Alþýðublaðið - 13.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.04.1920, Blaðsíða 2
2 ALÍ>ÝÐUBLAÐIÐ Sá sem vjll vera viss um að verka- lýðurinn lesi auglýsingar sínar, verður að auglýsa í Alþýðublað- inu, sem er eign verkalýðsins og gefið út af honum. bækur, þar sem lýst er lífi fátækra bænda. Hvers gátuð þér vænst af bóndanum, þegar þér vissuð hvern- ig lífi hans var farið, en gerðuð ekkert til að bæta líf hans? Og nú eruð það þér, sem eigið bágt. Og þá skrífið þér með skjálfan(di hendi bréf, fult örvæntingár, manní, sem þér ættuð að vita, að hvorki getur svæft kviða yðar né mýkt gremju yðar. Nei, áreið- anlega ekki. Endurgjald er sjálfsagður hlutur. Vér lifum í því landi, þar sem menn hafa alt til þessa verið barðir til bana með svipum og stöfum, í því landi, þar sem menn limlestu og rifbrutu sér til skemt- unar; í því landi, þar sem tak- markalaus hryðjuverk voru framin og kvalatæki voru löguð og end- urbætt endalaust, þangað til menn urðu örvita af hryllingi og blygð- un. Sú þjóð, sem hefir verið alin upp í skóla, er á sorglegan hátt minnir á kvalir helvítis, sú þjóð, sem hefir verið alin upp við hnefa- högg, húðstrokur og svipur, hún getur ekki verið mild í huga. Sú þjóð, sem lögregluþjónar hafa fót- um troðið, hlýtur á sínum tíma líka að vera hneigð til að ganga yfir lík annara. í landi, þar sem ranglætið hefir ríkt svo lengi, veit- ist þjóðinni örðugt að finna kraft réttarins. Það er ekki hægt að heimta af þeim, sem aldrei hefir orðið var við réttlæti, að hann sé réttlátur. Við öllu má búast í þeim heimi, þar sem þér, frú, og fína fólkið létuð það viðgangast mótmælalaust, að mönnum væri misþyrmt á allar lundir. Nú eru menn gramari en fyrir fimmtiu árum, sökum svipuhöggs, sem faðir yðar veitti einu sinni þjóni sínum. Menn haía þroskast. Og eftir því sem þeir þroskuðust, óx sjálfs tilfinningin hjá þeim. En þratt fyrir það var haldið áfram að fara með þá sem þræla og líta á þá sem hver önnur dýr. Kæra frú! Heimtið það ekki af mönnum, sem þér hafið ekki gefið þeim. Þér hafið engan rétt til að búast við meðaumkun, meðaumk- un þekkið þér sjálfar ekki. Þjóðin hefir verið kvalin og veiður kval- in í framtíðinni af þeim, sem hafa á einhvern hátt vald yfir henni. Nú, þegar keisarastýrið og auð- valdið hafa leitt til stjórnarbylt- ingar í landinu, hafi hinir leyndu kraftar þjóðarinnar komist af stað, og alt það, sem var undirokað um margar aldir, hefir sprungið, og hefndin geisar alt umhverfis oss. En það er hka annar kraftur í landinu, voldugt afl, knúið fram af mikilli hugsjón, vakið af skín- andi draumi um ríki fegurðar, frelsis og réttlætis. — En, kæra frú, til hvers er að lýsa í orðum fegurð og tign hafsins fyrir þeim manni, sem ekki hefir lengur augu að sjá með! Maxim Gorki, Hjálp! Konan liggur sjúk. Barnahópurinn mikill og ósjálf- bjarga. Enginn til að annast heim- ilisstörfin. Faðirinn verður að vinna svo lengi dags, sem kostur er á, til þess aÖ þeir, sem heima sitja, hafi þó eitthvað í sig og á. Og sjúkleiki verður ávalt þung- ! ur, einkum þar sem ómegð er mikil. Að lokum þrýtur „inntektin“, og þá verður að leita á náðir sveitar eða „góðhjartaðra sálna“. Svo er leitað samskota til þess, meðal annars, að koma konunni eða heimilisföðurnum í gröfina og til þess að seðja mesta hungur þeirra, sem eftir lifa. Þetta er gömul saga, sem ávalt endurtekur sig. Og svona vilja menn hafa þjóð- félagið saman sett. Próf. Einar Arnórsson og önnur pólitisk smámenni róa öllum ár- um að því, að halda í þá þjóð- félagsskipun, sem þessu veldur. Þeir vinna að því, að halda niðri kaupi verkamannanna og draga huga þeirra frá samvinnu og sam- hjalpinni. öll orka auðvaldsins gengur £ þessa átt. Blöð og prentsmiðjur eru sett á stofn með þetta fyrir augum. Og alþýða manna gleypir svo við blöðum þess, eins og hugraður maður rífur í sig björg; og hún finnur ekkert að því, þ6- hún og fulltrúar hennar séu sví- virtir og lítilsvirtir upp í opið geðið á henni. En nú vil eg spyrja: Yæri ekki einstaklingum og þjóðfélagsheild- inni meiri blessun að því, að verkamaðurinn hefði þau laun, að hann gæti sómasamlega framfleytt fjölskyldu sinni og þyrfti hvorki að leita á náðir hins opinbera né einstakra manna, þó eitthvað bjáti á. Því öll slík hjálp gerir menn að þrælum. Það er líka manneðlinu óeiginlegt. Því meiri hjálpar, sem maðurinn nýtur af öðrum, því ósjálfstæðári verður hann. Það er staðreyDd. Ef þessir stór-„spegúlantar“, sem þykjast kallaðir til þess að skifta sér af stjórnmálum, notuðu þessa „köllum" sína til þess að benda almenningi á ráð út úr ógöngun- um, svo sem með sjúkratrygg- ingu, vel hæfilegum launum, slysa- tryggingum, ellitryggingum, stytt- ing vinnutímans, betri mentun o. fi., í stað þess að nota hanæ. ætíð í eiginhagsmuna skyni, þá væru þeir til gagns. En þeir „háu herrar“ vilja halda almenningi á beiningabraut- inni. Þeir vita, að með því einu vinna þeir sér mest gagn. Bara að alþýða manna væri orðin svo vel upplýst, að hún gæti skilið þetta! Þá væri þroska þjóðarinnar borgið. Efnamennirnir kvarta yfir því, að þeir beri alla skattabyiðina. En hví bera þeir hana? Af því, ad1 þeir haýa séð svo utn, að aðrir eignuðust ekkert. Þeir halda dauðahaldi í fjötrana.. Þeir halda verndarhendi yfir þvi, að aðalveiðistöðvar landsins séu í höndum okurkarla, sbr. Þorláks- höfn og Sandgerði. Þeir halda í; okunarverzlunina, sbr. „Kol og Salt“, í st-að landsverzlunar. Það eru þeirra verk, að lönd Reykja- víkur hafa verið gefin burtu, og. þeir halda í þá stefnu enn, í stað þess að Reykjavík gæti lifað af þeim tekjum einum, sem lönd hennar gæfu af sér, ætti hún þatfe sjálf. Þeir vilja selja kirkjugarðinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.