Tíminn - 11.04.1962, Blaðsíða 15
BS ára í dag:
Oin Árnadóttir
Elín Árnadóttir, Brekkustíg 14,
i.y,erður 85 ára í dag, 11. apríl.
fHennar var ýtarlega minnzt á 80
;ára afmælinu. Þessi 5 ár síðan
‘hafa liðig, kyrrlát, eins og sumar-
auki á lilýju hausti. Síðasta árið
hefur þó veri.ð Elínu nokkuð
iþungt í s'kauti með veikindum og
sjúkrahúsvist, en hin æðrulausa
kona hefur gengið gegnum það
aílt með kjarki og hugarró. Og
aftur hefur dregið ský frá sólu,
og Elín hefur fengig nokkra bót
meina sinna. Hún dvelur nú sem
fyrr meðal barna sinna og ann-
arra ástvina, sem umvefja hana
ástúð og kærleika. Elín minnir
á fagurt tré í garði, þar sem það
hefur suímar eftir sumar skýlt
hinum veikari gróðri og breiðir
blöðin, Sem hafa fengið fegurstu
liti haustsins, móti geisium hníg-
andi sólar. Slík hefur ævi hinnar
hálfníræðu konu verið.
Gug blessi hana og gleðji ailar
ævistundir og gefi henni sumar
innra fyrir andann, þá ytra herðir
frost og kyngir snjó“. Þ.Þ.
Gríma
(Framtoal’d af 16. síðu).
léiklistar komizt í kynni vig nýja
menn og nýja strauma. „HúsVörð
urinn“ eftir Harold Pinter, _ sem
sýndur var hér í Þjóðleikhúsinu
í vetur, sá fyrst dagsins ljós, þeg-
ar hann var lesinn af sviði í Lon-
don. Það er eitt af markmiðum
Grímu að koma til liðs við hina
ungu, íslenzku leiklist eftir föng-
um og reyna ag sinna hlutverki
tilraunaieikhúss'ins að nokkru
leyti. Þess vegna er okkur sér-
stök ánægja ag fá leikrit eftir
nýjan höfund til meðferðar, góða
Ieikendur og góðan leikstjóra. En
það er svo kostnaðarsatnt ag setja
á svið leikrit með öllu sem til
þarf, að við völdum þessa leið,
og það verður gaman að sjá hvern
ig þessu verður tekið. Öllum er
velkomið að leita til okkar, sem
hafa áhuga fyrir leikhúsinu, og
við vonum, að íslenzkir leiknta-
höfundar komi til móts við okkur.
Nútímaleikur úr Reykjavík
Gunnar Eyjólfsson sagði, að
samlestur, eins og hér hefur verið
talað um, væri mjög frábrugðinn
leik á sviði, en gæti þó oft verið
ekki síður áhrifaríkur. Leikararn
ir eru í venjulegum fötum, ekkert
sminkaðir, engin tjöld, engin leik
hljóð; þetta væri einna líkast út-
varpsleikriti. Leikararnir eru á
baksviðinu, en ganga síðan hver
að sínu púlti. Hreyfingar eru ekk
ert atriði, en persónusköpun og
svipbrigði eiga sér stað, og reynt
er að ná tímaskyni. En verkið
er þá líka mjög nakið, þag er ekk
ert, sem dregur frá hinu talaða
orði. —
„Á morgun er mánudagur" ger-
ist í Reykjavík „á vorum dögum“
og fjallar um vandamál nútíma-
lífs, sem alla snerta. Halldór Þor-
steinsson kvaðst hafa haft alveg
ótrúlega gott af því að fá að fylgj-
ast með og vinna í leikhúsinu,
enda hefði leikritig breytzt mikið
frá fyrstu gerð; hann hefði aMrei
trúað því, að hann gæti lært
svona mikið af þessu á skömmum
tíma. Og Gunnar sagði aftur á
móti, að höfundurinn væri sér-
staklega námsfús og samvinnulip
ur. — Halldór sagðist hafa byrj-
að að skrifa þetta leikrit fyrir 4
árum og unnig við það á sumrin,
en það væri ekki unnið í flýti.
