Tíminn - 19.06.1962, Qupperneq 9
GAGNFRÆÐA-
SKÖLA
AKUREYRAR
SLITIÐ
Hálft sjötta hundrað nem-
éndur í 21 bekkjardeild —
Sjóvinnunámskeið nýjung í
skólastarfi. Sigfús Halldórsson,
fyrsti skólastjóri, heiðraður.
Gagnfræðaskóla Akureyrar var
slitið miðvikudaginn 30. maí.
Jóhann Frímann, skólastjóri,
flutti skýrslu um skólastarfið á
liðnum vetri.
553 nemendur voru innritað-
ir í skólann, og skiptust þeir
í 21 bekkjardeild. Fastir kenn-
arar auk skólastjóra, voru 23,
en stundakennarar 6. Helzt ný-
lunda á skólastarfinu var sjó-
vinnunámskeið, sem haldið var
um tveggja mánaða skeið á veg-
um skó'lans og Útgerðarfélags Ak
ureyringa með nokkrum stuðningi
Fiskifélagsdeildar og Skipstjórafé-
lagsins. AUir nemendur námskeiðs
ins voru úr 4. bekk Gagnfræða-
skólans. Námskeiðið þótti gefa
góða raun, og verður þessari starf
semi vonandi fram haldið að ári.
Félagslíf og skólaferðir voru með
svipuðu sniði og undanfarin ár.
Heilsufar í skólanum var yfir-
leitt gott, ef undan er skilinn
fremur stuttur inflúenzufaraldur á
útmánuðum. Þá fór skólastjóri
nokkrum orðum um húsnæðisvand
ræði skólans. En nú standa vonir
til, að úr þeim verði bætt, þar
sem gert er ráð fyrir, að hafizt
verði handa í sumar um talsvert
mikla viðbótarbyggingu við skóla
húsið. Að lokum skýrði skólastjóri
frá úrslitum prófa, að svo miklu
leyti, sem það er hægt, því að úr-
slit landsprófsins eru auðvitað
ekki kunn enn þá, en um 40 nem-
endur þreyta það við skólann á
þessu vori. 164 nemendur gengu
undir unglingapróf, en 95
undir gagnfræðapróf. Hæstu eink
imnir í gagnfræðaprófi hlutu:
Anna Lilja Gestsdóttir. úr bók-
námsdeild, 8,15, og Hjálmar
Björnsson úr verknámsdeild, 7.41.
Hæstu einkunn í skóla hlaut Anna
Hugadótir í III. bekk, 8.75.
Þá kvaddi sér hljóðs Páll Helga-
son, skrifstofumaður, og tilkynnti,
að gamlir nemendur skólans frá
árunum 1930—1935 færðu skólan-
ur að gjöf brjóstmynd af Sigfúsi
Halldórs frá Höfnum, sem var
fyrsti skólastjóri Gagnfræðaskól-
ans, en myndina hafa gert Rík-
harður Jónsson, myndhöggvari í
Reykjavík. Skólastjóri þakkaði
þessa veglegu og kærkomnu gjöf
og fór nokkrum hlýjum orðum um
þennan merka og fyrsta forstöðu-
mann skólans. Gat hann þess, að
skólinn hefði boðið þeim hjónum,
frú Þorbjörgu og Sigfúsi Halldórs
norður í tilefni þessarar gjafar, en
þau því miður ekki getað komið
því við vegna vanheilsu. Skóla-
stjóri las síðan tvær kveðjur frá
Sigfúsi Halldórs, aðra til skólans,
en hina til gamalla nemenda Sig-
fúsar.
Aðalsteinn Jónsson, efnaverk-
fræðingur, afhenti síðan tveim
nemendum, Valger'i Valdemars-
dóttur og Stefáni Gunnlaugssyni,
báðum úr 4. bekk, verðlaun. sem
Lionsklúbburinn Huginn veitti.
Um leið og skólastjóri þakkaði
verðlaunin og þann vinarhugi sem
þeim fylgdi í skólans garð, gat
hann þess með þakklæti, að bæði
Búnaðarbankinn á Akureyri og
Rotaryklúbburinn á Akureyri
hefðu veitt nemendum úr skólan
F:amhald á 4. síðu.
— Gorlr ekkert tll.
