Tíminn - 19.05.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.05.1962, Blaðsíða 16
Laugardagur 19. maí 1962 113. tbl. 46. árg. Sveinn Svemsson, meðlimur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfé- Iaganna í Reykjavík segir frá vinnubrögðunum við upp stillingu íhaldsins og skorar á sjálfstæðisfólk að hegna | flokknum með fylgistapi. ,ÞETTA VORU ALVEGIINS OG JÁTNINGAR í AUSTURVEGI' Það er á vitorði allra í bæn- um, hvílíkt upplausnarástand ríkir nú í herbúðum Sjálf- stæðisflokksins eftir bola- brögð þau, sem notuð voru við framboð flokksins í Reykjavík og rutt af listanum 6 af þeim tíu bæjarfulltrúum, sem sátu í bæjarstjórn síðasta kjörtíma- bil. Margir Sjálfstæðismenn ræða um þetta, og táknrænt dæmi um viðhorfið er það, sem Sveinn Sveinsson, Skúla- götu 74, hefur um þetta að segja. Sveinn hefur verið mjög virkur liðsmaður Sjálfstæðis- flokksins í þrjá áratugi, setið i fulltrúaráðinu í Reykjavík fram að þessu, að hann sagði sig úr því, og ekki legið á liði sínu við kosningar. Tíðinda- maður blaðsins hitti hann að máli í fyrradag, og ræddi þessi mál við hann ,og honum fór- ust orð á þessa leið: — Mér er þaS ekkert launungar- mál, að þótt ég sé nú búinn að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn við hverjar kosningar í 30 ár, og hafi verið virkur Sjálfstæðismaður og ekki dregið af mér, er nú svo kom- ið, að í þessum kosningum get ég ekki og ætla ekki að styðja Sjálf- stæðisflokkinn. Ég vil þó taka fram, að þetta er ekki vegna þess, að ég sé andvígur grundvallar- stefnu Sjálfstæðisfloksins, svo sem stuðningi við einstaklingsframtak, en ég tel gerðir flokksforystunnar orðnar með þeim hætti, að þar sé allsráðandi valdabarátta og eigin- hagsmunastreita. — Ég nefni sem dæmi uppstill- ingu flokksins hér í Reykjavík. Þar er 5 eða 6 bæjarfulltúum rutt af listanum, og eru margir þeirra á- reiðanlega beztu fulltrúar flokks- ins í bæjarstjórn og ekkert út á þá að setja, heldur hið gagnstæða, og þeir njóta trausts flokksmanna. Það eru þær aðferðir, sem notað- ar voru til að bola þessum mönn- um af listanum, sem ég vil mót- mæla. Allir vita, að í prófkjöri því, sem fram fór, tóku þessir menn þátt og kepptu þar um sæti, en þeg ar á fulltrúaráðsfund er komið, er Höskuldur Ólafsson, varafor- maður ráðsins, látinn tilkynna það með sínum sterkasta rómi, að allir þessir menn hverfi af listanum að eigin ósk!! Þetta er alveg eins og játningar í austurvegi, þar sem menn eru látnir játa því, sem er Fimm systkin, börn hjón- anna Vigfúsar Jónssonar frá Atli er hress Atli Ingvarsson, sem var í flug vélinni, sem fórst um daginn á Korpúlfsstaðatúni, liggur nú í Landakotspítalanum og líður hon um mjög vel eftir atvikum. Rann sókn er jafnframt hafin á orsök- um slyssins, en erfitt er að segja til um þær, því enn bendir allt til þess, að ekki hafi neitt bilað í vélinni, er hún hrapaði. Richard Thors læknir veitti blað inu í gærkveldi upplýsingar um líðan Atla. Hann var skorinn upp við innvortis meiðslum, strax og hann kom í sjúkrahúsið. Auk inn vortis meiðslanna var hann tals- vert meiddur á höfði. Atli hefur alltaf verið með rænu, síðan hann kom í sjúkrahúsið, og hann hefur einnig jafnað sig alveg andlega. Sigurður Jónsson hjá loftferða- eftirlitinu stjórnar rannsókn slyss ins. Hann sagði blaðinu í gær- kveldi, að komið hefði i ljós,.að allir stýrisvírar hefðu verið 1 lagi. Vélin reyndist líka í lagi. Hún var sett í gang í dag og gekk eins og ekkert hefði i skorizt. Á þessu stigi málsins er ekkert unnt að fullyrða um