Tíminn - 19.06.1962, Page 3

Tíminn - 19.06.1962, Page 3
Vonandi hverfa nú biðraðirnar Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, hefur rnikill fjöldi fólks flykkst frá Alsír til Frakklands af ótta við ástand þaS, sem kunni að skapast við valdatöku Serkja, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Alsír 1. júlí. Fólk hefur staðið í löngum biðröðum á flugstöðvum og við skipaafgreiðslur klukku- stundum saman á degi hvcrjum, og beðið eftir fari til Frakklands. — Á myndinni sést cin slík bið- röð, er myndaðist fyrir utan flug- stöðvarbygginguna í Algeirsborg, eftir að Air France höfðu byrjað áætlunarferðir að nýju. Fólkið komst ekki allt inn í byggmguna; svo að ekki var um annað að gera en standa fyrir utan, og virðist fólkið ekki telja það eftir sér. Nú hafa málin hins vegar færzt í betra horf, ef sanmingar Serkja og OAS ná fram að ganga, og er þá vonandi, að íbúar Alsír þurfi ekki framar að norpa fyrir utan flugstöðvar og á hafnarbökkum, og bíða eftir því að geta flúið. Serkir fámæltir um samninginn við OAS Framhald af 1. síðu. sem fullgildan samningsaðila. 2) OAS-meniu eru tækir í her Alsír. 3) Horfið verður frá málsókn á hendur OAS-mönnum og þeim, sem í fangelsum sitja, gefnar upp Sakir. Tekið er fram, að samningur þessi nái ekki til Frakklands og á það fyrst oig fremst vi® um þriðja liðinn u msakaruppgjöf. Ben Khedda, formaður útlaga- stjórnarinnar er nú staddur í Kairó á fundi arabaríkjanna, og er búizt við að hann gcfi út opin- berlega yfirlýsinigu í sambandi vi® fyrrgreindlan samn.itig, að fuindinum loknum. Eins og áð'ur segir, hefur þjóð- ernishreyfing .Serkja lítiö viljnð láta uppi í sambandi við sam- komulag þetta enn scm komið er, en þegar fundinum í Kairó er lokið, er búizt við, að línurnar fari að' skýrast. Á ráðstefnu arabísku lendanna í Kairó í dag þar sem hin nýju viðhorf í A'lsír eru til umræðu, hefur komiö fram, a'ð litið yrði hér eftir á árás á Serki í A'lsir, sem árás á hin arabísku ríki í heild. I>á hefur i'áðstefnan lýst yfir fullum stuðning sínum við' bráða- birgðastjórnina í Alsír, þegar Evian-sáttmálinn kcrnur til fram kvæmdn. Til ráðstefnunmar var booðað að tilhlutan Be,n Khedda, formanns útlagastjórnar Serkja, og fara fundir .fram fyrir luktum dyrum. Rólegt í Alsír í Alsír var alit meö kyrrum kjörum í diag og segir í fréttum, ,að bæði Serkir og Evrcipumenn dragi andann nú léttar, þar sem fyrsti dagur vopnah'lésins hafi veri® eins rólegur og menn fr.am- ast þorðu að vona. Samt sem áður gera bá'ðir að- ilar sér Ijóst, að brugcFið geti til beggja vona, og eru þeir því öllu viðbúnir. Franska öryggisliðlð og lögreglan liafa sama ví'ðbúnað og áður og öryggislid Serkja er vel á verði OAS-menn hafa ekki lagt niour vopnin eða lát'ið sprengi- efni sitt af hendi, enda þótt þeir beiti hvorugu lengur. f Alsír var í dag sama þröngin og áður við flugstöðvar og skipa- afgreiðslur, en heyrzt hefur þó, að margt af því fólki, sem ætlaði til Frakklands, hafi nú hætt við för sína. Frá Oran berast þær fréttir að þrát fyrir samninginn milli Serkja og OAS haldi Evrópuher áfram ,a® hópiast til Oran og bæjanna í fyrir skömmu við orð að' gera a'ð kring, sem OAS-samtökin höfðu sérstökum bækistöðvum