Tíminn - 01.04.1962, Qupperneq 2
GALDRAMAÐUR
FRÁ MENLO PARK
Allir vita, hver hann er,
og allir hafa heyrt um upp-
götvanir hans. Hann gerði
ekki færri en 1093 uppgötv-
anir og var einn af braut-
ryðjendum í tæknilegri þró-
un okkar tíma. Með hljóðrit-
anum, sem hann fann upp,
þegar hann var 30 ára ga/n-
all, tókst í fyrsta skipti að
varðveita mannsrödd til síð-
ari tíma. Glóðarlampinn
hans varpaði Ijósi sínu yfir
allan heiminn. Hann fann
upp hljóðnemann, símann,
ritsímann, ritvélina — og
hann lagði grundvöll fyrir
því að menn nú á dögum geta
leitt rafmagn frá einum stað
til annars.
Of langt mál yrði að gera grein
fyrir öllum hans uppgötvunum
og ómetanlegu störfum í þágu
tækninnar, enda eru flestir
fræddir um það einhvern tíma á
ævinni. Þeir eru færri, sem
kunna nokkur skil á, hvernig
maður þessi mikli snillingur,
Thomas Edison, var.
Þegar hugsað er um uppgötvan
ir hans, vísindaleg störf og rann-
sóknir, verður mörgum það á, að
ímynda sér þá, sem að baki
standa, alvarlega og fámælta,
kappsama framsýnismenn, en ó-
sköp leiðinlega í umgengni. Sú
er e. t. v. raunin um suma þeirra,
en Thomas Alva Edison var vissu
lega ekki einn þeirra. Hann var
þrunginn lífsgleði og fjöri, léttur
í sinni og ákafur dugnaðarmað-
ur. Og þó að hann væri upphafs-
maður hreinnar byltingar í heimi
tæknilegrar þróunar, var ekki
hægt að merkja það á honum
sjálfum. Hann var gæddur tak-
markalausu hugrekki, hugmynda-
flugi og einbeittni, hæversku og
hlýrri lund. Stundum hagaði
hann sér eins og stórt barn.
Hann var iðinn ,eins og bý-
fluga, svo að fjölskylda hans sá
ekki of mikið af honum. En hann
gaf sér þó tíma til þess við og
við að fara með börnin sín í bíl-
ferð, jafnvel í veiðiferð, leika sér
við þau, spila á spil eða fljúgast
á. Einu sinni á ári eyddi hann
heilum degi með börnum sínum
við að skjóta flugeldum, og þá
skemmti hann sér ekki síður en
þau. Helzt vildi hann skjóta upp
ekki færri en 20 í einu, og þegar
flugeldarnir voru á þrotum,
linnti hann ekki látunum með
sprengjur, sem hann hafði verið
að dunda við að búa til í frístund
um sínum. Þann daginn var lítill
friður fyrir nágrannana.
Edison hafði einstaka hæfi-
leika til að fá alla til að starfa án
þess að skipa nokkrum eitt eða
neitt, ákafinn og dugnaðurinn í
honum sjálfum blés áhuga í
brjóst samstarfsmanna hans.
Hann hafði aldrei áhyggjur út af
peningum. Oft átti hann enga
peninga til þess að borga sam-
starfsmönnum sínum með eða til
þess að endurnýja tæki sín, en
samstarfsmenn mættu þó alltaf
til vinnu, þeir sögðust ekki geta
haldið sér frá starfinu með hon-
um, og alltaf réðist einhvern veg-
inn fram úr peningavandræðun-
um.
Sjálfur vann Edison 18 tíma á
dag eða meira. Hann var þeirrar
skoðunar, að hamingja lífsins
væri fólgin í því að koma ein-
hverju í framkvæmd. Og það var
ekkert gort, þegar hann fullyrti,
að hann kæmist vel af með fjög
urra tíma svefn á sólarhring, auk
hænublunds endrum og eins. —
Svefn hefur sömu áhrif og svefn-
lyf, sagði hann. — Ef maður tek-
ur of mikið af því í einu, verður
maður sljór, og það kostar tíma
og peninga.
