Tíminn - 18.04.1962, Page 7

Tíminn - 18.04.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs mgastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7 Símar. 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími. 12323 Askriftargj kr 55 á mán innanl t lausasölu kr. 3 eint — Prentsmíðjan Edda h.f. — 25:29 Þau tíðindi gerðust á Alþingi í fyrradag, að felld var með 29:25 atkv. sú tillaga Framsóknarmanna að aftur- kalla leyfið til stækkunar sjónvarpsstöðvar varnarliðsins í Keflavík. Allir þingmenn Framsóknarflokksins'greiddu alkvæði með tillögunni og 8 þingmenn Alþýðuþandalags- ins, en tveir þingmenn þess voru fjarverandi. Allir þing- menn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni, nema 4, sem voru fjarverandi. Þau tíðindi, að þessi tillaga skyldi vera felld, má telja einstæð í sögu svonefndra sjálfstæðra þjóða, því að engin slík þjóð hefur áður leyft erlendum aðila einok- unaraðstöðu til sjónvarpsreksturs í lándi sínu. Þvílíkt áróðurs- og áhrifatæki er sjónvarpið, að þetta er hlið- stætt því að veita erlendum aðila einkarétt til bókaút- gáfu, skólahalds eða útvarpsreksturs í landinu. Það er vitanlega fjarri öllu lagi að ætla að skjóta sér bak við það, að leyfið til stækkunar á sjónvarpsstöðinni eigi eitthvað skylt við bráðabirgðaleyfið, sem varnarliðið fékk til sjónvarpsreksturs 1955, sem var miðað við fimm- falt aflminni stöð og auk þess háð mörgum öðrum tak- mörkunum. Lengi vel reyndu menn heldur ekki til þess að ná útsendingum hennar, en allra seinustu misserin hafa örfáir reynt það við illan leik. Það, sem þá þurfti að gera, var að ganga eftir því við varnarliðið, að það fylgdi hinum umsömdu takmörkunum frá 1954 og 1955. í stað þess veitir ríkisstjórnin því leyfi til að fimmfalda stöðina og lætur blöð sín hefja áróður fyrir því, hve ágætt og gagnlegt hið erlenda sjónvarp sé. Jafnvel Mbl. og Vísir gengu svo langt að birta myndir af flatmagandi fjölskyldum fyrir framan hermannasjón- varpið og töldu það bersýnilega mjög til fyrirmyndar. Al- þýðublaðið tók hins vegar að sér að birta dagskrá sjón- varpsstöðvarinar til þess að sanna, að hér væri ekki nein hætta á ferðum, því að stöðin sýndi aðallega kúreka- myndir! Uppskeran af þessum áróðri stjórnarblaðanna varð sú, að sjónvarpsnotendur meira en tvöfölduðust á siuttum tíma og munu þeir nú vera orðnir um 400 á öllu Reykjanessvæðinu. Fyrst og fremst er það vonin um skýrara og fullkomnara sjónvarp eftir stækkunina, sem hefur ýtt undir þessa útbreiðslu. Það er erfitt að hugsa sér meiri undirlægjuhátt en þann, sem stjórnarflokkarnir hafa sýnt í sjónvarpsmál- inu. Varnarliðið fær óskir sínar strax uppfylltar og er með stækkun stjónvarpsstöðvarinnar veitt einokunarað- staða, sem einstæð er hjá sjálfstæðum þjóðum. Hér blasir við sama reynslan og í landhelgismálinu, að forustumenn stjórnarflokkanna beygja sig fyrir er- lendum óskum og kröfum á hinn ótrúlegasta hátt. Slík- um forustumönnum er vissulega ekki að treysta í þeim örlagaríku samningum, sem framundan bíða. Hvað gerir varnarliðið? Sú spurning hlýtur nú að vera ofarlega, hvort varnar- liðið notfærir sér leyfið til stækkunar sjónvarpsstöðvar- innar, eftir að ljóst er, að nær helmingur þingmanna hef- ur lýst sig mótfallinn leyfinu. Yfirstjórn varnarliðsins má gera sér ljóst, að fjöl- margir liðsmenn stjórnarflokkanna líta sömu augum á þetta og þeir 25 þingmenn, er vildu afturkalla leyfið. Það er ekki annað hægt en að líta á það sem hreina óvináttu við íslenzka menningu, ef varnarliðið fer inn á þessa braut. Vissulega ætti varnarliðið því að láta þetta ógert, nema það vilji efla gegp sér eðlilega andstöðu og óvináttu. Sfefán Jónsson, prentsmiójustjóri: Fjölgun presta í Reykjavík í Tímanum 12. þ.m. birtir biskupinn, hr. Sigurbjöm Einars- son, stutt svar við grein minni í sama blaði 8. þ.m. um_ prestafjölg unina í Reykjavík. í tilefni af grein minni segist biskupinn hafa það eitt „fram að taka“, sem fram kemur