinnar ekki verið rökstudd hið minnsta. — Gera má ráð fyrir að heildar- tekjur Iaunþega í landinu séu um 3350 milljónir. 12% af því eru um 400 milljónir. Að mjög miklu leyti yrð'i eingöngu um tilfærslu miUi stétta að ræða og því aðeins hluti af þessum 400 milljónum kæmi fram sem eftirspurn eftir erlendum gjald eyri. — En hver getur fullyrt um það, að launþegar myndu kaupa meira a f erlendum vör um, en þeir, sem hafa fengið þetta fé í hendur, því að það var tekið af launþegum og feng ið öðrum. Hér er um spurn ingu um tekjuskiptingu að ræða og ekkert ann- að, því að sannað er að verð- mæti voru til á móti þessari kauphækkun og atvinnuvegirn ir gátu borið hana. Sú atvinnu grein, sem erfiðast átti með það, var fiskiðnaðurinn, en þar kom á móti veruleg hækk un á afurðunum erlendís, en 2% vaxtalækkun t.d. ásamt lækkun farm- og vátryggingar gjalda hefði gert kauphækkun ina léttbæra. Það hefði verið óþarft að lækka verð'ið til sjó manna og útvegsmanna vegna kauphækkunarinnar, en þótt svo hefði verið, þá hefði hag- ur sjómanna og' útgerðar- manna samt verið betri. þeir hefðu fengið krónur, sem eru 13% verðmeiri en nú. — Þá andmælti Björn útflutnings- sköttunum og hækkun á hluta tryggingasjóðsgjaldsins á báta- flotann. Útflutningsgjöldin nema nú um 7.4% af fob verði útflutningsvaranna eða um 14—15% af því aflaverðmæti. sem úteerðarmenn og sjómenn draga úr sió — Sagði Björn. að ef sú aðferð væri upptekin. að skattleggja borgarana til að lána þeim út skattinn aftur mætti eins fara hringinn. skattleggja launþega sérstak- lega til að lána þeim til hús- byggi.nga, taka hluta af laun- um presta og rétta þeim síð an sam lán frá ríkinu og segja- Nú getið þið byggt embættis hústaðina sjálfir. — Þá sagði Björn. að ríkisstjórnin hefði vikið frá stefnu sinni um að afnema allar uppbætur með því að fara að greiða bætur til togaranna, og sagði það með öllu óforsvaranlegt að skatt- leggja bátaútveginn til að standa undir töpum togaranna. Björn sagðist hafa sagt fyr- ir, er verið var að lögfesta „við reisnina“, að rekstursfjárskort- ur atvinnuveganna yrði slíkur, að óviðráðanlegt yrði. Þetta hefði komið á daginn og hefði þurft að gera sérstakar ráðstaf- anir af þessum sökum, og hin ónauðsynlega gengisfelling í sumar jók enn rekstursfjár- skortinn þótt ærinn væri fyrir. Frystihúsaeigendur kvörtuðu sáran undan rekstursfjárskorti og vaxtaokri o,g gerðu skelegga ályktun á fundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hér að lút- andi og sendu ríkisstjórninni. Hljóta allir að sjá, að baráttan gegn vaxtaokrinu og lánsfjár- kreppunni er ekki eingöngu pólitískt bragð Framsóknar- manna. Þessir menn í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna kvarta ekki fyrr en þeir mega til. Björn sagði, að ríkisstjórnin hefði haft um þrjár leiðir að velja í sumar, er kauphækkan- irnar urðu. 1. að skipta sér ekk ert af kaupgjaldsmálunum í samræmi við yfirlýsingar sínar, «em hefði verið hið viturleg- asta og bezta. 2. að festa kaupið með lögum og í 3. lagi, að fella gengið eins og hún gerði. en það var lang lakasta leiðin Með því iók ríkisstjórnin enn á erfið leika unga fólksins í landinu, sem er að eignast heimili eða staðfestu — og þeirra, sem eiga sína uppbyggingu eftir. Bilið milli þeirra, sem höfðu komið sér fyrir og hinna, sem eiga það eftir, var enn aukið og var það þó breikkað stórkostlega með fyrri gengisfellingunni. — Auð vitað gat ríkisstjórnin alveg eins fest kaupið eins og fellt gengið, sem var það lang versta