Tíminn - 11.04.1962, Blaðsíða 1
S6LUBÖRN
Blaðiö afgreiit í
Bankastræti 7 á
laugardagskvöldum
SÖLUBÖRN
Afgreiöslan í Banka-
stræti 7 opnuð kl. 7
alia virka daga
85. tbl. — Miðvikudagur 11. apríl 1962 — 46. árg.
Kjarabætur án
kauphækkana
óraunhæffar!
E-7-^«S3aSSH
segir ríkisstjérnin í svari tii A. S. í.
í gærkvöldi barst Tím-
anum fréttatilkynning frá
forsætisráftuneytinu, sem
er svar nkisstjórnarinnar
til Alþýftusamb. Islands
vartSandi viíræíur þær
um launamál, sem fram
hafa farið milli þessara
atSila.
Svar ríkisstjórnarinnar ber með
sér að viðræður þessar hafa með
öllu reynzt árangurslauisar, þar
sem stjórnin hafnar þeim tilmæl-
um ASÍ að farin verði leiðin:
kjarabætur án kauphækkana og
verkfaHa. Telur stjórnin ag þær
tillögur ASÍ, að ná kjarabótum
méð lækkunum á verði nauðsynja
vöru séu ekki raunhæfar.
Þetta þýðir það, að ASÍ mun
ekki hafa frekari afskipti af mál
inu, heldur tilkynna verkalýðsfé-
lögunum svar ríkisstjórnarinnar,
sem hafa meg kaupsamninga að
gera.
(Framhald á 15 siðu>
Lög um
samvinnu
banka
Lög um Samvinnubanka íslands
voru afgreidd frá Alþingi i gær.
Alger samstaða var í þinginu um
afgreiðslu málsins og fór frum-
varpið umræðulítið gegnum báðar
deildir með samhljóða atkvæðmn.
f efri deild hafði Karl Kristjáns-
son framsögu fyrir nefndaráliti
fjárhagsnefndar uin frumvarpið,
en nefndin mælti einróma með
samþykkt þess.
(Framh. á 15. síðu).
Mikla athygli hafa ýmsar meint
ar h jartahræríngar kvikmynda-
leikara í Róm vakið að urtdan-
förnu. Elizabeth Taylor (Kleó.
patra) hefur sagt skillð við mann
sinn, Eddie Fisher, og er nú orð
uð við Richard Burton, mótleik-
ara sinn i Kleópötru. Þau hafa
skemmt sér dálítið saman undan-
farið, en nú hefur brugðið svo
við, að Burton hefur fenglð á-
huga á konu sinni, mitt i öllu
þessu umstangi, og um helgina
fór hann til fundar við hana í
París. Myndln er af komu Burton
til Parísar, og ekkl er að s|á ann
að en hin érólegu hjörtu bifist
hóglega að sinni.
ANASLYS A ISLANDI
TILTOLULEGA FÆST
í danska samvinnublaðinu, Samvirke flutti. Samkvæmt skýrsl-
Samvirke var nýlega rætt um!“m Slysavarnafélagsíslands létust
hlutfallið milli bilafjolda og, urgu fyrjr 0g Undir bifreiðum, en
dauðaslysa af völdum umferð- fjórir slösuðust til ólífis í árekstr-
arinnar í nokkrum löndum' um milli tveggja bifreiða.
Vestur-Evrópu, á Norðurlönd-
um og í Bandaríkjum Amer-1
íku. ísland var þó ekki talið
með Norðurlöndunum og held-
ur ekki minnzt á Finnland.
Tíminn aflaði sér upplýsinga um
dauðaslys af völdum bifreiða á
síðast liðnu ári og bar fjölda þeirra
saman við bifreiðaeign lands-
manna, með það fyrir augum að fá
út hlutfallstölu fyrir ísland á
sama grundvelli og tolur þær, sem
Lægst af Norðurlöndum
í bifreiðaskýrslu Vegamálaskrif-
stofunnar er sagt, að tala bifreiða
á landinu um síðustu áramót,
þeirra sem hafa fjögur hjól eða
fleiri, hafi verið 23.300. Það þýðir,
að 0,52 hafa látizt af völdum um-
ferðaslysa fyrir hverjar þúsund
bifreiðir, og samkvæmt því, sem
Samvirke segir, er það langlægsta
hlutfallstalan á Norðurlöndum —
þótt ekki sé vitað um Finnland.
Svipað í USA
Næst lægst er talan í Svíþjóð,
0,9 banasljjs fyrir hveit þúsund
bifreiða í landinu, þá í Noregi, 1
á hvert þúsund, en hæst í Dan-
mörku, 1,4 dauðaslys fyrir hverja
1000 bíla. í Bandaríkjunum deyja
árlega 38000 menn í umferðaslys-
um, og mun það lála nærri að vera
0,5 dauðaslys fyrir hverja 1000
bila þar, eða mjög svipað hlutfall
og hér á íslandi.
Austurríki langhæst
Austurriki hefur langhæsta hlut-
fallstölu banaslysa, eða fimm bana-
slys fyrir hverja 1000 bíla! Næst
kemur Ítalía með 3,7 banaslys pr.
1000 bíla, Vestur-Þýzkaland ffieð
3,4, Holland 2,9, Sviss 2,4, Frakk-
land og írland með 1,4, Belgía
með 1,2 og England með eitt bana-
slys fýrir hverja 1000 bíla.
Þykir lág í USA
Það þykir athyglisvert miðað við
þessi lönd, að hlutfallstalan í
(Framh. á 15. síðu).
TVEIR
LÁTNIR
NTB — Cardiff, 10. april.
í dag létust tvær konur úr bólu-
sótt í sjúkrahúsi rétt utan borgar-
innar Cardiff í Suður-Wales. Þar
með hafa fjórar konur látizt úr
sóttinni í sama sjúkrahúsinu síðan
á laugardaginn. Átta manns er ein
angrað á þessum slóðum vegna
bólusóttar. Brezka heilbrigðiseftir-
litið he'fur aukið varúðarráðstafan
ir að miklum mun.
Heimsljós á dönsku
Fréttaritar! Tímans í Kaupmannahöfn, Geir Aöils, sendi skeyti í
gær þess efnis, aö komin væri út ný heildarútgáfa hjá. Gyldendal af
Ólafi Kárasyni Ljósvíking Þýðinguna hefur Jakob Benediktsson gert.
Þetta verk Kiljans heitir „Verdens lys" á dönskunni, eða sama nafnl
og heildarútgáfan hér. Berlinske aftenavis fer mjög lofsamlegum orð
um um þetta verk í gær. Kiljan er nú staddur í Búdapest og myndin
hér til hliðar er tekin af honum þar fyrlr skömmu. Hann er hér i
tali við Jézsef Darvas, forseta ungverska rithöfundafélagsins, en á
milli þeirra er túlkur.