Tíminn - 11.04.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.04.1962, Blaðsíða 7
I Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pvamkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Ritstjórar: Þórarinn Þóíarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fullferúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Egili Bjarnason. Ritstjómarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7 Símar: 18300—18305. Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusímí 12823. Áskriffargj. kr. 55 á mán. innanl. í lausasölu kr, 3 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — FIMMTUGUR I DAG: Erlingur Davíðsson, Páll Sigurðsson Listi Alþýðuflokksins við bæjarstjómarkosningarnar í Reykjavik hefur nú fæðzt eftir talsverðar þrengingar. Fyrst varð allhörð barátta um fyrsta sætið á lista flokks- ins ,enda hið eina, sem er öruggt. Þar hugðust vissir menn að bola Óskari Hallgrímssyni frá sem eftirmanni Magn- úsar Ástmarssonar, sem ekki vildi vera í framboði lengur. Þessir menn töldu Óskar ekki alveg nógu sauðtryggan og vildu fá Pétur Pétursson í stað hans. Þegar þeir urðu undir í þeirri viðureign, vildu þeir hins vegar fá mjög íhaldssama manneskju í annað sætið til þess að vega á móti Óskari og töldu jafnvel Pétur ekki nógu hægri sinn- aðan til að gegna því hlutverki. Þeir tefldu því fram Soffíu Ingvarsdóttur á móti Pétri í annað sætið og féll Pétur nú í annað sinn. Eftir það vildi Pétur ekki eiga í frekari hrakningum og hófst nú mikil leit að manni í þriðja sætið. Ekki fékkst neinn flokksmaður til að fara í það og var því hafin leit utan flokksins. Að lokum fannst ungur læknir, Páll Sigurðsson, sem hafði fengið atvinnu hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hann undirgekkst það að fara í þriðja sætið, þótt um likt leyti hefði hann látið í Ijós við forráðamenn í Sjálfstæðisflokknum, að hann teldi sig eiga heima í flokki þeirra. Við nánari athugun mun Páli Sigurðssyni ekki hafa fundizt þetta sæti neitt sigurstranglegt, því að rétt á eftir birtist nafn hans á prófkjörslista sem Sjálf- stæðisflokkurinn útdeildi meðal ffokksmeðlima sinna. Þar var nafn Páls Sigurðssonar, og bárust engar at- hugasemdir frá Páli eða mótmæli gegn þessu. Páll hefur því bersýnilega ekki haft neitt á móti því að fara á bæjarstjórnariista Sjálfstæðisflokksins, ef hann fengi þar betra sæti en þriðja sætið á lista Alþýðu- flokksins. Til þess kom þó ekki, því að Páll var með þeim lægri í prófkjörinu. Einhverjir kunna að lá Páli Sigurðssyni það, að hann skyldi vera á prófkjörslista hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann var búinn að játast undir að vera í þriðja sæti hjá Alþýðuflokknum. En gæta verða menn þess, að Páll hefur vissa afsökun. Málefnalega skilur nú ekki neitt á milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna skiptir það ekki neinu meginmáli í hvorri þeirri Kefla- víkinni er róið. Það er svo í samræmi við ,,viðreisnar“- andann, að menn bjargi sér eins og bezt þeir geta og grípi gæsina þar sem hún gefst. En ömurleg eru örlög þess flokks, sem eitt sinn laut stjórn þeirra Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdimars- sonar, að menn skuli ekki sjá neinn mun á honum og sjálfu íhaldinu og sé því sama hvorn flokkinn þeir held- ur fylla. En þetta er staðreyndin og Páll Sigurðsson er síður en svo