Tíminn - 19.06.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.06.1962, Blaðsíða 4
Gleðin skein, en solin ekki Framhald af 16. síðu. — Tókst þú ekki mikinn þátt í I félagsmálum, Björn? — Mitt helzta starf í vetur var við skólablaðið Muninn, og ég hef að mörgu leyti haft ánægju af fé- lagsstarfseminni í skólanum. Þetta | er yfirleitt ágætis fólk að vinna með, og ég efast ekki um, að þær j minningar, sem maður eignast um þau störf, verða manni ekki til minni ánægju en aðrar síðar meir. — Eru menn duglegir að skrifa 1 menntaskóla? Það er fámennur hópur, sem s-tundar það, en þessi fáu eru dug- legir. — Ertu ekki ánægður með eink- unnina? — Jú, jú — sérstaklega er ég ánægður með, að mínar hæstu ein- kunnir skuli vera í íslenzku munn- legri og sögu. Hins vegar hefði i maður auðvitað viljað gera betur, I én mér þykir jafnvel vænzt um einkunnina í íslenzkum stíl. — Hvað er svo í deiglunni í haust? | — íslenzk fræð'i við Háskóla ís- lands, enda er áhuginn mestur hjá mér fyrir þeim. — Varst þú í heimavist? — Já, ég hef búið í vistinni alla mína skólatíð í M.A. Þar er gott að vera, enda mikið hægt að læra þar í umgengnisháttum og þar af leiðandi þroskandi að búa þar. — Heldurðu, að þú saknir skól ans? — Það setti að mér hroll í haust, þegar ég gerði mér grein fyrir því, að þetta yrði síðasti vet urinn minn hér, og ég get ekki sagt, að mér líði betur nú, þegar hann er liðinn. María Þorsteinsdóttir frá Hofs- ósi brást vel við, þegar hún var beðin um viðtal: — Hvort kanntu betur við hvítu dragtirnar eða svörtu? — Þær hvítu. — Hvers vegna? — Okkur finnst þær hentugri en svartar. Við getum notað þær hvítu miklu meira, og svo er sum arið fram undan. Svart er svo jarðarfararlegt. — Varst þú ekki í máladeild? — Jú. — Hvaða fög þóttu þér skemmti legust? — Mér fannst mjög gaman að latínu og líka frönsku. Og náttúru fræðinni í vetur. Ég ætla nefni- le.ga í læknisfræði í haust. Þess vegna finnst mér svo gaman að „fysiologi“. — Ekki hefurðu byrjað í menntaskóla með það íyrir aug- um? — Hálfvegis. Mig er lengi búið að langa í læknisfræði. Það er ekki alveg ákveðið enn þá, en ég býst við því. — Hvað ætlarðu að gera i sum- ar? — Ég veit það ekki enn þá. Kannski fer ég í síld. — Til Siglufjarðar? — Sennilega. — Er það af ævintrýaþrá? , — Nei, bara peninganna vegna. Ég er að hugsa um að ráða mig kannski á skrifstofu, en fá svo að skjótast í síld líka. — Heldurðu, að þú saknir M.A.? — Áreiðanlega. Ég held, að ég finni það bezt í haust. „Partir, c’est mourir un peu“, eins og Frakkar segja. Það er víst sann- leikur. —bjp. Kynna sér sauðfjárræki Framhald af 16. síðu. skýrir íslenzkan sauðfjárbúskap í meginatriðum. Heimsókn að Keld uip, þar sem Páll A. Pálsson, yfir dýralæknir skýrir starfsemi stofn- unarinnar. Ekið að dælustöð Hita- veitu Reykjavíkur. Fimmtudaginn 21. júní: Ferð til Borgarfjarðar. Komið verður við á Hvanneyri og litazt um þar, en aðalerindið er að skoða tilrauna- búið í sauðfjárrækt að Hesti. Mun Stefán Aðalsteinsson tilraunastjóri og Pétur Gunnarsson, settur for- stjóri Búnaðardeildar annast mót- tökur og fræðslu, auk bústjórans á staðnum. Ekið verður að Reyk- holti og þaðan suður Uxahryggi um Þingvelli til Reykjavíkur. Föstudaginn 22. júní og laugar daginn 23. júní verður farið aust- ur yfir fjall og búskapur skoðað- ur þar á nokrum