Vegna allra hans velheppnuðu
uppgötvana hafa menn oft velt
því fyrir sér, hvort Thomas Edi-
son hafi yfirleitt aldrei mistekizt
eitt né neitt. Svarið er svo sann-
arlega jákvætt. Hann varð oft að
gefast upp. Oftar en einu sinni
kom það fyrir, að hann var vel á
vegi með að framleiða einhverja
stórkostlega nýjung, þegar hann
komst að því, að ekki var grund-
völlur fyrir henni vegna stjórn-
málalegra ástæðna, eða vegna
þess að iðnaður sá, sem þessi upp
götvun átti að koma að gagni við,
borgaði sig ekki lengur, svo að
hann varð að hætta við hana. En
hann lét aldrei neitt slíkt á sig
fá.
— Hefjumst handa á nýjan
leik, sagði hann eitt sinn við von-
lítinn samstarfsmann sinn eftir
margar erfiðar og árangurslausar
tilraunir. Við erum komnir vel
á veg. Nú þekkjum við þúsund
aðferðir, sem ekki duga. Þar með
erum við komnir svo míklu nær
lausninni.
Edison var oft í hinum ægileg-
ustu peningakröggum. Þannig
var það líka einn kaldan desemb-
erdag árið 1914. Það kyöld var
Edison að starfi í rannsóknar-
stofu sinni, þegar fjölskylda hans
heyrði skyndilega hrópið: — Eld
ur! Og á fáeinum sekúndum stóð
allt í Ijósum loga. Brunabílarnir
lcomu þjótandi frá átta þorpum í
héraðinu, en hitinn var svo ó-
skaplegur og vatnsþrýstingurinn
svo lítill, að það var vita vonlaust
að reyna að ráða við eldinn.
Börn Edisons leituðu föður
síns um allt og urðu stöðugt óró-
legri. Var hann í hættu? Hafði
hann fallið saman, nú þegar hann
hafði misst allt? Hann var 67 ára
gamall, og það mundi vera hræði
legt fyrir hann að þurfa að byrja
alveg upp á nýtt. En þá kom Edi-
son skyndilega hlaupandi yfir
grasflötina.
— Hvar er „Mom“? hrópaði
hann. Náið í hana! Segið henni
að kalla á kunningja okkar! Þau
fá aldrei tækifæri til að sjá ann-
an eins bruna á ævinni!
Um morguninn, þegar eldurinn
var enn ekki að fullu slökktur,
kallaði hann samstarfsmenn sína
saman: — Víð byggjum þetta allt
saman upp aftur, sagði hann.
Svo bætti hann við, eins og það
skipti ekki svo ýkja miklu máli:
— Veit annars nokkur, hvaðan
við getum fengið peninga til
þess arna? Alltaf getur maður
fengið eitthvað gott út úr því
slysi. Nú erum við lausir við heil
mikið af gömlu drasli. Nú getum
við byggt þetta allt saman upp
að nýju.
Að svo mæltu svipti hann sér
úr jakkanum, kuðlaði hann sam-
an og lagðist fyrir á borði með
jakkann fyrir kodda og var sam-
stundis falliB^j^vefi^i jg
Og einhvern veginnbjargaðist
þetta allt. Hapjr'hélt-.áfram að
hrista eina uppgötvunina af ann-
arri út úr erminni. Menn fóru
að kalla hann galdramanninn frá
Menlo Park. Þetta nafn ergði
hann bæði og kætti
— Galdramaður! sagði hann.
— Bull og vitleysa! Vinna og aft-
ur vinna, það er nú allur galdur-
inn. Snilli er samsetning af 1%
hugmyndaflugi og 99% svita.
Hann var lítið fyrir að klæð-
ast kjól og hvitu og njóta heið-
urs vegna uppgötvana sinna. Þó
neyddist hann stöku sinnum til
þess. — Þess þurfti hann t.
d. eitt sinn í Boston, þegar vígt
var fyrsta ameríska leikhúsið,
sem upplýst var með glóðarlömp
um. En þegar straumurinn rofn-
aði í miðri sýningu, smeygði
hann sér samstundis úr kjólnum
og stormaði niður í kjallarann til
þess að finna, hvað væri að. Og
heiðursmerkjum sinum flíkaði
hann aldrei til þess að vinum
hans þætti hann ekki vera fínn
með sig.