Það er í þrem þáttum. Þegar vig
vildum fá hann til að segja okk-
ur meira um verkið, brosti hann
hlýlega og sagði: „Því minna, sem
höfundar segja um verk sín, því
betra.“ —
Banaslys á íslandi
(Framhald af 1. síðu).
Bandaríkjunum skuli ekki vera
hærri, því að gengið út frá fólks-
fjölda eru bílar í Bandaríkjunum
langt um fleiri en í Evrópulönd-
unum.
Tvö dráttarvélaslys
Hlutfallstala íslands er eins
nærri réttu lagi og auðið er. Að
vísu fjölgaði bílum talsvert mikið
á síðasta ári, en við útreikninginn
voru heldur ekki talin með þau
ökutæki, sem hafa færri hjól en
fjögur, svo sem mótorhjól. Og ekki
eru heldur meðtalin tvö banaslyg
af völdum dráttarvéla, enda vafa-
mál, hvort eigi að telja þau um-
ferðarslys.
Samvinnubanki
(Framhald af 1. síðu).
Samvinnubanki íslands er merki-
legur áfangi í sögu samvinnufélag-
anna á íslandi. Eins og kunnugt er
liefur Samvinnusparisjóðurinn
starfað hér í Reykjavík um nokk-
urra ára skeið. Hefur sparisjóður-
inn vaxið og dafnað með hverju
ári og rekur nú orðið mjög um-
fangsmikil peningaviðskipti. Vegna
þess hve starfsemi lians er orðin
víðtæk er honum nú að verða ó-
hentugt að starfa undir iögum um
sparisjóði og bankaformið hæfir
betur starfseminni nú.
Sparisjóðsstjóri Samvinnuspari-
sjóðsins er Einar Ágústsson.
Spúði 100 mill|.
(Framhald af 16. síðu).
nóv., er storknaði sem hellu-
hraun.“
Fjöldi mynda fylgir þessari
grein, en í ritinu eru auk þessa
íslenzkir pípusveppir eftir Helga
Hallgrímsson, grein eftir Trausta
Einarsson um íslaust svæði á
Austurlandi á síðustu ísöld, Nýj-
nngar um íslenzk liðdýr eftir Ingi-
mar Óskarsson og skýrsla um Hið
íslenzka náttúrufræðifélag 1961
eftir Guðmund Kjartansson. Sig-
urður Pétursson er ritstjóri Nátt-
úrufræðingsins.
Margt gerist i senn
Framhald aí 3 síðu
vig jákvæðu Svari Krústjoffs.
TASS, rússneska fréttastofan,
sagði í kvöld, að skeyti þeirra
Kennedys og Macmillans væri her
bragð til að leiða athyglina frá
aðalatriðunum og hefði þag að-
eins áróðursgildi.
Dregið í HÍ
Þriðjudaginn 10. apríl var dreg
ið í 4. flokki Happdrættis Háskóla
íslands.
Dregnir voru 1.050 vinningar
að fjárhæð 1.960.000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 200.000 kr„
kom á fjórðungsmiða nr. 8673.
Tvéir fjórðungsmiðar voru seldir
í umboði Frímanns Frímannsson-
ar, Hafnarhúsinu, þriðji fjórðung
urinn var seldur í Borgarnesi, en
sá fjórði á ísafirði.
100.000 krónur komu á hálf-
miða númer 24947. Voru báðir
hálfmiðarnir seldir í umboði Valdi
mars1 Long í Hafnarfirði.
10.000 krónur: N
637 — 966 — 4092 — 8027 — 8672
13187 — 15189 — 17012 — 19508
19859 — 20378 — 23998 — 27324
29341 _ 29608 — 31438 — 31503
32086 — 35445 — 38309 — 45272
46034 — 46672 — 49104 •— 51794
56733 — 58566.
(Birt án ábyrgðar).
Tónleikar sinfóníu-
hliómsveitarinnar
Sinfóníuhljómsveit íslands held
ur 12. tónleika sína á þessu starfs
ári næstkomandi fimmtudag, 12.
apríl. Einleikari með hljómsveit-
inni er ag þessu sinni Björn Ól-
afsson fiðluleikari, en stjórnand-
inn er Jindrich Rohan.
