Tíminn - 28.06.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1962, Blaðsíða 2
 ASTAMAL OG HJONABOND SOVÉTRÍKJUNUM Tutfugu og þriggja ára gömul sfúlka kastar sér út um gluggann á átjándu hæð. Hún er lengi að falla og hef- ur tóm til að æpa upp yfir sig af hryliingi. Síðan skell- ur hún í hart malbikið, sem glitrar eins og spegill í regn- úðanum. Ef til vill gafst henni tími til að sjá afmynd- að andlit sitt speglast í göt- unni, áður en hún gaf upp andann. Ókunnugt fólk kem- ur að og myndar hring utan um lífvana stúlkuna. Kona ein fer úr kápunni og breiðir hana yfir líkið. Læknir í hvít- um sloppi kemur gangandi hægum skrefum. Hann veit að enginn lifir af fall frá átjándu hæð og er ekkert að flýta sér. Um kvöldið sitja nokkrir stú- dentar á fjórðu hæð og tefla. Aðrir hafa safnazt umhverfis dómínóborðið og berja í það, þeg ar þeir færa töflurnar. Einstöku sinnum er þögnin rofin með með hlátri. Stúlkan, sem fyrirfór sér nokkru.m tímum áður, færist í tal. — Hún var í sömu deild og ég, segir einn skákmannanna. Síðan lýtur hann yfir borðið og hugs- ar sig lengi um næsta leik. En samtalið heldur samt áfram. — Eg þekkti hana dálítið. Hún hét Anna og var á fimmta ári. Hefði orðið búin í vor. Skemmti- leg stúlka. Og falleg. Opinber- lega er sagt, að hún hafi verið að hreinsa gluggann og misst jafnvægið. En læknirinn sagði, að hún væri með barni. Eg hugsa, að það hafi verið ástæð- an. Meira kom ekki fram í samtal- inu um Önnu. Hún var falleg stúlka, sem komin var að enda námsfeiils síns og átti von á góðu starfi sem kennari í sögu. Afganginn verða menn að ráða í. Líklegast hafði hún orðið ást- fangin af einhverjum stúdent, en afleiðingar sambandsins orðið aðrar en hún átt von á. Ef til vill hafði hún reynt mikið til að fá hann til að kvænast sér, en> hann skorazt undan. Þegar henni kom svo til hugar að biðja um fóstureyðingu, en þær eru auð- fengnar í Sovét, hefur það verið of seint. Hún fylltist ótta við það sem umhverfið myndi segja, — foreldrar, ættingjar og vinir. Sú pressa hefur verið henni um megn og hún greip til þess eina úrræðis, sem henni fannst vera eftir. Upp úr 1920 voru frjálsar ást- ir boðaðar í Sovétríkjunum. Karl Marx hafði sagt, að í kommún- istísku þjóðfélagi myndi fjöi- skyldan hverfa sem þjóðfélags- stofnun. Nú átti að láta spádóm hans rætast. Alexandra Kollantaj skrifaði nokkrar smásögur um frelsi ástarinnar, og einhver vin- sælasti höfundur samtímans, Panteljmon Romanov gaf út sagnasafn, sem hét „Án rósa“. — Hjá okkur er ekki til nein ást, segir í einni sögunni. — Það eru einungis til kynferðisleg sam bönd. Ástin hefur smám saman horfið yfir í sálfræðina, og það er bara líkaminn, sem hefur til- verurétt. En unga stúlkan í sög- unni, er þrátt fyrir allt gefin fyrir svolitla rómantík, vill hafa hlutina eins og þeir voru, Ijóð, rósir. Elskhugi hennar skilur hana ekki, hugmyndir hennar eru gamaldags, nú er hægt að komast af án rósa. Á þessum áratug og þeim næsta, voru giftingar og skilnað ir gerð jafneinföld fyrirtæki og kaup á bíómiða. Það þurfti ekki einu sinni að tilkynna makanum, þegar einhver óskaði að flytja að heiman. Sérstökum fóstureyð- ingarstöðvum var komið á fót „til að tryggja jafnrétti kynj- snna“. En í kjölfar frelsisins fylgdi óreiða. Fjölskyldan hafði alltaf verið miðpunkturinn í lífi Rússa. Nú átti að afnema hana, og eftir stóðu menn einmana og rótlausir. Þetta frelsi frá því fyrir 30— 40 árum er nú um garð gengið. „Rós'irnar" hafa fengið sitt að segja aftur. Staða fjölskyldunn- ar hefur verið styrkt, og þótt hjónaband sé enn tiltölulega ein falt fyrirtæki, á það sama ekki lengur við um skilnað. „Sam- vizkuhjónabönd" koma enn fyr- ir, en í blöðunum eru ungar konur varaðar við slíkum sam- böndum. Það er einungis form- leg tilkynning á manntalsskrif- stofunni, ZAGS, sem gefur kon- um sama rétt og manninum. í Rússlandi eru til margar ógiftar mæður. Þær