Tíminn - 28.06.1962, Blaðsíða 3
Síðasta vígi OAS fa
iarnir flúnir
NTB—Oran og Algeirsborg
27. júní
Ghristian Fouchet, æSsti
erindreki Frakka í Alsír,
lýsti því yfir í Oran í dag,
a® m væri útlit fyrir, aS
ástandið í vesturhluta Al-
sír yrði eðlilegt á nýjan
leik ,eftir að OAS-samtök
in heföu birt uppgjafar-
yfirlýsingu sína í síöasta
vígi samtakanna, Oran.
Fouchet sagði, að nú hefðu hinir
gætnari og vitrari menn innan
OAS loks náð yfirhöndinni og með
aðstoð franskra yfirvalda í Oran,
'hefðu ofstækismennirnir verið ofur
liði bornir og nú blasti við friður
og ró eftir langa skálmöld.
Þá birti OAS-foringinn, Jean
Áburðarverksmiðjan
kaupir köfnunar-
efnisáburð
Áburðarverksmiðjan hefur fest
kaup á nokkru magni köfnunar-
efnisáburðar erlendis, sem mun
koma til landsins fyrir miðjan júlí,
til að tryggja, að ekki komi til, að
slíkan áburð skorti á þessu vori,
enda þótt verksmiðjan sé þegar bú
in að selja meira magn köfnunar-
efnisáburðar en notendur höfðu
pantað til notkunar á þessu vori.
Með því að mjög er 6^ngiö á
Kjarnabirgðir þær, sem fyrir hendi
voru, þegar bilunin varð í síðast-
liðinni viku, mun kaupendum scm
þarfnast Kjarna, nauðsynlegt að
hafa samband við verksmiðjuna á
næstu dögum, áður en þeir senda
bíla til að sækja Kjarna. Engar
takmarkanir eru hins vegar á af-
greiðslu annarra áburðartegunda.
(Frá Áburðarverksmiðjunni;.
Jacques Susini, ávarp seint í gær-
kveldi. har sem hann hvetur fólk
af evrópskum uppruna til að vera
um kyrrt í Alsír og biður það, sem
þegar hefur flúið til Frakklands,
að snúa aftur til Alsír.
Ekki seinna vænna
Aðeins fjórum dögum áður en
íbúar Alsír ganga að kjörborðinu
til þess að greiða atkvæði um fram
tíðarstöðu landsins, hafa nú OAS-
samtökin í Oran tekið sinnaskipt-
um, að því er virðist, ef síðasta út-
varpssending þeirra reynist hafa
við rök að styðjast. Um leynilega
útvarpsstöð var seint í gærkvöldi
tilkynnt, að OAS-samtökin hefðu
ákveðið að hætta öllum hryðjuverk
um í Oran og jafnfraint var hvatt
til friðsamlegrar samstöðu Evrópu-
manna og Serkja í borginni. Þá var
einnig frá því skýrt, að einn aðal-
foringi samtakanna í Oran, Paul
Gardy, hershöfðingi, væri flúinn
úr borginni.
Ljótur ferill að baki
Eins ogjcunnugt er af fyrri frétt-
um hafði náð'st samkomulag um
vopnahlé milli Serkja og OAS alls
staðar í Alsir, nema í Oran, og
síðustu dagana hafa veiið framin
þar ein mestu skemmdarverk, sem
menn muna eftir, siðan styrjöldin
í Alsír hófst. Með flótta Paul
Gardy og yfirlýsingu útvarpsstöðv-
arinnar, svo og hvatningum borg-
aralegra og hernaðariegra yfir-
valda samtakanna um friðsamlega
samúð við Serki í framtíðinni,
virðist nú sem þetta síðasta vígi
OAS-manna sé fallið og langur og
ljótur hryðjuverkaferill þeirra á
enda.
Engin skilyrði
Þessi síðasta orðsending OAS-
manna i Oran hefur að vonum vak-
ið gleði manna og eftir nákvæmar
athuganir á orðalagi útvarpstil-
kynningarinnar, hafa yfirvöld bæði
í Algeirsborg og í París greint svo
frá, að ekki sé hægt að sjá, að
OAS-samtökin hafi sett nein skil-
yrði fyrir því að hætta nú glæpa-
verkum sinum. Fulltrúar Sérkja í
bráðabirgðastjórninni í Roche
Noir hefur látið sömu skoðun í ljós
á þessari orðsendingu OAS.
Ruanda og Urundi
tvö sjálfstæð ríki
NTB-New York, 27. júní
í dag var samþykkt á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna að veita afrikanska
gæzluverndarsvæðinu Ruanda
Urundi sjálfstæði, sem 2að-
greindum ríkjum, þ.e. Ruanda
og Urundi, frá því á miðnætti
á laugardag að telja. Allsherj-
arþingið samþykkti samhljóða
að veita ríkjunum sjálfstæði.
Ruanda-Urundi var þýzk nýlenda
þar til 1918, en síðan hefur oltið
á ýmsu um stjórn landsvæðisins,
og nú um skeið hefur það verið
gæzluverndarsvæði S.þ.
