Tíminn - 28.03.1962, Síða 5

Tíminn - 28.03.1962, Síða 5
Breyttir tímar valda breyttum athöfnum og breyttum lögum. Borg arar, sem einhverra hluta vegna hafa orðið utan vig þær breyting- ar, þurfa að spyrjast fyrir um hvernig vegir liggi eftir umskipt- in og hvað nú sé kleift og leyft. Þeir geta allt um það haft hug- mynd um stefnu og takmark og talið sér rétt að ræða um mark- mið og leiðir og haft þar rétt að mæla. Athugalaus hlaup eftir nýju hugboði eða fyrirsögn mega vel leiða marga menn í ógöngur og láta þá gera sjálfum sér og öðrum takmarkalaust mein. Þetta má af mörgum dæmum sjá og kemur því ljóslegar fram í hverju þjóðfélagi, sem þau verða sérhæfðari, og er búskapur hér- lendis og hjá tæknilega lengra komnum þjóðum gott dæmi um það. íslenzkir bændur þekkja t.d. margir fátt eitt af nytjajurtum túna sinna og hafa fæstir nokkur skilyrði til að nota þá þekkingu til annars en sér til raunar, þótt til staðar væri, af því að tæki, mannafla, þekkingu á ýmsu öðru en nöfnum jurtanna og kostum skortir líka ásamt markaði fyrir sérhæfðari vöru en tíðkanleg hef ur verið auk veltufjár til að koma breytingum í framkvæmd, þótt hagkvæmar virtust og bót réðist á hinum fyrrtöldu yöntunum öðrum. Vestur í hveitilendum N.-Ame- ríku er aftur á móti ekki átt undir því að þistlar eð annað illgresi feyki fræjum sínum úr landareign um trassa og kjána yfir í akra gagnfróðra og hirðusamra rækt- unarmanna, segja heimfluttir Vest- ur-íslendingar, að þar fari eftir- litsmenn um héruð og líti eftir hver á sínu svæði og skipi þeim er illgresi hafa á ökrum sínum að fella þar allan gróður fyrir fræ- fall og þroskun, svo að ekki verði öðrum að meini, ekki einstaklingi og enn síður héraði eða þjóð. Þar er því gagn ag þekkja strax illættaða kímplöntu og geta að eigin atkvæði herfað niður og end- ursáð, áður en allt er komið í óefni. Svo má þá atvinna manna bind- ast af umhverfi, og er seint fyrir að synja að tvímælalausar fram- íarir geti borið tilsvarandi frelsis- skerðingar í skauti sínu, þótt engri sé ástæpa að laka ag þarflausu. Þetta og því líkt kemur í hng- ann þegar reynt skal að banna mönnum að flytja heilt kvæði í ritdómi eða önnur nýbreytni kem- ur upp til meins eða gæða. Verð- ur þá ráðlegast að spyrjast fyrir um hvað séu lög í þessu efni og spyrja þá ekki einungis lögfræð- inga heldur einnig allan almenn- ing. Vitað er að lög mörg hver verða aðeíns máttlau=t pappírsgagn án skilnings og viðurkenningar hins nafnlausa múgs, sem við þau skal búa, og til eru auk þess kvið- dómar, þar sem löggjöf og menn- ing veitir ólöglærðum dómendpm úrskurðarvald um sektina, hvort fyrir hendi er, en felur löglærð- um dómara aðeins ákvörðun refs- ingar eftir að kviðdómurinn hefur fundið að um sekt var að ræða. Hér á landi er að ýmsu sérstætt þjóðfélag. Á grundvelli þeirrar sérstöðu heimtar íslenzka ríkið ýmisleg fríð indi t. d breiðari landhelgi en margar aðrar þjóðir vilja viður- kenna Það og mörg önnur heimta í alvöru svo og Svo víðtækar und- antekningar frá hugsuðum eða þekktum skilyrðum annarra þjóða við samvinnu og félagsskap, og þetta bera fram kjömir fulltrúar þjóðanna, þar á meðal — að talið er — ýmsir gagnmerkir lögfræð- ingar. Eftir þessu, ætti að mega vænta þess að menningarleg sér- staða íslands, sem vissulega er til, gæfi ástæðu til að fara fram á á- rnóta tilhliðrun í menningarmál- um, ef þar gilda — á meðal stærri þjóða eða í þjóðasamböndum — okkur óheppileg ákvæði. Væri þar ekki síður ástæða til varúðar en um fiskiveiðalögsögu, skattalöggjöf og milliríkjaverzlun. Bókmennta- starfsemi okkar íslendinga hefur þannig ætíð byggzt meira á leik- mannastarfi en tíðkanlegt hefur verið á nálægum tíma í öðrum menningarlöndum og gæti því þurft aðra aðbúð en þar hefur þótt þurfa að