Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ind'riði G Þorsteinsson Fulltrui ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri- Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftargj kr 55 á mán. .innanl. í lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Búnaðarþing og láns- fjármál bænda Búnaðarþing hefur lokið störfum. Það hefur rætt að vanda ýmis helztu vandamál landbúnaðarins og látið í ljós álit sjtt á þeim. Það er ómetanlegt gagn bændastéttar- innar, að fulltrúar hennar gera þannig eins konar árlega úttekt á stöðu landbúnaðarins og marka sameiginlega viðhorfið til helztu vandamála hans og viðfangsefna. Nú eins og fyrr, eru það lánsfjármálin, sem eru eitt mesta vandamál bænda. Raunar eru þau meira vanda- n^ál nú en nokkru sinni fyrr. „Viðreisnin11 hefur gert allar framkvæmdir miklu dýrari en áður, t. d. allt að tvö- faldað verð landbúnaðarvéla og verkfæra. Með tveimur gengisfellingum hafa stjórnarvöldin lagt stórfelldar byrð- ar á lánasjóði landbúnaðarins, þar sem þeim er ætlað einum slíkra sjóða að greiða gengistapið. Fyrir Búnaðarþing var auðvelt að benda á hagkvæma og réttmæta lausn þessa máls. Það er sama lausnin og áður hefuT verið reynd með þeim glæsilega árangri, að framfarir hafa óvíða verið tiltölulega meiri í landbúnaði en á íslandi seinustu áratugina. Þessi lausn er sú, að lánasjóðum bænda verði tryggður hæfilegur hluti af spari- fé þjóðarinnar til ráðstöfunar, en ríkið tryggi svo með nauðsynlegum framlögum, að sjóðirnir geti endurlánað bændum þetta fé með lágum vöxtum til nægilega langs tíma. Jafnfram verði gengistapinu létt af lánasjóðum bænda eins og öðrum hliðstæðum sjóðum. Slík lausn á lánamálum bænda er engan veginn í þágu þeirra einna, heldur þjóðarinnar allrar. Það er þjóðarhagur, að hér sé' rekinn blómlegur landbúnaður, sem ekki aðeins tryggir þeim, sem við hann vinna, mann- sæmandi afkomu, heldur einnig neytendum sem hag- stæðast verð. Þetta getur ekki orðið, nema landbúnaður- inn fái lánsfé til vélvæðingar sinnar og framfara með nægilega hagstæðum kjörum. Af þessum ástæðum hafnaði Búnaðarþing eindregið hinum fjarstæðu tillögum Ingólfs Jónssonar um að fjár skuli aflað í lánasjóðina með því að leggja 2% launa- skatt á bændur og hækka útlánsvexti sjóðanna stórlega frá því, sem verið hefur. Ef slík ókjör komastiá, verður það ekki aðeins bændum, heldur þjóðinni allri til óhags. Bændum hptað Morgunblaðið hefur tekið það mjög illa upp, að Bún- aðarþing hefur mótmælt fyrirætlun Ingólfs um 2% launa- skattinn og hina háu útlánsvexti lánasjóðanna. Mbl. segir, að þessi mótmæli bænda verði ekki höfð að neinu. Bændur muni aðeins hafa verra af þessu. Það er auðséð af öllu, að ríkisstjórnin telur sig ekki aðeins geta haft í hótunum við samtök vinnustéttanna, heldur beitt þau hvers konar frekju og ofbeldi. Gengis- lækkunin í fyrrasumar átti að sýna samtökum launa- manna í tvo heimana. Nú er röðin komin að samtökum bænda. En bændur hafa heyrt hótanir fyrri. Þrátt fyrir allar hptanir nú, fékkst enginn bóndi á Búnaðarþingi til að greiða atkvæði með launaskattinum. Og ákveðnir Sjálf- stæðismenn eins og Kristinn á Mosfelli og Sveinn á Égilsstöðum létu engin flokksbönd binda sig í þessu máli. Ögranir og hótanir Mbl. munu aðeins hafa öfug áhrif. Það verður kannske hægt að beita bændur ólögum um stund, eins og með búnaðarráðslögunum forðum. En til lengdar mun það ekki takast. Landamæradeilur miili Rússa og Kínverja geta hafizt fljótlega DEILUR Rússa og Kínverja eiga rætur sínar að rekja ti! margs konar gagnkvæmra á- greiningsefna. Þær ástæður, sem einna sjaldnast er talað um, eru landamerkjadeilur milli valdhafanna í Peking og Moskvu. Kínversku kommúnistarnir vilja reyna að endurreisa forna dýrð keisaraveldisins Kína. Þeir geta ekki gleymt þeim geysi-stóru kinversku lendum, sem Rússakeisarar lögðu undir sig á nítjándu öld. Það er fyrst og fremst þjóðernismetnaður, sem veldur ríkjandi tortryggni á báða bóga. RÚSSAR kölluðu tækni- fræðinga sína heim frá Kína 1960, og vafalaust ber að líta á þann verknað sem efnahagslega refsingu. Rússar byrjuöu að hægja verulega á aðstoö sinni við