Allsherjarþingið vísaði á bug
framkominni tillögu frá Sovétríkj-
unum, um að allt belgiskt herlið
verði farið b.úr Ruanda-Urundi
fyrir þann 1. júlí, er ríkin fá sjálf
stæði.
Þetta mál hefur mikið verið
rætt á þinginu og deilur orðið
harðar. Áf ótta við blóðugar erjur
a ttbálka var þó sámþvkkt að belg
ísku hersveitirnar skyldu verða um
kyrrt þar til mánuði eftir að ríkin
fengju sjálfstæði, þ.e. til júlíloka.
Eins og áður segir, verður hér
um að ræða tvö ríki, eftir þann
1 júlí, lýðveldið Ruanda og kon-
ungdæmið Urundi, og verður
stjórnum ríkjanna f sjálfsvald
sett að semja við Belgi um frekari
dvöl herjanna í ríkjunum.
Hvetja til friðar og eindrægni
Frá Oran berast og þær fréttir,
að eftir útvarpstilkynninguna hafi
bæði borgaraleg og hernaðarleg yf
irvöld í Oran sent út áskorun, þar
sem Evrópumenn og Serkir eru
hvattir til að starfa hér eftir sam-
an í friði og eindrægni.
í Algeirsborg var tilkynnt í dag,
að Christian Fouchet, æðs-ti erin-
dreki Frakka í Alsír og Michel
Fourquet, hershöfðingi og yfir-
mað'ur frönsku herjanna í Alsír,
hefðu flogið til Oran í dag til að
vera viðstaddir jarðarför Ginester,
hershöfðingja, sem féll fyrir nokkr
um dögum í árás OAS-manna. Hins
vegar er fullyrt, að annað' og meira
liggi til grundvallar þessari ferð,
þ. e. rannsókn allra málavaxta,
eins og þeir nú eru í Oran.
Forsprakkarnir flúnir
í útvarpstilkynningu OAS-manna
sagði m. a., að þessi ákvörðun
samtakanna hefði verig tekin, til
þess að forða evrópsku fólki, sem
borgina flýði, frá frekari hörm-
ungum. Þá er og komið á daginn,
að auk Gardy, hafa margir leiðtog-
ar OAS flúið og veit enginn, hvar
þeir eru nú niður komnir.
Ástæðan til þess, að fréttin um
uppgjöf OAS í Oran barst ekki
umheiminum fyrr en hálfu dægri
eftir útvarpstilkynninguna er sú,
að nokkrir OAS-menn, sem eru
vig sama heygarðshorn, sprengdu
útvarpsstöð'ina í Oran seint í gær-
kvöldi, þannig að öll fjarskipti
rofnuðu.
Framtíðin í Alsír
Það var einn af foringjum OAS,
Henri Defour, fyrrverandi yfir-
maður fjórðu fallhlifaherdeildar
útlendingahersveitar Frakka, sem
las tilkynninguna upp í útvarpinu,
en Defour yfirgaf franska herinn
í V-Þýzkalandi fyrir mörgum mán-
uðum síðan, en skaut svo aftur
upp kollinum í Alsír, sem for-
sprakki OAS.
í ávarpinu, sem Defour las upp
sagð'i m. a., að hafizt yrði handa
um flutning þeirra íbúa í Oran,
sem til Frakklands vildu fara, fyr-
ir þjóðaratkvæðagreiðsluna 1. júlí.
Hins vegar var fólki bent á, að
framtíðin væri í Alsir, og frönsk
yfirvöld og franskur her myndi
tryggja hagsmuni þess.
deGaulle mun flytja ávarp
Þrátt fyrii hinar friðvænlegu
horfur, sem nú hafa skapazt í
gjörvöllu Alsír, með uppgjöf OAS
í Oran, heldur fólk áfram að
streyma til Frakklands.
í París var frá því skýrt i dag,
að strax að aflokinni atkvæða-
greiðslu um framtið Alsír, á sunnu-
daginn kemur. mýr.'ii de Gaulle,
forseti, ávarpa Alsírbúa og frönsku
þjóðina og tilkynna valdatöku
Serkja í Alsír, en fáum blandast
hugur um, að niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar verði á þann veg.
enga fjdr-
veldaráöstefnu
NTB-Berlín, 27. júní
Samkvæmt fréttum austur-
þýzkra dagblaða hefur komm-
únistaleiðtoginn, Walter Ul-
bricht, vísað á bug tillögu Vest
urveldanna, sem hagsmuna
eiga að gæta í Berlín, um að
fjórveldafundur verði haldinn
til að ræða möguleika á að
binda endi á frekari árekstra
milli landamæravarða sitt
hvorum • megin við Berlínar-
múrinn.
Höfð eru eftir Ulbricht þau úm-
mæli, að það sé innan verkahrings
austur-þýzkra yfirvalda annars veg
ar og borgarstjórnar Vestur-Berlín
ar hins vegar, að ræða þessi mál
og ráða þeim til lykta, og stórveld
unum fjórum komi málið alls ekki
við. Þegar af þeirri ástæöu sé til-
laga Vesturveldanna gagnslaus.
