Tíminn - 08.04.1962, Blaðsíða 15
I
Heimssýningin
Framhaid af 9. síSu.
dœmis þeirri, að sýningin mætti
ekki standa' lengur en í sex mán-
uði. Þeir sem fyrir henni börðust,
höfðu óskað eftir tveggja ára sýn-
ingartíma.
Sendinefndin var heldur fram-
lág, er hún sneri aftur heim til
Seattle. Skrifstofan hafði lofað að
athuga málið, en útlitið var allt
annað en gott. Upphafsmennirnir
gáfust þó ekki upp, enda höfðu
þeir nú 28 milljónir dollara handa
milli. Þeir lögðust á sveifina með
enn meiri orku en fyrr, og er á
leið sumarið 1957, voru aftur send
ir menn til Parísar, með ótal miðl-
unartillögur. Seattle hafði fallizt á
sex mánaða sýningartíma. Þátt-
tökulöndunum skyldi úthlutað ó-
keypis sýningarsvæði. Iðnaðar-
mannafélögin höfðu heitið því, að
gera ekki verkföll.
Skrifstofan gaf Seattlemönnum
samþykki sitt, með tregðu þó.
Þetta var mikiíl sigur. Með hon-
um var tryggð þátttaka að minnsta
kosti þrjátíu landa. Nú var unnt
að hefjast handa um byggingar og
annan viðbúnað.
Gunnar Leistikow.
Nylon
hjólbarðar
af flestum stærðum.
Einnig margar ..stærðir
með hvítum hliðum.
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35, Reykjavík.
Sími 18955
Svín til sölu
Nokkrir geltir af góðu kyni
eru til sölu.
Uppl. í síma 35478.
í skirtnbandi með lás.
Kærkomin
fermingargjöf
Heildsölubirgðir:
Skipholt h/f
Sími 2-37-37.
Um fjöfgun presta
Framhald af 7. síðu.
er fram hér að framan, væri
æskilegt fyrir ráðamenn safnað-
anna hér í bænum, að biskup
landsins eða kirkjumálaráðu-
neytið gæfu svör við eftirtöldum
spumingum:
1. Er talin nauðsyn á fleiri
kirkjum í sóknir bæjarins
en þegar eru ákveðnar, mið-
að við núgildandi eð'a svipuð
sóknaskil?
2. Er meiningin að skipta öll-
um söfnuðum bæjarins eftir
tölu presta um leið og
prestafjölgunin kemur til
framkvæmda?
3. Verður fjölgað sóknarnefnd-
um og safnaðaifulltrúum hér
í bænum til samræmis
prestafjölguninni og fjárhag
múvecandi safnaða skípt í
samræmi við þá fjölgun?
Þess skal getið, að þessar
spurningar ná ekki til þeirrar
sjálfsögðu ráðstöfunar, að að-
skilja Bústaðasókn og Kópavogs-
bæ. En að því er aðra söfnuði
snertir, má telja, að undirbún-
ingur málsins beinlínis framkalli
slíkar spurningar á opinberum
vettvangi.
Stefán Jónsson
Körfubingó
(Framhald af 16. síðu).
Fiat 500, stationvagn, sem
verður aðalvinningur á
bingókvöldi Körfuknattleiks-
sambandsins, sem verður í
Háskóiabíói í kvöld og hefst
klukkan níu, en auk Fiatsins
verða margir aðrir góðir
vinningar í bingóinu.
Körfuknattleikssambandið
hefur margt á prjónunum á
þessu ári, en þetta yngsta
sérsamband okkar á við fjár-
hagserfiðleika að stríða sem
skiljanlegt er, og bingóið í
kvöld er liður í því, að afla
fjár til að standa strauin af
kostnaði við þátttöku í Norð-
urlandameistaramóti, auk
þess, sem sambandið á von
á bandarískum þjálfara inn-
an skamms, en hann mun
þjálfa hér um þriggja mán-
aða skeið.
Veizlur
Tek að mér fermingar-
veizlur.
Allar nánari upplýsingar
gefnar í síma 37831.
\
Símanúmer okkar verður
eftirleiðis
20390
BARNAVAGNASALAN
Baldursgötu 39.
Irésmíðavél
sambyggð (combineruð) til
sölu.
Uppl. í síma 37503 og
22184.
Lána sement
(Framhald af 16. síðu).
maður, enda þótt ýmis nýmæli,
sem þar eru og stórbreytingar
orka tvímælis, a.m.k. fyrst í stað,
en þessi löggjöf skapar grundvöll
að frekari breytingum í þessum
málum, eftir því sem reynslan
leiðir í ljós síðar.
Eru hér þó teknar upp margar
þær breytingar, sem komið hafa
frá sambandinu, landsfundum
þess og fulltrúaráðsfundum. Þess
ar má nefna:
Fasteignaskattur er lögákveð-
inn.
Álagning veltuútsvara er af-
numin og upp tekið aðstöðugjald,
sem miðast vig útgjöld fyrirtækja.
Tekin er upp hugmynd Sam
bandsins um landsútsvör á ríkis-
fyrirtæki, sem reka starfsemi,
sem nær til landsins alls, svo og
á olíufélög.
