Tíminn - 19.06.1962, Síða 12

Tíminn - 19.06.1962, Síða 12
 sííímm RITSTJORI: HALLUR SÍMONARSON TÉKKARNIRFARA OSIGRAÐ HEIM Tilraunalið landsli.ðsnefnd- ar, sem mætti tékkneska ungl- ingalandsliðinu í gærkvöldi á Laugardalsvellinum, komst vel frá leiknum tölulega séð, því Tékkarnir unnu aðeins með þremur mörkum gegn tveimur. Hins vegar hnekkir það ekki þeirri staðreynd, að tékknesku unglingarnir höfðu talsverða yfirburði sem áður — en þeir voru þó miklu minni en í fyrri leikjum liðs- ins hér. Og í þessum leik fékk landsliðs- — Unnu filraunalandsliðí'ð í gærkvöldi aöeins meö eins marks mun —„ 3—2. nefnd nokkuð góðan grunn til að \ hans stað. Bæði Sveinn og Orm- byggja á. Sterkasti hluti íslenzka ar Skeggjason sýndu dugnað í liðsins var vörnin með Arna Njáls leiknum — en samleikstilraunir son, sem betza mann liðsins. Þeir þeirra hefðu mátt vera betri, eink- Felixbræður, Hörður og Bjarni, j um Ormars. áttfl einnig ágætan leik og létu tékknesku sóknarleikmennina ekki vaða neitt með sig. Heimir Guð- jónsson í marki varði oft prýði- lega og verður varla með nokk- urri sanngirni sakaður um þau þrjú mörk, sem landsliðið fékk á sig. Garðar Árnason var valinn sem hægri framvörður en mætti ekki til leiks og kom Sveinn Jónsson í Þýzkt handknattleiks- lið væntanlegt í júlí FH-ingar eiga von á mjög góðum handknatt- leiksflokki frá Þýzkalandi í næsta mánuði og mun hann leika hér fjóra til fimm leikí á tímabilinu 25. júfí til 3. ágúst viö beztu lið okkar. Hér er um að ræða liðið Tumeribund Esslinger, sem um langt skeig hefur verið eitt bezta lið Suður-Þýzkalands og leikið í „oberlígunni*1 í mörg ár, og oft- ast verið þar í efstu sætunum. Ekki er enn endanlega ákveð- ið við hvaða lið hér Þjóðverj- arnir leika, en leikirnir fara fram í Hafnarfirði, Keflavík og Reykjavík. Nánar verður skýrt frá I þessari heimsókn síðar hér á I siðunni. Brazilíumenn sigruðu í heimsmeistarakeppninni Urslitaleikur heimsmeistara keppninnar í knattspyrnu í Chile, var háður í höfuðborg- inni Santiago á sunnudaginn og léku Brazilíumenn og Tékk- ar. Leikurinn var mjög skemmtilegur og sigruðu Brazilíumenn með þremur mörkum gegn einu og urðu þar með heimsmeistarar öðru sinni. Tékkar skoruðu fyrsta markið í leiknum á 14 mínlútu, en öifáum mínútum síðar tókst Amarildo að jafna fyrir Brassana. I síðari hálf- leiknum tókst Brazilíu að skora tvö mörk til viðbótar, en Tékkum tókst ekki að finna leið í brázilizka markið. Þessi lið lentu saman í riðli í undankeppninni og varð þá jafntefli 0—0. Á laugardaginn kepptu Chie og Júgóslavía um þriðja sætið og fóru leikar svo, að Chilebúar sigruðu með 1—0 og skoruðu sigurrparkið á síðustu mínútu leiksins. Röðin á HM er því þannig: 1. Brazilía, 2. Tékkóslóvakía, 3. Chile og 4. Júgóslavía. Ingimar vann Richardson Á sunnudaginn kepptu í Gauta- borg um Evrópumeistaratitilinn í þungavigt Ingemar Johansso.n frá Svíþjóð og ' Walesbúinn Dick Richardson, sem var titilhafi. Leikurinn var ekki sérlega góður og fór svo að Ingemar sigraði á rothöggi í áttundu Iotu og hefur því aftur unnið meistaratitilinn. Vandamáil landsliðsnefndar er fyrst og fremst framlínan. Tveir menn í henni í gærkvöldi sýndu ágætan leik, Akureyringarnir Kári Árnason og Skúli Ágústsson. Skúli vann mjög vel bæði í sókn og vörn — og þeir voru ekki svo fáir knettimir, sem hann með dugnaði sínum náði á vítateig okk ar og sneri vörn í sókn. Kári var hins vegar leiknasti maður liðsins — og er að verða hættulegur, gegnumbrotsmaður, þótt ekki tæk| ist 'honum að skora mörk í leikn- um. Kantmennirnir Þórður Jóns- son og Gunnar Felixson voru Jak! ir í fyrri hálfleik — en náðu sér heldur á strik í þeim síðari, þó án þess, að leikur þeirra væri viö- ’ unandi. Þeir voru báðir heldur seinir á knöttinn, og gjarnir á, einkum Þórður, að bíða eftir því að knötturinn kæmi til þeirra, í stað þess að koma á móti honum. Og Grétar Sigurðsson fyllti heldur ekki vel stöðu íiðherja liðsins, þrátt fyrir dugnað og vilja til að gera eitthvað