Tíminn - 28.03.1962, Side 7

Tíminn - 28.03.1962, Side 7
tnrnm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriítargj kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f, — Þögn ráðherranna Undanfarna daga hafa farið fram umræður í neðri deild Alþingis um tvö stjórnarfrumvörp, sem hafa verið þar til meðferðar síðan í þingbyrjun. Bæði þessi frum- vörp snerta gengisfellinguna, sem gerð var á síðastl. sumri. Þegar frumvörp þessi voru til umræðu í þingbyrjun, létu ráðherrarnir og talsmenn þeirra talsvert á sér bera og reyndu eftir megni að mæla gengislækkuninni bót. í umræðunum nú hafa þær hins vegar tekið þann kost að segja ekki neitt. Stjórnarandstæðingar liafa sýnt fram á með nýjum og nýjum dæmum, að gengislækkunin var með öllu óþörf vegna atvinnuveganna. Stjórnarsinnar hafa ekki reynt neitt að mótmæla þeim, þeir hafa hlust- að og þagað. Það var fyrst eftir að mál þessi komu í gær til efri deildar, að sá ráðherranna, sem fljótfærastur er, lér nokkuð til sín heyra. Eftir ræðu hans var það enn ljósara en áður, að þögn ráðherra í neðri deild hafði verið skyn- samleg. Svo fullkomlega hefur reynslan leitt það í ljós, að gengislækkunin síðast liðið sumar átti ekki minnsta rétt á sér. Öll þau rök, sem ráðherrarnir reyndu þá að færa fyrir henni, hafa hrunið gersamlega til grunna. Það voru ein aðalrökin, sem ríkisstjórnin beitti þá, að sjávarútvegurinn fengi ekki risið undir kauphækk- uninni vegna lélegra aflabragða og óhagstæðs verðlags. Nú upplýsir hins vegar Seðlabankinn, að framleiðslu- verðmæti sjávarútvegsins hafi alltaf orðið 14% hærri árið 1961 en næsta ár á undan. Seðlabankinn upplýsir enn fremur að afkoma iðn- aðarins hafi orðið góð á árinu 1961, enda hefur hann fengið verðlagið lítið eða ekkert hækkað vegna kaup- hækkananna. Þannig hefur reynslan sannað, að atvinnuvegirnir gátu vel ífisið undir hinum hóflegu kauphækkunum, sem samið var um í fyrra. Það eru afhjúpuð falsrök, að þurft hafi að fella gengið vegna þeirra. Það hefur sannazt til fúlls, að gengislækkunin var hefndarráðstöfun reiðrar og ráðlausrar ríkisstjórnar, sem hugðist með því koma í veg fyrir að þjóðatekjurnar skiptust réttlátlega meðal manna, og hræða jafnframt launafólkið frá því að berjast fyrir rétti sínum. Þess vegna þegja ráðherrarnir nú. En þögnin nægir þeim ekki. Gengisfellingin var óþörf og hefur því valdið óþarfri kjaraskerðingu, sem verður að bæta. Engin ráð- herraþögn getur þaggað niður þá staðreynd. Úr 99 í 83 Samkvæmt útreikningum, sem Alþýðusambandið hef- ur látið gera, var kaupmáttur tímakaups verkamanfna 99 stig (miðað við 100 árið 1947), þegar „viðreisnin" var lögfest í febrúarmánuði 1960. Kaupmátturinn var hins vegar kominn niður í 84 stig, þegar verkamenn fengu kauphækkun á síðastl. sumri. Gengisfellingin hefur nú gert þessa kauphækkun að engu. Seinustu útreikningar sýna, að kaupmáttur tíma- kaupsins er kominn niður í 83 stig og hefur hann aldrei minni verið síðan farið var að reikna hann út. Á sama tima og kaupmáttur tímakaupsins hefur þannig lækkað úr 99 stigum í 83 stig, hafa þióðartekj urnar óumdeilanlega aukizt. En það eru aðrir, sem hafa notið góðs af því en (aunafólkið. Eru launastéttirnar sammála Mbl. um, að þetta sé „viðunandi"? , Hver tekur við af Krustjoff? Nú er rætt um ekki færri en sjö menn í því sambandi ÞAÐ veldur ekki sízt óvissu um fraanvindu aliþjóðamálanna, að leiðtogar flestra þeirra ríkja, sem hafa mest áhrif í þessum efnum, eru yfirleitt menn, sem komnir eru á efri ár og því ólíklegir til þess að eiga langan valdaferil eftir. Um flesta þeirra gildir það einnig, að mjög er óráðið, hver eða hverjir séu líklegastir til að leysa þá af hólmi. Þetta gildir t.d. varðandi Adenauer, sem kominn er á níræðisaldur, og de Gaulle og Nehru, sem báðir eru komnir yfir sjötu.gt. Þetta gildir og raunar einnig um Krustjoff, sem er orðinn 67 ára, og ýmsar fréttir herma, að sé engan veg- inn heilsuhraustur, þótt hann virðist bera annað með sér, er