njóta sama ríkisstyrks og aðrar mæður í landinu. Böm þeirra eru ekki talin óskilgetin. Umhverfið lítur þó til þeirra augum, sem spegla fyrirlitningu og fordæmingu. Þetta var ekkj svo fyrrum. En nú skulu unglingar ekki ala barn ncma í hjónabandi, sem foreldr- amir hafa gefið samþykki sitt til. Unga stúlkan, sem „missti jafnvægið við gluggahreinsun", hefur fundið þennan þrýsting umhverfisins of þungan. Frjálsræði kvenna í ástamálum er ekki komið á sama stig og á Norðurlöndum eða í Mið-Evrópu. Þetta sést ekki minnst á því, hve rússneskar konur eru bundnar heimilinu. En þó stefnir þar í sömu átt og vestra. Konur eru að öðlast meira sjálfstæði, þær leita menntunar og halda atvinnu sinni iðulega áfram þrátt fyrir giftingu. Meðal háskólastúdenta í Sovét er helminguninn stúlkur. í sumum störfum eru konur í miklum meirihluta, t.d. kennara- og læknisstörfum. Með þessu fylgja breytingar á áður viðurkenndum siðalögmál- um. Kynferðisreynsla fyrir gift- ingu er talin fullkomlega eðlileg. Sé slíkt samt ekki jafn almennt og á Norðurlöndum, getur það stafað af húsnæðisskortinum, sem í Rússlandi er alvarlegur þrándur í götu. Þó má sjá við þeim vanda með nægu hugmynda flugi. Á stúdentaheimilum i Moskva eru brögðin mörg, en þar ríkir alger aðskilnaður milli kynj anna. Einhver einfaldasta aðferð in, en um leið ein sú snjallasta er að setja hring á fingur sér; sá sem upp á því tók, gat þann- ig lengi fengið frjálsan aðgang að vistarverum kvenna á heim- ilinu. y Getnaðarvarnalyf eru seld frjálst í Sovétríkjunum, en þó er ekki hvatt til notkunar þeirra af yfirvöldunum. Almenningur not- ar þau heldur ekki mikið. Það mun þó ekki stafa af vankunn- áttu, heldur öllu fremur hinu, hve auðvelt er að fá fóstureyð- ingu. Fóstureyðingarstöðvarnar frá því um 1920 voru að vísu lagðar niður árið 1936, en end- urstofnaðar 1956. Þó er nokkur munur á stofnununum nú og þá, þar eð þær nú krefjast gjalds, einar sjúkrahúsa í landinu. En verðið er ekki hátt, og hefur ekki mikil áhrif til að draga úr að- sókn. Fyrir þrjátíu árum var hægt að lýsa ást á þennan hátt: — Eg elska þig ósegjanlega, Manjka, nærri því eins mikið og steypu- hrærivélina. Eigum við ekki að giftast? — Ef þú vilt, Pjotr. Eg elska þig líka. Þú heldur vélinni í góðu lagi og borgar ársgjöldin í verkalýðsfélaginu á réttum tíma. Og hugsaðu þér, hvað það verður gaman að koma' saman á verk- smiðjufundina. Hafi samtöl af þessu tagi nokkru sinni raunverulega átt sér stað, sem satt að segja má draga í efa, er a.m.k. öruggt, að þau eru úr sögunni nú. Erfitt er þó að segja, hversu rússneskt bón orð fer fram nú á tímum, en trúlega er það ekki mjög frá- brugðið sams konar athöfn á Vesturlöndum. En útlendingar geta fengið að vera viðstaddir rússneskt brúðkaup, eða hjóna- bandsskrásetningu, eins og rétt- ara væri að segja. Fyrir rúmum þrjátíu árum var um skeið af- numin öll skrásetning hjóna. Þá var litið á alla sem gifta sem bjuggu saman. Síðar var þó kom- ið á einfaldri tilkynningarskyldu. Nú hafa ákvæðin verið hert, svo að krafizt er minnst tíu daga um hugsunarfrests, áður en hægt er að ganga í hjónaband. Frakki einn, Pierre að nafni, kvæntist ein fagran vordag rúss- neskri stúlku á skrifstofu ZAGS í Moskva. ZAGS þýðir eiginlega zapis aktov grazjdanskogo sosti- janija, sem hægt er að útleggja sem „skrásetningarskrifstofa mála varðandi hjúskaparstofnun og — slit“. Skrifstofan er í gráu steinhúsi, gengið upp langan og óiómantískan stiga og þar er bið stofa, sem er full af eftirvænt- ingarfullum hjónaefnum. Pierre kom ásamt konuefni sínu þó nokkuð of seint, og fékk strax inngöngu í herbergi embættis- mannsins, sem annast skrásetn- inguna. Þar inni var kampavíns- flaska og glös. Bak við borðið stóð kona, sem annast þessi mál. Hún var ekki blíð yfir seinkun- inni og reyndi eftir getu að vinna aftur glataðan biðtíma. — Þið vitið hvað lög Sovét- ríkjanna segja um hjónabönd? Þið