Tíminn - 19.06.1962, Side 14

Tíminn - 19.06.1962, Side 14
j i i i bergið yða-r eftir hádegisverð og ræða um það“. Að loknum hádegisverði feng- um við okkur sæti á rúminu mínu og Dill tók til nákvæmrar athug- unar öll þau atriði, sem samkomu lag hafði náðst um og svo hin, sem enn var ósamið um. Jafn- framt því sem hann spurði mig, hversu langt ég myndi vilja víkja frá upphaflegri stefnu okkar, til þess að samkomulag næðist. Þeg- ar ég sagði, að ég myndi ekki víkja einn þumlung frá henni, svaraði hann: „0, jú. Það mynd- uð þér gera. Þér vitig það eins vel og ég, að eitthvert samkomu- lag verður að nást“. Svo lagði hann fram nokkrar tillögur og spurði mig, hvort ég vildi fallast á það að hann ræddi um þær við Marshall. Eg bar svo skilyrðis- laust traust til hæfni hans og rétt sýni, að ég samþykkti það um- hugsunarlaust. Því næst fór Dill til fundar við Marshall til þess að ræða við hann um þessar tillögur áður en næsti sameiginlegur fundur okk- ar yrði haldinn. Það er sannfær- ing mín, ag það hafi verið meira að þakka Dill en nokkrum öðr- um að endanlegt samkomulag náð ist . . . Eg stend í óíakmarkaðri þakkarskuld við hann fyrir hjálp hans við þetta tækifæri og mörg önnur áþekk þessu . . . 19. janúar: Sameiginlegur fund ur frá klukkan 10 til 12, þar sem gengið var frá atriðum viðvíkj- andi aðalstefnu okkar. Herfor- ingjafundur frá klukkan 2 til 3 e. h. til undirbúnings sameigin- legs fundar klukkan 3 til 5 e. h. Klukkan 5 e. h. kom Giraud til að sitja sameiginlegan herfor- ingjafund og veitti margvíslegarj upplýsingar viðvíkjandi frönskuml her, sem hann taldi að hægt værij draga saman í Norður-Afríku, meg því skilyrði að honum yrði séð fyrir nauðsynlegum útbúnaði. . . . Forsætisráðherrann kom rétt fyrir miðdegisverg til gistihússins og skýrði mér frá þeirri fyrirætl- un sinni, að fara til Marrakesh næstkomandi laugardag. Jafn- framt fékk ég að vita það, að ég ætti að slást i för með honum og að þaðan myndi leið okkar svo liggja til Cario. Meðan hann væri þar, vonaðist hann til þess að geta skroppið til Kípur til að hitta Tyrki og 'jndirbúið væntanlega- þátttöku þeirra í stríðinu. Því næst skyldum við halda áfram til Tripoli, sem hann vonaði að hefði þá verig hernumið og loks þaðan heim aftur. Mjög skemmtileg ferð og vonandi að hún beri tilætlaðan árangur . . . Þegar við vorum að ræða um þetta ferðalag, sagði hann mér, að hann hefði í hyggju að fylgja for- setanum til Marrakesh-flugvallar- ins og dvelja svo tvo daga í Marra- kesh, til að hvíla sig og mála. Hann gat þess, að liðin væru sjö ár, síðan hann hefði málað í Marrakesh, að hann hefði þess vegna tekið litina sína með sér og hlakkaði mjög til þessa tæki- færis. Mér virtist þetta áform hið prýðilegasta. Eg var orðinn dá- lítið þreyttur eftir allt umstangið síðustu dagana og fór strax að ráð- gera eins dags ferð um Atlas-fjöll in og eins dags akurhænsnaveiðar meg einhverjum ættarhöfðingjan-j um þar . . . 