Tíminn - 26.05.1962, Side 16

Tíminn - 26.05.1962, Side 16
JC!SJ Laugardagur 26. maí 1962 119. tbl. 46. árg. KEYPTI FYRIR FJÓRTÁN ÞÚS. Rannsóknarlögrcglan hélt upp- boS á óskilamunum í gær, Upp- STOKKHOLMUR - REYKJAVSK Svart: F. Ekström ■ M 9 áH wé wm. mi 'éáh w......... ''ý"'/// .JJ, . .^ ■ y il IS ®1 m m m m m Hvítt: F. Ólafsson 32. Heldl — Hc8c7 33. Rc2b4 — Hc7c8 boðið fór fram á baklóðinni við Fríkirkjuveg 11, uppboðslialdari var Þórhallur Pálsson og skrifari Jón B. Jónsson. Haraldur Jóhann- esson lögregluþjónn sá um upp- boðið. Blaðið talaði við Harald, þegar uppboðinu var lokið, og sagði hann, að 150—200 manns hefðu sótt það. — Þeir voru að skamma okkur fyrir að halda þetta rétt fyrir kosningar, sagði Haraldur, og héldu, að enginn mundi koma, en það fór á aðra leið. Allt seldist, allir fóru ánægðir og allir græddu. Sumir keyptu fyrir stórar uppþæð- ir, til dæmis fornsali í Hafnarfírði, sem heitir Jóngeir. Hann keypti fyr'ir fjórtán þúsund. Við spurðum Harald, hvaða hlutir hefðu verið í boði. — Allt milli himins og jarðar, sagði hann. — Hjólhestar, skart- gripir, fatnaður, úr . . . . — Tanngarðar? spurðum við. -— Nei, engir tanngarðar. Við bjóðum þá ekki upp, en ég á eftir að henda mörgum tanngörðum. 1 Myndin er tekin af Jóni í Listamannaskálanum á fimmtudaginn, og situr hann hér við nýjasta málverkið, er hann sýnir. Það heitir ,,Sumarnóttin". (Ljósmynd: TÍMINN, GE). Stærsta sýning Jóns í gær opnaði Jón Engilberts málverkasýningu í Listamanna- skálanum, eftir 10 ára sýningar- hlé hérlendis, ef frá eru taldar sýning á bókarskreytingum í Mokkakaffi í fyrna og sýning á vatnslitamyiTidum í Iíafnarfirði sama ár. Sýningin var opnuö fyrir boðs- gesti klukkan hálf níu í gær- kvöldi. Húsfyllir var í skálanum. Klukkan tvö í dag verður sýning in opnuð almenningi. Fréttamenn hittu Jón að máli á fimmtudaginn, en hann var þá aö Ijúka við að koma málverk- unum fyrir á veggjum skálans. — Þarna eru mörg stór olíumálverk, gerð á síðustu árum — það síð- asta nú í vor, og nokkur eldri verk, meðal annars fjögur, sem eru eign listasafns rkisins. Elzta málverkið á sýningunni er frá 1935. Það sýnir verkafólk á heimleið að loknum degi. Þetta málverk er frá sama tíma og „Kvöld í sjávarþorpi", verk, sem flestir kannast við og nú er í eigu ríkisins, en það olli nokkru tauga stríði þekktra manna á sínum tíma. „Kvöld í sjávarþorpi“ er þó ekki til sýnis í Listamanna- skálanum, enda sagðist Jón aðeins hafa fengið þau málverk lánuð, sem hafa veriö lokug niðri vegna húsþrengsla á safninu. Jón sagði, að þetta væri eng- in yfirlitssýning, þótt málverkin séu frá ýmsum tímabilum. Flest stærri málverkin á þessari sýn- ingu hafa verið sýnd erlendis, en fæst komið fyrir sjónir manna hér heima. Jón sýndi vatnslita- myndir eingöngu í Listamanna- skálanum fyrir tíu árum og bókar skreytingair í Mokkakaffi og vatnslitamyndir í Hafnarfirði í fyrra. Þetta er stærsta málverkasýn- ing, sem Jón Engilberts hefur haldið. Á henni eru 60 verk, þar af 13 olíumálverk og 30 vatns- litamyndir, auk bókarskreytinga og gouacemynda. 55 verkanna eru til sölu. Sýningartími er frá 14 til 22 daglega til 3. júní. GLÆSILEGUR FUNDUR Fjölmennur og glæsilegur B-listafundur var í Stjörnubíói í gærkveldi. — Sýndi hann, aö Framsóknarflokkurinn á síauknu fylgi að fagna, og að fólk er ákveðið í að gera sigur hans sem mestan á morgun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.