Tveir flýðu
Aðrar fréttir frá Berlín herma,
að seint í gærkvöldi hafi 17 ára
gömlum pilti tekizt að komast yfir
til Vestur-Beriínar, með þvi að
synda yfir landamærasýki.
Austur-þýzkir landamæraverðir
skutu úr vélbyssum á eftir flótta-
manninum. en tókst ekki að hæfa.
Áður höfðu verðirnir sent flug-
elda á loft til þess að lýsa upp
skurðinn, en síðan hófu þeir mikla
vélbyssuskothríð á flóttamanninn
sem tókst þrátt fyrir allt að komast
klakklaust vestur yfir. Þá mun
einn austur-þýzkur landamæravörð
ur hafa flúið til franska yfirráða-
svæðisins, sem er í norður hluta
Berlínar.
Næsti geim-
fari valinn
NTB—Washington, 27. júní. —
Bandaríkjamenn hafa valið næsta
geimfara sinn, sem verður vænt-
anlega sendur sex hringi um-
hverfis jörðina í geimfari scinua
í Sumar. Sá, sem kemur til íeð
að fara í þessa ferð heltir Walter
Schirra, og er hann 39 ára gam-
all, kvæntur og á tvö börn. —
Hann cr iSnfræðingur að mcnnt
og hefur unnið að ýmsum geim-
visindaverkefnum í bandaríska
sjéhernum, þar sem hann er, liðs
foringi og tilraunaflugmaSur. —
íann var uflugmaður í s.íð
asts stríði og auk þess í Kóreu-
styrjöldlnni. — Æfingu hefur
hann hlotiS hina sömu og John
Glenn og Scott Carpenter, og var
hann varamaður Carpcnters, cr
hann fór í sína geimferS.
Á móti aðiid Breta
að EBE
NTB—Lundúnum, 27. júní.
— Brezka blaðig Daily Ex-
press segir frá því í dag, að
vrssar Gallup-kannanir sýni,
að þeim fjölgi stöðugt í
Bretlandi, sem mótfallnir
eru aðild Breta að EBE.
Blaðið byggir þessa frá-
sögn á niðurstöðum Gallup-
rannsókna, sem birtar voru
fyrir skömmu í brezka blað
inu Daily Mail, en skv.
þeim reyndust 43,2 —
þeirra, sem spurðir voru,
vera mótfallnir aðild.
KastaBi blekbyttu
í listaverkið
NTB—Lundúnum, 27. júní.
— Einn af safngestum kon-
unglega listasafnsins í Lund
únum gerði sér í dag lítið
fyrir og kastaði blekbyttu'
að einni af teikningutm
Leonardo da Vinci, en til
allrar hamingju brotnaði
■ekki byttan og skemmdir
urðu því ekki teljandi á
listaverkinu, sem virt er á
16 milljónir norskra króna.
Listaverk þetta var upp-
dráttur Vinci af málverki
hans María guðsmóðir með
barnið.
Rtissel áfram í verka-
mannaflokknum
NTB—Lundúnum, 27. júní.
— Miðstjórn brezka verka-
mannaflokksins ákvað í dag
að falla frá aðgerðum gegn
Bertrand Russel, hjnum
aldna heimspekningi og Iá-
varði, sem er formaður
mótmælahreyfingarinnar
gegn atómvopnum, og þeim
Chorley, séra John Collin^
og frú Vooton, sem öll eru
meðlimir verkamannaflokks
ins, en öll hafa þau verið
beðin að gefa skýringu á
stuðningi sínum vig alheims
friðarráðstefnuna, sem kem
ur saman í M^skvu í næsta
mánuði.
Þau þrjú siðast töldu
hafa öll skýrt afstöðu sína,
Russel viU ekkert segja.
Með þessum úrskurði mið-
stjórnarinnar er komig í
veg fyrir, að Russel þurfi
að hverfa úr verkamanna-
flokknum, en hann hefur
verið félagi síðan 1915.
Idouia vili afskipti
$-b. í Kongó
NTB — Leopoldville, 26.
júní — Cyrille Adoula, for-
sætisráðherra miðstjórnar
Kongó sagði í dag, að nú
Uti út fyrir, að allar til-
raunir til friðsamlegrar
lausnar vandamálanna í
Kongó og til sameiningar
alls landsins, hefðu farið út
um þúfur.
Viðræður hans og Tsh-
ombe um sameiningu Kat-
anga við aðra hluta lands-
ins hefðu ekki borig neinn
árangur og væri þá ekki
um annag að gera en biðja
S.þ. að grfpa til sinna ráða.
í dag flaug Tshombe aft-
ur til Elisabethville, eftir
að hafa dvalizt í sex vikur
í Leopoldville.
Á blaðamannafundi,
skömmu eftir brottför Tsh-
ombe, sagði Adoula, ag ekk
ert hefði áunnizt með við-
ræðunum við Tshobme.
Ekki vildi Adoula láta
neitt uppi um það, hvað
hann teldi, að Sameinuðu
þjóðirnar ættu til bragðs
að taka til lausnar vanda-
málanna.
T f M I N N , fimmtudaginn 28. júní Í962
3