•naga. Hann kemur í bylgjum
og færist í aukana og það renn
ur upp fyrir konunni að þetta
er alveg samskonar verkur og
læknirinn sagði að hún ætti að
fá áður en . . . . Og þá fær hún
verkinn. Maðurinn hleypur
framúr rúminu en konan fer
bara að syngja og verkirnir líða
hjá.
Vaggan stendur hjá rekkj
unni og maðurinn lítur ofaní
hana: — Ég vildi það væri ég
sem lægi þarna í vöggunni.
Hann hefur flest á hornum sér
þessa stundina, hræddur um
að missa konuna í barnið en
vill hafa hana fyrir sig til að
færa sér te og rétta sér bækur.
henda bókunum í hana ef hann
vill ekki lesa þær en umfram
þetta þarfnast hann innblásturs
af konunni til að skrifa sögur
ljóð. Maðurinn er nefnileea
skáld.
Tíu árum síðar hefur hanr
skrifað metsölubók og vill sk:’ '
við konuna. Hann veifar sta
um og gengur með herðaslá og
þarfnast konu sem skilur' hann
og lifir með honum í verkinu.
Eftir önnur tíu ár koma þau
heim frá brúðkaupi dóttur sinn
ar og þá er það hún sem vill
skilja við hann, að minnsta
kosti flytja burt —vera kona,
vera hún sjálf, ekki eiginkona
"ðq móðir. Hún er 47 ára göm-
ur sagt að hún væri að komast
yfir þetta. — Og hvað fékkstu
fyrir handritið? spyr hún.
Fékkstu kannski 2000 pund?
En þegar hún lyftir glasinu til
að skála, slær hann það úr
hendi hennar, því vínið er eit-
ur. Handritið fór í ofninn, því
maðurinn fær engan útgefanda
í öllu landi. — Við verðum að
missa allt, segir hann, og lækn
irinn hefur sagt þú farir að
deyja. — Þetta er það Ijótasta
sem þú hefur gert, segir hún.
En svo: — Gerir ekkert til þótt
við eigum að missa allt, gerir
ekkert til þótt öllu sé lokið,
gerir "kkert til, vinur minn.
Hún tekur um höfuð hans: —
Gerir ekkert til.
Þáttaskil. — Konan er dáin.
Gamall maður situr í fátæklegu
vereÞi og skrifar bók við kerta
Ijós. flann stendur upp frá borð
inu og stjáklar að rekkjunni —
það er búið að taka af henni
himininn og saga ofanaf stólp-
unum. Rekkjan er undir súð.
Hann trekkir vekjaraklukku og
lætur hana í þvottaskálina og
fer svo að leggja sig. Hann
dreymir. Hún kemur til hans,
búin líkt og í fyrsta þætti en
fneS slæðu fyrir andlitinu. Hún
er að sækja hann. Hann talar
við hana skjálgum rómi: —
Láttu mig vera, hvað ertu að
ónáða mig. Ég er að skrifa bók.
REKKJA N GENGUR A FTUR
Eg er svo hamíngjusamur.
— Ég er svo hamingjusamur,
segir ungur, nýkvæntur mað-
ur, sem ber konuna sína inní
svefnherbergið og leggur hana
í rekkjuna eða missir hana
réttara sagt, þau veltast í rekkj
unni. Hann segir þetta aftur og
stagast á því. Svo segist hann
elska hana.
— Segðu eitthvað annað, bið
ur hún. — Veiztu hvað mig
langar að segja? Nei, hann veit
ekki hvað hana langar að segja.
Hana langar að segja eitfchvað
ljótt, eitthvað hryllilega ljótt.
Annars langar hann mest til
að afklæða hana alla nóttina.
Hún læzt vera feimin og fer
fram til að fara í náttkjólinn.
Hann fer í náttskyrtu á meðan
og hefur gyrt hana ofan í kjól
brækurnar, þegar hún kemur
inn. Það er hann sem er feim-
inn. — Góða nótt, segir hann
strax, búinn að slökkva ljósið
en hún hjálpar honum eins og
svo margar góðar konur hafa
gert undir svipuðum kringum-
stæðum fyrir eða eftir brúð-
kaupið.
Þau eru rekkjunautar og lífs-
förunautar. Rekkjan er alltaf
á sviðinu og> þau í henni, á
henni og við hana.