krefjast. Þessi breiði grunnur hins yrkj- andi múgs er sá jarðvegur, sem upp úr er sprottinn mestur hluti hinna beztu bókmennta þjóðar- innar. Það er á æfingu almennings í að gera sér grein fyrir hvað er rökræn hugsun og snjöllum orð- um sögð, sem öll fyrri tíma menning okkar byggist og á áhuga hans fyrir fegurð og viti. Hún er lótin 'að því eina að- haldi, sem jarðeignamat og kú- gildatala hafði við sundurgrein- ingu borgaranna í málsmetandi menn og aðra, þessi margtuggna spurning, sem oftast var svarað effir mati á orðfæri f tali og riti: „Er þetta greindur rnaður?" Hitt, sem meira kynni að varða og þó var sjaldnar athugað, hvort um góðan mann var að ræða, kann að hafa gleymzt sökum harðra kjara í hrjóstrugu og kúguðu landi. Þegar því hafin eru málaferli út af birtingu óstyttra bálka úr rit- um, til sönnunar dómum um gildi þeirra eða ómerkilegheit, verður hér ekki aðeins rætt um hvað séu lög, heldur einnig um það hvort það væri æskilegt eða ekki, að þau (lög væru svo eða á annan veg og hvort þeim lögum skuli haldið — ef til eru —, sem banna slíkt að viðlögðum viðurlögum, að því ó- skoruðu hvort viturlegt gæti heitið ag bíta sig í þann lagastaf. gang- andi þá út frá því að lögfræðing ur rithöfundafélags hefji ekki trúnaðarstarf sitt með vonlausu tapsmáli. Ritdómar eru mjög mikilsverð bókmenntagrein, og hér allt of illa stunduð, en til þeirra ber að vanda !á allan hátt, einkum þó til að- jfinnslanna, sem mjög þaif í svo jritfúsra manna landi sem ísland j vissulega er. 1 Þetta er á þann hátt alviður- kennt, að það þykir varla viðeig- andi ag leiðrétta illviljaðan ritdóm ara, þótt á mann hafi ráðizt af meinfýsi eða heimsku, og er þó tvímælalaust rangt, því ritdómur getur eins vel átt við um ritdóm og um aðrar ritsmíðar, sjálfur mætti höfundurinn vera hæfur — ef ekki hæfastur allra manna — til að leiðrétta misskilning eða hártogun,, ef fyiir hefði komið gagnvart hans eigin verki. Með áðurnefndum málaferlum virðist þó oflangt gengið, því sízt verka skyldi Jiað talið ámælisverf að birta heila bálka til sönnunar lofi eða lasti um ritverk. Tilvitn- anir má velja þannig, ef nógu | stuttar eru hafðar. að þær sanni ósannindin — gefi alranga hug- mynd um bæði efni og efnismeð- ferg bókar — en heilt kvæði eða afmarkaður kafli sýnir fullnaðar- frágang höfundar svo lilutdrægn- islaust sem verða má og er því svo Iangt sem hann nær, óyggjandi til mats á verkinu. Ef verja skal hag höfundar og frumútgefanda og þeir eiga vissu- lega rétt á sér eins og aðrir þjóð- félagsborgarar, þá er þess að gæta að því aðeins eiga þeir óumþræt anlegt friðland að þeir séu til ein- hvers nýtir. Arfinn gæti með sama rétti krafizt afnota af garðland- inu og sme. .spillir eða aðgerða- skemmandi i hópi mannbætandi útgefenda og rithöfunda. Ritdómari, sem vinnur verk sitt af alúð, er hinn mesti nytjamaður bæði rithöfundum og almenningi. Rithöfundi getur hann verig jafngildi þjálfara íþróttamanns, en þjálfari getur margt fært til betri vegar þótt engu afreki hafi náð sjálfur. Almenningi er aftur á móti ritdómari sá landkönnuður, sem birtir — ef vel er — hvers vænta má við lestur nýrrar bókar, samþykki hans eða neikvæði við boðskap skræðunnar er þar ekki aðalatriði. Hljómsæknum kliðunn- anda getur orðið það sýnishorn Ijóðabókar að kauphvatningu, sem lióðbandafjendum yrði aðeins hljómandi málmur og hrossa- brestsígildi. Ritdómur í fjöllesnu blaði eða timariti er því þjónusta við les- endur blaðsins og í því fólgin að benda á það, sem höfundi hans þykir heúzt—^rjriyert j bók, sem hann hefurriesio, en það verður oftast bejfur|gertV-nieð tilvitnunum en eintómuih dómi og betur með heillegri tilvitnun en brotum ein- um þótt fleiri væru. Hvernig ætti t.d. að rökstyðja ritdóma um Hraðkveðlingá og