Tíminn - 26.05.1962, Síða 14

Tíminn - 26.05.1962, Síða 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eftir Arthur Bryant. Heimiidir eru STRIDSDAGBÆKUR ALANBROOKE varizt þeim grun, að gangur stríðs ins kynni að hafa orðið annar en hann varð, ef Gott hefði stjórnað áttunda hernum. Svo þreyttur sem hann var, held ég að hann hefði ekki haft þrek og orku til þess að heyja stríðið eins og Monty gerði. Að miðdegisverði loknum sat ég ráðstefnu með þeim forsætisráð- herranum og Smuts. Eg vkrafðist þess eindregið, að Montgomery yrði látinn taka við af Gott. For- sætisráðherrann var fremur með- mæltur Wilson ,en Smuts studdi mig og nú hefur ráðuneytinu verið sent skeyti, þar sem Montgomery er boðið að koma og taka við stjórn áttunda hersins. Harriman (Averell Harriman, sérlegur fulltrúi Roosevelts for- seta í Stóra-Bretlandi), kom í dag, ásamt nokkrum Rússum. Þeir eiga að fylgjast með okkur til Moskvu. Sömuleiðis Maxwell, ameríski hers höfðinginn .... Málunum hafði nú verið ráðstaf að eins og ég helzt vildi. Alex veitt herstjórn í Mið-Austurlöndum og Monty falin sljórn áttunda hersins. Eg þekkti iþá báða vel og var viss um að þetta samband þeirra myndi reynast vel . . , . “ Enn var eftir að boða Auchin- leck þau alvarl. tíðindi, að svipta ætti hann herstjórnarstöðu sinni — sem var ein sú miðilvægasta innan hersins. Fyrir alla hlutað- eigendur var sú ákvörðun ógeðfelld og óæskileg. Allir dáðust að hon- um sem manni, drenglyndum og frábærum hæfileikum búnum og báru til hans virðingar — og vin- arhug .... „8. ágúst. Eg var vakinn snemma með þeim fyrirmælum, að koma til svefnherbergis forsætisráðherr- ans, þar eð honum hafði nú borizt svar frá ráðuneytinu. Þeir höfðu nú fallizt, treglega að vísu, á skipt ingu herstjórnarinnar. Engu að síður var útnefning Montgomery ákveðin og sömuleiðis valið á K. Anderson sem eftirmanni hans. Því næst var Jacob sendur með bréf forsætisráðherrans til Auchin leck og sagt að koma aftur með svar. Loks fórum við, forsætisráð- herrann, Harriman og ég, með Dick McCreery í heimsókn til 8., 9. og 24. stórfylkisins, sem öll bíða eftir úthlutun skriðdreka .... Kom aftur hingað klukkan 2,30 e.m. og borðaði hádegisverð með þremur rússneskum mönnum, sem eiga að verða ferðafé- lagar okkar til Moskvu. Talaði lengi við rússneska hershöfðingj- ann að hádegisverði loknum en hélt því næst til bandarísku aðal- bækistöðvanna, þar sem ég hitti Maxwell hershöfðingja, sem skýrði mér mjög nákvæmlega frá eftirliti þeirra með Afriku-leiðinni. Aftur til sendiráðsins til fundar við þá Jacob og forsætisráðherr- ann. Auchinleck hafnar nýrri út- nefningu og kýs heldur að draga sig í hlé .... 9. ágúst. Cairo. Hafði ákveðið að borða morgunverð með forsætis- ráðherranum klukkan 8,30 f.m. — Klukkan 7 f.m. kom herbergis- þjónninn hans (Sawyers) til að segja mér að forsætisráðherrann væri vaknaður og vildi fá að vita hvenær ég ætlaði að borða morg- unverð. Eg sagði klukkan 8,30 f.m. eins og ákveðið hafði verið .Þjónn inn varð óttasleginn og svaraði: „En, Sir Alan, forsætisráðherrann vill borða morgunverð, þegar hann vaknar!