26. janúar. Sameinaður herfor- ingjaráðsfundur klukkan 10 f. h. þar sem við byrjuðum með því ag ræða um skipakost og annað viðvíkjandi landðöngum. Því næst var rætt nákvæmlega um herstjórn í Túnis, eftir komu átt- unda hersins þangað, og ákveðið að hún skyldi falin Eisenhower. Jafnframt skyldi Alexander verða fulltrúi hans til aðstoðar vig stjórn og samrýmingu fyrsta og áttunda hersins og franskra og amerískra herdeilda í Túnis. Loks var ákveðið að gera Tedder að yfirmanni flughersins á Miðjarðar hafssvæðinu. Eftir það fóru hinir amerísku hershöfðingjar til að hitta forset- ann, en við héldum fundinum á- fram til klukkan 12,45 e.h. og rædd.urú aðallega aðgerðirnar á Sikiley. Klukkan 2 e.h. var svo haldinn annar fundur og rætt um láætlanir okkar viðvíkjandi her- námi Sikileyjar. Frndurinn fór miklu betur fram en cg hafði þor- ag að vona og honum lauk um klukkan 4. e.h., þegar ég fór til fundar við forsætisráðherrann til þess að ræða við hann um ferð mína með honum til Cairo. Loks önnur gönguferð með Kennedy þar sem við bættum þremur teg- undum við fuglasafn okkar — ■sendling, gulri marfuerlu og rauð brysting. Verkinu hér er senn lokið og ég þakka Guði fyrir það. Það hefur verig eitt erfiðasta verk, sem ég hef orðið að leysa af hendi, og um skeið var ég farinn að örvænta um nokkurn árangur. Nú hefur okkur tekizt það, sem við vonuð- uðumst eftir að geta, þegar við komum hingað, Þeir eru erfiðir og þó skemmti- legir að starfa með . . . Hugsanir Marshalls snúast nær einvörðungu um myndun nýrra herja . . . Sjón- armið Kings eru aðallega takmörk uð vig Kyrrahafið . . enda þótt hann fylgi í orði kveðnu þeirri grundvallarstefnu að við verðum 84 fyrst að sigra Þjóðverja og þvi næst snúa okkur ag Japönum, þá breytir hann aldrei samkvæmt henni í framkvæmd. Arnold tak- markar sjónarmið sín algerlega við flugherinn og skiptir sér sjaldan af Öðrum málum. En sem flokkur — eru þeir vinse'mdin sjálf og enda þótt viðræður okkar yrðu stundum all-heitar, þá ein- kenndust þær þó ávallt af vináttu og gagnkvæmum skilningi . 21. janúar . . . Byrjuðum dag- inn með herforingjaráðsfundi frá klukkan 9.30 tii 10 f h. þar sem rætt var um stofnus- amerísks hcr- liðs á Englandi árið 1943 og störf þess. Klukkan 12 fundum við for- sætisráðhcrrann og dvöldum hjá honum til klukkan 1,15 e. h. þar sem rætt var um möguleikana á skjótum aðgerðum á Miðjarðarhaf inu. Sameiginiegur herforingjaráðs- fundur aftur klukkan 2 e. h. til klukkan 4, en fórum þá til Casa- blanca, til að skoða aðalstöðva- skip. sem Mountbatten hafði til- búið handa okkur. Meðan vig vorum þar, sáum vig einnig franska orrustuskipið Jean Bart, sem orðig hafði fyrir þremur 1,000 Ibs. sprengjum, þegar Ame- ríkumenn gerðu sprengjuárás á hafnarborgina, og líktist nú frem- ur flaki en glæstu herskipi. Kom til baka og eyddi því, sem eftir var kvöldsins í ,ag undirbúa fund brezka herforingjaráðsins, sem hófst klukkan 9 e.h. og stóð yfir til klukkan 12 á miðnætti. Þar urðu heitar umræður Um það hvort heldur skyldi hernema Sard- iniu eða Sikiley og sýndist sitt hverjum. Sjálfur er ég ekki í nein um vafa um það, að Sikiley ætti að verða fyrir valinu, en yfirleitt hef ég þar meirihlutann á mótl mér. Þegar aðgerðum