í hans stutta svari. Öllum, sem lesið hafa nefndar greinar, er vafalaust Ijóst, að í grein biskupsins felst því miður ekkert svar, engin tillaga og eng- ar ábendingar til lausnar því máli, sem hér um ræðir. Hann virðist ánægður með undirbún- ing prestafjölgunarmálsins af hálfu kirkjustjórnar ag telur at- hugasemdir mínar í því efni „missagnir“. Hins vegar finnst honum miður, sennilega mín vegna, að slíkur málflutningur minn skuli birtast í dagblaði, eða á sama hátt og fyrsta tilkynning- in um prestafjölgunina barst safnaðarráðsmönnum. Ekki tel ég mér leyfilegt að véfengja ánægju biskups með á- stand þessara mála nú, og enga löngun hef ég til að fjarlægja slíka gleði. Hins vegar tel ég mér leyfilegt og raunar skylt, sem fulltrúa í safnaðarráði, að gefa safnaðarfólki hér í bænum upp- lýsingar um viðhorf þessa máls nú, og til þess hef ég ekki aðra möguleika en í dagblöðunum, enda þurfa hvorki mistök né vel gerðir hlutir í þessu efni að vera pukursmál. Af þeim sökum vil ég til viðbótar fyrri grein minni taka fram það sem hér fer á eft- ir: . Fjölgun presta í bænum virð- dst endanlega ákveðin af kirkju- málaráðuneytinu. Sú ákvörðun er „fyrsta atrenna" málsins. Þessi ákvörðun hefur verið send safnaðarráði til framkvæmda og fyrirgreiðslu, og er því mál þetta nú á öðru stigi en ekki því fyrsta eins og biskup gefur í skyn. Hjá safnaðarráði er málið í algjörrri sjálfheldu og er ástæðan sú, að ekki var haft samráð við safnað- arráð áður en endanleg ákvörð- un um prestafjölgunina var tek- in. Hafði safnaðarrág þá á fund, um sínum fyrir löngu rætt um nauðsyn vissra lagabreytinga áð ur en til prestafjölgunar kæmi. Þegar þetta er skrifað hefur safnaðarráð enga leið fundið til að framkvæma fyrirmæli kirkju- stjórnar í þessu máli án þess að lagabreyting komi til, en slíkur undirbúningur var auðvitað æski legur áður en að fjölgunin var ákveðin. Ef safnaðarráð á að fram- kvæma umrætt mál í samræmi við ákvörðun kirkjustjórnar og gildandi lög, þá hefur það að- eins um eina leið að velja og hún er sú, að leggja til að hverjum söfnuði verði skipt í tvo sjálf- stæða söfnuði. Þjóðkirkjusöfnuð- irnir hér í bænum eru nú sjö, en yrðu eftir skiptinguna vænt- anlega fjórtán að tölu. Eftir fá ár yrðu þessum fjórtán svo aft- ur skipt. Hin fyrirhugaða skipt- ing sú gefur tilefni til ag benda á eftirgreind atriði. 1. Helmingur hvers safnaðar, miðað við núgildandi skipan, verður eftir skiptinguna án kirkju, eða þeirrar aðstöðu með kirkjuhúsnæði, sem nú er fyr- ir hendi. 2. Umboð safnaðarr.,ðainanna. sóknarnefnda og safnaðarfull- trúa breytast eða falla niður með skiptingu. í staðinn koma fulltrú ar frá nýjum söfnuðum 3. Kvenfélög, bræðrafélög og önnur félagssamtök í núgild- andi söfnuðum klofna eða leggj- ast niður við skiptinguna. Að sjálfsögðu er þó frjálst að stofna ný félög í stað hinna eldri. 4. Kirkjurnar, sem nú eru starfræktar og einnig þær, sem eru í byggingu, eru eign safnað- anna eins og þeir eru riú. Við skiptingu safnaðanna verður að fara fram mat á hverri kirkju og einnig sala í einhverri mynd ef ekki á að mismuna fólki í hinum tveim nýju söfnuðum, sem koma í stað þess eina, sem fyrir var. Þeir söfnuðir, seiri þegar hafa safnað fé til kirkjubyggingar, en ekki hafið framkvæmdir, verða að skipta því milli tveggja nýrra safnaða. 5. Hinir nýju söfnuðir myndu samanstanda af tæpum 5.000 mönnum éða ca. 1.500 fjölskyld- um. Þeir myndu því eiga erfitti með að byggja sér kirkju ogj reka hana. Bendir reynslan til að enginn fjáfhagsgrundvöllur sé! til fyrir slíku. 6. Samkomulag núverandi, safnaða við yfirvöld Reykjavík- urborgar um tekjur til Kirkju-i byggingarsjóðs Reykjavíkur erj miðað við takmarkaða tölul kirkna, eða svipaða skipan þess-j ara mála og nú er. Breytingin felur því í sér algjöra óvissu um styrki úr þeim sjóði til að ljúkai þeim kirkjum, sem nú eru í bygg. ingu og einnig til að aðstoðai hina mörgu nýju kirkjulausuí söfnuði. f; . . 5,. 