Alþýðublaðið - 13.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.04.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið CarefiÖ íit af .A-lþýOuflolíkniuii. 1920 Þriðjudaginn 13. apríl 81. tölubl. ^.IþýaixMaaid »©r ódýrasta, fjðlbreyttasta og %ezta dagblað landsins? Kanpið það og lesið, þá ¦'getið þið aldrei án þess verið. .A.Ö norðan. Fannkyngi mikið hefir verið -<um alt Norðurland í vetur og ekki tiefir stórhríðin undanfarið bætt "ár skák. í febrúarferð sinni lá vestanpóstur úti á Vatnsskarði og tnisti frá sér fylgdarmanninn, sem náði þó eftir mikla hrakninga til t>ygðar. Sakaði hvorugan. Áustan- jjóstur hafði um líkt leyti orðið að skilja eftir á Akureyri mikið =af blaða- og bögglapósti. í Verkamanninum hefir und- anfarið verið að birtast mjög ítar- 4eg og fróðleg grein um skattfrelsi Samvinnufélaga, eftir Halldór Frið- Jónsson. Verkamannafélag Akureyrar ¦varð nýlega 14 ára. Félagsmenn era nú á 4. hundrað og hafa sjóð- eignir félagsins aukist s 1. ár um « 264,74 kr-» Þrátt fvrir Þa^« Þ° rúmar 500 kr. hefðu verið veittar í-úr sjúkrasjóði til'styrktar veikum 'fclagsmönnum. Tengdapabbi hefir verið leik- ann i vetur á Akureyri. Róma norðanblöðin mjög meðferð lcik- «nda á leiknum. Dagnr er nú farinn að koma -sit aftur á Akureyri, helmingi stærri en áður. Ritstjóri er Jónas ,.1'orbeigsson, ungur maour og vel •gefinn, bróöir Jóns á Bessastöðum. Norðnrland mun og bráölega %laupa af stokkunum, enn á ný, með auknum krafti, að því er bréf <íið norðan hermir. : ; Hæli berklasjúkra á fíorðnr- landi. Mikill áhugi er meðal manha norðanlands á fcví, að sett verði hið bráðasta á stofn hæli berklasjúklinga á Norðurlandi. Hefir þegar safnast allmikið fé í því skyni. Nýlega samþykti Stúd- entafélagið á Akureyri áskorun til allra lækna norðan- og austan- lands um það, að þeir beittu sér kröftuglega fyrir málinu og sendu milliþirjganefndinni í berklaveikis- málinu, sem skipuð vár í vetur, rökstuddar tillögur og áskoranir um stofnun hælisins. Sýslnfnndur í Skagafjarðarsýslu sem haldinn var í febrúar síðastl., veitti 10 þús. kr. til húsmæðra- skóla á Norðurlandi og 10 þús. kr. til brúar á vesturós Héraðsvatna. Hvað veldur? Óvenjulega marg- ar jarðir eru auglýstar í norðan- blöðunum til sölu og lausar til ábúðar. Virðist það all óviturleg ráðstöfun hjá bændum, að selja jarðir sínar nú á þessum tímum, þegar alt er svo mjög á huldu, en búskapur í tryggara lagi, þegar hyggilega er á haldið. Verður helzt að geta þess til, áð geipiverð það, er jarðir hafa komist í, í seinni tíð, freisti manna til þess að selja þær. En það mun síðar sýna sig, að augnabliksgróðinn verður þeim til lítilla heilla. Þeir munu finna það, að betra hefði verið að eiga jörðina, heldur en andvirði hennar. Og ætli þeir sér að flytja til kaup túnanna, yðrast þeir fljótt þeirrar ráðsmensku. Gæzlustjóri, er Jón Stefánsson, ritstjóri, nýlega orðinn við útbú Landsbankans á Akureyri, í stað- inn fyrir Böðvar J. Bjarkan, er dvelur um þessar mundir utan- lands, til þess að kynna sér þar bankastarfsemi. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Þrælauppreistin. (Niðurl.) i Kæra frú! Spurning yðar ber ekki aðeins vitni um að yður skorti skilning á líflnu, heldur einnig hræsni syndarans, sem ekki vill játa það á sig hrein- skilnislega, að hann hefir syndgað, þ6 að hann finni það innra með sér. Þér vitið, að þér gátuð ekki sloppið við að sjá augliti til auglitis, hvernig lífi fátæka bóndans var farið. Maður, sem er barinn, hlýt- ur áð hefna síh, fyr eða seinna. Sá maður, sem aðrir hafa enga meðaumkun með, þekkir ekki meðaumkun. Það er augljóst. Og enn fremur: það er réttlátt,. ekk- ert annað. Skiljið mig þess vegna rétt: hið hræðilegasta er ekki það að slá, heldur hitt, að geta ekki gert annað en að slá. Hið hræði- legasta er ekki að vera án með- aumkunar, heldur hitt, að geta ekki vakið meðaumkun. Kæra frú! í Kiev kastaði hin góðlynda, rússneska þjóð, stór- verksmiðjueiganda út um glugga á húsi sínu. Sömuleiðis var kenslu- konu einni varpað niður á göt- una. En kauarífugli, sem fanst þar í búri sínu, var hlíft. Góða, látið illa yfir verki þessu! Veslings kanarífuglinn vakti nokkurs konar meðaumkun, en mönnunum var fleygt lít um gluggann. Þar var samt sem áður rúm fyrir með- aumkun í hjörtum byltingarmann- anna. En sú meðaumkun beindist ekki tjl mannannanna, sem ekki áttu það skilið. í því er fólgið hið óttalega og sorglega. Kæra fiú! Eruð þér nú alveg vissar um að þér haflð rétt til að heimta, að menn hegði sér gagn- vart yður sem mannlegri veru, Þegar þér sjálfar alla æfi hafið verið án meðaumkunar með ná- unga yðar, og álitið að hann stæði ekki jafnfætis yður. Þér skrifið bréf. Þér eruð mentaðar. Þér hafið að Ukindum einnig lesið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.