hefur endan- lega verið lokið, virðist þag allt svo auðvelt, en þeir eru svo fáir. sem gera sér nokkurn tíma grein fyrir þvi, hve óendanlegum erfið- 74 Gátu tuttugu manns hæglega setið umhverfis það. Þeir, sem rnynd- uðu hring umhverfis borðið að þessu sinni, voru sýslumaður, með prestinn á aðra hönd og ferming- ardrenginn á hina. Við hlið prests ins sat maddaman, þá börn þeirra tvö, piltur og stúlka, bæði milli tvítugs og þrítugs. Voru þau ógift og enn í foreldrahúsum. Þá for- maður safnaðarins og forsöngvar- inn og konur þeirra og eitt guð- feðgin drengsins, sem enn var á lífi, þá Jóhann og Signý með son- inn á milli sín, þá kom fjölskyld- an á Teigi, svo frú Ragnheiður og Valgerður. Þar með var hringnum lokað. Við borðhaldið voru glað- værar samræður. Sýslumaður vakti umræðurnar og nærði þær með léttri fyndni og kímnisögum. Prestur lagði einnig drjúgt til málanna. Jóhann Sigurðsson tók að skjóta örvum gamanmála að Guömundi á Teigi, prestssyni og forsöngvaranum. Brugðust allir vel við. Guðmundur Björnsson var öruggastur til andsvara. Og inn- an stundar var hann kominn inn í samræðurnar, og kom þá í ljós, að hann lumaði á skrít.lum og smá söguþáttum, sem kváðu sér hljóðs. Harin gat látið hversdagslega at» burði bregða á sig ævintýrablæ. Hófið fór hig bezta fram. Er borð voru upp tekin, bað fermingar- barnið Björn, bróður sinn að koma með sér. Ræddust þeir lengi við í herbergi Guðmundar, og bundust vináttuböndum, sem ent ust svo lengi, sem báðir lifðu. Síðari hluta nætur var haldið hcim. Voru systkinin reidd. Fylgdi þeim vikadrengurinn í Hvammi. Og gaf Guðmundur Björnsson honum spesíu er þeir kvöddust. En er hjónin voru orðin tvö á svefnlofti sínu, og gengin til hvílu, hvarf húsfreyja til bónda síns, vafði örmum um háls hon- um, og þakkaði honum fyrir lið- inn dag, hugulsemi hans og ástúð. „Og það er þakkarvert, að ég kastaði frá mér gjöfinni, sem þú færðir mér í morgun? Hún var þó sannarlega nokkurs virði. ‘ „Já, vinur minn, þú leystir þar vanda-. Eg er vanfær en vanda ber að höndum. Þú ert úrræðagóður. Og alltaf réttur og viss.“ — Nei, Sigþrúður mín. Eg er oft óráðinn. Það veizt þú manna bezt. En hcillastund sem þessari, skulum við ganga á hönd, gleyma basli og hversdagsönnum. Þannig lúkum við hátfg liðins dags. Stund afsvefn tengir svo hátíðarfagnað- inn við hversdagsleikann, sem mætir með morgunsárinu." Og Guðmundur dró húsfreyju sína að sér, og gaf ástlífinu lausan taum-j inn. Innan stundar breiddi svefn-; inn verndarvængi yfir hvílurúm þeirra og vitund. Allt var full- komnag. XXXIX — Þú átt von á heimsókn í dag. Þag var Guðmundur Björnsson í Teigi, sem mælti þessi orð til hús- freyju sinnar, er hann kom inn til morgunverðar, einn dag um vor- ið. j — Er einhver að koma? spurði hún. — Ekki enn, sagði hapn. — Dreymdi þig fyrir gesta- komu? — Nei, mig dreymir sjaldan markverða drauma. svaraði hann. — Hvers vegna spáir þú gesta- komu? Áttu von á manni? — Já, — Hver er það? — Gestur ag finna þig, gestur, sem aldrei hefur komið hér áður.; — Eg sá fylgjuna hans. . j — Vonandi hefur hún engan