“ Eg sagði að ef svo væri, þá yrði hann því miður að borða morgunverð sinn einn, þar eð ég ætiaði mér að borða klukkan 8,30. Að svo mæltu sneri ég mér til veggjar og bjóst til að sofna aftur. Klukkan 8,30 fór ég til fundar við forsætisráðherrann. Hann hafði þá lokið við að borða morgun verðinn, en bar engan óvildarhug til mín. Við áttum von á Alexand er og ég vildi umfram allt hitta hann og hafði því mælt svo fyrir, að honum yrði strax vísað til her- bergis míns. Svo illa vildi til, að hann kom meðan ég var að borða morgunmatinn. Þjónninn hvíslaði í eyra mér, að hann væri kominn, en forsætisráðherrann heyrði það, og varð því að segja honum, að Alex hefði farið inn í snyrtiklef- ann. Loks fékk ég tækifæri og flýtti mér út til að hitta hann .... 10. ágúst: Borðaði morgunverð með forsætisráðherranum og Alex. Ræddi því næst við Wavell til há- degis og snæddi því næst hádegis verð. Tók á móti Gatehouse (Á.H. Gatehouse hershöfðingi, yfirmað- ur 10. herdeildarinnar) klukkan 3,30 e.m. Aftur til sendiráðsins, til að ræða um flutninga og sigl- ingar við forsætisráðherrann og Lindsell, frá klukkan 5—6 e.m. Eg hefi nú lokið við að ganga frá farangrinum mínum. Þar eð við leggjum af stað í Moskvuferð okkar næstu nótt, laust eftir mið nætti. . . . “ „11. ágúst 1942. Teheran. 6y2 klukkustund — 1300 mílur. Fór- um frá Cairo litlu eftir miðnætti og ókum út til flugvallarins, þar sem þrjár Liberabors-flugvélar biðu okkar. Ein fyrir forsætisráð herrann með lækninn og annað fylgdarlið hans. í flugvélinni með mér voru Wavell, Tedder og Jacob. Brottför okkar seinkaði til klukk 67 an 2 e.m., en um orsök þess veit ég ekki . . . Við lentum klukkan 8,30 c.m. og ókum til sendiráðsins, þar sem við þvoðum okkur og borðuðum morgunverð. Ætlunin hafði verið sú, að halda áfram ferðinni eftir eina klukkustund, en vegna hinn- ar seinkuðu brottfarar nóttina áður, var augljóst, að við mynd- um aðeins komast til Kuibyshev þá um nóttina, en ekki alla leið til Moskvu. Það var því afráðið, að eyða deginum hér og leggja af stað til Mtoskvu snemma næsta morgun. 12. ágúst: Teheran. 2J/2 klukku stund. 400 mílur. Vakinn klukkan 4,45 e.m., borðaði morgunverð klukkan 5,15 og lögðum af stað til flugvallarins klukkan 5,30. — Vegna venjulegra tafa þar, var ckki lagt af stað fyr en klukkan 6,45. Þegar flugvélin var komin á loft, settist ég við gluggann og naut hins góða útsýnis. Þegar við höfðum flogið í cina klukkustund, var okkur tilkynnt að ein vélin af fjórum hefði bilað, svo að hreyf- illinn snerist ekki .lengur. Við urð um því að snúa við og þegar búið var að athuga vélina, var okkur sagt, að við gætum ekki lagt af stað aftur fyrr en í fyrramálið. Við fórum því aftur til sendiráðs- ins. Raunverulega megum við þakka forsjóninni fyrir líf okkar og limi, þar eð bilunin var þannig, að hún hefði auðveldlega getað orsakað íkveikju í flugvélinni. Eftir hádegisverð fór ég í bað og svaf svo vært og lengi. Nú erum við búnir að borða miðdegisverð og ætlum að fara snemma í rúmið þar eð ætlunin er að fara héðan með rússneskri flugvél klukkan 5 e.m. Flugstjórinn okkar er Rúss á leig sinni til Moskvu, meðan við snerum aftur til Teheran. Mér féll ekki vel að sjá hann fjarlægj ast og hverfa mér úr augsýn án þess a'ð vita, hvernig við gætum fylgt honum eftir. Nóttin í Teheran var