njótið jafnréttis gagnvart lögunum. Ykkur ber að virða hvert annað. Þið eigið að mynda fjölskyldu, helzt stóra. Héf^ í bókinni, þar sem þið verðið skráð, er rúm fyrir tíu börn. Hefjizt handa. Brúðhjónin skrifuðu undir á réttum stöðum. Ekkert „já“ var sagt eins og tíðkast á Vesturlönd um. Og að lokum hellti skrásetj- aiinn kampavíni í þrjú glös og lyfti sínu og sagði hraðmælt ham- ingjuóskaþuluna: — Fyrir hönd Skrásetningar- skrifstofu mála varðandi hjú- skaparstofnun og —slit og sjálfs mín hönd óska ég ykkur hjart- anlega til hamingju, (Dregið saman úr grein eftir Harald Haminu í Vecko-Journalen). SKÍPAÚTGCBÐ BÍKISINS M.s. Skjaldhreiíl vestur um land til Akureyrar hinn 3. júlí n.k. Vörumóttaka í dag til Húnaflóa- og Skaga- fjarðarhafna og Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á mánudag. Iínnræíið afhjúpaö Mbl. hefur við hátíðleg tæki- færi oft látið í þaS skína, að SjálfstæSismenn væru síður en svo á móti samvinnuféiögum, samvinnuféiög ættu rétt á sér við hlið einkafyrirtækja. Mörg eru þau dæmi samt orðin, sem sanna, að hér fylgir síður en svo hugur máli. Sannleikanum nær er, að forkólfarnir við Mbl. beri — takmarkaiítið hatur til sam- vinnufélaga. Því tii rökstuðn- ings er rétt að birta glefsu úr ritstjórnargrein Morgunblaðsins í gær. Þar segir m.a.: „En hver er sú hugsjón, sem Ilaupfélag Árnesinga á að leit- ast við að koma í framkvæmd? Kaumast fer á milli máia hver hún er. Það er sú hugsjón að ná ofurvaldi yfir sem fiestum þáttum atvinnuiífsins, gera sem allra flesta einshiklinga fjár- hagsicga háða samtökum þeiin, sem forkólfar Framsóknar- flokksins stjórna sem póiitísku einknfyrirtæki sínu“. Tiicfni þessara gífuryrða og aurkasts að einu myndarlegasta samvir.nufélagi landsins er svar Tímans við þeirri staðliæfu- lausu fuliyrðingu að aðdróttun Mbl. í garð Kaupféiags Ámcs- inga og forystumanna þess, að þeir beiti menn á Selfossi skoð ana- og atvinnukúgun. Tíminn bað Mbl. að benda á eitt einasta dæmi þess, að forystumenn sam vinnuféiaga hafi beitt atvinnu- kúgun. Það hefur Mbl. ekki get að, — en hins vegar leitt hjá sér að svara þeirri spumingu Tímans, hvaða sjónarmið væru r'kjandi Ið mannaráðningar og starfsmannahald hjá Reykjavík urborg og ýmsum grónum „Sjálfstæðisfyrirtækjum“ og enn fremur, hvernig væri með ráðningar í sýslumannsembætt- in nú undanfarið. Þessiun spnm ingum treystir Mbl. sér ekki til að svara — en ekki fer miili mála, að margur heldur mann af sér. Selfyssingar hæddir og svívirfir Mbi. taiar engri tæpitungu í gær. Það segir biákalt, að sam- vinnustarf og samvinnuhugsjón sé „að ná ofurvaidi yfir sem fiestum þáttum atvinnulífsins, gero im allra flesta einstakl- inga fjárherdega háða samtök- um þeim, sem forkólfar Fram- sóknarflokksins stjóma sem póiitísku einkafyrirtæki sínu“. — Svo býsnast blaðið yfir því, ; þeir - enn, sem fylgja stefnu blaðsins skuli ekki vera kosnir til áhrifa í samvinnufélögunum. E;i í þessum ummælum blaðsins felst annað og meira. Hún er gíf urleg móðgun við dómgreind fólksins í iandinu og þó einkum og sér í lagi í þessu tiiviki við íbúa Selfosshrepps. Óbeint seg- ir Mbl. við Selfyssinga: Þið er- uð dómgreindarsljóir, þræls- Iundaðir aumingjar, því að þið kjósið á lýðræðislegan hátt yf- ir ykkur þessa grimmu og ó- svífnu kúgara ár eftir ár, kúg- ara, sem vilja gera ykkur fjár- hagslega ósjálfstæða bónbjarg- armenn á valdi pólitískra mis- indismanna. Þ,að veit hvert maiinsbann, að hver meðUmur kaupféiags, hvort sem er stór eða smár, hefur jöfn áhrif við kosningu forystumanna félags- ins. í samvinnufélögum ríkir þv> hið fyllsta lýðræði. Mbl. hef i. slegio sig til riddara lýðræð- isins, en heldur fær iýðræðis- skipulagið þó kaldar kveðjur frá blr.Tínu í þessum skrifum. Þeir menn, sem áruni samnn hafa starfað hjá sámvinnufélög- (Framhald á 13. síðu) 2 TÍMINN, fimmtudaginn 28. júní 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.