Tíminn - 28.03.1962, Side 15
Lært fspp á véiar
(FrcmhaJd ai 9 siðu)
N.ániskeiðið var eins konar við-
gerðarskóli. Byrjað var á vélinni,
iþá kom tengsli, gírkassi og síðan
vökvalyftukerfið. Enn fremur. var
flutt erindi um smurolíu og hjól-
barða.
Miklar áherzlur voru lagðar á
nýjungar í vélasmíði. Mest vorum
við í B-414, sem er 40 hestafla
diesel-dráttarvél. Þetta er stóri
bróðir B-275, gírkassinn er með 8
gírum áfram og tveim aftur á bak,
og eru allar dráttarvélarnar með
lás á mismunadrifi. Til gamans má
geta þess, að árlega eru fluttar þús
undir þessara dráttarvéla til
Bandaríkjanna og má segja að þar
sé IH í Englandi í samkeppni við
móðurfélag sitt í Bandaríkjunum.
Bandarískir bændur kaupa þess-
ar vélar vegna þess, hve sparneytn
ar og sterkar þær eru, auk þess
sem verð á þeim verður sambæri-
legt vegna þess, hve vinnulaun í
Englandi eru lág.
Seinasta dag námskeiðsins var
okkur sýnd skurðgrafa og ámokst-
ursskófla á B-275 dráttarvélina og
virðist mér þar vera á ferðinni
mjög verkleg samstæða.
Flogið í þotu
— Segðu mér, Eyjólfur, hvað
tókst þú mikið af þessum námskeið
um?
— Eg var hjá Bedford í hálfan
mánuð á námskeiðum þar, en tók
tvo daga í að kynna mér aðferðir
þeirra við réttingar og málningu
ásamt Pétri og Vilhjálmi. Verk-
stæði mitt hér í bænum sér um
afhendingu á nýjum bílum fyrir
Bíladeild SÍS og því miður eru bíl
arnir alloft dældaðir og skemmd-
ir, þegar þeir koma til okkar. Gísli
kom okkur þess vegna inn á rétt-
ingarnámskeiðið þar sem við lærð-
um ýmislegt nytsamt og gagnlegt.
Síðan, þegar hópurinn skiptist í
London, þannig að nokkrir fóru
til Harvester en hinir heim, flug-
um við Pétur til Frankfurt. Það
var okkar fyrsta flug í þotu, hún
var af Caravelle-gerð og fannst
okkur það mjög skemmtilegt. Tók
flugið aðeins rúman klukkutíma.
Hjá Opel vorum við í viku og
sáum margt nýtt þó hver bílaverk-
smiðja sé annarri lík með margt.
Framleiðslan hjá þeim gengur þó
allmik'lu hraðara en hjá Bedford,
og renna út 1500 nýir Opelar dag-
lega. Allt er sjálfvirkt, sem hægt
er og stjórnað af rafeindaheilum.
Geysistórum vélasamstæðum, sem
framleiða ýmsa hluti, svo sem
sveifarása, er stjórnað af einum
manni. Við' skoðuðum verkstæði
Opelumboðsmannsins í Frankfurl,
en þar vinna rúmlega 700 bifvéla-
virkjar. Sáum við þar, eins og hjá
Bedford, vinnutilhögun, sem ekki
hefur verið hægt að koma við hér
á landi, en hlýtur að koma ef
tryggja á bifreiðaeigendum sæmi-
lega þjónustu.
Einnig ætluðum við að skoða
verkstæði umboðsmannsins í Ham-
borg en yegna flóðanna þar var
okkur ráðlagt að fljúga heim um
Kaupmannahöfn.
Ánægjuleg ferð
— Ekki hefur þetta nú ein-
göngu verið seta á skólabekk, lyft-
ir þú þeim ekkert upp, Gísli?
