Tíminn - 28.03.1962, Qupperneq 6
HVAÐ SAGÐl HANN ÞESSI UM GENGIÐ 1950?
Ólafur Jóhannes-
son vltnaði í gær
til ræðu, sem
Gylfi Þ. Gíslason
viðskipta- og
bankamálaráð-
herra flutti á
Alþingi 1950, þeg
ar til umræðu
var frumvarp um gengisskrán-
ingu og I því var ákvæði, er fellt
var niður, að Landsbanklnn
skráðl gengið í samráði við ríkis-
stjórnina. Gylfa Þ. Gíslasyni fór.
ust þá orð á þessa leið um þetta:
„Þá er gert ráð fyrlr í því í 2.
gr. frv., að Alþingl afsall sér þýð
ingarmiklu valdl, sem það hefur
haft allt frá 1924 til að ráða gengi
krónunnar og að Landsbankanum
verði fengið það I hendur. Eg
álít, að það konii ekki til mála,
að Alþingi afsali sér þessum rétti.
Sérstök ástæða er til að gagn-
rýna, hvernig komizt er að orði
í niðurlagi þessarar greinar, en
þar seglr með leyfi hv. forseta:
„Landsbanka íslands er skylt að
takb sérstakloga tll athugunar
gengisskráningu íslenzkrar krónu,
þegar almenn breyting verður á
kaupgjaldi, önnur en sú, sem
kveðið er á um í lögum þessum".
— Nú er hagfræðingum þeim,
sem undirbjuggu þetta frumv,
auðvitað Ijóst, að kaupgjald get.
ur haft áhrif á gengi, en þeim
hlýtur líka að vera Ijóst, að þar
er aðeins um að ræða einn þátt
af mörgum, sem áhrif hafa á
gengið — og alls ekki hinn mikll
vægasta, heldur eru það markaðs
skilyrði og framleiðslugeta þjóð-
arinnar t heild. — En hvað á það
(Framhald á 5 síðu)
f neðri deild mælti Björn Fr.
Björnsson fyrir nefndarálitum
við 4 frumv. í sambandi við
breytingu á ákæruvaldi, þ. e.
saksáknara ríkisins. Var þeim
öllum vísað til 3. umr. Frumv.
um ráðstafanir vegna ákvörð-
unar um nýtt gengi var til 3.
umr. Þetta mál hafði verið ræt‘
á kvöldfundi í fyrrakvöld og
stóð sá fundur til kl. 12,30 og
voru umræður fjörugar. Til
máls tóku í dag: Skúli Guð-
mundsson, Jóhann Hafstein,
Björn Pálsson og Lúðvxk
JÓsepsson. Frumvarpið var sam
þýkkt með 20 afckv. gegn 15 og
afgreitt til efri deildar. Frum-
varp um tekjustofna sveitar-
félaga var til 2. umræðu. Fyrir
nefndarálitum mæltu Birgir
Finnsson, Hannibal Valdimars
son og Jón Skaftason: Fundi
var frestað kl. 4 í ræðu Hanni-
bals mið'ri og hófst fundur að
nýju kl. 5. Ekki eru tök á að
greina frá umræðum um þetta
mál. — f efri deild mælti G.Þ.
G. fyrir frumv. um vernd
barna og uli.lnenna, frumv.
um verkamannabústaði var af-
greitt til nd. Frumvarp um
vegagerð á Vestfjörðum og á
Austurlandi var vísað frá. Til
máls tóku við umræðuna um
það mál Sigurvin Einarsson,
Hermann Jónasson og Bjart-
mar Guðmundsson. — Fundi
var slitið og nýr fundur settur
og tekið fyrir frumvarp um
Seðlabankann og töluðu þeir
Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jó
hannesson.
Frumvarpið til staðfestingar á
bráðabirgðalögunum um ag af-
henda Seðlabankanum gengis-
skráningarvaldið var til 1. umr.
í efri deild í gær. Gylfi Þ. Gísla
son bankamálaráðherra fylgdi
frumvarpinu úr hlaði.
