Alþýðublaðið - 13.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1920, Blaðsíða 3
ALÝÞÐUBLAÐIÐ 3 og aðrar landseignir einstökum mönnum til að okra á. Þeir eiga sök á húsaokrinu og húsnæðis- eklunni. Og svona mætti teija upp í það óendanlega. En eyru og augu almennings eru lokuð. Yitanlega hrópar hann upp um dýrtíð og okur og annað fleira, en vill þó ekki skipa sér um þá menn, sem vilja reyna að létta okrinu af allri þjóðinni. Pals og fagurmælgi andstæðing- anna má sín ávalt meira. Þorfinnur Kristjánsson. Með lögnm skal land byg'gja. Hinir sóttkvíuðu í Kennaraskól- anum kveina, sem vonlegt er, yfir því, að vera sóttkvíaðir. En allar forsendur þeirra, í þessum kvörtunum, hafa við lítil rök að styðjast. Þeim er auðvitað vorkun, þótt þeir kvarti. En rembingurinn í kvörtunum þeirra og hótun fyrir illa meðferð og atvinnutap, eru svo fíflslegar, að furðu má gegna að menn með fullu viti hafa látið þær frá sér fara. — Sumir segja nú reyndar, að vín hafi flóð í stríðum straumum meðal þessara manna, og er þeim þá fyrirgefið, þó þ,eir mæli staðlausa stafi. Þó víndrykkjan og bannlagabrotið verði þeim ekki fyrirgefið. Með fullu ráði hljóta þessir menn að vita það og viðurkenna, að ein- staklingarnir verða að víkja fyrir heill heildarinnar. Þeir eiga að gera alt, sem í þeirra valdi stend ur, til þess, að beir leiði ekki bölvun yfir þúsundir manna, vegna bráðræðis eða ólöghlýðni. Þeir sóttkvíuðu hafa birt, eða látið birta, langt bréf til stjórnar- ráðsins. Með því fylgdu vottorð tveggja lækna, Þórðar Thoroddsen, sem er einn af farþegum, og sótt- varnarlæknisins. Mér er spurn: Hvernig getur herra Thoroddsen gefið vottorð um það, að veikin, sem var í farþegum á íslandi, sé hin sama og hér er fyrir? Hefir hann athugað sjúklingana hér í bæ? Nei. Hví gefur hann þá þetta vottorð? Svari hann því. Héraðs- læknir hefir dregið þá yfirlýsingu, er hann hefir gefið lögreglustjóra, af þeim upplýsingum, er hann hefir fengið hjá sóttvarnarlækni. Al- menningur getur dæmt milli hæfi- leika þessara tveggja lækna. Reykvíkingar muna hörmung- arnar, sem inflúenzan leiddi yfir bæinn í fyrra og svifti yfir 300 manns lífi, á örskömmum tíma. Og yfirvöldin muna þær líka. Á3tæðulitlar kvartanir og heimsku- legar hótanir hleypa aðeins illu blóði í bæjarbúa, og það verður sízt til þess, að hinir sóttkvíuðu losni fyr en lög mæla fyrir. Gætið þess, góðir menn, að allir eru jafnir fyrir lögum. Eitt verður yfir alla að ganga, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir. /. Hafís. í gær sást sundurláus ís írá Siglufirði alllangt norðaustur af Skaga. Ekki mun mikil hætta á því, að ísinn verði landfastur, ef ekki gerir snarpa norðanátt. Um daginn 09 vegii. ) - . Fiskisbipin. í morgun komu „Geir“ með 85 föt lifrar, „Ethel" með 65, og „Snorri Goði“ kom í morgun með slasaðan mann, þó ekki hættulega, eftir sólarhrings útivist; hafði 30 föt. Frá Englandi kom í gær skonnortan Kveldúlfsfél., „Mun- inn“, með kol. Yeðrið í dag. Reykjavík .... - A, 1,4. ísafjörður .... . NA, -f- 2,0. Akureyri .... • logn, 3,0. Seyðisfjörður . . . NA, -5- 1,6. Gnmsstaðir . . . . NA, 5,0. Þórsh., Færeyjar. . A, -r- 4.4. Stóru stafirnir merkja áttina. -f- þýðir frost. Loftvog há og stígandi ; lægst fyrir sunnan land; norðaustlæg átt; hrið á Seyðisfirði. Keoíslix tek eg að tnér. T. d. að búa nem- endur undir inntökupróf í I. bekk gagnfræða- eða lærdómsdeildar Mentaskólans (spec. stærðfræði). Upplýsingar í síma 981. Halldór Ivolbeins;, cand. theol. Karliannaföt blá og mislit, saumuð á vinnustofu minni, seljast nú ódýrt iBuém, Sicjurðsson klœðskeri Viðgerðir á blikkílátum fást á Laufásveg 4, kjallaranum. Jón Sn. Jónsson. ■ Nýir eikarbalar til sölu a Grettisgötu 37- Nýleg primus-suöuvél til sölu með gjáfverði. Emnig yerkamannastígyél úr gummi, nr 42 Uppl. á afgr. Alþbl. Agætur írakki, með loðfcldi, jacket sportjakki til sölu og sýnis á afgr. Alþbl. Sjömannajélagar! Öllum tillögum til félagsins, eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (Laugav. 18 B) alla virka daga kl. 10—7. Gjaldkerinn. Kaupið Fæst hjá Gudgeiri Jónssyni. Alþbl. er blað allrar alþýðul

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.