Tíminn - 08.04.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.04.1962, Blaðsíða 8
f f þessari byggingu verður komið fyrir sýningum erlendra ríkisstjórna á sýningunni. Hún er teiknuð af arkítektunum Bruee Walker og John Mc Gough. þeir auðguðust svo sem raun ber vitni. „Við sem höfum geysi víð- áttumikið landssvæði hér í úthverf unum“, sögðu þeir. Nú, auðvitað má það heita nokk- uð fast að orði kveðið, að kalla allan Alaskaskaga úthverfi Seattle- borgar. En ef borgarbúar hefu látið sér nægja, að nefna hann af- rétt eða upplendi, hefðu þeir ná- kvæmlega hitt naglann á höfuðið. Því það var einmitt það, sem þetta ómælisvíðerni var þessari norð- vestlægustu borg Bandaríkjanna. 97 hundraðsihlutar af allri verzlun í Alaska fór gegnum Seattle og út- gerðarfélögin í borginni einokuðu algjörlega siglingar þangað. Að- eins einn tíundi hluti tekna af hin- um stórfelldu laxveiðum á þessu flæmi, varð eftir í Alaska, hitt rann allt í vasa fisk'niðursuðunnar í Seattle. Slungnir og atorkusam- ir borgarbúar áttu svo til allt, sem var einhvers virði í Alaska, gull- námur, verzlunarfyrirtæki, niður- suðuverksmiðjur. Þegar Alaska minntist hátíðlega ríkisstofnunar sinnar árið 1959, báru hátíðahöldin það ljóslega með sér, að ekki hvað sízt var verið að fagna skilnaðinum við Seattle. Árið 1952 minntist Seattle hundrað ára afmælis síns. En að vísu var borgin um margra ára skeið eftir „stofnsetninguna", lít- ið annað en þyrping nokkurra húsa, sem byggð voru öfgafyllstu ævintýramönnum hins villta vest- urs. Konur settust eiginlega kki að í Seattle fyrr en upp úr 1860. En tildrög að því voru á þá lund, að dugnaðarmaður einn að nafni Asa Merver, tók sig til, gerði sér ferð austur í ríki og kom aftur með hóp kvenna, sem allar þráðu að kvænast, en gerðu annars ekki miklar kröfur til þæginda. Höfðu þær allar skuldbundið sig til að giftast landnemunum þarna, sem lítt gátu talizt aðlaðandi, en voru að sálast úr kvenmannsleysi. Tilraun þessi tókst með þvílík- um ágætum, að hún var endurtek- in, og árið 1866 kom nýr hópur 46 „Mercer stúlkna" til Seattle. Um langt skeið var bærinn ekk- ert annað en órafjarlægur afkimi í „grannlendinu". En undir aldamót- in fór að koma hreyfing á fram- kvæmdir. Á sumardegi nokkrum árið 1897, varpaði eimskipið „Port land“ akkerum á skipalæginu í Seattle. Á því voru 60 gullgrafar- ar, sem höfðu meðferðis 800.000 New York í marz 1962. Ég kom til Seattle í fyrsta skipti í júnímánuði 1941, á japanska skip- inu „Heian Maru“. Leið mín frá Stokkhólmi til New York, lá þá um Moskvu, Vladivostok og Jókó- hama, og mátti það heita stytzti krókurinn sem fara varð, til þess að verða ekki á vegi Þjóðverja. Það var dásamlegt, að sigla gegn- um Juan de Faca sundið og inn Pudget Sound, og mér fannst um- hverfið eitthvað svo fjarska kunn- uglegt. Það var rétt eins og að sigla inn Oslófjörðinn. Eeyndar aé einu undanskildu. Einhvers staðar að baki þessu norræna fjarða- og fjallalandslagi reis tröllaukið jökul fell í tignarlegri ró, það var Mount Rainier. Ef þið hugsið ykkur Osló- fjörðinn að viðbættri Alpajóm- frúnni eða kannski Vatnajökli, þá hafið þið legu Seattles fyrir aug- um. Enginn furða þótt borgarbúar séu hreyknir af umhverfinu, og gorti af því að búa í „bænum, sem stendur á fegursta stað í heirni". Nafnið Seattle er borið fram siatel, með áherzlu á a-inu álíka löngu og í íslenzka orðinu „bati“. Auk þess að liggja í óvenju fögru Á heimssýningunni í Se-! attle gefur að líta mörg j furðuverk nútímans. Sýn- ingin verður opnuð 21. apríl næstkomandi, en nú gerist skammt stórra högga i milli í heimssýningum vestra, þar sem New York efnir til mikillar sýningar að ári. Gunnar Leistikov skrifar - Gunnar Leistikow skrifar sýninguna í Seattle, sem gjarnan vill líta á sig sem New York-borg á Kyrra- hafsströnd. í meðfylgjandi grein rekur hann nokkuð sögu borgarinnar og þeirr- ar sýningar, sem nú er að hefjast. umhverfi, er