Rekkjan eftir Jan de Hartog,
var leikin fyrir tíu árum,
fjörutíu og sjö sinnu/n í Reykja
vik og utan. Inga Þórðardóttir
og Gunnar Eyjólfsson fóru með
hlutverkin og Indriði Vaage
stjórnaði leiknum. Nú er
Rekkjan aftur að fara af stað.
Hún rennur út á land á morg
un, og kemur við í Króksfjarð
arnesi þann dag og heldur á-
fram td Þingeyrar með við-
komu í hverju kauptúni til ísa
fjarðar, þar sem hún snýr við
til BQdudals og Patreksfjarðar
en snýr svo norður og austur
á bóginn þar til hún ber niður
á Akranesi 4. júlí. í ágústmán-
uði fer Rekkjan um Norður-
og Austurland, en Sunnlending
ar verða að taka á þolinmæð-
inni þar ttt í september. Þau
sem ferðast með Rekkjuna kall
ast „Rekkjufélagar". Klemenz
Jónsson stjórnar leiknum, leik-
endur eru Herdís Þorvaldsdótt-
ir og Gunnar Eyjólfsson, en
Guðni Bjarnason sér um leik-
tjöldin.
Tjöldin sveiflast og ár er lið-
ið af samúð hjónanna sem voru
að gifta sig. Konan er ófrísk og
maöurinn hættur að vera feim
inn. Hann liggur í rúminu með
verkjum og öskrar á konuna
framsetta á níunda mánuði. —
Hún kemur hlaupandi með te
hettuna á höfðinu og framrétt
ar hendurnar að þukla mann
inn. Verkurinn hleypur til úr
bakinu ttm höfuðið niður i
ul. Ungur maður, lærisvieinn
skáldsins, hefur tileinkað henni
Ijóð. Skáldið gæti sagt honum
hvar þau væru bezt geymd. —
Hann hefur sagt það inná kló-
setti með báðar hendur á skall
anum að maka hann hármeðali.
Og hann grípur ljóðabókina og
les upp úr henni um faðmlag
í rúmi um nótt meðan gengið
er á fæti. — Hvaða fæti, segir
hann ruglaður. Hvað gerði
maðurinn við hinn fótinn? Og
skáldið lætur allar snyrtivör-
ur frúarinnar í koppinn og
hrærir þeim saman við hár-
meðalið sitt og býður henni út
að ganga.
Árin líða. Hjónin tala ekki
um skilnað og maðurinn held-
ur áfram að skrifa bækur. Hann
var að ljúka við að undirrita
samning um síðustu bókina þeg
ar tjaldið er dregið frá i
fimmta sinn. Að gefnu tilefni
býður hann konunni uppá vín
og kökur. Annars hafa þau
ekki lagt sér slíkt til rnunns
uppá síðkastið. Það- kmnur í
ljós að efnin hafa minnkað og
konan hefur ekki verið hraust.
— Hvað sagði læknirinn?
spyr konan. Jú, læknirinn hef-
— Um hvað er bókin, spyr hún.
— Um okkur, segir hann, þú
getur beðið. — Og hvað ertu
kominn langt? — Afturað brúð
kaupinu okkar, segir hann þá.
— Þú verður að velja á milli
mín og bókarinnar, gefur hún
til kyi/na. — Hvaða vitleysa,
segir hann — bókin, það ert
þú. — Nú verður þú að taka
ákvörðun, segir hún, því bráð
um hringir klukkarí' og þú vakn
ar. Það er í eina skiptið sem
þú verður að taka ákvörðun
sjálfur. Heyrðu, ég skal ....
og hún hvíslar einhverju að
honum. Þá hringir klukkan og
ellin fellur af þeim, hann gríp-
ur hana í fangið eins og í fyrsta
þætti þegar hann bar hana til
rekkjunnar og þau byrja að
lifa allt up aftur.
Þannig endar Rekkjan einsog
hún byrjar og kannski er þetta
stílað uppá andatrú. En allt
eins má hugsa sér að lokaþátt-
urinn sé aðeins draumur, og
það er ekki laust við að maður-
inn sem óskaði hann væri barn
í vöggu konu sinnar, fái nokkrá
upreisn að hann skuli dreyma
þetta.
— B. Ó.
REKKJAN
T í M I N N, þriðjudagurinn 19. júní 1962.
• ‘:.A /J-f.M-lLL'Ll'f'.L' >, i i 1 'j