Edison var tvígiftur. Fyrri
kona hans dó frá honum. og þá
hitti hann síðari konu sína, Minu
Miller. Hann hefði ekki getað
fundið neina, sem hæfði honum
betur. Hún var hrein og bein'"og
hjartahlý_ og tók öllu með stakri
rósemi. í einu dagbókinni, sem
Edison hélt um ævina, segir hann
frá því, þegar hann kynntist
Minu, og segir þar á einum stað:
— Fór að hugsa um Minu «og
hafði nærri orðið fyrir spor-
vagni.
Það einkennilegasta' við sögu
Edisons er, að allt frá barnæsku
var hann næstum algjörlega
heyrnarlaus. Það varð að hrópa
hástöfum, til þess að hann heyrði
en honum stóð alveg á sama um
það. — Eg hef ekki heyrt fugla-
söng, síðan ég var 12 ára, sagði
hann eitt sinn, — en ég held, að
það hafi fremur verið mér til
gagns en skaða.
Hann var sannfærður um það
sjálfur, að hann gæti þakkað
sinni slæmu heyrn, að hann
skyldi svo snemma fara að lesa
og að hann síðar átti svo auðvelt
með að einbeita sér að verkefn-
um.
Oft var hann spurður að því,
hvers vegna hann fyndi ekki upp
heyrnartæki. Hann svaraði alltaf:
— Hve mikið hafið þið heyrt síð
ustu 24 tímana, sem þið hefðuð
ekki komizt af, án þess að heyra?
Og svo bætti hann venjulega við:
— Maður, sem er neyddur til
þess að hrópa, hann lýgur ekki.
Og þó að blaðamenn væru
neyddir til þess að hrópa til
hans spurningarnar, létu þeir það
ekki aftra sér til þess að hafa við
töl við hann, því að þeir gátu allt
af verið vissir um að fá skemmti
leg og gáfuleg svör við spurning-
um sínum.
Edison datt aldrei í hug að
draga sig í hlé, þótt árin færðust
yfir hann. Þegar hann var átt-
ræður kastaði hann sér af ákafa
út í vísindi, sem voru algjörlega
ný fyrir hann: grasafræði. Tak-
mark hans var að finna norður-
ameríska plöntu, sem hægt væri
að framleiða gúmmí úr. 83 ára
að aldri dró hann konu sína með
sér út á stóran flugvöll í New-
ark til þess að sjá, hvernig reglu-
legur flugvöllur væri, eins og
hann sagði sjálfur. Þegar hann
sá helikopter í fyrsta skipti, hróp
aði hann hrifinn: — Einmitt
svona hafði ég hugsað mér, að
þetta ætti að vera. Og strax byrj'
aði hann á tilraunum til þess að
endurbæta þessa nýju gerð flug-
véla.
Þegar hann var 84 ára, varð
hann alvarlega veikur, og hans
undraverða þrek varð að láta und
an í baráttunni við sjúkleikann.
Heimili hans var stöðugt um-
kringt blaðamönnum, og á
klukkutíma fresti sendu þeir frá
sér tilkynningu: — Ljósið lifir
enn. En kl. 3.24 að morgni 18.
október 1931 kom síðasta tilkynn
ingin: — Ljósið er slokknað.
Daginn, sem Edison var jarð-
aður, höfðu menn ætlað að
heiðra minningu hans með því,
að taka rafmagnið af alls staðar'
í Bandaríkjunum í eina mínútu.
En sérfræðingar töldu, að það
væri of - hættulegt og of dýrt.
Framfarahjólið var ekki hægt að
stöðva, ekki einu sinni í eina mín
útu.
Og þannig hefði Thomas Alva
Edison áreiðanlega helzt viljað
hafa það.
SOLUSÝKING
í Listamanna-
skálanum
Niðursettar bækur 50%
—60% afsláttur af
hundruðum bóka.
Opið í dag sunnudag
]ýl. 14—22.
Bókaskrá hjá næsta bók-
sala hvar sem er á land-
inu.
Bóksalafélag íslands
Listamannaskálanum.
AÐSTOÐARSTÚLKII
til sýklarannsókna vantar nú þegar. Þarf helzt að
hafa stúdentsmenntun. Námstími tvö ár, en síðan
laun samkvæmt X. flokki launalaga. Umsókn með
upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
Rannsóknastofu Háskólans, Barónsstíg.
■••••!•■!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bezta trygging yðar
BÖKUNAR-
DAGINN
2
T í M I N N, sunnudagur 1. anríl 1962.