hugdettur eftir Jakob Thorarensen ef enga af stökum bókarinnar mætti birta nema helmingaða eða einhvern veginn hlutaða sundur og óheila? Hvað verðui um Ijóða- og laus- málsflutning manna sín á milli við ýmis tækifæri ef banna má auk heldur í ritdómi að sýna nema brot ein og mola? Á það að vera rit- frelsi og málfrelsi komandi tíma að ekki megi rökræða galla og verðleika ritverks nema með þeim hálfyrðum fyrir grundvöll að sanna megi að slitið sé úr samheoigi hvert einstakt dæmi, sem óþægi- lega kynni að verka, og því að engu hafandi? Eða, hefði Matthías Johannessen krafizt bóta fyrir birt- ingu kafla þess, er upp var tekinn í ritdómi Hjálmtýs Péturssonar, ef hann hefði verið sýndur bók hans til framdráttar? Það er lítilsvirði þótt eitt mál- gagn eða nokkur yæru dæmd i sektir fyrir slík afbrot, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni — ef þau þá eru afbrot. — Sú er ásókn íslendinga í þátttöku i rit- mennsku og umræðum, að önnur ný myndu rísa upp í stað þeirra, sem gjaldþrota kynnu að verða eða hrædd. Hitt er verra, ef rit- höfundum á að haldast það uppi, að láta hæla prentuðum þvættingi sínum með rökum fullýrðinga einna eða svo stuttra sýnishorna, að ekkert verður af þeim ráðið fremur en t.d. þessari vísu Æra- Tobba ef úr henni sæist aðeins önnui og fjórða ljóðlina: Æfra ræfra skammar skrum skrattans hrak er í Flóanum Þambara vambara þeysings grið Þó er enn verra Ölvesið. Með slikum brotasýningum þess- um er hægt /að gera vitið að vit- leysu og klippa bæði eyrun og Frá Alþingi Framhald at 6 síðu þá að þýða að nefna kaupgjaldið etft? Með þessu er verið að hóta launþegasamtökunum í landinu. Það er ekki verið að tala um að breyta, ef verðlag breytist erlend is, en því er hótað, að gengis- breyting skuli framkvæmd, ef kaupg jaldshækkanir verða. — Það hafa engin samráð verið höfð við launþegasimtökin í sam bandi við þetta frumv. og er það illt. Hitt er þó enn verra, að í því skuli vera slíkar hótanir í garð launþegasamtakanna. Eg hefi því leyft mér að bera fram á þskj. 429 brtt. um, að þessi gr. skuli felld nlður". — Þannig tal- aði Gylfi Þ. Gíslason um gengis- skráningarvaldið 1950. Togaramenn (Framhald af 1. síðu). an koma þessir togarat heim og leggjast við festar, sém ekki verða leystar fyrr en verkfallinu lýkur. Vinna í fiski Mikill fjöldi togarasjómanna er nú kominn í vinnu hér og þar við fiskaðgerð, en fæiTi munu hafa ráðið sig á báta, því beztu bátarnir hafa fullt llð, og vantar ekki mann- skap nema á þá báta, sem minnst fiska. Hins vegar geta vanir menn haft 7—800 krónur á dag við fisk- aðgerð í landi, en til þess þurfa þeir að vinna 16—17 tíma í sólar- hring. Yfirmenn á togurum munu þó ekki vera í vinnu, nema dag og dag, því þeir hafa eins til þriggja mánaða uppsagnarfrest og eiga auk þess að vera við skip sitt átta tíma á dag, og fá fyrir það tæpar tvö hundruð krónur. Tigaraskipstjóri, sem Tíminn hafði tal af í gær. taldi að ef svo ólíklega færi, að verkfallið leyst- ist á næstunni. yrði erfitt að manna togarana og koma þeim út. sökum þess að mannskápurinn væri nú þegar orðinn dreifður og kominn í vinnu annars staðar, því meðan fiskur fæst á bátana er eftirspurn mikil eftir vinnukrafti, ekki hvað sízt vönum mönnum,' Oengu frá sktpinu (Framhald af 1. síðu). Sunnmöring á tæpum 20 mínútum. Þetta gerðist um kl. 8 á laugar- dagskvöld. Skipsmenn komust allir upp á ísinn heilu og höldnu og fóru síð an fótgangandi eftir ísnum að næsta selfangara. Tók sú ferð hálfa aðra klukkustund, og komust þeir þangað heilir á húfi. Eftirlitsskipið Salvator var statt um 20 mílur frá slysstaðnum úti í auðum sjó. Var þegar send frá því þyrla til þess að sækja skipbrotsmennina og flytja þá út í Salvator, sem síðan kom með þá til Akureyrar á hádegi í