Tíminn - 28.03.1962, Síða 3
Nú er veriS aS sýna söngleikinn fræga „West Side Story" eSa „Saga úr Vesturbænum", í Kaupmannahöfn. —
Söngleikurinn er eftir hinn fræga stjórnanda Bernstein og gerist í hópi „afvegaleiddra" unglinga í skugga-
hverfum New York. — ÞaS er bandarískur leikflokkur, sem sýnir Söguna úr Vesturbænum í Falkoner Centr-
um í Kaupmannahöfn. ViS komuna til Hafnar fór leikflokkurinn í kynnisferS um borgina. Og á Ráðhústorginu
var fólkiS fenglS til þess aS gefa forsmekk aS leiknum — með dansi og söng.
Er einbeittur
gegn ágengni
NTB—New York, 27. marz.
í dag birtist í Saturday Ev-
ening Post viðtal við Kennedy
Bandaríkjaforseta eftir hinn
kunna stjórnmálagreinahöf-
und George Alsop. Viðtal
þetta hefur vakið feikna at-
hygli í Bandaríkjunum, því þar
kemur greinilega fram stefna
Bandaríkjastjórnar undir for-
ustu Kennedys að gefa ekki á
neinn hátt eftir í deilunum við
Sovétríkin. Ummæli Alsops
voru í aðalatriðum staðfest síð-
ar í dag í yfirlýsingtJ, sem kom
frá Hvíta húsinu.
Alsop segir Kennedy hafa sagt í
viðtalinu, að atvik geti fallið
þannig, að Bandaríkin verði að
vera reiðubúin til að hefja kjarn-
orkustyrjöld, án tillits til afleiðing-
anna. Nefndi forsetinn sem dæmi
þann möguleika að ráðizt yrði á
Vestur-Evrópu.
Alsop rséðir ummæli Kennedys
og segir m. a., að hin skýra ákvörð-
un Kennedys að hætta heldur á
kjarnorkustyrjöld, heldur en að
gefa eftir í deilunum við Sovétrík-
in, hafi bjargað Vestur-Berlín.
Alsop segir, að kjarninn í stefnu
Kennedys sc, að Bandaríkin verði
sjálf að ráða, hvernig þau svari hót
unum Krústjoffs, en láta ekki
þvinga sig til vissra svara.
Kennedy segir annars í viðtalinu,
að Bandarikin verði nauðsynlega
að halda yfirburðum á kjarnorku-
sviðinu, til þess að Sovétríkin geti
verið viss um, að Bandaríkin svari
með eyðandi kjarnorkustyijöld, ef
Sovétríkin koma af stað styrjöld.
En Krústjoff má ekki vera of viss
um, að Bandaríkin greiði ekki
fyrsta höggið, ef um hagsmuni er
að tefla, sagði Kennedy. Þannig
verður Krústjoff áfram að vera
sannfærður um að kjarnorkustyrj-
öld borgi sig ekki.
Pierre Salinger, blaðafulltrúi
Framhald á 5. síðu
NTB—Géneve, 27. marz.
Fyrsta þætti afvopnunarvið-
ræðnanna í Geneve lauk í dag,
i Senda her
| og flota
til Irian
NTB — Haag, 2f. marz:
í gær varð skyndilega ó-
friðvænlegra í Irian-deilu
Hollendinga og Indónesa, er
slitnaði upp úr leyniviðræð-
um deiluaðila í Washington.
í dag sendi Holland aukinn
herstyrk og flota til Irian og
mun hald^ áfram að styrkja
aðstöðu sina þar.
Óstaðfestar fregnir berast
stöðugt um skærur við Irian.
Indónesar hafa lýst yfir
því, að ekki komi til mála
að hefja viðræður á ný, fyrr
en Hollendingar samþykki,
að Indónesar taki að sér
landsstjórn á Irian, en Hol-
lendingar vilja eins konar
alþjóðlega stjórn á eynni.
U Thant, framkvæmda-
stjóri S.Þ. sagði í dag, að
bandaríski milligöngumaður
inn í leyniviðræðunum hefði
skorað á Sukarno, Indónesíu
forseta, að ganga aftur að
samningaborðinu.
|og virðast fulltrúarnir vera
ánægSir með árangurinn af
honum. Nú heldur ráðstefnan
áfram störfum sínum sam-
kvæmt dagskránni, sem full-
trúarnir hafa komið sér saman
um.
Meðal fulltrúanna er sagt, að
ráðstefna 17 ríkjanna muni starfa
í marga mánuði og jafnvel árum
saman og verði þannig stöðug um-
ræðustofnun í deilum austurs og
vesturs.
Samkomulag um þrennt
Aðallega er það þrennt, sem
samkomulag hefur náðst um:
1. Ráðstefnan hefur náð hinu
rétta andrúmslofti. Af vestrænni
hálfu er sagt, að loftslagi kalda
stríðsins hafi verið vísað á dyr,
með því að forðast hefur verið allt
þras.
2. Samkomulag hefur náðst um
dagskrána.