sem hægt var að gera, því að með því voru byggingar, vélar og hvaðeina, sem un,ga fólkið vanhagar um, gert enn óviðráð- anlegra, kostaði miklu fleiri krónur en áður. Ríkisstjórnin átti þá að koma hreint fram og segja við fólkið: ef þið hækkið kaupið mikið, þá lækkum við gengið. Þetta gerði ríkisstjórn- in ekki. heldur sagði þvert á móti: hækkið kaupið í frjáls- um samningum, við skiptum okkur ekkert af því. Safnaðarheímílí vígt í einu f jölmenrasta prestakallinu Safnaðarheimili Langholts- prestakalls var vígt á sunnu- daginn að viðstöddu f jölmenni. Meðal viðstaddra voru biskup- inn yfir íslandi, hr. Sigurbjörn Einarsson, Ásmundur Guð- mundsson, fyrrv. biskup, sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, Róbert A. Ottósson, söngmála- stjóri og Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins. Athöfn- in hófst með skrúðgöngu hempuklæddra presta og for- ustumanna safnaðarins frá prestssetrinu. Sigurbjörn Ein- arsson, biskup, flutti vígslu- ræðu og framkvæmdi síðan vígsluna, en vígsluvottar voru sr. Jón Auðuns dómprófastur, prestarnir Garðar Svavarsson og Jakob Jónsson og Magnús Jónsson, bankastjóri, safnað- arfulltrúi. Síðan flutti sóknar- presturinn, sr. Árelíus Níels- son ræðu, en athöfnin endaði á altaristgöngu. Kirkjukór Langholtsprestakalls annaðist söng, en við orgelið voru Kristinn Ingvarsson og Helgi Þorláksson. Hér á eftir fer fréttatilkynninq, sem blaðinu hefur borizt frá Langholts- söfnuði. Með lögum frá 24. jan. 1952 var ákveðið að fjölga prestaköllum í Reykjavík, svo að sem næst 5 þús. manns yrðu í hveiju. Samkvæmt því var Langholts- prestakall stofnað þá um sumarið, kjörin safnaðarstjórn, og 12. okt. s. á. var sr. Arelíus Níelsson kos- inn þar sóknarprestur. Var þá hafizt handa um lausn ýmissa vandamála safnaðarins. Hér var engin kirkja og enginn sama- staður í prestakallinu fyrir kirkju- legt starf. Var því um sinn leitað á náðir Laugarnessafnaðar um af- not af kirkju til alls messuhalds. Var þeirri málaleitan tekið með miklum velvilja af sóknarpresti og safnaðarstjórn þar. Hefur söfnuð- ur okkar haft hin beztu not Laug- arneskirkju allt fram að þessu. AÍJ sjálfsögðu gat það ekki orðið frambúðarlausn. Þess vegna var strax hafinn undirbúningur að byggingu sóknarkirkju fyrir Lang- holtssöfnuð Akveðið var að kirkj- an skyldi þann veg byggð, að þar fengjust góð skilyrði til fjölþætts félags- og safnaðarstarfs jafnhliða því, að aðalkirkjuskipið yrði fagur staður fyrir helgiathafnir. Leitað var til húsameistara ríkis- ins, Harðar Bjarnasonar. Teiknaði hann kirkjuna, valdi henni sér- kennilegt og stílhreint form, sem er í senn rammíslenzk og hákirkju- legt. Hinn 30. marz 1957 var svo hafin bygging þess hluta kirkjunnar, sem nefndur er safnaðarheimili. Er það nú tekið til fullra nota, þegai' hluti þess er í dag yígður til messuhalds og annarra helgiat- hafna. Verður aðalsalur þess not- aður þannig, unz aðalkirkjuskipið er risið, en það verður samtengt þessum sal og hægt að opna í milli, þegar þörf krefur. Innréttingar allar hefur Sveinn Kjarval teiknað. Ber safnaðarsalurinn hinn fegursta helgi- og hátíðasvip. Sá hluti Langholtskirkju, sem nú er risinn, er um 630 m2 og 3900 m3, en fullbyggð veiður kirkjan alls 1118 m2 og 10500 m3. t aðal- sal safnaðarheimilisins eru sæti fyrir um 250 manns, en rúmgott anddyri og hliðarsalur taka um 3—400 manns í sæti. Síðastliðið að- fangadagskvöld, en þá var aðalsal- urinn fyrst tekinn til nota, munu um 800 manns hafa hlýtt aftan- söng í