skaðað. — Nei. Hún skaðar engan, fylgj an sú. — Jæja, góði minn. Þá er mér sáma. Eg mun reyna að gera hon- um eitthvag gott, sagði Sig- þrúður. — Já, þú munt sannarlega gera honum gott, sagði.bóndi. — Þú gerir mig forvitna. Má ég ekki vita hver kemur? — Vertu ekki að toga þetta út úr honum. Varla verður þag sýslu maður, sem kemur, sagði Rúna gamla. — Víst getur það orðið sýslu- maðurinn, sagði Guðmundur. — Ekki trúi ég því. Það skeður þá eitthvað nýtt, sagði Rúna. — Bezt gæti ég trúað, að þetta yrði einhver bölvaður flækingur- inn. Kannski enn verri en sá, er síðast kom. Eg fékk nóg af hon- um. — Varst það ekki þú, sem kall- áðir á hann? — Jú, jú. Svo átti það víst að heita. Ekki óraði mig fyrir því, að maðurinn væri vitlaus. Eg hélt að hann væri ag kalla á mig. — Þú hélzt. Já, þú hélzt. Ann- ars áttir þú ag sjá það af tilburð- um mannsins, að hann var enginn venjulegur maður. — Maðurinn var að kalla, heyrð ist mér. Eg sá að hann barði sig utan. En hvernig átti mér að detta í hug vitlaus maður? — Eg sá og heyrði til þín og skemmti mér. Fyrst hváðir þú hvag eftir annað. Svo kom rúsín- an í pylsuendann. BJARNI ÚR FIRÐh Stúdentinn í Hvammi — Hvað ertu að segja maður? Eg heyri ekkert, hvag þú segir. Komdu. Það þýða ekki þessi köll. Eg heyri engin orðaskil. Komdu maður, komdu. — Þetta kallaðir þú. Og róm- urinn. Sá var nú ekki vingjarnleg ur þá stundina. —, Vissir þú, að maðurinn var vitlaus? sagði Sólrún. — Eg fór nærri um það. — Ekki gafstu þig samt fram. — Eg vildi sjá leikþáttinn all- an. Þú ert ekki vön ag vera gest- risin. En þarna strikaðir þú ofan bæjarhólinn beint í flasið á vit- leysingnum. Hvað var að þér? — Eg hélt, að þetta væri hann Gvendur á Sporði. Hann er oft svo skritinn og talar mikið við sjálfan sig. Mikið varg mér hverft við, þegar ég sá, hver maðurinn var. — Þá hófst líka skemmtilegasti þáttur ævintýrsins. Þú hljópst heim eins og píla, með hljóðum og formælingum. Það voru ófagr- ar bænir, gamla mín. Hann á eft- ir, og dró ekki af sér. — Ekki þetta! Ekki þetta! Þeg- iðu kerling! Þegiðu kerling Þeg- iðu!, hrópaði hann skelfdur yfir munnsöfnuði þínum. Þú varst á undan heim, ruddist inn í bæinn, skelltir hurðinni í lás. Dróst loku fyrir. Hann reyndi fyrst við hurð- ina. Svo stóð hann á hlaðinu, og néri höndum. Vandræðalegur fyrst í stað. En svo tók hann að setja sig í ýmsar stellingar. Og rak loks upp ofboðslegan hlátur. Það fór hrollur um mig, og verð ég þó ekki uppnæmur við smá- muni. En karlinn jafnaði sig furðu fljótt. Hann var góður, þegar ég kom. — Eg bý að því enn, hvað ég varð hrædd, sagði Rúna. — Þú ferð þá líklega ekki að þenja þig á móti næsta gesti, sagði bóndi. —- Ag mér heilli og lifandi. Nei. það gerir ekki.Sólrún gamla, sagði Rúna. ’ , — Við bíðum og sjáum hvað setur, sagði Guðmundur. ■— Á ég þá að steikja pönnu- kökur? sagði húsfreyja, sem tók aftur upp þráðinn. — Já steiktu pönnukökur. Við Rúna fáum þá einu sinni bragð, hvort sem gesturinn kemur eða ekki sagði bóndi. — Hver heldur þú, að komi? spurði húsfreyja.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.