hann kemur fram opinberlega. Það hefur vitanlega ekki minnst að segja hver eftirmað- ur Krustjoffs verður, þar sem Sovétríkin eru nú annað þeirra stórvelda, sem í dag ræður mestu í heiminum. í ÁGIZKUNUM manna um það, hver verður eftirmaður Krustjoffs, heyrist oftast nefnt nafn Frol Kosloffs. en hann gegnir nú annarri mestri virð- ingar- og áhrifastöðu í Komrn- únistaflokknum og kemur þar því næst á eftir Krustjoff. i— Kosloff. er 53 ára gamall, hefur verið Krufetjoff mjög handgeng :niinniiog»tgiaka ýmsir á, að Krust- joff kjósi hann helzt sem eftir- mann sinn. H;n? vegar er það dregið nokkuð í efa, hvort Kosloff hafi þá forustuhæfi- leika til að bera, er geri hann færan um að taka við starfi Krustjoffs. Hann sé ágætur ann ar maður. en ekki sá fyrsti. Annar maður, sem eins gæti komið til greina, er Leonid Breshneff, sem nú er forseti Sovétríkjanna, en það er valda lítil toppfígúrustaða. Breshneff er 55 ára gamall og var áður einn aðalmaður rússnesku verkalýðssamtakanna. Margirj telja hann betur til forustu fall- inn en Kosloff og því gæti farið svo, að þeir Kosloff deildu þann ig með sér völdum, að Breshn eff tæki við starfi Krustjoffs sem forsætisráðherra, en Kosl- off tæki við starfi hans sem aðalritari Kommúnjstaflokks- ins. Ef Krustjoff eldist vel og st.jórnar enn um hríð, gæti yngri maður en þeir Kosloff og Bresn eff komið til greina. Þá er eink um nefndur Dimitri Polyansky, sem er aðeins 44 ára gamall, eða iafngamall byltingunni. fæddur 7. nóvember 1917. Hann hefur um skeið verið forsætisráð- herra rússneska lýðveldisins, sem er langstærsta ríkið í sovézka ríkjasambandinu. Hann er sagður þróttmikill maður og minna að því leyti á Krustjoff, að hann er fjörmikill og skemmtilegur í viðræðum. AUK ÞEIRRA, sem hér hafa verið nefndir, er oft minnzt á a.m.k. fjóra menn aðra í þessu sambandi. Elztur þeirra er Aleksei Kosygin. 57 ára, en hann er talinn einna færastur rússnesku leiðtoganna á sviði efnahags- og skipulagsmála. Þeir útlendingar, sem hafa KOSLOFF BRESHNEFF KOSYGIN POLYANSKY SPIRIDONOFF kynnzt honum, telja hann mik- inn gáfumann, siyngan og glögg skyggnan. Hann virðist hins vegar hafa meiri áhuga fyrir efnahagsmálum en stjórnmál- um. Hinir þrír eru í svipuðum ald ursflokki og Polyansky, en það eru þeir Alexander Shepelin, yfirmaður Ieynilögreglunnar. P.N. Demisky, formaður flokks deildarinnar í Moskvu, og Ivan Spiridonoff, yfirmaður flokks- deildarinnar i Leningrad. Af þessum þremenningum er Shepelin þekktastur, en hann var um skejð forustumaður i samtökum ungkommúnista. — Sagt er að Krustjoff hafi mikið álit á honum. LÍKLEGT þykir að valdatak- an eftir Krustjoff, ef hann fell ur frá með eðlilegum hætti, verði talsvert önnur en eftir þá Lenin o.g Stalin. Þá hófst strax mikil valdabaráfta á bak við tjöldin, er lauk í fyrra skipt ið með sigri Stalins, en í síð- ara skiptið með sigri Krustjoffs eftir að þeir voru búnir að ryðja hinum gömlu keppinaut- SHEPELIN um úr vegi. Nú þykir líklegt, að komið verði á meiri sam- virkri forustu, þ.e að völdin verði í höndurn fleiri manna og reynt, verði að koma í veg fyrir einræði eins manns — Krustjoff hefur viljugur eða nauðugur unnið að því að byggja flokksstjórnina þannig upp og því ræður hann óum- deilanlega minnu en Stalín gerði, þólt hann sé samt ráða- mestur sovézku kommúnistafor- ingjanna. Hitt er syo eftir að sjá, hvort það tekst að halda þessu fyrir- komulagi til lengdar. Hið þrönga stjórnskipulag Sovétríkj anna, getur hvenær sem er skapað jarðveg fyrir nýjan Stalín. Það getur mjög oltið á því, hvernig til tekst með þetta skipulag samvirkrar forustu, hvort framvindan í Sovétríkj- unum beinist meira í lýðræðis átt eða færist aftur í áttina til Stalin-tímans Þetta getur ekki sízt farið eftir því. hver eftir- maður Krustjoffs verður og þvi er ekki undarlegt. þótt menn bollaleggi um það Þ. Þ. SWWWBI T I M I N N, miðvikudagur 28. marz. 1962. /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.