gær. Selveiði er rétt að hefjast, en hún stendur venjulega yfir frá 20. marz fram til 5. maí. Sunnmöring var ekki búinn að fá neinn sel, þeg- ar skipið sökk, vegna þess hve illa gekk að komast inn í ísinn. Skipherra á Salvator er Tryggve Gaasö, en leiðangursstjóri er Tor- geir Öristland. Skipstjórinn á Sel- fangaranum var Arnolf Sandvík, og heldur hann heim innan skamms með félögum sínum. Kennedy einbeiffur Framhald hI 3 <iðu forsetans, gaf út yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag í tilefni þessa viðtals. Segir þar, að stefna Banda- ríkjanna sé, að öllum ráðum verði að beita til þess að liindra, að Sovétríkin sigri Vestur-Evrópu með allsherjar árás, en kjarnorku- vopnalausri árás, á álfuna. Lögð er á það áherzla, að þetta sé engin breyting á stefnu stjórnar- innar. Samkomulag Framhald af 3 síðu armálið. Sögðu þeir viðræðurnar hafa verið bæði gagnlegar og fi'jálslegar og nú væri Ijóst, í hverju ágreiningurinn fælist. Margt sameiginlegt Home lávarður frá Bretlandi sagði í dag, að árangur ráðstefn- unnar hingað til ^æri sá, að nú skildu þátttakendur betur en áður skoðanir hvers annars og að margt væri sameiginlegt með tillögum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Rusk og Home fóru í dag heini- leiðis frá Geneve og Gromyko er á förum. Flestir hinna utanríkisráð- herranna eru ýmist farnir eða í þann veginn að fara. Láf á þeim (Framhald af 1. síðu). það, að hér er um hreina upp- gjöf að ræða fyrir Framsóknar- mönnum, er það, að vlðskipta- niálaráðherrann endurtók enn fyrri fullyrðingar ríkisstjórnarinn ar um, að vextirnlr skiptu heldur litlu málf fyrir atvinnuvegina, en dró töluvert úr nú og bætti því við, að samt væri nú betra fyrir þá að hafa lága vexti og þvi ætl- aði ríkisstjórnin að lælcka vextina nú á næstunni, enda hefði „við- reisnin" heppnast. halann á bjánaskapnum og ljúga alls kyns aplagot út i saklausa samborgara á meðan ritdómi er treyst til nokkurrar leiðbeiningar. Til aukafjáröflunar má svo hirða krónu og krónu með sektum fyrir birtingu svo heillegra kafla að fyrir dómi standi. áfellisdómi ef illa fer. Framtíð þessarar þjóðar kann að verða lítil sökum eigin ágalla eða athafna annarra manna. en svo vís er hvorki dómsdagur sökum eigin synda né atomstyrjöld er- lendra brjálæðinga og meðfylgj- andi morð þjóða og menninga, að rétt sé enn að hætta að krefjast viðleitni til þroska og mannbóta af bókmenntum og listum eða rök- hyggju og rannsókna af lesendum og njótendum. Þótt kveðið sé að vísu af hinum betri höfundum þeim sjálfum til hugarhægðar. verður einnig að krefjast þess að almenningur /fái að nota það sem birt er af dótinu, kryfja það til mergjar og rökræða um það á þann hátt, sem honum hentar. Það af Iistiðju, sem ekki þolir fleiri tegundir ummæla en vin- mæli ein, er bezt geymt í föður- húsum eða kjöltu móður sinnar, og meinleysi ritdómara umfram fyrirsögn eigin smekks er hrein og bein svikserm Hossun og hamp anir verðskuldunarlausra blekbull- ara og jafningja þeirra við aðra gervilist. ei svipuð athöfn að holl- ustu og sýklaræktun óþrifinna manna eftirlausra af fikti gerð og mannalátum eða til að vekja eftirtekt á sér eins og hávaði montinna krakka. Umhyggja fyrir listamönnum og þeim, sem listamenn vilja heita, er að sjálfsögðu góð á meðan hún miðast við endurgjald unninna verka og er ekki meiri en svo að mannkyninu sé gróðakaup í, en eigi að fara að hlaða undir afætur vegna þeirrar tegundar fikts. sem þær fást við. mun rétt að stinga við fótum Það er að vísu satt. að breyttir tímai valda breyttum at- höfnum. en að sumu leyti breyt- así tímarnir ekki svo mikið. Snorri Sturluson gat orðið full- (Framhald á 15. síðu) T Í M I N N, mi'ðvikudagur 28. marz. 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.