Tíminn - 19.06.1962, Side 2

Tíminn - 19.06.1962, Side 2
Lagaprófessorinn Knud Waaben í Kaupmannahöfn hefur gengizt fyrir rannsókn á öllum hliðum þeirra mála, sem koma á daginn, þegar fólk er tekiö fast fyrir að ógna öðrum. Við rannsókn- ina hefur margt skrýtið kom- ið í l|ós, en málið er þó mjög alvarlegt og kemur oft bœði lögreglu og ókæruvaldi í bobba. Ætti t. d. alltaf að dæma eft- ir laganna bókstaf, myndi meg- inþorri þeirra eiginmanna, sem ölvaðir og æstir hóta að drepa konur sínar, lenda í fangelsi. En sé litið mannlegri og sálfræði- lega réttari augum á mörg þess- arra mála, myndi fangelsun eig- inmanns, sem búið er að friða, heldur spilla en bæta hjónaband- ið, sem greinilega má ekki við miklum skakkaföllum. Enda hef- ur iðulega svo farið, að konurn- ar taka kæruna aftur, þegar að- ilar eru búnir að jafna sig. Á móti þessu kemur svo, að eiginkonur og aðrir, sem verða fyrir ógnunum, eiga kröfu á rétt mætri vernd. Þetta hefur komið r-annsókninni af stað. 45 ára gam all maður í Kaupmannahöfn drap unnustu sína, eftir að hafa hótað henni lífláti. Blað nokk- urt réðst í sambandi við þetta mál á lögregluna, og stáðhæfði, að konan hefði að öllum líkind- um ekki verið myrt, hefði lögregl j an veitt henni þá vernd, sem hún; hafði oft farið fram á. En prófessor Waaben telur, að á vissúm sviðum vei'ði yfirvöld- in að leyfa nokkra hættu á morð-. um og öðrum ólánsverkum, vilji í þau sýna athafnafrelsi og einka- lífi borgaranna tilhlýðilega virð-; ingu. En þegar út af ber, eru j bornar fram kröfur um aðgerð-! ir, sem myndu fá sömu gagn-i rýnendur til að tala um lögreglu- i ríki, ef farið væri eftir kröfun-; um dagsdaglega. Þegar upp koma mál, þar sem ’ þræða verður meðalveg milli i lagaákvæðanna og sálfræðimats,1 er nauðsynlegt að þekkja allar hliðar málsins. Ranns'ókn Waab- ens byggir á 100 málum, sem lauk með dómi og 150 málum, sem aldrei komu fyrir rétt. í grein hans, sem birtist í Nordisk tidsskrift for ki'iminalvidenskab, eru langar lögfræðilegar bolla- leggingar, en auk þeirra töl- fræðilegar staðreyndir, einkum til að svara spurnii^gunum: Hver ógnar hverjum, hvers vegna og á hvaða hátt? í ljós kom að karlmenn eru ósparari á hótanir en konur. í þeim 250 málum, sem tekin eru til með'ferðar, voru konur ákærð ar einungis í 7. Þó má vera, að munurinn sé að einhverju leyti geiður of mikill, þannig, að hót- anir kvenna séu vægari og komi sjaldnar til kasta yfirvaldanna. En samkvæmt skýrslunni eru það nær eingöngu karlar sem hóta með lífláti. Og hverjum ógna þeii' aðallega? Fyrst og frems't konum sínum. Nær þriðjungur allra mála var af því tæinu. Næst stærsti flokkurinn var fyrr- verandi unnustur og sambýlis- konur, en á hinn bóginn urðu einungis 5% af núverandi unn- ustum og sambýliskonum fyrir hótunum. Ógnanir karla til kvenna voru drjúgur meirihluti allra málanna. Það kemur ekki á óvart, að ílest málin eru tilkomin vegna heimiliserja, ósamkomulags og árekstra, skilnaðar og tilrauna eiginmannsins til að endurvekja samlifnaðinn. En fyrir koma einnig hinar undarlegustu ástæð ur, eins og þegar ókunnum veg- farendum er hótað lífláti í þriðjungi málanna hafa ógn- anirnar átt sér stað með orðum einum, en i fjóröungi malanna hefur um leið verið dreginn hníf- ur. í þi'iðja stærsta flokknum eru ógnanir með skotvopnum. Meira en helmingur þeirra manna, sem koma við sögu, hafa verið ölvað- ir, og er sú tala í samræmi við skýrslur um önnur ofbeldisverk. Hins vegar er þessi skýrsla frá- brugðin öðrum töflum um glæpi að einu leyti. Æskufólk kemur hér lítið við sögu. Af 250 mál- um, voru einungis 8 gegn ung- lingum undir 18 ára aldii, þar af voru tveir 15 ára. Ógnanir þeirra voru mjög í samræmi við aldurinn. Drengur, einn hótaði að skjóta föður sinn, af því að hon- um var synjað um að fá skelli- nöðru. Flestir þeirra manna, sem grípa til hótana eru á fertugs- aldri. í skýrslunni er sagt frá tals- vert mörgum dæmum, og koma sum nokkuð undarlega fyrir sjón ir. Kona ein kærði t. d. mann sinn fyrir ofbcldi, en eftir nokk- urn tíma flutti hún til hans aft- ur. En hún dró samt ekki kær- una til baka. Þvert á móti ósk- aði hún eftir vernd áfram, því að engin Ieið væri að vita fyr- ir, hversu fara kynni. Hún lét málið ekki