Skerðing á framlagi Jöfnunar-
sjóðs minnkar, þannig, að hún
miðist við 60% af samanlögðum
fasteignasköttum, aðstöðugjöldum
og útsvörum í stað 50% af út-
svörum.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er
efldur enn frá því sem áður var
imeð því að í hann renna þrír
fjórðu hlutar af landsútsvörum og
einnig er ráðherra heimilt að
halda eftir 1% af tekjum sjóðs-
ins unz hann nemi allt að 5 millj.
kr. til að sinna þörfum sveitar-
félaga, sem aðstoð þurfa.
Einn útsvarsstigi er upp tekinn
í stað þriggja áður með heirtiild
um frávik.
Skattstjórar annast útreikning
útsvara eftir að framtalsnefndir
sveitarfélaganna hafa uim fram-
töl fjallað, en fámennari sveitar-
félögum er þó heimilt að leggja
á útsvör eins og verið hefur.
Hagkvæm kaup til
gatnagerðar
Snemma á seinasta ári skipaði
stjórn sambandsins þriggja manna
nefnd til að ræða við Sementsverk
smiðju ríkisins um möguleika á
kaupum sements til gatnagerðar
með hagkvæmari kjörum en al
mennt gerist. Náðist samkomulag
við verksmiðjuna á þá leið, að
hún lánaði sveitarfélögunum
þriðjung af verði þess sements,
sem þau nota til að steypa ak
brautir til 10 ára með 5% vöxt
um. Gatnagerðin s.f., sem nokkr
ir kaupstaðir og kauptún innan
sambandsins hafa stofnað, annað-
ist um framkvæmd samningsins,
og var keypt samkvæmt honum
sement til gatnagerðar árið sem
leið fyrir 3.988.000 00 kr. og feng
ust þar af að láni 1.3 millj. kr.
Það félag hefur ákveðið að kaupa
malbikumarstöð til afnota fyrir
Sveitarfélögin.
Enn fremur ræddi formaður um
skrifstofu sambandsins í Reykja-
vík, sem hann kvað hafa miklu
og gagnlegu hlutverki að gegna,
og einnig sagði hann, að tímarit
sambandsins væri komið á sæmi
lega öruggan fjárhagsgrundvöll,
en það þyrfti að stækka talsvert
til að geta gegnt hlutverki sínu
sem bezt.
Líkaói ekki ræóan
Framhald aí 3 síðu
í ýmsum þýðingarmiklum málum.
Sum Jilöðin segja, að de Gaulle
muni nú nota þjóðaratkvæða-
greiðslur til framdráttar stefnu
sinni í ýmsum málum, þar sem
hann viti, að meiri hluti þjóðar-
innar fylgi sér sem persónu cg
muni styðja hvert það mál, sem
hann berst fyrir. Vilji hann þann
ig skjóta sér framhjá andstöðu
stjórnmálamanna.
Blöðin eru þó yfirleitt á einu
máli um, að ekki komi annað til
greina en krossa við JÁ á atkvæða
seðlinum í dag, þegar þjóðin geng
ur að kjörborðinu til að velja eða
fiafna vopnahléssamningnum og
samningnum um framtíð Alsír.
Gffarskóli
(Framhald af 16. síðu).
ið að því að fá heppilega kennslu
fyrir þá, sem eru ekki beinlínis
að sækjast eftir fullkominni án-
listarkennslu, heldur miklu frem
ur nokkurri tilsögn og leiðbein-
ingum. Að sjálfsögðu hefur líka
verið erfitt um vik fyrir þá, sem
í sveitunum búa, að afla sér til-
sagnar, því að þeir fáu, sem feng
izt hafa við gítarkennslu, hafa
stariuð í höfuðstaðnum.
Áhugamönnum um gítarleik
ætti því að vera fagnaðarefni, að
út er kominn bréfaskóli í gítar-
leik fyrir byrjendur. Skólinn er
í átta bréfum, sem send verða
með um það bil viku millibili til
nemenda, en í hverju bréfi eru
um þrjár kennslustundir, þannig,
að alls eru kennslustundirnar á
þessu tvegjgja mánaða námskeiði,
24. Kennari skólans er einn kunn
asti gítarleikari landsins, Ólafur
Gaukur. Hann svarar öllum bréf
um nemenda meðan á námskeið-
inu stendur, en anpars á að vera
að finna í bréfunum allar þær
skýringar á náminu, sem nauð-
synlegar eru, og allt það, sem
kennari hefði útskýrt í einkatím
um. Þetta fvrirkomulag við ein-
falda tónlistarkennslu hefur
víða rutt sér til rúms erlendis,
og orðið mjög vinsælt þar, -og
ekki er að efa, að svo verði einn
ig hér.
Styrktarfélagið
(Framhald af 2. síðu).
igarframkvæmdum verði senn að
fullu lokið.