— Jú, jú, eina helgina lánaði
Bedford okkur 40 manna Vagn og
bílstjóra og við fórum eina helgi
til London. Eg fór með þá niður
Thames fljótið, í dýragarðinn, við
skoðuðum Tower of London, heim
sóttum vaxmyndasafnið, vorum fyr
ir hádegi á sunnudaginn á hinum
fræga markaði Petty Coat Lane,
skoðuðum stríðssafnið og margt
fleira sáum við skemmtilegt. Síð-
asta kvöldið sátum við boð Inter
national Harvester á „Talk of the
Town“, sem er einn íburðarmesti
skemmtistaður í London og þó að
víðar væri leitað.
— Er nokkuð fleira, sem þú vilt
segja að lokum, Hjalti?
— Nei, ekki annað en að við í
Véladeild SÍS væntum þess, að ár-
angur ferðarinnar muni verða sá,
að viðskiptavinir okkar njóti betri
og fullkomnari þjónustu nú en áð-
ur og er þá tilganginum náð.
2. síðan
iFramhald af 2. síðu).
og var nokkuð hófsamur á leik-
inn. Hlutverkið gaf ekki tilefni
til mikilla tilþrifa, og hann var
ekkert að bæta þeim ipn í.
Sigurður Kristinsson lék bisk-
URÍnnnfrá Lax. Hann sýndi lipr-
an leik og þægilegan, en ekk-
eit minnisstæðan.
Valgeir ÓIi Gíslason lék séra
Arthur Humprey, og gerði það
nokkuð vel. Hann var látlaus
meinleysismanngerð, sagði sínar
perlur á réttum stöðum og hafði
góð svipbrigði. Hann minnti
mig talsvert á Don Camillo.
Loks var nýliði á sviðinu,
Gunnlaugur Magnússon. Hann
lék Towers liðþjálfa. Hlutverk
hans var lítið, en hann gerði'
því allgóð skil. Rak að vísu í
vörðurnar einu sinni, en lagaði
það fljótt og vel og bar ekki á
óstyrk. Framsögn féll prýðilega
við þetta hlutverk.
Ég hef nú lokið við að tæta
þessá leiksýningu í mig, hef bent
á það, sem mér þótti áberandi
miður fara, en einnig leitazt við
að draga fram ljósu hliðarnar.
Og mér er óhætt að fullyrða
það, að þeir, sem aðeins fara í
leikhús til þess að hlæja og hlæja
mikið, ættu að fara til Hafnar-
fjarðar og sjá Klerka í klípu.
sh
Farið í leikhús
Framhald st 8. síðu.
ast menningarstraumar og nýjung-
ar í þessum listgreinum út um
heiminn, ýmis þjóðleg einkenni í
listrænu formi eru kynnt á alþjóð-
legum vettvangi. Leikhús þjóðanna
gefur með þessu tækifæri til fjöl-
þættrar listkynningar, sem skapar
heilbrigða samkeppni og metnað
og hlýtur að hafa frjóvgandi áhrif
og hvetja til nýrra dáða og list-
sköpunar.
Þetta er í stórum dráttum það,
sem Alþjóðaleikhúsmálastofnunin
vinnur að. Hún vill á þennan hátt
fegra og bæta mannlífið, vinna að
samstarfi þjóðanna á sviði lista og
menningar, miðla hver annarri af
list sinni, þekkingu og reynslu, og
skapa með því samúð og vináttu
þjóða á milli.
Sélur afii
(Framihald af 16. síðu).
og í gær fóru bátar yfirleitt ekki
á sjó. Á laugardag reru 20 bátar
og öfluðu samtals 162.4 lesta, allt
i net. Þá var Pétur með 16.1 lest,
en Þorsteinn Gíslason fékk 12.7
lestir. Á sunnudag reru 22 bátar
og öfluðu 130.7 lestk. Hæstur var
Pétur með 21 lest, þá Smári með
18,2 lestir og Mummi með 11.1. í
fyrradag reru svo 26 bátar og öfl-
uðu samtals 141.4 lesta. Þorsteinn
Gíslason var hæstur með 9.1 lest,
Muninn fékk 8.4 og Guðmundur
Þórðarson fékk 8.3 lestir á línu.