falla niður, fyrr en búið var að benda henni á mót- sögnina í þessu framferði. Það kemur í ljós, að konurn- ar halda ótrúlega mikið út, áður en þæor snúa sér til lögregl- unnar. Afstaða sumra karla til hjónabandsins kemur þar einn- ig glögglega fram, eins og t. d. hjá manninum, sem var leiddur fyrir rétt, ákærður um ofbeldis- hótanir, og sagði: — Hafi mað- ur ekki leyfi til ,að taka i lurg- inn á konunni sinni, hvar lend- um við þá? Vinakveðjur Þessl shimpansi hefur veriS tals- vert umtalaður að undanförnu. — Hann er [ eigu Svía nokkurs, en hefur verið i fóstri hjá danskri konu. Fyrir skömmu kom móðir eigandans til Hafnar að sækja ap- ann, en fóstra hans neitaði, þar eð hann var sjúkur, Engu að síður var apinn tekinn, og var reynt að smygla honum til Svíþjóðar með því að klæða hann i barnaföt og láta líta svo út, að á ferð væri móðir með barn sitt. Tollverðirnir sænsku sáu þó við þessu bragði, og var apinn settur í sóttkvi, eins og öll dýr, sem flutt eru inn til Svíþjóðar, Þegar fóstra apans i Danmörku komst að þessu, brá hún sér yfir sundið og rændi ap- anum úr sóttkvínni og tók hann heim með sér aftur. Yfirvöldin vita ekki, hvernig þau eiga að snúa jér i málinu, en fóstran hefur lýst því yfir, að fremur vijji hún sæta fangelsisvist en láta apann af hendi. Fyrir helgina áttu sér stað nokkur orðaskipti milli Morg- unblaðsins og Þjóðviljans um austrænt fé og hlutdeild Bjarna Ben og Gunnars Thoroddsen í því bralli. Morgunblaðið sagði 14. júní S.I.. „Fyrir skömmu greindi Morg unblaðið frá því, að í skýrslum BÍA.-manna væri upplýst, að Einar Olgeirsson þyrfti ekki annað en senda eitt bréf til austur-þýzka kommúnistaflokks ins til þess að hann greiddi þær fjárhæðir, sem „íslenzki" kom- múnistaflokkurinn óskaði. Morgnblaðið upplýsti, að hvorki meira né minna en 180 þús. austurþýzk mörk eða nærri tvær millj. ísl. króna væri ár- lega varið gegnum austurþýzka kommúnistaflokkinn til starf- semi íslandsdeildar lieims- kommúnismans". Síðan heldur blaðið áfram að tala um dul- arfull prentvélarkaup Þjóð- viljans. Daginn eftir tók Þjóðviljinn að svara þessu, og hann hafði þetta m.a. um málið að segja: „Morgunblaðið er málgagn dómsmálaráðherra, og dóms- málaráSherrann er Bjarni Bene diktsson, sjálfur forma'öur Sjálfstæðisflokksins. Þegar mál gagn ráðherrans telur sig vita, að verið sé að fremja hin um- fangsmestu lögbrot og kveður sig hafa um það „óygigjandi upplýsingar“, ber ráðherranum að sjálfsögðu að taka í taum- ana, stöðva íögbrotin og refsa þeim seku. Bjarni Benedikts- son hefur ekki gert neitt slíkt. Á því eru aðeins tvær skýr- ingar. Annaðhvort er formað- ur Sjálfstæðisflokksins einn af umboðsmönnum og verndurum heimskommúnismans, eða hann telur málflutning blaðs síns viðurstyggilegan óhróður.“ Sjálfsögð leii Þegar þessi skrif eru athug- uð á báða bóga, virðist flestum auðsætt, að aðeins ein leið sé sjálfsögð í málinu. Hún er sú að setja málið fyrir dómstólana. Morgunblaðið segist hafa í hendi óyggjandi upplýsingar um lögbrotin, Bjarni Benedikts son fer með dómsvaldið og kommúnistar hafa boðið sig undir refsivöndinn. Eftir hverju er þá beðlð? Stendur á Bjarna Stuðningur vinanna austan við tjald við íslenzka kommún- ista bæði í fé og fríðu hefur Iengi verið opinbert leylndar- mál. Hitt er jafnvíst, að sá stuðningur hefði ekki nægt kommúnistum til þess vaxtar á íslandi, sem þeir hafa náð, ef þeir hefðu ekki notið mikil- vægrar fyrirgreiðslu heima fyr- ir. Þá fyrirgreiðslu lióf Sjálf- stæðisflokkurinn með því að mynda ríkisstjórn með kom- múnistum og setja æðsta páfa heimskommúnismans hér á Iandi við hlið sér í ráðlierrastól. Síðan hefur stuSiiingurinn haldið áfram, t.d. með því að kjósa Einar Olgeirsson og aðra kommúnista í forsetastöður á Alþingi, og nú síðast með því að kasta út bjarghring handa honum, svo að hann kæmist á fund Norðurlandaráðs í Hels- ingfors. Eftir heimkomuna var honum svo lánað eitt íhaldsat- kvæði í borgarstjóirn Reykja- víkur til þess að sitja í Sogs- stjórn. Allir vita, að stuðningurinn a8 austan er kommúnistum mik ilvægur, en það mun þó láta nærri að stuðningur Sjálfstæð- Framhald á 15 síðu. T f M I N N, þriðjudagurinn 19. júní 1962.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.