Tíminn - 08.04.1962, Blaðsíða 12
RITSTJÓM FRlÐRlK ÓLAFSSON
Spennandi síðasta
Fyrir síðustu umferð í milli-
svæðamótinu í Stokkhólmi höfðu
tryggt sér þrjú efstu sætin og þar
með réttindi til þótttöku í næsta
Kandidatamóti, Bobby Fischer
með 17 vinninga og Rússarnir
Petrosjan og Geller með 14% vinn
ing hvor. Um þau þrjú sæti, sem
eftir voru, stóð hins vegar mikil
barátta, því að fimm menn komu
til greina með að hljóta þau. Það
voru þeir Korshnoj og Stein, Rúss-
landi og dr. Filip, Tékkóslóvakíu,
sem hlotið höfðu 13% vinning,
ásamt Benkö, Bandaríkjunum og
Gligoric, Júgóslavíu, báðir með
13 vinninga. Aðeins annar Rúss-
anna gat þó komizt áfram, því að
svo er um mælt í lögum alþjóða-
skáksambandsins, að einungis þrír
Rússar geti unnið sér réttindi í
millisvæðamóti. Af þessari ástæðu
urðu Rússarnir að heyja tvíiþætta
orustu, berjast innbyrðis og gæta
þess jafnframt, að hinir færu ekki
fram úr þeim. Þessi óskemmtilega
aðstaða hefur haft slæm áhrif á
taugar þeirra og gert það að verk-
um, að taflmennska þeirra í síð-
ustu umferðinrii var ekki upp á
marga fiska. — Korshnoj tefldi
með svörtu gegn Kanadamannin-
um Yanofsky og lagði til atlögu,
eins fljótt og hann kom því við.
í miðtaflinu var staðan orðin nokk
uð flókin, en svo fór að koma í
ljós ag Korshnoj hafði gerzt held
nur djarfur í sóknartilraunum sín-
um. Yanofsky vann peð og í enda-
taflinu, sem upp kom virtist al-
gjört hrun blasa við Korshnoj. En
einmitt á þessu augnabliki urðu
Yanofsky á mistök, sem gerðu and-
stæðingnum kleift að rétta úr kútn
um. Yfirburðir hvíts nægðu nú
ekki til vinnings og eftir nokkuð
þref sá Yanofsky fram á tilgangs-
leysi aðgerða sinna og keppendur
sömdu um jafntefli. En Korshnoj
gat verið ánægður með þessi mála
lok, því að Stein hafði gengið hálfu
verr í skák sinni við höfund þessa
þáttar. Sú skák er all-skemmtileg
og þótt efast megi um verðleika
hennar, ætla ég þó að birta
hana hér.
Hv: Friðrik Ólafsson. Sv: L. Stein
Sikileyjarvörn.
1. e4—c5 3. Rf3—d6 3. d4—cxd
4. Rxd4—Rf6 5. Rc3—a6 6. Be2
(Ég hafði tvisvar áður fengið
þessa stöðu í mótinu og í bæði
skiptin leikið 6. f4. Ég bjóst nú við
að andstæðingur minn hefði undir-
búið sig undir þann leik og breytti
þvi til). 6. —e6 (6. —e5 hefur
venjulegast verið leikið hér, en er
nú i seinni tíð að fá heldur slæmt
orð á sig). 7. 0-0—Be7 8. f4—0-0
9. Be3—Dc7 10. g4 (10. Del eða
Bf3 eru að sjálfsögðu gætilegri
leikir, en hvíti var mikið í mun
að vinna þessa 'skák til að hressa
upp á vinningshlutfall sitt). 10. —
d5 (Tvímælalaust bezta svarið.
Hvítur á nú um tvennt aö velja;
opna taflið með 11. exd5—Rxd5
eða halda því lokuðu með 11. e5.
Hann kýs síðari kostinn). 11. e5—
Re4 12. Rxe4—dxe4 13. Del—b5
14. Hcl (Upphaflega hugði hvítur
á kóngssókn, en hann sér nú, að
framkvæmd hennar getur orðið
all-erfið. Hann breytir því um
áætlun og reynir að skapa sér færi
á drottningarvængnum). 14. —
Beckley, 7. apríl. — NTB.
Hinn 30 ára gamli lögreglumeist
ari Tunny Hunsaker er ínú nær
dauða en lífi á sjúkrahúsi í Beek-
ley í Virginíu eftir að hafa verið
sleginn í rot í leik við Joe Sheld-
on frá Ohio í atvinnukeppni í
þungavigt í nótt.