Evrópu- manna í Alsír. Um miðjan dag í dag réðust sjö grímuklæddir menn að banka einum í Aligeirsborg, afvopnuðu tvo fransk.a verffi og fóru inn í banka.nn. Þ.aðan komu þeir aftur eftir þrjár mínútur með' stórar fúlgur. Áður en þeir yfirgáfu staðinn, afhcntu þeir lögreglu- mönnu.num aftuf vopnin og þökk uðu bankastarfsmönnum fyrir góða framkomu. Samningnum vcl tckið Abderrahmane Fares, forsætis- ráðherra bráðabirgðastjómarinn- ar í Alsír sagði í útvarpsræðu í dag, að ákvæðið í Evian-samningn um um sakaruppgjöf yrði senni- lega gert víðtækara, eftir að þjóð- aratkvæðagreiðslan 1. júli er um garð gengin. Flestir skildu orð hans á þann ályktun af ummælum Chawki Mostefai, er hann viðhafði í sam- bandi við samningsgerðina á sunnudag, að sakaruppgjöf sam- kvæmt ákvæðum þess samnings myndi ná til allra þeirra glæpa, sem OAS-menn hefðu hingað til framið í Alsír og verið ákærðir fyrir. Þá hvatti Fares alla íbúa í Alsír til að taka þátt í þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Hann minntist á vopnahléssamninginn að lokum og beindi orðum sínum til Evrópu manna í Alsír: —..Látið ekki efa- semdir og örvæntingu grípa yður, heldur horfið fram í tímann með ró og tillitssemi við náungann, og þá mun framtíðin verða okkar, sameiginlega. Fregninni um samning Serkja, sem Khedda, forsætisráðherra út- lagastjórnarinnar, segir þó að þjóðernishrcyfingin eigi engan hlut að, og OAS er yfirleitt vel tekið í Frakklandi og þar tóku verðbréf að stíga i verði í dag, allt að 20%. Blða menn nú spenntir yfirlýs- ingar Khedda, sem vonazt er til að hann birti á morgun, eftir fundinn í Kaíró, en hann hefur hingag til ekki viljað gangast vi? sættinni, sem gerð var á sunnu- dag. Drukknaði í Fjallsá í gær vildi það slys til í Öræfum, a8 Gunnar Þor- steinsson, bóndi á Hnappa völlum, drukknaði í Fjallsá á Breiðamerkursandi. Hann var í brúarvinnu og féll af brúarstöpli í ána. Hann náð ist ckkl upp fyrr en eftir hálftíma. Læknir var kallað ur frá Hornafirði, og reyndi liann lífgunartilraunir á Gunnari, en þær báru ekki árangur. Gunnar heilinn læt ur eftir sig konu og þrjú börn. / TEKIN VIÐ VÖLDUM í LAOS NTB—Vientiane, 18. júní. AndrúmsloftiS í Vientiane var í dag þrungið miklum spenningi. Til borgarinnar voru komnar hersveitir flokk- anna þriggja í Laos, sem nú munu í sameiningu taka við stjórn landsins, undir forsæti Sovuanna Phouma, foringja hlutlausra. í dag mun Sou- vanna Phouma sverja þingi og þjóð hollustueiða í viðurvist Vatthana, konungs, sem stjórn ar innsetningarathöfninni. I Foringi Pathet-Lao-manna, prins , inn Souphanouvong, hálfbróðir i væntanlegs forsætisráðherra lands ins, Souvanna Phouma, kom ekki til Vientiane í dag, eins og búizt hafði verið við. Fréttir herma, að hann dvelji nú i höfuðstað hins kommúnist- íska Norður-Vietnams, Hanoj, en þar hafa hann og Souvanna Phouma átt viðræðufundi með Ho Chi-Minh, forseta. Útvrap Pathet-Lao hersins sendi í dag út tilkynningu frá foringj- anum, Souphanouvong, þar sem hann ræðst harkalega að Banda- ríkjunum fyrir að halda áfram hernaðarlegri aðstoð sinni við hina fráfarandi hægri stjórn. Segir í ásökunartilkynningu þessari að bandarískar flugvélar hafi látið glæpaflokka svífa í fallhlífum