Stokkseyri
Afli Stokkseyrarbáta hefur ver-
ið mjög mikill síðustu 10 daga. —
Hafa þeir fengið frá 12 og upp í 20
lestir í róðri og þeir aflahæstu jafn
vel komizt upp í 26 lestir í róðri.
Unnið hefur verið fram að mið-
nætti, eða eins lengi og fólk hefur
þolað að undanförnu, en töluverð
fólksekla er á Stokkseyri. Einnig
er aðstaða frystihúsanna til mót-
töku á fiski heldur léleg og hefur
þetta hvort tveggja tafið nokkuð
vinnslu, og einnig orðið til þess að
sumt af fiskinum hefur orðið að
selja til Hafnarfjarðar og Reykja-
víkur.
Nokkur saltskortur var á Stokks
eyri fyrir helgina, og varð að
sækja salt langar leiðir. Til dæm-
is voru sóttir 4 bílar af salti alla
leið til Akraness og er þetta mjög
dýrt og óþægilegt. En nú hefur
greiðzt úr þessu, því að saltskip
kom til Reykjavikur í síðustu viku.
Aflahæstu bátarnir eru Hólm-
steinn með 280 lestir og Hásteinn
I með 240 lestir.
Eyrarbakki
Þrír bátar eru á veiðum frá
Eyrarbakka, þeir Björn, Jóhann
Þorkelsson og Öðlingur. Þeir hafa
allir aflað mjög vel að undanförnu
eða allt frá 10 upp í 20 lestir í
róðri.
Vinna er mjög mikil á Eyrar-
bakka nú sem stendur og unnið
dag hvern fram á miðnætti. Skóla-
börn jafnt sem aðrir bregða sér
í fiskvinnu á milli þess, sem þeir
þurfa að gegna öðrum skyldustörf
um.
Þorlákshöfn
Mokafli hefur verið hjá Þorláks-
hafnarbátum að undanförnu, og
munu 1200 lestir hafa borizt á land
síðustu vikuna. Aflahæsti bátur-
inn er nú Þorlákur II með um 400
lestir, er sá afli reiknaður^frá 6.
janúar, en mestur hluti hans hef-
ur fengizt síðustu tvær vikurnar.
Vinna er mjög mikil í Þorláks-
höfn, og hefur skólanum þar ver-
• ið lokað, til þess að börn geti unn-
ið að verkun aflans. Einnig koma
margar húsmæður víðs vegar að,
meðal annars úr Hveragerði, og
vinna þær flestar hálfan daginn.
Annars er ekki unnið skemur en
til miðnættis dag hvern. Þess má
geta, að síðustu viku höfðu pökk-
unarstúlkur í frystihúsinu 3000 kr.
í kaup.
Keflavík
Landlega var hjá Keflavíkurbát-
um í fyrradag, og afli hefur verið
heídur rýr þar að undanförnu.
Flestallir bátarnir eru nú búnir
að taka net, og eru nú aðeins 3
eftir með línu. Einn þeirra fór á
sjó í fyrradag og fékk aðeins 7 og
hálfa lest. Fjórir nctabátar fóru
einnig á sjó í fyrradag og fékk sá
aflaþæsti 9 og hálfa lest.
Menningin og békmennfir
(Framhald aí 4 siðu)
sæmilegur rithöfundur þótt hann
byggi búum fleiri en einu og safn
aði auði fram hjá ógoldnum list-
iðkunum með harðneskju, brögð-
um, auðgunarráðahag, hvað eftir
annað, veltist í stjórnmálum og
tefðist frá iðju sinni af flóttaferð-
um og væri að síðustu tekinn af
lífi fyrir aldur fram. En þetta má
takast enn. ^Vinston Churchill gat
orðið meiri orðlistarmaður en
væntanlegt er að eldið og friðun-
in geri úr flestum, þótt hann hefði
í nokkur önnur horn að líta en
þau ein að meta orð á móti orði
og velta fyrir sér fjandlegum á-
hrifum fornra stílbragða. Ritleikn
in kom í leitirnar við það að hugsa
málefni og skýra frá þeim og
þroskaðist við miskunnsemi þá, er
tíðkast við samkeppni fréttaritara,
en hún er sögð síður stunduð með
kjassi og sleikingum en kjafts-
höggum og glefsingum. Ber því
sízt að verja það með látum og
lagakrókum, sem sjálft ætti að
geta bitið bein fyrir sig og rutt
sér þar til rúms er því hæfir.
