Tíminn - 19.06.1962, Side 16

Tíminn - 19.06.1962, Side 16
llllIlltjM Þriðjudagur 19. júní 1962 136 fbl. 46. árg. FYRSTA SKEMMTI SKIPID KOMIÐ Á sunrtudagsmorguninn kl. 7 kom hingað skemmtiferða- skipið Argentína með rúm- lega 300 farþega. Skipið kom á vegum Geirs H. Zoega, þa8 kom frá New York, og var á leið fil Evrópu. Farnar voru tvær ferðir með far þegana. Önnur var um Reykjavík og þar skoðuð söfn og síðan snædd ur hádegisverður á Hótel Borg, og að því loknu farið til Þingvalla. Hin ferðin var til Þingvalla og i Hveragerði. Skipið fór héðan kl. 18 og af þeim sökum gátu farþeg ar lítið staðið við hér í borginni. Að sögn Geirs H. Zoega er von á 5 , öði«um skemmtife'rðaskipum hingað í sumar, en auk þess kem ur Argentína hingað aftur 23. júlí. Næsta skipið sem hingáð kemur er Caronia, og kemur hún 4. júlí. Síðan kemur sænska skipið Grips holm hinn 5. Bæði skipin standa hér aðeins við í einn dag. Alls eru um 500 farþegar með þeim og eru þau á leið til Evrópu frá New STOKKHOLMUR - REYKJAVÍK Svart: F. Ekströni GLEÐIN SKEIN EN SÓLIN EKKI |York. Skemmtiferðaskipið Viktor- ía verður hér dagana 7. og 8. júlí, það kemur með meginlandinu, og með því verður mikið af Spán- verjum og ítölum. Hinn 13. ágúst kemur Monte Unde, spænskt skip frá Bilbao, og verður það hér tvo daga. Daginn eftir að Monte Unde kemur til Reykjavíkur, kemur svo systur skip Argenlínu, Brasil. OrSsending fil þjófa: Engin íjárvon Menntaskólanum á Akur- eyri var slitið í 82. sinn í fyrra dag. Eftir hátíðleg skólaslit á Sal gengu sjötíu og fjórir brosandi nýstúdentar fram skólaganginn og út á hlað. stúdínurnar í fyrsta sinn í hvít um drögtum, en hópurinn í fyrradag er sá fjölmennasti, sem M.A. hefur til þessa braut skráð á einum degi. Þó að veðrið væri ekki beinlínis ynd- islegt um hádegisbilið, var stúdentsgleði þessara sjötíu og f jögurra sálna ósvikin, og hvít- kollarnir á stéttinni höfðu engan frið fyrir heillaóskum og handaböndum ættingja og vina, sem slógu um þá skjald- borg, þegar færi gafst. Það ællaði að verða ei'fitt að ná í dúxinn, Leó Kristjánsson frá ísa- firði, sem lauk nú stúdentsprófi með glæsilegum árangri ásamt í fyrrinótt voru nokkur smáinn- brot framin hér í Reykjavik, eitt þeirra í timburverzlun Árna Jóns sonar við Laugaveg. Þar var stol- ið tveimur kúlupennum Forráða- menn verzlunarinnar létu þess get ið við rannsóknarlögregluna, að peningar væru aldrei geymdir á staðnum að nteturlagi og óskuðu að það kæmi fram að gefnu til- efni. Þetta tilkynnist hér með öll um hlutaðeigandi fyrr og síðar. — Þá var brotizt inn í vélsmiðjuna! Járn við Súðavog og stolið litlum peningakassa með reikningum, nótum, lyklum og 1—200 krónum í peningum. í þriðja lagi var brot- izt inn hjá Innkaupasambandi bók sala og stolið gulri skjalamöppu. Leó Kristjánsson Marís Þorsteinsdóttir tvíburabróður sínum, Kristjáni Kristjánssyni. — Ertu ekki ánægð'ur að vera búinn? — Jú, það er ákaflega þægileg tilhugsun. — Hvað hyggstu svo fyrir? — Eg er búinn að sækja um há- skólavist í Edinborg og langar að komast þangað í haust í eðlis og efnafræð'i eða eitthvað i þá