Fyrsta verkið á efnisskránni er
Passacaglia í F-moll eftir dr. Pál
ísólfsson. Páll kvaðst hafa eytt
10 árum í samningu þessa verks,
sem hefur verið flutt hér á landi
áður, auk þess sém þag hefur
verið flutt erlendis, t.d. í Prag.
Annað verkið er konsert fyrir
fiðlu og hljómsveit eftir Brahms,
og leikur Björn Ólafsson fiðlu-
leikari einleik með hljómsveit-
inni. Konsert þessi er einn þeirra
klassisku konserta, sem allir fiðlu
léikfirar t&Tjfi sig verða að hafa
leikið. Er þetta í annag sinn, sem
Björn leikur einleik í þessum kon-
sert hér.
Þriðja og síðasta verkið á efn-
isskránni er sinfónía í E-moll eft
ir Dvorak. Sinfónía þessi er sam-
in í New York og var fyrst flutt
opinberlega þar undir stjórn
þýzks hljómsveitarstjóra.
Þess má vænta að hinn marg-
umtalaði plasthiminn, sem tón-
listarunnendur hafa beðið svo
lengi eftir, verði settur upp í
Háskólabíóinu fyrir þessa tón-
leika og mun mönnum vera mikil
forvitni á að heyra í hljómsveit-
inni, eftir að himninum hefur ver
ig komið fyrir.
Árétting
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að Þórður Hjaltason er ekki
höfundur greinarinnar um Bolung
arvík, sem birtist hér í blaðinu
miðvikudaginn 4. apríl. Höfundur
er Halldór Kristjánsson, Kirkju-
bóli, og féll nafn hans niður við
birtingu greinarinnar.
Aldargömul í gær
Aldarafmæli átti i gær frú Guðný
Guðjónsdóttir frá Mánaseli á
Tjörnesi. Guðný ólst upp í Mána
seli en giftist 1889 Sigfúsi Vig-
fússyni frá Hafursstöðum í Þistil-
firði og bjuggu þau lengst af á
kirkjujörðinni Brekknakoti í Þist-
ilfirði. Þau eignuðust 8 börn og
komust 6 þeirra til fullorðinsára
og 5 eru enn á lífi. Mann sinn
missti Guðný árið 1934, og hefur
síðan dvalið hjá bömum sínum,
fyrst í Brekknakoti og síðan hjá
Jóhönnu dóttur sinni á Raufar-
höfn. Guðný missti sjónina fyrir
20 árum, og er nú mjög hrörnuð
til andlegrar og lkamlegrar
heilsu.
Áttræí í dag
Þórunn Sigurðardóttir
Áttræg er í dag, 11 apríl, Þór-
unn Sigurðardóttir, Bugðulæk 14,
Reykjavík.
Þórunn var alin upp hjá for-
eldrum sínum Sigurði Þorleifs-
syni og Þorstínu Þorsteinsdóttur
austur á Fljótsdalshéraði. Giftist
DREGIÐ
í GÆR
Dráttur í happdrætti Félags
ungra Framsóknarmanna hefur far
ið fram, en vinningsnúmerið verð-
ur ekki birt fyrr en eftir nokkra
daga, þar eð enn eiga nokkrir eft-
ir að gera skil.
SAMSÖNGUR
Karlakór Reykjavíkur efnir til
fimm samsöngva í Austurbæjarbíói
fyrir styrktarfélaga sína og verður
fyrsti samsöngurinn í dag,
miðvikudag, 11. apríl, kl. 7 síð-
degis.
Á söngskránni verða bæði ís-
lenzk og erlend lög. Einsöngvarar
með kórnum að þessu sinni verða
þau frú Sigurveig Hjaltested,
óperusöngkona og Guðmundur
Jónsson óperusöngvari. Þau syngja
einnig saman nokkra óperudúetta.
Söngstjóri er Sigurður Þórðarson
og undirleikari Fritz Weisshappel.
Karlakór Reykjavíkur hefur nú
eftir 35 ára starf, lagt út í það
stóra átak, að festa kaup á góðu
húsnæði fyrir starfsemi sína.
Standa vonir til að kórinn geti
flutt í þetta nýja félagsheimili sitt
þegar kemur fram á sumarið og
þannig hafið starfsemi sína í eigin
húsakynnum með haustinu.