stöðum, við leið- sögn Hjalta Gestssonar, ráðunaut ar Búnaðarsambands Suðurlands, o.fl. kunnáttumanna. Lengst verð- ur farið að Gunnarsholti og Geysi. Gist verður á Laugarvatni. Á laugardaginn verður komið svo snemma til’ borgarinnar, að ferðafólkið fái tíma til þess að litast ofurlítið um áður en Hekla leggur til hafs kl. 6. ' Þátttakendur í ferð þessarri eru sem sagt 23. Af þeim eru 15 karl menn norskir og 6 konur, 1 maður sænskur og kona hans. Meðal þátt takenda eru auk sauðfjárbænda, ráðunautar, bændakennarar og aðrir framámenn í búnaði. Hösgagna- smiðir Vantar húsgagnasmiS eða mann vanan inn- réttingum. Gunnar Guðjónsson, sími 32850. SKom ® OKTAVJA Fólksbíll FELICIA Sportbíll 1202 Stotionbíll 1202 Ö5'Wt Sendibíll LÆGSTA VERÐ bila í sambærilegum stærðor-og gæðaflokki TÉKKNESKA BIFREIDAUMBOÐID IAUGAVEGI 17Í - SÍMI 5 78 31 Ármannsstúlkurnar hafa löngum skemmt áhorfendum sínum með fallegrl’ leikfimi, og brugðu ekki þeim vana sínum að þessu sinni. — Þessa mynd tók Ijósmyndari Tímans RE á Laugardalsvellinum. Ávarp fjallkonunnar flutti að þessu sinni Kristbjörg Kjeld, leikkona. Ljósmyndari Tímans, GE, tók þessa mynd af henni, eftir að hún hafði flutt ávarpið. Laos, framh. af 3. síðu tekið við lausnarbeiðninni, getur nýja stjórnin hafizt handa. Haft var eftir vestrænum sendi- manni í Vientiana í dag, að hann myndi ekki sofa rólegur fyrr en afsagnarbeiðnin hefði verið skrif- uð og lögð fyrir konung. Prestastefnan Fra: ’ ald af 1. siðu. heirns sýnd í 1. kennslustofu há- skólans. Frú Auður Eir Vilhjálms- dóttir, cand. theol, flytur útvarps- erindi um kvöldið. Á morgun verður hlé á störfum prestastefnunnar vegna aðalfund- ar Prestafélags íslands á Þingvöll- um. Á fimmtudaginn tekur presta- stefnan síðan aftur til starfa. Trúlotunarhringar Fljói afgreíðsla GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiSur Bankastræti 12 Sírm 14007 Sendum gegn póstkröfu. 17. júní Framhald af 1. síðu. veður þegar leið á daginn — sam- kvæmt upplýsingum veðurstofunn ar. Hátíðahöldunum á Akureyri var aflýst, því veðurútlit þótti efcki sem bezt. Hins vegar var komið bezta veður þegar hátíðahöldin áttu að hefjast samkvæmt áður til settum tíma. Klukkan 8 um kvöld ið var svo haldin útisamkoma á Ráðhústorgi, en ekki dansað úti að þessu sinni. Á Dalvík, Ólafsfirði og Húsavík fóru hátíðahöldin fram að _m_estu samkvæmt áætlun. Á ísafirði áttu hátíðahöldin að fara fram á Eyrartúni, en var frestað vegna kulda. Síðari hluta dagsins var gott veður, og voru þá ræður fluttar af tröppum Al- þýðuhússins og skemmtiatriði fóru fram. í fleiri kaupstöðum vestra var hátíðahöldunum frest- að af sömu örsökum. Austanlands var dumbungsveð- ur og heldur kalt. í Néskaupstað var þó byrjað með skrúðgöngu barna kl. 1,30, en hátíðin var hald in við sundlaug bæjarins. Héraðs búar héldu skemmtun á Eiðum. í Vestmannaeyjum var þurrt og gott veður og fóru hátíðahöldin fram samkvæmt áætlun. Keppt var í handbolta og fótbolta og dans að inni um kvöldið. Gagitfræðaskólf Ak. Framhald af 9. síðu. um verðlaun, þótt eigi væru þau afhent nú við skólaslit. Loks afhenti skólastjóri braut- skráðum gagnfræðingum skirteini þeirra, flutti þeim nokkur kveðju og hvatningarorð og sagði síðan skóla slitið. 4 T í M I N N, þriðjudagurinn 19. júní 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.