jákvætt. En leikn- ina skortir gagn jafn góðum leikmönnum og Tékkarnir em. Tékkarnir skoruðu fyrsta mark- ið í leiknum eftir aðeins fimm mín útna leik og bjuggust áhorfendur þá við sömu tölu og í fyrri leikj- unum. Innherjinn Jilek skoraði. En staðan jafnaðist fljótt og á 12. mín. skoraði landsliðið mark, sem að vísu bar nokkurn svip af heppni. Aukaspyrna var dæmd á Tékk- ana á vítateig — og barst knöttur- inn út tU Gunnars á hægri kant, sem spymti fyrir. Markvörðurinn, Redina, hugðist gripa knötthm, en missti hann fyrir fætur Þórðar Jónssonar, sem átti létt með að spyrna hónum í autt markjð, eitt eitt. En það leið ekki nema rúm mínúta þar til Tékkarnir voru komnir marki yfir aftur. Eftir liornspyrnu ætlaði annar,framvörð urinn að spyma á markið, en knött urinn lenti í fótum innherjans, Knebort, og stöðvaðist. Féklj inn- herjinn þama óvænt tækifæri, sem hann nýtti strax. Miðvörðurinn lékkneski sýndi nokkuð ruddalegan leik rétt á eff, ir og fékk áminningu fyrir. Hann Tékkneski markvörðurinn, Redina, slær knöttinn frá. hafði misst af knettinum og Grét- ar var kominn inn fyrir, en Tékk- inn gerði sér lítið fyrir og greip í Grétar og hélt honum föstum. f síðari hálfleik skapaði sami leik- maður sér aftur óvinsældir áhorf- enda, þegar hann greip knöttinn með höndurri, en hann var þá á leið inn fyrir vörnina til Grétars, spm var óvaldaður. Síðari hálfleikur byrjaði skemmtilega fyrir okkur, þótt mark kæmi ekki. Akureyrzku inn- herjarnir léku upp og gaf Skúli knöttinn til Kára, sem komst í gott færi en spymti yfir. Og síð- an brunuðu Tékarnir upp og á vítateig spyrnti útherjinn Valocék óvænt á markið og Heimir sá hætt una of seint og fékk ekki við skot- ið ráðið. 3—1.' Síðast í hálfleiknum átti laiids- liðið nokkur góð uphlaup — þótt knötturinn væri þó yfirleitt miklu meira á vallarhelmingi þess. Eink um var hættulegt, þegar Grétar lék upp að endamörkum, og gaf fyrir til Skúla, sem spyrnti yfir. Og á 36. mín. lék Kári skemmti- lega í gegn en markvörður varði fast skot hans. Og á síðustu mínútunni lag- aðist markatalan. Landsliðið sótti og knötturinn var gefinn til Arna, sem hafði fylgt eftir. Árni sendi mjög vel yfir til Þóiðar Jónsson- ar, sem spyrnti á markið. Mark- vörðurinn varði fast skot Þórðar, an annar bakvörðurinn hljóp á knöttinn og setti hann í eigið mark — og lauk því tékknesku heim- sókninni með sjálfsmarki á siðustu mínútunni. Dómari var Haukur Óskarsson og dæmdi mjög vel. Vilhjálmur Einarsson vann bezta afrekið Á frjálsíþróttamótinu, sem háð var á Laugardalsvelli í sambandi við þjóðhátíðina, var fátt um góð afrek. Vil- hjálmur Einarsson vann bezta afrek mótsins og þar með for- setabikarinn, en Vilhjálmur stökk 15,04 metra í þrístökki — afrek, sem hann á áreiðan- lega eftir að bæta mikið í sumar. Annars var keppnin í lang- stökkinu einna skemmtilegust og þar stukku þrír menn yfir sjö metra, sem teljast má gott. Úlfar Teitsson, hinn efnilegi stökkvari úr KR, hafði forustuna með 7,18 metra þar til í fimmtu umferð, að Vilhjálmur stökk 7,22 metra, sem nægði til sigurs. Þriðji varð hinn efnilegi Þorvaldur Jónasson KR með 7,01 metra og er það í ann að sinn í sumar, sem hann stekk- ur yfir sjö metrana. Valbjörn reyndi nú við trefja- stöngina í fyrsta sinn og stökk yf- ir 4,00 ínetra. Hann fékk stöngina rétt fyrir mótið og hafði því Iítið æft með henni. Valbjörn var ánægður með stöngina, en sagði að það myndi taka sig nokkurn tíma að venjast henni. Sigurvegarar í einstökum grein- um urðu þessir. 200 m hlaup Val- björn Þorláksson, ÍR, 24,1 sek, 110 m. grindahlaup Sami 15,9 sek. 100 m. lilaup Sami _ 11,2 sek. Há- stökk Jón Ólafsson, ÍR, 1,95 metra. Sleggjukast Þórður Sigurðsson, KR, 48,98 m. 400 m. hlaup Grétar Þorsteinsson, - Á, 51,2 sek. Kúlu- varp Gunnar Huseby 15,50 m. og kringlukast Hallgrímur Jónsson Á, 45,92 m. Heimir Guðjónssn grípur knöftinn í leiknum i gærkvöldi Ljósmyndir: RE 12 TÍMINN, þriðjudagurinn 19. júní 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.