ekki sér- 57 — Ner, vinur. Eg get ekki fylgt þér nú. En ég treysti þér, sagði frúin. SýslumaSur gekk einn til fund ar við Sigþrúði Hann vissi ekki fyrr en hún gaf ákveðið neitandi svar, að hún var heitin Guðmundi Björnssyni. Hún sagðist vita, að Þóroddur væri prýðilegur maður, sjálfsagt bæði vænn maður og En þrátt fyrir það hefði hún neit að honum, þótt ólofuð væri. Hún hefði ekki viljað verða stjúpmóð ir barna Guðrúnar í Ási og lifa í nábýli við jafn riklundaða konu, sem gömlu frúna í Ási. Það hefði orðið sér óbærileg kvöl, að sjá hina ættstóru, drambsömu konu gera mun á börnum sama manns ins. En slíkt hefði áreiðanlega orðið, ef þau Þóroddur hefðu eignazt börn. En því leyndi Sigþrúður, sem einnig bjó í huga hennar, að hún vildi ekki verða seinni kona nokkurs manns. Og við það upp gjör fann hún sárt til þess, að í raun og veru var hún sjálf ekkja þar sem hún hafði fætt barn. Sýslu maður hvarf af þessú móti og hlaut að segja Þóroddi svar Sig- þrúðar, er væri heitbundin Guð •úiundi Björnssyni, sem hvorki! hann né kona hans höfðu vitað. Þóroddur tók hryggbrotinu með þeirri háttvísi, sem honum var lagin. Bað hann fyrir kveðju' til, Sigþrúðar og hamingjuóskir. Þegar Þóroddur var að ríða út með hlíðinni, sá hann mann koma á skíðum ofan brúnina. Maðurinn bar sig vel og stóð fallega hina miklu brekku. Hann kom í veg fyrir Þórodd. Þetta var Guðmund ur Björnsson. Þóroddur kallaði til hans og kvað hann skíðamann góð an. Er þeir höfðu heilsazt sagði hann Guðmundi erindi sitt í Hvamm og óskaði honum til ham- ingju með festarmey sína. Kvaðst hann vona að þeir yrðu vinir framvegis, þó að báðir hefðu þeir beðið hinnar sömu stúlku. Guðmundur Björnsson gladdist innilega við þessa kvcðju. Og voru þeir jafnan síðan vinir, hann og Þóroddur. XXI Um vorið fluttu ungu hjónin að Teigi. Þá jörð átti sýslumað- ur. Var Teigur ein af fjórum jörð um hans, sem lágu allar saman. Var ein af jörðum sýslumanns á milli Teigs og Hvamms. Upplýst ist síðar að. Guðmundur fékk lífs tíðarábúð á jörðinni. Sveinninn litli varð eftir í Hvammi. Var það látið heita svo að sýslumannsfjölskyldan hefði tekið svo miklu ástfóstri við barn ið, að hún hefði ekki getað sleppt hendi af honum. Og vel dafnaði hann í umsjá frú Ragnheiðar. Allt heimilið í Hvammi sá eftir ungu hjónunum, og töldu margir að sæti Guðmundar Björnssonar á sýslumannss'etrinu yrði vand- fyllt. Þegar kom að því að Sigþrúður skildi við sveininn brast hún í sáran grát, því líkt sem hún væri að bugast. Frú Ragnheiður gekk loks til hennar, og ræddust þær einar við um stund. Svo leiddi frúin hina harmþrungnu móður til dyra. Þar kvaddi Sigþrúður heim ilisfólkið. Sýslumannshjónin síð- ast allra. Er kveðjum var lokið, gekk bóndi hennar til hennar tók hana mjúkelga í fang sér, og lyfti henni í söðulinn. Fórst hon um það ágætlega. Höfðu sýslu- mannshjónin gefið henni hest og reiðveri, hvort tveggja hið mynd arlegasta. Kú höfðu ungu hjónin einnig fengið í Hvammi. Og margt annað eigulegt, töldu þeir fram, sem bezt þóttust vita, um heimanbúnaðinn frá Hvammi. Guðmundur Björnsson bar sig vel á kveðjustundinni. Var hann kvaddur með hlýjurn huga og árnaðaróskum. Þegar riðið var úr hlaði, veif- aði Sigþrúður til