Tíminn - 19.05.1962, Blaðsíða 1
Fólk er beðið að
athuga, að kvöldsími
blaðamanna er
1 8303
SÖLUBÖRN
Afgreiðslan í Banka-
stræti 7 opnuð kl. 7
alla virka daga
LEYNIÞRÆÐIR
AFHJÚPAÐIR
Mönnum blöskrar óheil-
indi Sjálfstæðisfl. að kjósa
Einar Olgeirsson foringja
kommúnista í stjórn eins
stærsta og mikilvægasta fyr
irtækis þjóðarinnar, á sama
tíma og Mbl. er stútfullt dag
eftir dag af áróðri gegn
kommúnistum.
Skrípaleikurinn, sem leikinn
var á eftir, nær ekki að breiða
yfir hin sterku tengsl, sem
Einar Olgeirsson og kommúnist
ar hafa við Sjálfstæðisflokkinn,
heldur afhjúpuðust leyniþræð-
irnir nú erin einu sinni, en
skammt er siðan og mönnum
enn í fersku minni, er Bjarni
Benediktsson sendi Einar 01-
geirsson sem sérstakan sendi-
mann sinn til Helsingfors, eftir
að hann og Morgunblaðið hafði
kallað skrif Þjóðviljans um
Finnlandsmálin svívirðilegt níð-
ingsbragð við bræðraþjóð okk-
ar, Finna, er hún átti í erfið-
leikum á örlagastundu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft þann hátt á við kjör í Sogs
stjórn, að láta verða sjálfkjörið.
Hefur íhaldið aðeins stungið
upp á tveimur mönnum og
kommúniStar stungið upp á hin
um þriðja, og þeir þrír sjálf-
kjörnir án atkvæðagreiðslu.
Átti að sjálfsögðu að hafa
sama háttinn á nú. Þórður
Björnsson bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins stakk hins veg-
ar upp á fjórða manninum,
Birni Guðmundssyni, þótt fram
boðið væri vonlaust. Gerði hann
það svo atkvæðagreiðsla yrði að
fara fram og í ljós kæmi, hvort
Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði
ekki að bæta þriðja manni á
lista sinn. — Er Þórður hafði
gert uppástungu sína, bætti
Geir borgarstjóri þriðja nafn-
inu á lista sinn, nafni Tómasar
Jónssonar borgarlögmanns. En
til að halda samkomulagið við
félaga Einar, lánaði Sjálfstæðis
flokkurinn honum eitt atkvæði
til að tryggja honum setu í
stjórninni. Listi Sjálfstæðisfl.
fékk 9 atkv., listi kommúnista
4 atkvæði, listi Framsóknarfl
1 atkvæði, en fulltrúi Alþýðufl.
sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Það er því augljóst og óum-
deilanlegt, að einn fulltrúi Sjálf
stæðisflokksins greiddi Einari
Olgeirssyni atkvæði. Fráleitt er
að halda því fram, að um mis-
tök hafi verið að ræða, en það
var gert í skrípaleiknum, sem á
eftir kom. Listar flokkanna við
atkvæðagreiðslur í borgarstjórn
inni eru ávallt eins merktir,
listi Sjálfstæðisfl. er ætíð D-
listi og er fráleitt að halda því
fram, að borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisfl., sem búnir eru að vera
mörg ár í borgarstjórninni
þekki ekki listabókstaf Sjálf-
stæðisflokksins. Mbl. auglýsir
það ekki svo lítið þessa dag-
anna, að það sé D-listinn og
fer ekkert milli mála.
AU löngu eftir að kosning
hafði farið fram, forseti lýst
hana lögmæta og Einar Olgeirs
son rétt kjörinn í stjórn Sogs-
virkjunarinnar, búið var að
bóka kjör hans í gerðarbók
borgarstjórnar, og búið að af-
greiða annan dagskrárlið fóru
(Framhald á 15. sfðu)
EFTIR HÓTANIR OG SVIKABRIGZL URÐU
MORGUNBLAÐSRITSTJÓRARNIR ALLT í EINU
HUÓDLÁTIR OG
HOGVARIR MENN
„ÞaS voru hljóðir og hóg-
værir menn", sem birtu í Morg
unblaðinu í gær fréttina um
samkomulag verkamanna og
atvinnurekenda á Akureyri og
Húsavík um nýja kjarasamn-
inga. Fréttin birtist i smá-
klausu undir eindálka fyrir-
sögn, eins og sýnt er með Ijós-
mynd hér í blaðinu.
Tvímælalaust má þó telja
þetta samkomulag einn stærsta
atburð, sem hefur gerzt hér
um margra mánaða skeið. Með
þessu samkomulagi er lagður
grundvöllur að verulegum
kjarabótum og vinnufriði.
Mætti vel álykta af þessu, að
Mbl. teldi varðveizlu vinnu-
friðarins ekki neitt stórmál og
kjarabætur alþýðu þó enn
mínna.
Þessi ,,hógværð“ Mbl. á hins
vegar sína skýringu. Þótt ríkis-
stjórnin væri búin að látast
meðmælt kauphækkun til
hinna láglaunuðu, gerði hún
allt sem hún gat til að koma
í veg fyrir samkomulag. Hún
reyndi eftir megni að spilla
fyrir því, að samkomulag næð-
ist nyrðra og gekk meira að
segja svo langt að láta Mbl.
heimta lögbindingu til að
koma í veg fyrir það. Daginn,
sem samið var, birtust þau um-
mæli í forustugrein Mbl., sem
fylgja hér ljósmynduð þar eru
þær kjarabætur, sem samið
var um, en kallaðar hvorki
meira né minna en „áhlaup
kommúnista á hendur hinu ís-
lenzka þjóðfélagi“!
Af þeim ummælum Mbl.
geta menn bezt ráðið, hvort
samkomulag hefði náðst á Ak-
ureyri, ef stefna ríkisstjórnar-
innar hefði fengið að ráða.
Mbl. í gær sýnir bezt, hvert
hið rétta hugarfar er. Af því
ættu launastéttirnar að geta
mikið lært.
A3 ofan er síðasta setningin úr
aðalleiðara Mbl., daginn áður en
samningar tókust. Hér til hliðar
er svo eindálkurinn um stórfelld
ustu frétt síðustu mánuðina. —
Hann ber því vitnl að það var
hógvært Mbl., sem kom í gær, —
daginn, sem þeir voru að hugsa
sig um, hvernig þeir skyldu
reyna að klóra sig yfir „áfallið"
VIVNDVV.ITENDl!R :i Aknroyrf
Verkolýtefétftfr Akure.yrar
feéJAt fnmdf i faerkvfdrti. Á báff-
urn fnndjimun vor saunþykkt
eamkwuulajfiff, sefu sauintasa-
nofndir Wffrf Þíhóu nnff. VoW-
ur kuupUækktuiín nofckru
mínnl en faríð hafðí verif>' fr.uu
: . ■ . ... -VMMMtje
i ~
llækkar fcaupið fra4*% off npp
á 10% cittr fiobknw, «n þd cr
nndvifftð InnlftUfu w 4«. k»™
hmkkun, som koma áttl tU fnun
kvftMUÁa hsnu 1. júni.
„EINS OG JATNINGARIAUSTURVEGI”
sjá
bls.
16