Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 12
RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Hefur keppt í 19 ár og er enn meistari — GutSni Sigfússon varft Reykjavíkurmeistari í svigi í keppninni á laugardaginn. Svigkeppni Skíðamóts Reykja víkur var háð við skíðaskála ÍR í Hamragili á laugardaginn, samtímis í tveimur brautum og er það í fyrsta sinn, sem slíkt er gert hér á landi. Tókst þetta mjög vel og gekk mótið Martha sýndi mikla leikni í keppn- Inni. — Ljósm.: Sv. Þormóðss. mjög vel fyrir sig þrátt fyrir að keppendur voru. yfir 60. Veður var gott og færi sæmi- legt, og nægur snjór í braut- unum. Svigmeistari Reykjayíkur varð' Guðni Sigfússon, ÍR, og er það í fjórða sinn, sem liann verður Reykjavíkurmeistari — varð fyrst meistari árið 1948. Guðni er löngu iandskunnur skíðamaður og hefuri verið virkur þátttakandi í 19 ár. Hann keppti fyrst 1943 og sigraði þá í öllum mótum, sém hann tók þátt í í drengjaflokki, og síðan má segja, að hann hafi ávallt ver- ið í fremstu röð, og þá ekki hvað sízt náð athyglisverðum árangri j siðustu árin, jafnt á fslandsmótum sem Reykjavíkurmótum. Guð'ni var jafnastur keppenda á laugardag- inn og sigraði því samanlagt, en beztum brautartíma náði félagi hans úr ÍR, Valdimar Ömólfsson, en honum hafði hins vegar mis- tekizt í fyrri umferðinni. I fyrri umferðinni náði Steinþór Jakobsson, ÍR, beztum brautar- tíma, 58,0 sek., en rétt á eftir komu Sigurður Guðjónsson, Á, með 58,2 og Bogi Nilsson. Guðni var með 62,0 sek. og Valdimar 66,7 sek. í síðari umferðinni náði Valdi- mar 57,0 sek., sem var langbezti brautartíminn. Guðni sýndi mikið öryggi og náði 60,2 sek., en Stein: þór Jakobsson fór og gætilega og fékk 64,8 sek. og missti þar með af titlinum. í kvennaflokknum var keppni einnig mjög hörð. Martha B. Guð- mundsdóttir fékk aðeins betri tíma en Jakobína Jakobsdóttir, en báð- ar þessar ísfirzku skíðakonur keppa nú fyrir Reykjavíkurfélögin KR og ÍR. Martha fékk 38,5 sek., en Jakobína 38,9 sek. í síðari um- ferðinni keyrði Martha mjög glæsi lega og fékk tímann 37,3 sek. og varð því Reykjavíkurmeistari. Jak obína fór síðari umferðina á 38,2 sek. Helztu úrslit í mótinu urðu þessi (Pramflald á 15 síðu I 1 F ■••II* hastokki Arangurinn af heimsókn heimsmethafans norska, Ev- andt, er nú strax aS koma í ljós, en frjálsíþróttamenn okkar sögðu eftir keppnina við hann, að þeir hefðu lært ótrúlega margt af hinum kröftuga Norðmanni. Á móti á föstudaginn jafnaði Jón Ólafsson Tslandsmetið í lang- stökki án atrennu, og daginn eftir setti hann nýtt íslands- met í hástökkí með atrennu, stökk 2.02 m^tra. f fyrrakvöld keppti Jóri sem gestur á skólamóti Menntaskól- ans og náði mjög góðum árangri. Hann sigraði í öllum greinum og bætti árangur smn talsvert í tveimur greinum. Stökksería hans i langstökkinu var mjög jöfn 3.27 —3.31—3.31—3.31—3.32 og 3.30, en bezt átti hann áður 3.24 m. í þrístökki án atrennu stökk Jón 9.90 m., sem er rtrnn betra en hann hefur náð áður í greininni. íslandsmét nafna hans Pétursson ar er 10.08 m. f hástökki án at- rennu stök Jón 1.65 m. Á laugardaginn gekkst ÍR fyrir innanfélagsmóti í ÍRhúsinu og þar setti Jón nýtt íslandsmet í hástökki með atrennu, stökk 2.02 m. cig var mjög nærri því að stökkva yfir 2.05 m. Greinilegt er, að Jón/er nú í mjög góðri æfingu og verður gaman að fylgjast með honum á frjálsíþ>-óttamótum í sumar — en nú fer senn ag líða að því, að frjálsíþróttamótin utan j « húss hefjist. GuSni Sigfússon eftir sigurinn á laug ardaglnn. — Ljósm.: Sv. ÞormóSss. Óskar Guðmundsson og Einar Jónsson, sigurvegarar í tvíiiðaleik. Óskar varS einnig Reykjavíkurmeistari í einliðaleik í fimmta sinn. Vel heppnað meist- aramót í badminton iteykjavíkurmót i badmint- on var haldið um síðustu helgi í íþróttahúsi Vals, hið fimmta í röðinni og það fjöl- mennasta hingað til. Þátttak- endur 48, 46 frá T.B.R og 2 frá Skandinavien Boldklub. Keppt var í meistaraflokki og 1. flokki. Margir skemmtilegir og spennandi leikir voru háðir, bæði i úrslitum og undanrásum, þó að hæst bæri úrslitaleikinn í einliða- leik karla í meistaraflokki milli þeirra Óskars Guðmundssonar og Jóns Árnasonar. Jón Árnason komst upp í meistaraflokk á síð- asta fslandsmóti, svo að þetta er mjög góð frammistaða ,hjá honum og verður gaman að sjá til þeirra á íslandsmótinu í vor. Úrslit urðu, sem hér segir: í meistarafl. tvíliðaleik kvenna: Rannveig Magnúsdóttir og Hulda Jón Ólafsson í hástökki Guðmundsdóttir unnu Júlíönu Ise- barn , og Guðmundu Stefánsdóttir með 15:3 og 15:8. — Rannveig og Hulda náðu strax í upphafi yfir- tökunum og héldu þeim út allan leikinn. Tvenndrarleikur, meistarafl.: Jónína Nieljohniusdóttir og Lárus Guðmundsson unnu Gerði Jóns- dóttúr og Jón Árnason með 13:14 og 15:12. — Jafn og harður leikur eins og sjá má. Tvíliðaieikur karla, meistarafl.: Einar Jónsson og Óskar Guðmunds son unnu Wagner Walbom og Þóri Jónsson með 15:8 og 15:8. — Ein ari og Óskari tókst nú að borga gamlar skuldir frá fyrri mótum og gerðu það með nokkrum yfirburð- um. Einliðaleikur karla, meistarafl.: Óskar Guðmundsson vann Jón Árnason með 15:5, 10:15 og 18:13. —i Mjög harður og skemmtilegur leikur, einn sá allra bezti, sem hér hefur verið leikinn af ísíenzkum (Framhalfl a 15 síðu • Harðir eru bílstjórar A sunnudaginn lór fram í Silfur- tunglinu skákkeppni milli Taflfé- lags Hreyfils og Skákfélags Kefla- víkur. Teflt var á 19 borðum og sigruðu Hreyfilsmenn með I2V2 vinning gegn 6V2. Á fyrsta borði v?nn Þórður Þórðarson, Hreyfli, Lárus Johnson. Þetta er í fjórða sinn, sem þessir aðilar heyja skák- keppni, og fyrir þessa keppni höfðu verið tefldar 57 skákir og hvor aðili hlotið 2814 vinning. ,12 TIMINN, þriðjudaginn 27. marz 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.