Seattle sjáH falleg borg, að minnsta kosti á amerískan mælikvarða, og þá ekki sízt út- hverfin. Borgin telur sér það heið- ur, að hlutfallslega fleiri af íbúum hennar, en í nokkurri annarri ame- rískri stórborg, búa í eigin húsum, cða 59 af hundraði. Mikið af því eru einbýlishús (villur), með vel hirtum skrúðgarði í kring. Ber þar meðal annars til, að íbúarnir eru yfirleitt mjög vel stæðir, en einnig má rekja ástæðuna til afar mikils eldsvoða, sem geisaði í borginni árið 1889. Seattle er byggð á sjö hæðum, eins og Róm, og þegar hafizt var handa að endurreisa borgina, eftir brunann, voru byggð glæsileg íbúðarhverfi í útjöðrun- um. Upp frá því má heita að borg- in hafi fikrað sig hjalla af hjall^, upp eftir hæðunum og ný og feg- urri skrauthýsahverfi sífellt bætzt við. f miðbænum ber allmikið á há- hýsum, og er þar ekki ólíkt og í öðrum amerískum stórborgum, að einu undanskildu: Hvergi nokkurs staðar í annarri borg í Ameríku er hægt að ganga fyrir götuhorn inni í miðju verzlunarhverfi, og standa allt í einu andspænis stór- eflis indíánskum ættarbauta (totem), til dæmis úti fyrir opin- berri byggingu t-uegar í skrúð- garði fyrir listaverkum útdauðra Indíánaþjóða. Borgin sjálf er ekki nema 110 ára gömul, og ættar- bautar þessir hafa staðið hér langtum lengur en svo. Upphafs- menn bæjarins létu bara þessa útskornu staura standa, þar sem þeir voru komnir, og byggðu borg- ina utan um þá. Fyrst og fremst er það allt í senn: timburverzlun, laxveiðar, gullgröftur, og upp á síðkastið alúminíumiðnaður, sem gert hefur Seattle að einni auðugustu borg Ameríku, og raunar einni af þeim dýrustu. Áður en Alaska náði þeim eið- urssess, að gerast sérstakt ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku árið 1959, voru íbúarnir í Seattle vanir að skýra það fyrir ferðamönnum, að ekki væri neitt undarlegt þó Hérna sést Geimnálin á meðan veriS var aS smíða hana. Efst á topp. inum var komið fyrir undirskálarlagaðri kúpu. í kúpunni verður veit. ingahús og útsýnispallur. dollara virði í gullklumpum og guUsandi. Með þessum hætti varð heimurinn fyrst áskynja um hina gífurlegu gullfundi í Klondyke. Og þegar frá leið,. hófst óslitinn straumur gullleitarmanna norður á bóginn, og allir fóru þeir um garð í Settle, vegna þess að önn- ur leið, var ekki fær. Nokkru síðar fékk borgin járnbrautarsamband og upp frá því hófst blómaskeið hennar. Að vísu eru borgarbúar hreykn- ir af fortíð sinni, en þó er það ekki hvað sízt stofnanir eins og Was- hington-háskólinn, með 17.000 stúdenta, sem þeir vekja athygli ferðamannsins á. ★ Þeir Seattle-búar eru átthaga- vinir miklir, og er borgin rómuð fyrir lög til fegrunar staðnum og framfara. Eru borgararnir haldnir þeirri ódrepandi bjartsýni, ajð -.á i því, sem fram er lagt í þarfir Seattle, sé vel varið. Það komi aftur á einn eða annan — eða jafn vel þriðja hátt. Má vel vera að það helgist af því, að svo virðist sem heilla- stjarna hafi hvílt yfir borginni, því hvert sinn er einhver ógæfa hefur vofað yfir þykir jafnan hafa tekizt að verjast henni á síðustu stundu. Þessi bjartsýni er meðal annars undirrótin að þeim áhuga, er lýsti sér hjá verzlunarmönnum nokkr- um, með sænsk-amerískan hótel- eiganda í brouli fylkingar. Hann nefndist Edward E. Carlson, og einsettu þeir sér að koma upp svæði fyrir Seattle, sem yrði aið- stöð menningar, íþrótta og skemmt analífs borgarbúa. En áður var þar mýrarflói fyrir utan borgina. En slíkt kostar harla mikið fé. Það var fyrirhafnarlítið að lja borgarstjórnina á að gefa út skuldabréf fyrir hálfri áttundu milljón dollara. Mikil ósköp, þetta sem var gert fyrir borgina þeirra. Hitt var sýnu örðugra, að fá ríkis- þingið í höfuðstaðnum Ólympíu til að leggja sitt fram. Það heppnað- ist þó, eftir að fundið hafði jrið upp á því snjallræði, að bezt v~:í og arðvænlegast fyrir Seattle, að i TÍMINN, sunnudaginn 8. apríl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.