Hunsaker var sleginn niður í
þriðju, fjórðu og sjöttu lotu og
tók talningu, en hélt áfram keppn-
inni. f tíundu umferð var Sheld-
on á ferðinni með rothögg en nú
var það svo mikið, að það sendi
Hunsaker ekki aðeins í gólfið. held
ur beint á sjúkrahús Læknarnir
sögðu, að hann hefði alvarlegar
skemmdir á heilanum. Lögreglu-
maðurinn hefur keppt í 11 atvinu-
Rd7 15. c4—b4 (Svarti er það lífs
riauðsyn að halda drottningar-
vængnum lokuðum, þar sem menn
hans eru lítt komnir í leikinn enn
þá). 16. Rb3 (Miðar að framrás c-
peðsins). 16. —a5 (Svartur grípur
til réttra mótaðgerða og skákin
verður nú afar spennandi). 17. c5
—a4 18. Rd2—Bb7 (18. —Bxc5 var
ekki mögulegt hér vegna 19. Bxc5
—Rxc5 20. Rxe4 o.s.frv.) 19. Df2
—Ha5! (Vel leikið. Hvítur á nú
ekki annars úrkosta en að fórna
peði sínu á c5 og reyna að flækja
stöðuna). 20. Rc4—Hxc5 21. Rd6!
(Hvíti er engin þægð í 21. Bxc5
—Bxc5 22. Re3—Db6) 21. —Hxcl
22. Hxcl—Db8 23. Ba7—Da8 (Hvít
ur er nú búinn að umkringja
svörtu drottninguna, en það er
Nýtt hefti
af SKÁK
Marz-apríl heftið af tímaritinu
SKÁK er nýlega komið út, fjöl-
breytt að efni að venju. Á forsíðu
er mynd af Friðriki Ólafssyni, stór
meistara og konu hans Auði Júlíus-
dóttur. — Af efni blaðsins má
nefna grein og skákir frá svæða-
spurning, hvort hann fær hagnýtt
sér þetta á nokkurn hátt). 24. Bb5
(Eini leikurinn, sem gerir svarti
erfitt fyrir). 24. —Bxd6 25. exd6
—Rf6 26. d7—Hd8? (Með 26. —e3
gat svartur sennilega jafnað stöð-
una, t.d. 27. Bxe3—Rxg4 eða 27.
Dxe3—Bhl). 27. Bb6—Hxd7
(Skásta úrræðið). 28. Bxd7—
Rxd7 29. Hc7—Rf6 30. Dd4—Rd5?
(Þar með hefur svartur kveðið upp
dóminn yfir sjálfum sér. Eina vörn
in lá í 30. —h6, en vafasamt er,
að hún nægi fyllilega) 31. Hd7—
Dc8 32. Hd8t og svartur gafst upp.
Þannig varð Stein að sitja eftir
með sárt ennið, á meðan Kórshnoj
fleytti sér upp á sínum hálfa
punkti.
mannaleikjum, og tapað 10 þeirra,
firnm sinnum á rothöggi.
keppninni í Stokkhólmi, og eru
flestar skákirnar með skýringum
eftir Friðrik. Ingi R. Jóhannsson
skrifar um skákbyrjanir, og grein
er um sveitakeppni stofnana og fyr
irtækja 1962. Skák mánaðarins eft-
ir dr. Euwe er að venju, og að
þessu sinni skák frá Stokkhólms-
mótinu. Grein,er nefnist Botvinn-
ik ræðir um Bobby Fisher. Þá eru
fastir þættir, fréttir og annað skák
efni.
Dauðinn í hringnum
DELTA
DÖMUBUXUR
eru viðurkenndar fyrir: snið sem
alltaf situr vel, glæsilega tízkuliti
og úrvals cfni:
Ullarefni — Terelyne — Helenca
Strech og Phrix SBK sem er alveg
nýtt gerviefni.
Heildsölubirgðir: YLUR H.F.
Sími 13591.
' 'óíí.'i.'y.-'SZ'e/Lz
Vélritunarstúlka
Óskum að ráða stúlku til vélritunar og annarra
skrifstofustarfa.
i
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist í pósthólf 1297 fyrir 15. þ.m.
OSTA- OG SMJÖRSALAN S.F.
Snorrabraut 54.
TSIbod óskast
í ieppabifreið og nokkrar fólksbifreiðir er verða
sýndar í Rauðarárporti þriðjudaginn 10. þ. m.
kl. 1 til 3.
‘Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama
dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
12
TÍMINN, sunnudagmn 8. apríl 1962
I
1