álasverður fyrir að glöggva menn á þessu. Máli vísað frá í blöðum stjórnarflokkanna hefur því verið haldið fram í allan vetur, að meðal þeirra frumvarpa, sem einna mest væri aðkallandi að afgreiða á þessu þingi, væri frv. um almannavarnir. Það gerðist svo, er frv. var tekið til meðferðar í neðri deild, að kommúnistar hófu nokkurt málþóf gegn því. Eftir það byrjuðu Helsingforsfararnir Bjarni Benedikts- son og Einar Olgeirsson að semja um málið. Niðurstaða þeirra viðræðna varð sú, að kommúnistar hættu málþófinu, en Bjarni flutti frávísunartillögu þess efnis, að ekkert lægi á að afgreiða málið á þessu þingi. ritstjóri á Akureyri Erlingur Davíðsson er fæddur á Stóru-Hámundarstöðum á Ár- skógströnd 11. apríl 1912, yngsta barn þeirra hjóna, er þar bjuggu þá, Davíðs hreppstjóra Sigurðs- sonar og konu hans Maríu Jóns- dóttur. Eldri börn þeirra eru Ing- ólfur grasafræðingur f Reykjavík, Steinunn gift á Akureyri, Harald ur bónjli á Hámundarstöðum og Bergþóra, sem látin er fyrir nokkru, þá gift kona í Reykjavík. Hún var nemandi og um tíma kennari í Laugaskóla, og eftir hana er stutt, en einkar falleg ritgerð prentuð í ársriti skólans árið 1930. Foreldrar Erlings bjuggu áður á Ytri Reistará í Amarneshreppi, en fluttust þaðan í Hámundar- staði árið 1909. Sigurður á Reist- ará, faðir Daviðs var Hallgríms- son bónda á Kífsá og víðar Sig- urðssonar, en kona Sigurðar var Steinunn Davíðsdóttir bónda á Glerá Tómassonar bónda á Hvassafelli. María, kona Davíðs (móðir Erlings) var dóttir Jóns Ólafssonar, er ættaður var úr Skagafirði og konu hans Berg- þóru Pálsdóttur, bónda í Leyn- ingi i Eyjafirði. Koma hér sam- an þingeyskar ættir og skagfirzk ar en þó einkum eyfirzkar, sem mig skortir þekkingu til að gera grein fyrir. Um Hámundarstaði segir í Landnámu, að þar hafi Helgi hinn magri haft sína fyrstu vet- ursetu eftir að hann tók land við Eyjafjörð, en hafi um vorið eftir „vetur mikinn“ gengið á „Sólar- "fj»ll“og BéS að„svartara var miklu W*sjá iníF'til fjarðarins", en þangað flutti hann síðan fólk sitt og fjármuni og bjó í Kristnesi. Sjálfsagt hefur Erlingur geng ið á þau hin sömu fjöll, því að hann ólst upp á Hámundarstöð- um og vann þar að búi fram und- ir tvítugsaldur, en lagði síðar leið sína inn með firðinum, svo sem gert hafði forfaðir hans, og hef- ur átt þar heima lengi, inni í Eyjafirði og á Akureyri. Haustið 1931, þá 19 ára gamall fór Erlingur til náms í Lauga- skóla og var þar við nám næstu tvo vetur. Eftir það var hann eitt ár hjá Klemenzi Kristjáns- syni kornyrkjumanni á Sámsstöð um, til þess að kynna sér korn- rækt o.fl. Fór síðan í búnaðar- skólann á Hvanneyri og tók burt fararpróf þaðan 1935. Var einn- ig um tíma í garðyrkjuskólanum á Reykjum og fékk réttindi sem garðyrkjumaður. Síðan í nokkur ár ráðsmaður í Laugaskóla. Eftir að Kaupfélag Eyfirðinga stofnaði til kornræktar á jörð í Eyjafirði var Erlingur ráðinn til starfa þar. Allt var þá unnið þar með hand- og hestverkfær- um, að þreskingu undantekinni. Það þótti nokkrum tíðindum sæta, þegar Erlingur, haustið 1939, kom í kaupstaðinn með 100 tunnur af ágætu korni af akri sínum, enda hafði þá kornyrkja að mestu legið niðri í Eyjafirði um aldir, þótt af henni færu sög- ur fyrrum sem kunnugt er. Enn fremur sá Erlingur um gróður- hús KEA við Brúnalaug fram til ársins 1950. Það ár (1950) fluttist Erlingur til