salarkynnum byggingarinn- ar, en vandað hátalarakerfi er um allt húsið.. t byggingunni er ágætt eldhús og rúmgóð snyrtiherbergi, og i risi yfir anddyri verður fundar- eða vinnusalur fyrii 80—100 manns. Húsnæði það, sem nú er fengið, hefur kostað um 4 milljónir króna. Fjár hefur verið aflað með fram- lögum safnaðarins, happdrætti, hlutaveltum og almennum söfnun- um Þá hefur söfnuðurinn notið góðs framlags úr Kirkjubyggingar- sjóði Reykjavíkur. Kvenfélag safn- aðarins hefur gefið hverja stór- gjöfina af annarri til byggingai;- innar Þá hefur bræðrafélag safn aðarins lagi henni drjúgan skerf, svo og önnur samtök og fjölmargir einstaklingar. Ollum þessum aðil- um ber að þakka. að nú er góðum áfanga náð. Nú, þegar hluti þessarar bygg- ingar hefur verið vígður, verður aðalsalur hennar tekinn til messu- halds og allra helgiathafna. Þar mun verða fermt 9 sinnum í .yor og fyrsta sinni á sunnudaginn kemur. Þegar er sýnt, að mikil þörf er þessarar byggingar. Má heita að fullskipað hafi verið við flestar messur í safnaðarsalnum frá því að hann var tekinn til nota um síð- ustu jól. Langholtsprestakall er nú orðið eitt fjölmennasta prestakall landsins með um 9500 sóknarbörn. Verður því að halda ótrautt áfram við byggingú-kirkjunnar, sem föng frekast leyfa. Þarf fyrst að ljúka anddyri og loftsal safnaðarheimil- isins, en síðan reisa sjálft aðal- kirkjuskipið og turn kirkjunnar Sóknarprestur er sr. Arelíus Níelsson. safnaðarfulltrúi Magnús Jónsson, bankastjóri, formaður safnaðarnefndar er Helgi Þorláks- son, skólastjóri. en Vilhjálmur Bjarnason, forstjóri, er formaður byggingarnefndar Frú Olöf Sig- urðardóttir er formaður kvenfé- lags safnaðarins Sigurgeir Sigur- geirsson bankafulltrúi, er formað- rir bræðrafélags. en frú Þorbjörg .Tensdóttir er formaður kirkjukórs- ins. Söngstjóri er Helgi Þorláksson. Langholtssöfnuður þakkar öllum einstaklingum opinberum aðilum og félögum. sem lagt hafa fram hug og hönd á 10 árum þessa safn- Þíngstörf í gær Fundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær. f neðri deild var atkvæðagreiðsla nm frumv. um að afhenda Seðlabankanum gengisskráningarvaldið eftir 2. umr. Frumvarpið var samþvkkt og vísað til 3 umr. með 19 atkv gegn 15 Frumv. til staðfesting ar á bráðabirgðalögunum um ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi var til 2 umr Við umræðuna töluðu Jóhann Hafstein. Skúli Guðmundsson. Lúðvík Jósepsson. Björn Páls- son og Gísli Guðmundsson — Gunnar Thoroddsen mælti fvrir frumv. um ríkisreikning 1960 og var því vísað til fjárhagsn. og 2. umr Jónas Pétursson mælti fyrir nefndaráliti um frumv. um sölu á hluta úr landi Hofteigs í Norður-Múla- sýslu. f efri deild var frumv. um ! verkamannabústaði til 2. umr 5 Til máls tóku við umræðuna Kjartann J Jóhannsson, Alfreð í Gíslason og Eggert G. Þorsteins 5 son. Ingólfur Jónsson mælti fyr ! ir frumvarpi um innflutning bú fjár. Gylfi Þ Gíslason fyrir | frumv. um Handritastofnun. i Bjarni Benediktsson fyrir frum varpi um Iðnaðarbanka fs- lar.ds og Emil Jónsson fyrir j frumv. um almannatryggingar. s Fundur hófst að nýju í neðri deild kl. 8.30 og var þá tekið tií 3. umr. frumv. til staðfest- 5 ingar á bráðabirgðalögunum um gengisbreytinguna. ......... i -1" aðar til að byggja upp safnaðar- vitund. safnaðarlíí og safnaðar kirkju, sem vonandi heldur áfrgm að vaxa sem flestum til gæfu og eóðs fordæmis. 25. marz 1962 Langholtssöfnuður. t T í M IN N , þriðjudaginn 27. marz 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.