Gylfi sagðist mótmæla þvi, að
stjórnarsikráin hefði verið brotin
með útgáfu laganna. Kauphækk-
unin í sumar hefði valdið 800
millj. króna tekjuauka hjá laun-
þegum og allt hefði snarast um,
ef ekkert hefði verið gert. 300
milljónir af þessum 800 taldi ráð
herrann að stöfuðu af flutningi
milli launaflokka og vegna nýrra
starfsmanna í þjóðfélaginu. Frá-
leitt væri að bera kaupgreiðslur
einnar atvinnugreinar saman við
vaxtabyrðina. Út í loftið væri að
bera vaxtabyrði skuldugra fyrir-
tækja saman við launagreiðslur
þeirra. Það' verður að líta á vaxta
gjöldin í þjóðfélaginu f heild. Þau
eru ekki nema um 500 milljónir
og þótt allir vextir væru strikaðir
út, þá niundi það ekki vega upp
á móti kauphækkuninni. Af þessu
hljóta allir að sjá, hvílík regin
fjárstæða það er, að vextirnir út
af fyrir sig skipti nokkru máli
fyrir afkomu atvinnuveganna í
sambandi við kauphaekkunina
miklu. — Enn fremur boðaði ráð-
herrann vaxtalækkun á næstunni.
Ólafur Jóhannesson vakti at-
hygli á, að ráðherrann hefði talið
brýna nauðsyn bera til þes« að
taka launahækkanirnar aftur af
launafólki og að ráðherrann hefði j
kallað hinar hóflegu kauphækk-1
anir verkafólks tilræði við þjóð-
félagið. Þag hefðu einhvern tíma
þótt tíðindi, þegar málsvari Al-
þýðuflokksins kallaði óhjákvæmi-
legar og sjálfsagðar launabætur
verkafólks tilræði.
Efni þeirra bráðabirgðalaga,
sem hér væru til umræðu er það
eitt að taka gengisskráningarvald
ið af Alþingi og færa í' hendur
Seðlabankanum. í formála fyrir
lögunum er hins vegar gefig í
skyn, að efni þeirra sé allt ann-
að, því að þar telur forseti fs-
lands fram röks-emdir ríkisstjórn
arinnar fyrir því að nauðsynlegt
sé að laíkka gengið. Þessi bráða-
birgðalög benda því á þá nauð-
syn, að forseti fslands hafi sér við
hlið stofnun eða st.jórnarskrár-
nefnd, sem hann getur skotið mál-
um til og leitað álits hjá um, t.d.
bráðabirgðalögum, og kannað
hvort þau brjóti í bága ýið stjórn
arskrána. Það vill svo til að í
stjórnarskránni eru einföld og
skýr ákvæði um útgáfu bráða-
laga og þessi ákvæði eru um það,
að einungis sé heimilt. að gefa
út bráðabirgðalög;J þegar liauðsyn
beT til. Enginn, rjiQfuri rAre^st sér
til að halda því fram, að' brýná
nauðsyn hafi borið til að taka
gengisskráningarvaldið af löggjaf
anum og færa það Seðlabankan-
um. Ríkisstjórnin bér hins vegar
fram þau rök, að brýna nayðsyn
hafi borið til ag fella gengið. Því
er reyndar algerlega mótmælt, en
það kemur þessu máli ekki við,
því að það er sitthvað að taka
gengisskráningarvaldið úr hönd-
um Aíþingis og að lækka gengið,
og það er ókleift með öllu að
halda því fram að nokkra nauðsyn
hafi borið til að gefa út bráða-
birgðalög um að svipta Alþingi
valdi um gengisskráningu. — —
Viðskiptamálaráðherra hefði reynt
að röksfyðja þetta með þvi, að
segja, að þar sem ríkisstjórnin
hafði vald til að fella gengið gat
hún alveg eins gefi.ð Seðlabank-
anum þetta vald. Vald bráðabirgða
löggjafans er takmarkað í stjórn
arskránni og framsal opinbers
valds er óheimilt. Það geta svo
verið skiptar skoðanir um það,
hvar sé heppilegast að gengis-
skráningarvaldið sé, en það hagg-
ar engu um það, að bráðabirgða-
lögin brjóta í bága við stjórnar-
Skrána. ffins vegar lít ég svo á,
sagði Ólafur Jóhannesson, að
Seðlabankinn verði ag vera sjálf-
stæðari og óháðari en hann er nú,
ef láta á hann fara með þetta
vald, því að hann er nú hreint
verkfæri ríkisstjórnarinnar.