í Lyngási eru nú 17 börn. Þar
starfa tvær fóstrur auk forstöðu-
konu. Kennsla fer fram á morgn
ana. Talkennari kemur annan
hvern dag. Fóstrur annast fönd
urkennslu eftir föngum. Á síð-
asta bazar kvenna í Styrktarfé-
laginu voru til sýnis og sölu mun
ir gerðir af börnunum. Ekki eru
öll börnin fær um að njóta
kennslu í einhverri mynd, aðeins
um helmingur. Læknir og sál-
fræðingur fylgjast reglulega með
börnunum. Allt starfsfólk heim-
ilisins kemur saman til fundar
tvisvar í mánuði ásamt skóla-
nefndinni. Þar er rætt um börn
in — vanalega þrjú á hverjum
fundi, um ástand þeirra, fram-
farir og leiðir til úrbóta.
Kristrún Guðmundsdóttir var
endurkjörin í stjórn félagsins, en
í stað Sanneyjar Guðmundsdótt-
ur, sem baðst undan endurkosn
ingu, var kosin Sveinbjörg Klem
enzdóttir. Um mánaðamótin lét
séra Ingólfur Þorvaldsson af
störfum hjá félaginu samkvæmt
eigin ósk, en hann hefur starfað
hjá því síðan árið 1959. Þakkaði
stjórnin Ingólfi vel unnin störf
og árnaði honum allra heilla
(Frá Styrktarfélagi vangefinna).
HEKLA
(Framhald af 1. síðu).
um, sem einnig er einn af eig-
endum hans.
Skipstjóri Heklunnar er Guð-
mundur Guðjónsson. Guðmundur
var ekki á vakt, þegar þetta skeði
heldur Magnús Einarsson, 1. stýri
maður. Við stýrið var háseti og
sömuleiðis var maður á vakt.
Sjópróf hófust kl. 10.30 í gær
á Akureyri og héldu áfram eftir
hádegi í gær.
A. S. í.
(Framhald af 1. síðu).
inni frest til 10. þessa mánaðar og
liti svo á, að viðræðum væri lok-
ið án árangurs, ef viðunandi svar
hefði ekki borizt, þegar frestur-
inn er útrunninn.
Viðræðurnar hófust í ársbyrjun
og snerust um, hvort ríkisstjórnin
gæti fallizt á einhver úrræð'i til
aukins kaupmáttar launa án kaup-
hækkana. í upphafi lagði Alþýðu-
sambandið tillögur fyrir ríkis-
stjórnina og óskaði jafnframt eftir
tillögum frá henni. Ríkisstjómin
hefur ekki komið með neina til-
lögu. Alþýðusambandið lagði
mesta áherzlu á vaxtalækkun og
lækkun söluskatt aá nauðsynjum.
Þrir eð'a fjórir viðræðufundir
hafa átt sér stað, og ríkisstjórnin
hefur margbeðið um frest til að
skila lokasvörum og fengið frest-
un. — Nú er þolinmæðin þrotin,
sagði Hannibal. Bréf Alþýðusam-
bandsins til ríkisstjórnarinnar var
sent á föstudaginn.
Bör Börson á
Siglufirði
Leikfélag.Siglufjarðar sýnir um
þessar mundir gamanleikinn Bör
Börsson, eftir norska skáldið
Johann Falkberget. Með aðal-
hlutverkið fer Júlíus Júlíusson,
sem einnig er leikstjóri.
Bör Börsson kom fyrst fram
sem skáldsaga, en síðar snéri
norski rithöfundurinn Toralf
Sandö sögunni í leikritsform. ís-
lenzku þýðinguna gerði Sigurð-
ur Kristjánsson, form. leikfélags
Akureyrar.
Leikfélag Siglufjarðar var
stofnað 4. apríl 1951, og er þetta
11. ieikár félagsins, en 15. verk-
efni þess. Júlíus Júlíusson, sem
er leikstjórinn í þetta sinn, hef-
ur sett upp alls 11 leikrit á Siglu
fitði, en einnig hefur hann svið
sett 3 leikrit á Ólafsfirði. Júlíus
fer með hlutverk Börs Börsson-
ar, en auk hans má nefna, að
Gamli Bör er leikinn af Friðriki
Stefánssyni, og Óla í Fitjakoti
leikur Pétur Baldvinsson.
Leiktjöld málaði Ragnar Páll
Einarsson, en allir búningar eru
fengnir að láni hjá Leikfélagi Ak
ureyrar.
Kristín Guðrún Jónasdóttir,
. Aðalstræti 9
andaðist 30. marz. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þrlðju-
daginn 10. apríl kl. 10.30 fh.
Vinir hinnar látnu.
Þökkum innilega virðingu sýnda minningu
Maríu Guðmundsdóttur,
frá Álfgeirsvöllum
og hlýhug þann og samúð, er vlð urðum aðnjótandi við fráfall
hennar og jarðarför.
Jóhann B. Jónasson og fjölskyldur,
Magndís Guðmundsdóttir og fjölskyldur,
Marlnó Slgurðsson og fjölskyldur,
Guðný og Baldur Pálmason.
Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins mlns
Biörns Guðmundssonar,
fyrv. flskimatsmanns, Stöðvarfirði.
Þórey Jóhannsdóttir,
Bakkagerði.
TIMINN, sunnudaginn 8. apríl 1962
1C?