3. Samkomulag hefur náðst um
að leggja fram áætlanir um al-
menna afvopnun og kjarnorkuaf-
vopnun í þremur liðum.
Það sem helzt er ósamkomulag
um er, að Bandaríkin vilja afvopn-
un á níu árum en Sovétríkin vilja
afvopnun á fjórum árum.
Þeir Rusk frá Bandaríkjunum
og Gromyko frá Sovétríkjunum
hafa ekki færzt neitt nær sam-
komulagi í Berlínardeilunni eftir
einkaviðræður sínar í Geneve, en
Vesturveldin ætla að taka málið
upp aftur eftir viku.
Toppfundur í maí cSa júní
Afvopnunarráðstefnan á að gefa
skýrslu um árangur 'Viðræðnanna
til Allsherjarþings Sameinuðu þjóð
anna fyrir 1. júní næstkomandi.
Ekki hefur enn verið rætt í Geneve
um möguleika á toppfundi, en
margir telja öiuggt, að slíkur
fundur verði haldinn í maí eða
júní.
Macmillan, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í brezka þinginu í
NTB—Algeirsborg, 27. marz.
í dag ríkti undarleg kyrrð í
Algeirsborg og Oran eftir
blóðbaS undanfarinna daga.
Allsherjarverkfall Frakka var
í fullum gangi og mikil spenna
var í andrúmsloftinu þrátt fyr-
ir ró á yfirborðinu.
Eina lífsmarkið var skröltið í
hervögnunum og brynvögnunum,
sem óku um göturnar mcð byssum
beindum að húsunum umhverfis
og suðið í herþyrlunum, sem sveim
uðu yfir borgunum.
OAS hefur efnt til allsherjar-
verkfallsins til þess að minnast
Frakkanna, sem féllu í bardögun-
um við öryggislögregluna síðast-
liðna daga.
í Oran virtist svo sem, að for-
dag, að brátt mundu verða gerðar
mjög afdrifaríkar ákvarðanir,
bæði í Geneve og höfuðborgum
Vesturlanda. Hann bað jafnframt
um að vera ekki spurður nánar um,
hverjar þær ákvarðanir væru.
I morgun gáfu þeir Rusk og
Gromyko út sameiginlega yfirlýs-
ingu um viðræður sínar um Berlín-
ingjar OAS hefðu ekki jafnað sig
eftir áfallið við fréttirnar um hand
töku Jouhaud, fyrrverandi hers-
höfðingja, sem nú hefur verið flutt
ur til Parísar og bíður í fangelsi
þess að vera dreginn fyrir dóm.
Það kom aðeins til tveggja
hryðjuverka í dag, í Oran og Con-
stantine. Féllu sjö Serkir og 85
særðust í sprengjuárásum OAS.
Einn annar leiðtogi OAS var
handtekinn í dag. Það var yfirmað
ur OAS í vesturhluta Alsír, Guill-
aume liðsforingi, og hefur hann
verið fluttur til Parísar.
Nýi yfirfulltrúi frönsku stjórnar-
innar í Alsír, Christian Fouchet,
varaði í dag í útvarpsræðu hina
frönsku íbúa landsins við því að
styðja OAS, sem kom af stað óeirð
um mánudagsins. Ilann kom hvað
eftir annað að því í ræðunni, að
tilraunir OAS til að hindra vopna-
TSJOMBE MEÐ
UNDANBRÚGÐ
NTB — Leopoldville,
27. marz:
Adoula, forsætisráðherra
Kongó, kvartaði í dag yfir
því, að Tsjombe, Katanga-
forseti, færi stöðugt undan
í flæmingi í viðræðunum
um innlimun Katanga í
Kongó. Þeir hafa haldið með
sér sjö fundi og sá áttundi
verðúr á morgun.
U Thant, framkvæmda-
i stjóri SÞ hefur fyrirskipað
fulltrúum sínum í Kongó að
hindra það, að viðræður Ad-
oula og Tsjombe fari út um
þúfur.
hléið væri vonlaus barátta.
Fares formaður bráða-
birgðastjórnarinnar
Abderrahman Fares, fyrrum for-
maður Alsírþings, lýsti yfir því í
dag, að hann samþykkti að taka
við stöðu formanns í 12^ manna
bráðabirgðastjórn Alsír. Bráða-
birgðastjórnin á að starfa, þangað
til þjóðaratkvæðagreiðslan um
framtíð Alsír fer fram og á að vera
Christian Fouschet yfirfulltrúa
frönsku stjórnarinnar í Alsír til
aðstoðar.
Fares hefur lifað kyrrlátu lífi í
París undanfarin sjö ár. Hann hef-
ur verið talinn milligöngumaður í
samkomulagsumleitunum frönsku
stjórnarinnar og þjóðernissinna-
stjórnar Serkja. Hann var handtek
inn í haust, en var aftur látinn
laus fyrir viku.
Framhald á 5. síðu imMM^TVrl|nriirni|, inwnifiiiiin! n i ■im
Brynvagnaskrðlt
eina lífsmarkið
T f M I N N, miðvikudagur 28. marz. 1962,
3