Öll undanfarin ár hefur Karla-
kór Reykjavíkur verið á hrakningi
með söngæfingar sínar, en síðustu
árin hefur hann fengið inni í Aust-
urbæjarskólanum og Iðnskólanum
og hafa skólastjórar og húsverðir
beggja skólanna sýnt kórnum sér-
staka velvild í þessum efnum, sem
kórinn þakkar, af heilum hug.
Að loknum þessum samsöngvum
mun Karlakór Reykjavíkur syngja
íslenzk pg erlend lög inn á plötu
fyrir grammófónplötufirmað Moni-
tor í New York, en það er sama
félagið og kórinn söng fyrir 1960
og hafa þær plötur verið seldar
víðs vegar um heim og einnig hjá
Fálkanum h.f. í Reykjavík.
þar VilheTm Kjartanssyni og hafa
þau búið þar á ýmsum stöðum.
Þar til nú fyrir 5 árum, að þau
fluttust hingað til Reykjavíkur og
dvelja hjá fóstursyni sínum, Ólafi
Magnússyni og konu hans að
Bugðulæk 14.
Þórunn er enn vig nokkuð
góða heilsu, þrátt fyrir háan ald-
ur. Þeir munu verða margir, sem
hugsa hlýtt til Þórunnar og manns
hennar á þessum merku tímamót-
um í lífi hennar. E.H.
Færeyingar vilja
kaupa hús
Kaupmannahöfn, 10. apríi. —
Einkaskeyti.
í Færeyingafélögunum í Dan-
mörku eru nú uppi miklar fyrir-
ætlanir um að kaupa húseign í
Kaupmannahöfn, þar sem ungir
Færeyingar, sem dveljast við nám
í Kaupmannahöfn, gætu komið
saman og jafnvel haft ódýrt fæði
og húsnæði. Jafnframt gæti slíkt
Færeyja-hús komið í góðar þarfir
sem upplýsingamiðstöð fyrir alla
þá, sem kynnu að óska frekari upp
lýsinga um Færeyjar og Fsqrey-
inga. Færeyingar hafa ákveðið hús
í huga, þar sem þeim hefur verið
boðið allgamalt hús við Strandgötu
með góðutn kjörum. — Aðils.
Kjarabælur
(Framhald af 1. síðu).
í lok svars síns segir ríkisstjórn
in, ag hún telji rétt að laun
þeirra, sem lægst eru launaðir,
verði hækkuð, að því tilskildu, að
það hafi ekki 1 för meg sér hækk
un annarra Tauna. Þetta boð
varðar aðeins hina lægst launuðu
verkamenn, en í verkamanna-
vinnu eru margir launafloMtar,
svo alls ekki myndi vera um al-
menna kauphækkun verkamanna-
kaups að ræða.
Víðavangur
(Framhald af 2. síðu).
hagræðingu byggingamanna,
þegar „vinnuhagræðing" ríkis-
stjórnarinnar er með þeim
hætti, að hún hækkar bygginga
kostnað um 70—80% eða
meira? Ríkisstjórnin er svo
stórvirk, að hún rífur niður átt
falt það, sem byggingamenn
spara. Annað er skemmdar-
starfsemi — hitt uppbygging.
Þökkum auðsýnda samúð vlð andlát og jarðarför
Páls Jónssonar.
Dætur hlns látna.
Maðurlnn mlnn,
Hervald Biörnsson,
fyrrv. skólastjóri,
andaðist 2. apríl. — Bálför hefur farið fram.
Sendi kveðjur og þakkiæti til allra þeirra, fjær og nær, sem
sýndu mér vinsemd og vlrðingu við andlát hans.
Guðríður Sigurðardóttir.
Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð okkur sýnda við and-
lát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, fósturföður, tengda-
föður og afa
Kristiáns Einarssonar,
framkvæmdastjóra.
Sérstakar þakkir eru færðar Sölusambandi fsl. fiskframleiðenda.
Ingunn Árnadóttir,
Elín Kristjánsdóttir, Magnús R. Magnússon,
Kristíne Eide Kristjánsson, Árni Kristjánsson
Áslaug Sigurðardóttir, Guðmundur Árnason,
Elsa Pétursdóttir, Einar Benediktson,
og barnabörn. ,
jTÍMINN, miðvikudagur 11. apríl 1962
15