Á s.l. Alþingi voru sett ný lög
um Seðlabanka fslands. Stjórnar-
stuðningsmenn voru mjög ánægð-
ir með þessa löggjöf og töldu
hana mjög fullkomna og í þeim
lögum eða í sambandi við þá laga
setningu var. hvergi minnzt á að
fela bankanum gengisskráningar-
valdið, heldur var þvert á móti
undirstrikað í greinargerð með
frumvarpinu, að löggjafinn skyldi
fara áfram með það vald. Alþingi^
var því nýbúið að staðfesta þann
vilja sinn, ag halda gengisskrán-
ingarvaldinu hjá sér. Ástæðan til
þessarar bráðabirgðalagasetning-
ar kann að vera sú, að með því
hafi verið reynt að sigla nokkrum
þingmönnum fram hjá óþægileg-
um boðum, ekki sízt þingmönn-
um Alþýðuflokksins sumum Með
þessu hefðu þeir þótzt losna und
an ábyrgð af gengislækkuninni.
Þá vitnaði Ólafur til ummæla
Stefáns Jóh. Stefánssonar 1950,
þáverandi formanns Alþýðuflokks
ins og ummæla núverandi við-
skiptamálaráðherra þag sama ár
um gengislækkunarvaldið og sér-
staka grein í frumv. er þá var til
umræðu, en kveðið var á um að
Þjóðbankinn skráði gengig í sam
ráði við ríkisstjórnina. Þetta á-
kvæði var fellt niður og undir-
strikaði löggjafinn þar enn vilja
sinn til að hafa gengisskráningar
valdig í sínum höndum. Uminæli
G.Þ.G. eru birt hér fyrir ofan. —
Ólafur Jóhannesson sagði. að það
gæti ýmsum fundizt það undar-
legt, með tilliti til þessara um-
mæla. að það skyldi vera ráðherra
Alþýðuflokksins, sem nú mælir
manna mest með því að gengis-
skráningarvaldið sé tekið af lög-
gjafanum. Gengisbreyting er svo
róttæk aðgerð. sem kemur við
alla þjóðfélagsþegna og hefur svo
mikla röskun í för með sér, að
hana má alls ekki framkvæma
fyrr en leitað héfúr verið allra
ráða annarra, sem að sama gagni
geta komið, en eru léttbærari og
raska ekki eins miklu. Brýna nauð
syn og óumflýjanlega þörf verður
dili að bera til gengislækkunar, en
því var síður en svo til að dreifa
að þessu sinni.
Ólafur Jóhannesson hafði ekki
lokið ræðu sinni kl. 4,30 er hann
gerði hlé á máli sínu og umræð-
unni var frestað.
Vísuðu f rá frumv. um auk-
inn stuðning við vegagerð
á Vestfj. og Austurlandi
Frumvarp Framsóknarmanna
um lántoku til aukins stuðnings
vig vegagerð á Vestfjörðum og á
Austurlandi var til 2. umr. í ed.
í gær. Bjartmar Guðmundsson
mælti fyrir nál. meirihl. sam-
göngumálan. Meirihluti nefndar-
innar viðurkennir, að þörf sé á
auknuim framkvæmdim í vega-
gerð á Austurlandi og Vestfjörð-
um. En slík þörf er fyrir hendi
um allt land. Þar sem vegalögin
eru nú í endurskoðun telur mhl.
ekki tímabært að samþykkja frum
varpið og ber fram frávísunar-
tillögu.