7. Ekki er vitað, að skipuiag’ Reykjavíkurborgar geri ráð fyr- ir helmingi fleiri kirkjum en nú eru fyrir hendi eða ákveðnar í. hinum gömlu söfnuðum. Eða,j hvar myndi t.d. hinni nýju dóm- kirkju eða Hallgrímskirkju 2 ætlaðir staðir? Mörg fleiri atriði en þessi sjö mætti nefna, sem beina afleið-r ingu af prestafjölguninni í Reykjavík ef fylgja á gildandi lögum. Um prestafjölgunina, með þeim hætti, sem hana ber að, segir biskup landsins þó í nefndri blaðagrein: „Hefur eng- inn gert ráð fyrir öðru né annað vitað en að slík ákvörðun kirkju stjórnar yrði öllum til fagnaðar, sem bera hag kristninnar fyrir brjósti“ Eg hef bent á, ag hér í borg þá kemst ég ekki hjá að viður- kenna, að ég er andvígur þeim1 „hag kristninnar", sem felst í umræddum breytingum eins og sakir standa. Eg hef þó ekki á- stæðu til að vera andvígur fjölg- un presta út af fyrir sig, ef þannig væri í upphafi að því eina atriði staðið, að ekki fylgdi niðurrif á öðrum atriðum, sem ég tel að ekki verði bætt í bili, og máske aldrei, því að ég tel vanta fjárhagsgrundvöll fyrir 5.000 manna söfnuði með eigin kirkju hér í borg. Auk þess sem slík smæð safnaða virðist í and-j stöðu við þann stórhug, er miðai ber við í ört vaxandi borg. Eg hef bent á að hér í borginni eru tveir söfnuðir með tvo presta hvor en eina kirkju og ekki sé annað vitað en að <=líkt hafi gef- byggja og reka eina kirkju í fé- Iagi. Með tilvísan til þeirrar reynslu sem fyrir hendi er, leyfði ég mér að benda á í umræddri blaða- grein, að prestafjölgunarmálið mætti auðveldlega leysa úr þeirri sjálfheldu, sem það nú er í með þeirri einu lagabreytingu, að stærð safnaða hér miðaðist við 10—15 þúsund manns, eða 2 til 3 presta ef ekki þætti rétt að breyta ákvæðinu um tölu þeirra. Að sjálfsögðu má skipta slíkum söfnuði í starfssvæði milli prest- anna ef þeir eða einhver þeirra óskar. Allir prestarnir yrðu að sjálfsögðu að hafa jöfn afnot af kirkju slíks safnaðar og helzt (Framh á 15. síðui Fimmtugur: Björnsson Einn af þekktustu borgurum Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, iAd olf Björnsson, bankafulltrúi, er fimmtugur í dag. Hann er fæddur og upp alinn í Hafnarfirði og hef- ur átt þar heima lengst af, þótt hann hafði öðrum þræði verið Reykvíkingur, því að hann hefur starfað í Útvegsbankanum í Reykjavík um 30 ára skeið. Adolf er félagslyndur maður, enda hefur það orðið hans hlut- skipti, að vinna meir að félagsmál um fyrir samborgara sína en flest* ir aðrir. í Hafnarfirði hefur hann t.d. setið lengur í niðurjöfnunar- -nefnd samfleytt en aðrir eða nær 30 ár, formaður útgerðarráðs Bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar hefur hann verið lengi, og sæti hefur hann átt í stjórnum ýmissa félaga og fyrirtækja. Þá hefur Adolf verið virkur fé- lagi í Alþýðuflokknum, m.a. verið i framboði fyrir flokkinn og setið . f I izt vel. Þangað sé fyrirmynd að ‘ n^skiptanefnd’ ‘i’nefndur af sækja, og það jafnt þótt viðkom- andi söfnuðir hafi verið óskiptir í 10 ár i andstöðu við gildandi lög. Áframhaldandi lögbrot eru þó að sjálfsögðu ekki æskileg. Mér er ljóst, að öðrum söfnuð- um hér í borg. sem að lögum nálgast sundurskurð í miðju vegna fjölmenms. verður ekki skipt án þess tveim þeim elztu verði einnig skipt í sjálfstæða söfnuði. Eg tel einnig reynslu Hvar sem Adolfi Björnssyni hafa verið falin trúnaðarstörf, hef ur hann unnið þau af dugnaði og ósérplægni. Höfum við banka- menn kynnzt því bezt í gegnum starf hans að félagsmálum okkar, en þar hefur hann tekið virkan þátt, og er nú formaður í starfs- mannafélagi Útvegsbankans og varafórmaður í stjórri Sambands ísl _ bankamanna. Á þessum tímamótum vil ég fyrir að hœpiS se_að treysta því þakka honum ágætt starf f þá að U;cir, eða .fJeiri __s]alfstæðir«ísL bankamanna og óska honum söfnuðir komi sér saman um að( alls velfarnaðar á um. ókomnum ár- H. P. TIMIN N, miðvikudaginn 18. apríl 1962 z

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.