Kínverja þegar á árinu 1957 og það hefur vafalítið verið meint sem viðvörun. Áskorun Mao Tse-Tung til þjóðarinnar að „hafa hemil á tilfinningum vorum meðan vér erum að gera oss sjálfa sterka“ var andsvar gegn rússneskri áreitni. Sú ■hreinsun sem fram fór i kín- verska kommúnistaflokknum hvarvetna um landið á árinu 1960, var fyrst og fremst til þess gerð, að fjarlægja alla meðlimi flokksins, sem ekki mátu hollustu sína við Mao Tse- Tung meira en allt annað. Sá ágreiningur, sem nú er mest áberandi, hófst á fyrri hluta ársins 1960, og hann snertir einnig landamerkjadeil- urnar. Barátta Kínverja fyrir fullu jafnrétti við Rússland er ekki aðeins efnahagslegs eðlis. Hún á sér einnig rætur í tilfinn ingalífinu. Stundum eru bornar fram efnislegar kröfur til þess eins að fullnægja kröfum til- finninganna. Landamæraágrein- ingur Kínverja og Rússa er að sumu leyti af þessum toga spunninn. VALDHAFARNIR í Peking færðu fram söguleg rök til rétt lætingar á innlimun Tíbets í „alþýðulýðveldið Kína“. Þeir eru nú að undirbúa sams konar kröfur til landssvæða Rússa í Síberíu. Rússneskir keisarar lögðu á Þannig merkja Rússar landamæri Sovétríkjanna og Kína. sínum tima undir sig lítið hér- að milli Ytri- og Innri-Mongól- íu. Þetta hérað var síðar lagt undir mongólska alþýðulýðveld ið. Chou En-Lai játaði opinskátt að þegar hann var á ferð í Neapel 1960, að ágreiningur væri risinn um þetta hérað. — Þetta þýddi, að kínversku vald- hafarnir væru; búnir að vekja máls á þessu við valdhafana í Moskvu. Það er margt fleira, sem bend ir tii að kínversku kommúnist- arnir hyggi á landvinninga á kostnað Sovétríkjanna. Á nýjum kínverskum landabréfum er ekki dregin ákveðin landamæra lína milli Kína og Sovétlýðveld anna Tadshikistan og Kirghizist an í Mið-Asíu. Þessar landa- mæralinur eru skýrt dregnar á öllum rússneskum landabréf- um. Sé þess minnzt, hve þessi lýðveldi í Mið-Asíu eru auðug að málmum og öðrum auðlind um, þá hlýtur þessi aðferð Kín verja að vekja vissar grunsemd ir. KÍNVERJAR voru neyddir til að eftirláta Rússum strandhér- uð Síberíu, Ussuri-svæðið, árið 1860. Kínverjar halda því fram, að þeir hafi verið fýrstu land- nemarnir á þessum slóðum. — Frásagnir fyrstu landkönnuða Rússa á þessum svæðum styðja þetta. Rússneski landkönnuðurinn Przhevalsky hélt því fram á öld inni sem leið, að landnám Kín- verja mætti rekja aftur til miðr ar seytjándu aldar. Og fyrir því eru óyggjandi sannanir, að kín verskir landnemar stóðu föstum fótum í austustu landssvæð- um Sovétríkjanna um 1830, eða 30 árum áður en strand- héruðin voru afhent Rússum. RÚSSAR hafa reynzt mjög viðkvæmir-fyrir öllu sögulegu, sem minnir á forna mongólska eða kínv. dýrð. Mongólskar tilraunir til að halda við minn- ingunni um Djengis Khan mæta verulegri andstöðu og andmæl- um í Sovétríkjunum. í alfræðiorðabók Sovétríkj- anna, sem gefin var út 1957, segir: „Landvinningaleiðangrar Djengis Khan til nágrannaland- anna voru alveg sérstakt aftur- halds-fyrirbæri.“ En kínversku kommúnistarn- ir hafa haldið við hinni árlegu fórnarhátíð við minnismerki Djengis Rhans í Lanchow 1 ljóðum Mao Tse-Tung er hinum ókunna, mongólska landvinn- ingamanni / lýst sem kínverskri þjóðhetju. ÖLL landamæri mongólska al þýðulýðveldisins og Kína eru mjög óljóst mörkuð á öllum nýjum, kínverskum landabréf- um. Á rússneskum landabréf- um er ekki að sjá neinn vafa á þessum landamærum. Mao Tse- Tung hefur álltaf haldið fram þeirri ákvörðun Kínverja, að sameina alla Tíbeta, Mongóla og aðra „smærri flokka“ hinni kínversku þjóð. Kínverski drekinn hefur þeg- ar gleypt Tíbet og allt útlit er á, að Mongólska alþýðulýðveld- ið fari sömu leið áður en langt um líður. Því næst kann röðin að koma að Ytri-Mongólíu og Mongólum í Sovétríkjunum. — Að því loknu er hægt að færa fram rökréttar kröfur um, að öllum Kazakhum, Kirghizum og Tadshikum beri að sameinast frændum sínum í Sinkiang og öðrum vestlægum byggðarlög- um hins kínverska heimaveldis, og lúta kínversku valdi. Mið-Asía er líkleg til að verða þrætuepli Rússa og Kinverja pgftafel.NJjl, þriðjnd^gÆBhnMm Mfið. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.