Akureyrar, gerðist starfsmað- ur við blaðið Dag og hefur unnið þar síðan. Haukur heitinn Snorra son var þá ritstjóri Dags og fékk hann Erling til að taka að sér afgreiðslu blaðsins, sem mikið þótti undir komið með tilliti til útbreiðslu og fjárhags. Það kom þá einnig í hlut hans öðru hverju að skrifa í blaðið, eitt og annað, þegar þess þurfti með, og að sjá um útgáfu þess á meðan ritstjór- inn var sjúkur og gát því ekki sinnt störfum. En Haukur Snorra son var svo sem kunnugt er, gæddur óvenjulegum hæfileikum til blaðstjórnar, og hefi ég heyrt Erling segja, að samstarfið við hann hafi orðið sér sem skóli á nýju sviði og mikilsverður undir búningur þess, er síðar varð. Þegar Haukur Snorrason gerð- ist ritstjóri Tímans í ársbyrjun 1956, tók Erlingur við ritstjórn Dags, og hefur verið ritstjóri síð an, eða um rúmlega 6 ára skeið. Það er ærið starf og vandasamt að stýra útbreiddasta og áhrifa- mesta stjórnmála- og fréttablað- inu, sem út kemur utan Reykja- víkur, en Erlingur hefur geng- ið að því með áhuga og dugnaði og reyndist eiga „góðan penna“ þegar til þurfti að taka, þótt ekki hefði hann gefið sig mikið að rit störfum áður. Það ætla ég, að eigi skorti hann kapp til mála- fylgju, er honum þykir þess við þurfa. En þvKfer fjarri, að Dagur sinni stjórnmáladeilum einum eða aðallega eins og'mörg viku- blöð gerðu fyrrum. Öðru efni er þar að jafnaði mun meira rúm ætlað. f seinni tíð hefi ég oft heyrt það sérstaklega haft á orði, að Dagur flytji glöggar og áreið- anlegar fréttir af atvinnulífi nórð an lands, bæði í sveit og við sjó og fylgist vel með í þeim efnum. Hafa menn þó stóru dagblöðin í Reykjavík til samanburðar, en ekki hefur ritstjóri Dags að jafn aði á að skipa öðrum blaðamönn um en sjálfum sér. Þar er e^ki fremur en yfirleitt hjá öðrum vikublöðum um verkaskiptingu að ræða. Þess má 0 jta að Erling ur hefur annazt fréttaritun nyrðra fyrir Tímann og tekið ljós myndir fyrir bæði blöðin, en þó einkum Dag. Er hann hagleiks- maður á því sviði. M.a. fór hann sl. sumar fyrir Tímann um Aust- firði, þegar síldveiðin stóð þar sem hæst, og birti Tíminn grein- ar og myndir frá honum úr þeirri för. Hann hefur farið tvær ferðir til útlanda í hópi blaðamanna, og á sumrin bregður hann sér öðru hverju í næstu byggðarlög með minnisbók sína og myndavél, en er að öðru leyti þaulsætinn á skrif stofu sinni, eða í prentsmiðju, hlýðir fréttamönnum sínum yfir í landss.ímanum, er honum þykir tíðinda von, — eða fylgist með bæjarfréttum, og unir þar vel við dagsins önn. Margir eiga þaftgað erindi og næði til ritstarfa því stundum takmarkað sem verða vill á slíkum stað, við fjölförn- ustu götu hins norðlenzka höfuð- staðar. Greinar Dags um áf-engisvanda mál þjóðarinnar nú undanfarið hafa vakið athygli og umræður meiri en flest annað, sem um þau mál hefur verið ritað í seinni tíð a.m.k. norðanlands. Erlingur er kvæntur Katrínu Kristjánsdóttur, mætri kunu þing' eyskri, þau eiga fjóra sonu upp- komna. Eru tveir þeirra við há- skólanám í Reykjavík, en hinir við verzlunarstörf á Akureyri. Um leið og ég árna Erlingi DaWðssyni heilla á merkisdegi í ævi hans, minnist ég með þökk kynningar okkar og samstarfs á undanförnum árum svo og vin- semdar, sem ég hef átt ^ið mæta á heimili þeirra hjóna. G.G. T I M I N N, miðvikudagur 11. apríl 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.