Þeir Sigurvin Einarsson og
Hermann Jónasson andmæltu
harðlega þessari málsmeðferð.
Sögðu þeir m.a., að ekki færi milli
mála, að tveir landshlutar, Vest-
firðir og Austurland, væru verr
settir en önnur héruð með vega-
samgöngur. Hlutur þessara lands
fjórðunga hefur ekki fengizt
bættur til jafns við önpur héruð
með venjulegum fjárveitingum,
og ekki eru horfur á að svo geti
orðið á næstunni. Um aðra leið
er því ekki að ræða en leita eftir
láni til að sinna þessum brýnu
verkefnum. Því hefur verið borið
við, að ekki sé gerlegt að leggja
vegi fyrir lánsfé. Þessari mót-
báru verður ekki komig við leng-
ur, þar sem ríkisstjórnin hefur
sjálf gengið fram fyrir skjöldu
og tekið 10 milljón króna lán,
sem er fyrsti áfangi af stærra
láni til að leggja Keflavíkurveg-
inn. — Það er og haldlítil rök-
semd ,að samþykkt þessa frum-
varps hindri éndurskoðun vega-
laga. Verði þeirri stefnu, sem
birtist í afstöðu stjórnarflokk-
anna til þessa frumv haldið fram,
horfir ískyggilega um jafnvægi í
byggð landsins og
BJÖRN PÁLSSON upplýsti á Alþingi í gær út af ummælum
Gylfa Þ. Gíslasonar um verðlag á landbúnaðarvörum í- Dan-
mörku, að 1. fl. dilkakjöt kostaði þar í heildsölu 7. ágúst s.l. kr.
35.75 en hér óniðurgreitt 29.45. f Noregi kostaði dilkakjöt í
heildsölu kr. 43.86, en í smásölu kr. 62.20 Nautgripakjöt væri
einum þriðja dýrara í Noregi og hrossakjöt meira en tvöfalt
dýrara. Mjólk kostaði kr. 5.32 í Danmörku, kr. 5.53 í Noregi en
6.88 kr. hér á landi. í Danmörku fá bændur lán til langs tíma
70—80 ára, með 2—3% vöxtum. — Björn sagði, að gehgislækk-
unin hefði ekki verið nauðsynleg vegna gjaldeyrisstöðunnar,
því að ríkisstjórnin hefði getað lækkað niðurgreiðslur eða fram-
lög til fjölskyldubóta. Ríkisstjórnin befði hins vegar valið geng-
islækkunarleiðina til að afla ríkissjóði tekna með hækkuðum
tollatekjum og gengismismun. Eðlilegra hefði verið að auka
tekjur ríkissjóðs með þvf að koma f veg fyrir smygl og tollsvik.
Þá hefðu útflutningsgjöld á sjávarafurðum verið stórhækkuð
í Ieiðinni. Þau væru skv. þesgu frumvarpi af f.o.b.-verði:
1. Til Fiskveiðasjóðs 1.8 %
2. Til Stofnlánadeildar eða Fiskveiðasjóðs (frá 1. 1. 1962) 1.8 %
3. Til Hlutatryggingasjóðs 1.25 %
3,Til Fiskimálasjóðs ' 0.3 %
Samtals 5.15%
— og eru þá ótalin ýmis siíiágjöld.
I
Þetta þýðir, að 10—11% af aflaverðmæti er tekið til lánastofn-
ana ríkisins og útvegsmanna fá engu að ráða um vaxtakjörin.
Björn dró í efa, að þessar aðfarir væru löglegar og með ein-
hverju móti yrðu útvegsmenn og sjómenn að velta þessu af sér.
Ékki væri það sök útgerðarmanna og bænda þó rekstrarfjárþörf
in væri aukin með endurteknum gengisfellingum. Björn sagð-
ist mótmæla þessu frumvarpi og greiða atkvæði á móti því.
t
T í M I N N, miðvikudagur 28. marz 1962.