átt- ina. — Er langt síðan þú tókst þessaí ákvörðun? ! — Nei, eiginlega ekki. Eg sótti um í mörgum skólum til að vera öruggui og þá stundum við sitt fagið í hverjum skóla. — Komu ekki foreldrar þínir frá ísafirði? — Jú, og það eru margir for- eldrar hér í dag. — Og hvort heldurðu nú, að þú sért ánægðari en þau í dag eða öfugt? — Eg veit það ekki, hef ekki hugmynd um það. — Hvað ætlarðu svo að gera í sumar? — Skrapa saman peninga, ég veit ekki ennþá hvar, en það er alltaf nóga atvinnu að fá á Vest- fjörðum. — í hverju fékkstu hæsta eink- unn? — Latínu, stærðfræð'i og efna- fræði. Aðaleinkunnin var 9,54, og það er skemmtileg tilviljun, að tveir hafa fengið hana í skólanum áður — á stúdentsprófi — fyrir fjórum og átta árum. — Það má bæta því við, að þessi einkunn er jafnframt sú hæsta, sem gefin hef- ur verið á stúdentsprófi í M.A. — Heldurðu, að þú komist heim með verðlaunabókhlaðann? — Þær voru nú ekki hema sjö. Hersingin þokaðist gegnum skólahliðið með „Gaudeamus igitur“ á vörunum og var kvik- mynduð á leiðinni suð'ur í Lysti- garð, þar sem tekin var hópmynd af árg^nginum. í hliðinu gaf Björn Teitssön frá Brún í Reykjadal kost á smáviðtali, þó að tíminn væri naumur, en hann varð semidúx í máladeild ásamt einni bekkjarsyst- ur sinni, bæði með 8,57. Framhald á 4. sfðu. Björn Teltsson Átta stúlkur og níu piltar útskrlfuðust sem stúdentar úr Verzlunar- skóla íslands á laugardaglnn. Þetta er í áttunda sklpti, sem Verzlunar- skólinn útskrifar stúdenta og hafa þá alls 320 stúdentar útskrlfazt þaSan. Hæstu einkunnir núna hlutu Ingibjörg Haraldsdóttir og Katrín Jónsdóttlr, 6,93, eftir Örstedsskala; þriðja varS Guðrún Kristín Magnús- dóttlr með 6,91, og fjórða Hólmfríður Ólafsdóttir með 6,85. — Mynd bessi er tekin af stúdentunum sautján eftir skólauppsögn. Með m/s Heklu, sem kem- ur til Reykjavíkur a8 morgni miðvikudags 20. júní kemur 23 manna flokkur karla og sauðfjárrækf hér á landi. kvenna hingað til lands í þeim Stendur hið norska félags erindum að kynnast nokkuð „Norsk Sau- og geitalslag" að ferð þessari, en það er lands- félag sauðfjárbænda og áhuga manna um sauðfjár- og geit- fjárrækt í Noregi. Fleiri aðilar munu standa að fyrirgreiðslunni hér, svo sem Búnaðarfélag íslands, Búnað ardeild Atvinnudeildar Háskólans, Stéttarsamband bænda, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og Bún- aðarsamband Suðurlands. en Árni i G. Eylands, sem verður aðalleið- sögumaður Norðmannanna hér, er nýlega kominn til landsins til þess | í samráði við þessa aðila að ákveða um dvölina hér og ferðir í einstök- um atriðum. Hér dvelur hópurinn aðeins í 4 daga og fer ulan aftur með m.s. Heklu að kvöldi laugardagsins 23, júní. Þessir 4 dagar verða notaðir þannig í aðalatriðum: Miðvikudagur 20. júní: Heim- sókn í Búnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans. Fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskólans, þar sem Stefán Aðalsteinsson, tilraunastj. Framhald á 4. síðu. Hvítt: F. Ólafsson Hvíturlék síðast 42. Halxa4. Svart ur svarar með 42 . . . Re4xc3.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.