orsakir slyssins, en beðið er eftir því, að Atli verði I svo hress, að hann geti skýrt frá gagnstætt áður yfirlýstum vilja. — Ég tel, sagði Sveinn enn frem ur, að sto’órn fulKjrúaráðs Sjálfstæð isfélaganna í Reykjavík sé orðin svo einræðiskennd, að engu tali taki. Áður var þar allt frjálslegra og menn ræddu þar málin og þurftu ekki endilega að vera alltaf á sömu skoðun. En nú tekur varla maður til máls, og forystumenn- irnir segja_ þar aðeins fyrir verk- um. Birgir Kjaran hefur þar nú öll völd, og auðsætt er, að með þess- um einræðisaðgeiðum við uppstill- inguna er hann að þreifa fyrir sér um það, hvað má bjóða mönnum, og hvað unnt sé að gera í skjóli þess sterka meirihluta, 10 fulltrúa, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði síðast, Takist þessum mönnum þetta án þess að flokkurinn tapi í kosning- unum, þá vitum við á hverju við (Frambald a 15 síðuí Iðu og Sólveigar Snorradóttur frá Þórustöðum, er bjuggu í Þorleifskoti í Laugardælasókn, hafa nú áformað að reisa nýja kirkju í Laugardælum. Þrjú þeirra systkina, Magnús, Snorri og Ingveldur, eru búsett hér í Reykjavík, en tvær systur, Kristín og Þórhildur, í Laugar- dælasókn. Foreldrar þeirra og einn bróðir, Guðjón, hvíla í kirkju garðinum í Laugarlælum. BlaSið ræddi fyrir skömmu við Sveinn Sveinsson annan bræðranna, Magnús, húsa- smíðameistara, um þessi bygging- aráform, og sagði hann, að hafizt yrði handa í sumar og kirkjan reist, ef sóknarnefnd og jarðeig- andi, sem er Kaupfélag Árnesinga veita heimild til þess. Þá sagði Magnús, að komiS gæti til mála að fleiri aðilar léðu þessari bygg- ingu lið. Bjarni Pálsson, skólastjóri iðn skólans á Selfossi, er nú að teikna kirkjuna, sem verður af svipaðri stærð og gamla kirkjan, 60—70 fermetrar, en hún var rifin fyrir 4—5 árum. Fimm sysfkin byggja kirkju í Laugardælum ÞórSur Björnsson KVEÐJA ÞÓRDAR Að loknum dagskrárstörfum á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í fyrrinótt kvaddi Þórður Björnsson, borgarfulltrúi Fram sóknarflokksins, sér hljóðs og bað bókunar á eftirfarandi kveðjuorðum frá sér: — Þegar ég nú hverf úr borgarstjórn Reykjavíkur eftir 12 ára veru hér, vildi ég mega nota tækifærið í lok þessa síðasta fundar borgarstjórnar, sem ég sit, og þakka forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúum öllum sam- veruna. Vér borgarfulltrúarnir höfum deilt um margt á liðn- um árum. Sá ágreiningur hefur nánast aðeins verið um leiðir, en markmið verið sameiginlegt: Hamingjusamir íbúar í glæsilegri höfuðborg hins íslenzka lýðveldis. Ég veit, að ég mæli fyrir munn vor allra, er ég læt það verða mín seinustu orð hér í borgarstjórn að óska Reykjavík og Reykvíkingum giftu og gengis á öllum ókomnum árum. — Þórður Björnsson.. --- -------- -- ----------B SJÁLFROÐALIÐAR: Nú er aöeins vika til kosninga, og enn er eftir að inna mikla vinnu af höndum. B-listann vantar því sjálfboðaliða til starfa nú þegar. Stuðningsmenn B-listans. Hringið strax í aðalskrifstofuna, Tjarnargötu 26, og látið skrá ykkur til starfa. Allar hjálparhend ur eru vcl þegnar .Sjálfboðaliðar, látið B-listanum í té allan þann tíma, sem þið mögulega getið, eftir að daglegum skyldu- störfum er lokið. Munið, að ein vika er skammur tími. Símar skrifstofunnar eru 1-55-64, 2-47-58, 2-41-97 og 1-29-42. BIFREIÐAEIGENDUR: Áríðandi er, að þeir bifreiðaeigendur, sem geta ekið fyrir B-listann á kjördegi, láti skrá sig fyrir mánudagskvöld á svæða- ".krifstofunum. sem auglýstar eru á bls. 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.