Sigurður Jónsson
frá Brún.
VÍBAVANGUR
(Framhald af 2. síðu).
vekja frekari athygli á hinu
„heiðarlegu fréttablaði", að
sannleikurinn er sá, að mótmæl
in gegn launaskattinum voru
samþykkt samhljóða og mót-
atkvæðalaust, 4 s'átu hjá. Mbl.
getur eflaust skýrt það, livort
þcssir fjórir voru þar fremur
að bjarga áliti sjálfra sín, eða
búnaðarþings.
Fiskaflinn
Framhald af ö. síðu
189.474 tn. meiri en árið áður. —
Þorskaflinn í fyrra var verkaður
þannig, að auk ísunar, herzlu og
mjölvinnslu voru fryst 144.789 tn
(200.031 tn. 1961), en söltunin
nam 68.818 tn. í fyrra en 74.865
tn. í hitteðfyrra. Af rækjum og
humar voru fryst 2.552 tn. í fyrra,
en 2.972 1960. Niðursuða á rækj-
um og humar var hins vegar 323
tn. í fyrra, en 338 tn. árið áður.
Borgarafundur
á Akureyri
Framsóknarfélögin á Akureyri
efna til almenns borgarafundar
um Efnahagsbandalagið n.k. föstu
dag. Fundurin,n verður haldinn
í Samkomuhúsinu á Akureyri og
hefst hann kl. 9 s.d. Frummæl-
endur verða þeir Eysteinn Jóns-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins og Helgl Bergs, ritari flokks-
ins. — Allir eru velkomnir á fund
inn meðan húsrúm leyfir. Búizt
er við fyrirspurnum og umræð-
urn um þetta stórmál.
Jörðin Melar
í Klofningshreppi í Dalasýslp er til sölu og laus
til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við eig-
anda jarðarinnar, Ólaf Kristjánsson, Hátúni 47,
Reykjavík.
Dieseldráttarvélar
Höfum óráðstafaðar nokkrar Ferguson díesel-
dráttarvélar TEF-20. Vélarnar eru uppgerðar á
verkstæði okkar, og verða til afgreiðslu fyrir lok
aprílmánaðar n.k. Áætlað verð ca. kr. 53.000.00.
Síðastliðið ár gerðum við upp yfir 30 vélar, sem
allar hafa reynzt vel. Ábyrgð er tekin á viðgerð.
Kaupfélag Rangæinga.
Til sðlu
er bókasafn Þorsteins heitins Þorsteinssonar, sýslu-
manns.
Skrá yfir safnið liggur fyrir hjá undirrituðum um-
boðsmönnum.
VAGN E. JÓNSSON
málflutningsskrifstofa, Austurstræti 9.
Sími 14400 og 16766.
RAGNAR ÓLAFSSON
lögfræði- og endurskoðunarskrifstofa, Lauga-
veg 18, 4. hæð. Sími 22293. '
Skrifstofustúlka ■
\
Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (Fulbright-
stofnunin) óskar eftir að ráða stúlku eða konu til
skrifstofustarfa. Vinnutími er frá kl. 13.00 til 18.00
5 daga, á viku. Starfið krefst staðgóðrar kunn-
áttu 1 vélritun, íslenzku og ensku.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur
og starfsreynslu sendist í Pósthólf 1059, Reykjavík
fyrir 2. apríl n. k.
ÞAKKARÁVÖRP
Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra, er með
ýmsu móti sýndu mér sóma og vináttu á sextugs-
afmæli mínu.
Með kærum kveðjum.
Guðmundur Björnsson.
Þökkum innilega auSsýnda samúð við andlát og jarðarfö
Böðvars Jónssonar,
Brennu.
Vandamenn.
T Í M I N N, miðvikudagur 28. marz. 1962.
15