heimafólksins. Guðmundur reið við hlið hennar Allt í einu heyrðist daufur barns grátur frá bænum. Sigþrúður kipptist við og stöðvaði hestinn. Guðmundur lét sem hann yrði þess ekki var og hottaöi á hest- inn. — Drengurinn minn, drengur- inn rninn,, kveinaði móðirin. — Hann er í góðum höndum, Sigþrúður mín, sagði bóndi henn- ar. — Ó þetta er svo átakanlegt, veinaði móðirin. — Lífið er nú svona, góða mín sagði Guðmundur. — Má ég ekki snúa við og sjá hvort nokkuð er að? — Ætlarðu þá að koma með barnið, og gefa mér það með þér? sagði Guðmundur. — Það get ég ekki, góði minn því er nú verr. — Þá höldum við áfram, góða mín, og biðjum guð fyrir hann og okkur, sagði Guðmundur. — Ó stundi móðirin. Svo var haldið áfram. Bærinn á Teigi var fremur ves- aldarlegur. Stór var hann, hafði áður fyrr verið allreisulegur, en j var nú allur af sér genginn. Og | svo var einnig um flest önnur hús þar. Ein skemma var þó ný-: BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn Hvammi leg Guðmundur vissi vel hvemig umhorfs var á býlniu. En Sig- þrúði brá er hún sá húsakost býlisins. Hún vissi að sönnu að það myndi ekki jafnast á við stór- býlið í Hvammi. En aldrei hafði hana grunað að svona aum vistar vera mætti henni á nýja heimil inu. Guðmundur átti lítið tjald, og i því sváfu ungu hjónin fyrstu næturnar á Teigi. Þrjár röskar stúlkur komu d,aginn eftir og gengu þær í það að þvo baðstof- una hátt og lágt. Svo kom röðin ag öðrum bæjarhúsum. Húsbónd inn ungi reyndi að laga það, sem hrörlegast var. Suma torfveggina varð hann að hlaða upp að mestu. Hann fór snemma á fæt.ur og gekk seint til náða. Þó hélt hann kyrru fyrír um helgar, svaf þá mestallan sólarhringinn. Hann var hress í máli, hægur og glað- vær í senn. Sigþrúður hafði aldrei þurft að leggja hart að sér Henni ofbauð áframhald bónda síns og óttaðist um þol hans. Hann vildi að hún tæki lífinu létt ari tökum. En henni fannst að með því brygðist hún honum, og herti sig það hún gat. Hún von- aðist að þegar byrjunarörðugleik- unmm, væri rutt úr vegi, félli starfið í lygnari farveg. En þetta fyrsta sumar á Teigi, fékk hún að reyna það, að verkefni hlóð- ust jafnt og þétt, uxu lát- laust en minnkuðu ekki. Þar sá ekki högg á vatni þó að unnið væri nótt sem dag. Guðmundur naut sín í starfinu og gladdist við vaxandi umsvif. En húsmóðir in unga kenndi kvíða og vanmátt ar, vig þrotlaust erfiði. Túnið á Teigi var ekki stórt. Nokkrix hól ar að mestu sléttir með skjól- sömum brekkum. Það var allt túnið. Stóð bærinn á neðsta hóln- um, þar var og fjósið. Fjárhúsin voru á einum hólnum við túnjað arinn. Hesthúsin; tveir litlir kof- ar stóðu saman við utanverðan túngarðinn. Um túnið mitt féll lækjarsytra, Þangað var drykkjar vatnið sótt. 'Var aðfenni mikið að læk þessum. Það sá Guðmundur, og leitaði fyrir sér um brunngröft Eftir talsverða leit tókst honum að finna vatnsæð. Þar var ágætt neyzluvatn. Hann gróf þar og hlóð brunninn að innan. Og fyrir veturinn hafði hann byggt brunn- hús yfir brunnpennan. Og fór það aldrei i kaf. Milli túnhóianna var kargaþýfi. og upp úr því -stóðu víða stór björg. Hafði Guðmund- 14 T f M I N N, laugardagurinn 26. maí 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.