til jarðar í Laos og eigi glæpamenn- irnir, sem voru nefndir i tilkynn- ingunni, að reyna allt til hins síð- asta að koma i veg fyrir að samn- ingurinn milli ^rinsanna þriggja nái fram að ganga. Þetta gera Bandaríkjamenn jafnvel áður en blekið í undirskriftum prinsanna er orðið almenilega þurrt á sam- komulagsskjalinu, sagði í þessari útvarpstilkynningu. Savang Vatt- hana kom á sunnudaginn til Vicntiane frá aðsetri sínu í Luang mrabang. ' Hann mun setja hina nýju ráð- herra í embætti við hátíðlega at- liöfn í þjóðþinginu og veita nýju stjórninni blessuö sína. Strax á eftir verður svo mikil trúarathöfn í Búddah-hofinu. Wat Sisaket. Jafnskjótt og konungur hefur Framhald á 4. síðu. % Níu fangar skofnir NTB—Montreal, 18. júní. — Níu fangar voru skotnir og 55 menn særðust í blóðugri fangauppreisn í Vincent de Pau-fangelsinu í Montreal í gær. — Meðal hinna særðu voru 25 fangaverðir. — Talið er, að um 1500 fangar hafi tekið þátt í uppreisn- inni, og margir þeirra voru vel vopnaðir. Fangarnir báru eld að fangelsisbygg- ingunni og urðu á he»ni töluverðar skemmdir. í fréttum af atburði þessum segir, að fangarnir hafi skot ið á brunaliðsmenn, lögreglu og hermenn, sem kallaðir voru út í skyndingu til að skakka leikinn. — Áður en þetta aukalið kom á vett- vang hafði staðið yfir blóð- ugur bardagi milli fanga- varðanna og uppreisnar- seggjanna, sem kostaði nokkra fanga lífið, eins og áður segir. Talsmaður fang elsisins segir, að allt hafi bent til þess, að uppreisnin hafi verið vandlega skipu- lögð löngu fyrirfram. Látin laus Fröken Ioina Emilia- covna Ivinskaja, sem í des- ember árið 1960 var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ólöglega haft tekj- ur erlendis frá af hinni um deildu bók sovézka skálds- ins Boris Pasternak, dr. Zhivago, var í dag látin laus úr hegningarvinnu-búðum í Sovétríkjunum. Eins og kunnugt er var móðir Ioinu náinn vinur Pasternaks, og starfaði með honum. — Ioina býr hjá bróðir sinum í Moskvu og hefur hugsað sér að hefja að nýju nám sitt í bókmenntum. —, Innan fjölskyldunnar er talið, að loinu hafi verið sleppt, eft- ir að hafa tekið út helming refsitímans, vegna góðrar hegðunar. Vísindamenn mót- mæia spreng ingum USA NTB—New oYrk, 18. júní — Meiira »n 700 vísinda- menn, víða að úr heiminum, hafa sent Kennedy, Banda- ríkjaforseta, sameiginlegt mótmælaskjal vegna kjarn- orkutilrauna Bandarikjanna [ háloftunum, yfir Johnston eyju í Kyrrahafinu. Benda vísindamennirnir á þá miklu hættu, sem tilraunir þessar geti haft í för með sér fyrir allt mannkyn, vegna þess, að sprengingarnar hljóti ó- hjákvæmiiega að auka geislamagnið í andrúmsloft Tveir Gyðingar dæmdir til dauða í Sovét NTB—París, 18. júní. — Þær fréttir bárust frá Moskvu í dag, að tveir Gyð- ingar hefðu verið dæmdir til dauða í Moskvu fyrir fjár- glæfra, og aðrir tveir hlutu langa fangelsisdóma fyrir sömu sakir. Þá hafa í allt níu Gyðingar verið dæmdir til dauða í Sovétríkjunum á fáeinum síðustu vikum. — 'i'réttin um tvo síðustu dauðadómana birtist i blað- "u Pravda Ukraina hinn 12. iúní, en blaðið er opinbert málgagn kommúnistaflokks Úkrainu. T í M I N N, þriðjudagurinn 19. júní 1962. 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.